Morgunblaðið - 09.09.1988, Side 16

Morgunblaðið - 09.09.1988, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. SEPTEMBER 1988 Kennsla hefst 12. september fyrir byrjendur og lengra komna í íþróttahúsinu við Strandgötu, Hafnarfirði. Upplýsingar og innritun um helgar Hrefna Geiisdóttir og virka daga eftir kl. 5. sími 44512 íþróttakennari kormákur og klíkan benson neðrideildinni A /l/H/IDEIJS ra 'fÖ + o o 'op »o » Áskriftarsíminn er 83033 Framkvæmdir við Aðalstræti 8 stöðvaðar Trey sti þ ví að misskilningur verði leiðréttur - segir Óskar Valdimarsson, fram- kvæmdastjóri Byggðaverks FRAMKVÆMDIR á lóðinni nr. 8 við Aðalstrœti voru stöðvaðar á miðvikudag af byggingafulltrúanum í Reykjavik. Var það gert i samræmi við úrskurð félagsmálaráðherra frá því á mánudag, um að fella úr gildi byggingarleyfið á lóðinni. Óskar Valdimarsson, fram- kvæmdastjóri Byggðaverks telur að úrskurður ráðherra sé byggður á misskilningi og segir að forráðamenn fyrirtækisins hugleiði nú höfðun skaðabótamáls vegna þess tjóns, sem af stöðvuninni hlýst. Byggðaverk hóf framkvæmdir á lóðinni í maí síðastliðnum, eftir að byggingamefnd Reykjavíkur veitti byggingarleyfi. Lóðin var áður í eigu Sölumiðstöðvar hraðfrystihús- anna, en ætlunin var, að í nýbygg- ingunni yrðu skrifstofur SH, Trygg- ingamiðstöðvarinnar og Sölusam- bands íslenskra fiskframleiðenda, auk íbúða og ýmiss konar þjónustu- starfsemi. Framkvæmdir kærðar til félagsmálaráðherra í júní barst félagsmálaráðuneyt- inu kæra frá 9 íbúum í Gijóta- þorpi, þar sem þess var krafist, að byggingarleyfíð yrði fellt úr gildi. Kærendumir töldu, að fyrirhuguð bygging væri ekki í samræmi við samþykkt deiliskipulag og að ákvæði reglugerða um fjarlægðir milli húsa væru virt að vettugi. Félagsmálaráðherra sendi kær- una til skipulagsstjómar ríkisins og byggingamefndar Reykjavíkur til umsagnar. Það var niðurstaða þess- ara aðila, að ekki væm forsendur fyrir afturköllun byggingarlejrfis- ins, þótt um viss frávik frá sam- þykktu deiliskipulagi væri að ræða. Byggingarleyfið afturkallað Niðurstaða Jóhönnu Sigurðar- dóttur, félagsmálaráðherra var hins vegar sú, að leyfl byggingamefndar Reykjavíkur fyrir þessari nýbygg- ingu skyldi falla úr gildi. í forsend- um úrskurðarins er sagt, að nýting- arhlutfall hússins sé of hátt, að verið sé að gera tvö hús að einu á lóðinni, en deiliskipulag Kvosarinn- ar gerir ráð fyrir tveimur, og að lokum, að landnotkun sé í ósam- ræmi við deiliskipulag, þar sem ein- ungis sé gert ráð fyrir einni íbúð í húsinu. Hilmar Guðlaugsson, formaður Fyrirlestur um grafík í Norræna húsinu LESLIE Luebbers listfræðingur heldur fyrirlestur í fundasal Norræna hússins sunnudaginn 11. september kl. 17.00 og sýnir litskyggnur. Fyrirlesturinn er haldinn í tengslum við sýninguna Norrænt grafík-þríár, sem stend- ur nú yfir í sýningarsölum húss- ins. Leslie Luebbers skrifaði grein um listamennina í sýningarskrá og ætl- ar hún að ræða frekar um verk þeirra og sýna litskyggnur máli sínu til skýringar. Leslie Luebbers er bandarísk og stundaði nám í listasögu við ýmsa bandaríska háskóla. Hún hefur haft umsjón með fjölda grafiksýninga og verið forstöðumaður World Print Council í San Francisco. Þá hefur hún skipulagt nokkrar alþjóðlegar ráðstefnur myndlistarmanna. Síðustu ár hefur hún starfað sjálf- stætt sem listráðunautur og skipu- lagt sýningar. Einnig hefur hún haldið fyrirlestra við ýmis tækifæri. (Fréttatilkynning) X-Xöföar til XX fólks í öllum starfsgreinum! DÚNDUR ÚTSALA íGardínubúðinni, Skipholti 35 Gluggatja/daefni, stórisefni og nú tíka fataefni í miklu úrvali. Opið Gardínubúðin, Mánudaga - föstudaga frá kl. 9-18 Skipholti 35, Laugardaga frá kl. 10-16 sími 35677.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.