Morgunblaðið - 09.09.1988, Blaðsíða 27
ÍklORGÚNBLAÐIÐ, FÖsfúDAGUR 9. SEtTÉMBER 1988
Flóðin í Bangladesh:
Hungursneyð
vofir yfir í verst
settu héruðunum
Dhaka. Reuter.
FLÓÐIN í Bangladesh voru í rénun í gær, að sögn þarlendra embætt-
ismanna, en það var lítil huggun fyrir þá sem heyja harða baráttu
við sjúkdóma sem dregið hafa í kringum þúsund manns til dauða.
Fjöldi manna átti einnig á hættu að verða hungurmorða þar sem
matvælabirgðir voru af skornum skammti og litlar líkur á að hægt
yrði að senda matvæli nógu fljótt til verst settu héraðanna.
Embættismenn segja að rúmlega
800 manns hafí látist vegna flóð-
anna, en margir telja að mun fleiri
hafí látið lífíð, að minnsta kosti
1.500. Embættismenn og starfs-
menn hjálparstofnanna voru þó
sammála um að fjöldi látinna myndi
aukast vegna sjúkdóma sem hljót-
ast af neyslu skemmds matar og
óhreins flóðavatns.
Talsmaður stjómarinnar sagði
að erlendir aðilar hefðu lofað að
senda þegar í stað nauðsynjar að
verðmæti 30 milljón dala. Embætt-
ismaður nokkur sagði að sú aðstoð
nægði engan veginn. „Aðeins
kraftaverk gæti komið í veg fyrir
hungursneyð," sagði annar emb-
ættismaður.
Fimm tonn af matvælum hafa
borist til Dhaka og von er á meiru
frá Saudí-Arabíu, Quatar og Kuw-
ait þegar flugvöllurinn í Dhaka
verður opnaður. Vonast menn til
að völlurinn verði nothæfur. í dag,
en flugsamgöngur til höfuðborgar-
innar hafa legið niðri í viku. Þótt
matvæli myndu berast í miklu
magni til Dhaka verður dreifíng
þeirra þaðan til afskektra staða
mikið vandamál. Vegir frá borginni
eru lokaðir og lestasamgöngur
liggja niðri, auk þess sem hvergi
er hægt að lenda flugvélum á mörg-
um flóðasvæðunum.
Dhakábúar beijast hér um mat
sem samtök blaðamanna í höfuð-
borginni dreifðu í gær. Dhakabú-
ar kaupa nú allt ætilegt úr versl-
unum höfuðborgarinnar og eru
þær nú í þann mund að tæmast.
Reuter
Sviss:
Atkvæðagreiðsla um frönskukennslu
, ZUrich. Frá önnu Bjamadáttur, fréttaritara Morgimblaðsins.
IBUUM Zttrich,- fjölmennustu við þýsku og hvetur kjósendur
kantónu Sviss, gefst seinna í
mánuðinum tækifæri tíl að
greiða atkvæði um hvort eigi
að kenna frönsku i baraaskól-
um eða ekki. Kennarar eru
fremstir í flokki gegn þvi og
segja að það sé of mikið álag
fyrir nemendur að læra
frönsku í 5. bekk. Stjóra kan-
tónunnar teiur böra hins vegar
ekkert of góð til að læra eitt
tungumál landsins til viðbótar
til að leyfa frönskukennslu.
Stór meirihluti Svisslendinga
talar svokallaða þýsku en hinir
tala frönsku eða ítölsku. íbúamir
skilja því ekki alltaf hver annan
og dragast æ meir að nágranna-
þjóðunum — Vestur-Þjóðveijum,
Frökkum og ítölum. Uppeldisráð
ríkisins lagði til fyrir rúmum tíu
árum að eitt tungumál landsins
auk móðurmáls nemenda yrði
kennt í bamaskólum til að
stemma stigu við þessari þróun.
Flestar kantónumar hafa orðið
við tilmælunum en íbúar nokkurra
þeirra láta ekki segja sér fyrir
verkum og vilja fá að greiða at-
kvæði um þetta eins og svo margt
annað.
Helsta röksemd Ziirich-búa
gegn kennslunni er að bömum sé
nú þegar kennt „erlent“ tungumál
í baraaskóla. Þau alast upp við
og nota mállýsku dags daglega
en verða að læra þýsku í skóla.
Hún er þó nokkuð frá.brugðin
svissneskri mállýsku. Frönsku-
mælandi landar þeirra taka þessa
röksemd ekki gilda og eru óhress-
ir með tregðu Zurich-búa. Þeir
hafa kennt þýsku í bamaskólum
í flölda ára, en raddir eru nú uppi
um að hætta því ef frönskukennsl-
an nær ekki fram að ganga. Sviss-
lendingar geta þá bara talað
ensku saman í framtíðinni, eins
og margt yngra fólk kýs hvort
eð er nú þegar.
JAZZ
SKAPANDI
LISTGREIN
MARKVISS
ÞJÁLFUN
Nú geta allir stundað jazz-
ballett af fullum krafti. Greiða
má einn mánuð i einu. Kredit-
kortaþjónusta.
6-8 ára, 40 mín. Timi 1x í viku
kr. 900,- per. mánuð.
9-11 ára, 60 mín. Timi 2x i
viku kr. 2.000,- per. mánuð.
12 ára og eldri. Byrjendur -
framhald kr. 2.400,- per. mánuð.
STEPP
SKEMMTILEG Hraunberg ath:
VIÐBÓT VIÐ Breyttir tímar í vetur -
DANSINN HJÁ nú einnig tímar í miöri
BESTA viku.
STEPPARA
LANDSINS, ^
DRAUMEY
INNRITUIM HAFIN
SKÓLAÁRIÐ ’88-’89 SEPT-MAÍ
KENNSLA HEFST 19. SEPT.
BALLETT
1 • V ; , '
I
KLASSISK
TÆKNI
NAUÐSYN-
LEG
GÓÐUM
DANSARA
Mæður ath. samræmingu
tíma. Barnaskólinn í Suð-
urveri uppi 10% fjöl-
skylduafsláttur.
Kennarar: Karl Barbee frá
New York verður i allan
vetur ásamt Báru, Önnu,
Möggu, Irmu, Nadíu og
Águstu.
ifi
SKÍRTEINA AFHENDING LAUGARDAGINN17. SEPT.
frá kl. 13-17. Myndband í gangi allan daginn,
nemendasýning ’88 og fl.
NEMENDASYNING Í VOR.
INNRITUN í SÍMA 83730
HRAUNBERG í SÍMA 79988
^ MILLI KL. 10-18 ALLA DAGA.
F.Í.D. Félag ísl. danskennara.