Morgunblaðið - 09.09.1988, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 09.09.1988, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. SEPTEMBER 1988 4 i AF INNLENDUM VETTVANGI eftir AGNESI BRAGADÓTTUR, FRIÐRIK INDRIÐASON og HUGA ÓLAFSSON. Uf ríkisstiórnarinnar fram- 1 j /1 X • j^ lengt um oakveðinn tima Framsókn veitti níu daga frest LOFT var lævi blandið á vigstöðvum stjórnarflokkanna frá því árdegis í gær og fram undir kvöld. Þá fór mestí vígamóðurinn að renna af mönnum og má nú segja að ríki um sinn pólitískt vopnahlé. í það minnsta fór minna fyrir hnútukastí flnkksfnrmannanna í sjónvarpsvið- tölum í gærkveldi en hefur verið að undanförnu og meira að segja heyrðust þeir hrósa hver öðrum! Fram eftir degi i gær virtust framsóknarmenn, með Steingrim Her- mannsson formann flokksins í broddi fylkingar, staðráðnir i að ganga út úr ríkisstjórnarsamstarfinu með einum eða öðrum hættí. Ekki var þó full samstaða i flokknum um þessa afstöðu en mikillar svartsýni gættí í orðum þeirra framsóknarmanna er rætt var við. í lokin á löng- um og ströngum þingflokksfundi þeirra, sem framkvæmdastjórnin sat jafnframt, var samþykkt harðorð ályktun sem sjá má hér á opnunni. Þar eru sett skilyrði fyrir viðræðum innan ríkisstjómarinnar um hug- myndir forsætísráðherra. Auk þess er litíð þannig á að í boðun mið- stjómarfundar Framsóknarflokksins þann 17. þessa mánaðar felist i raun hótun um stjómarslit, þar sem það er miðstjóra flokksins sem tekur ákvörðun um það hvort flokkurinn situr áfram í ríkisstjóm eða ekki. Flestír framsóknarmannanna sem rætt var við í gær em þeirrar skoðunar að mikill meirihluti miðstjóraar vilji flokkinn úr stjóra. Ekki gætti sömu ókyrrðar í röð- um alþýðuflokks- og sjálfstæð- ismanna, en alþýðuflokksmenn sögðu þó sama og framsóknarmenn, að tillögur forsætisráðherra, sem kynntar voru á ríkisstjómarfundin- um í gærmorgun um aðgerðir í efna- hagsmálum, væru hvorki fugl né fiskur. Harðneituðu reyndar fulltrúar beggja flokka að kalla grundvöll þann, sem kynntur var, tillögur. Sjálfstæðismenn aftur á móti virtust hinir rólegustu að afloknum þing- flokksfundi sínum síðdegis í gær og sögðu að næðist ekki samkomulag um þann grundvöll sem forsætisráð- herra kynnti, þá væri einfaldlega enginn samkomulagsvilji fyrir hendi. Voru þingmenn Sjálfstæðisflokksins fullir efasemda um að heilindi ríktu í röðum framsóknarmanna um áframhaldandi samstarfsvilja. Þorsteinn Pálsson forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, skýrði stöðu mála á þennan hátt f gærkvöldi í samtali við Morgunblað- ið: „Ég hef lagt fyrir mjög skýrar tillögur að blandaðri leið til að taka á vandanum. Það er verið að vinna að útfærslu á þeirri leið og að sjálf- sögðu eru þetta ekki neinir úrslita- kostir af minni hálfu. Ég gef hvorki yfirlýsingar um að ég sé bjartsýnn né svartsýnn. Ég lít á þetta sem þýðingarmikið verkefni sem menn geta ekki verið að velta á milli sín af neinu ábyrgðarleysi, heldur til að ná niðurstöðu. Það kemur svo í ljós hveijir hafa úthald í því efni. Ég trúi því ekki fyrr en á reynir að menn hlaupi frá þessu verki." Halldór Blöndal, formaður þing- flokks Sjálfstæðisflokksins í fjarveru Ólafs G. Einarssonar, sagði að afloknum þingflokksfundi f gær að þingmenn hefðu lýst yfir stuðningi við tillögur Þorsteins Pálssonar og áhersla hefði verið lögð á það á fund- inum að ná yrði fram hallalausum fjárlögum og í þeim efnum mætti ekki standa á ráðherrum Sjálfstæðis- flokksins. Halldór sagði að auðvitað væri eftir að útfæra þann grundvöll sem Þorsteinn hefði kynnt, en hann kvaðst ekki í vafa um að á honum væri hægt að ná samkomulagi, þar sem að sjálfsögðu yrði að taka tillit til sjónarmiða samstarfsflokkanna. Eftir að Þorsteinn Pálsson forsæt-1 isráðherra tók af skarið um að niður-1 færsluleiðin svokallaða væri ekki lengur fær er í raun ekkert sam- komulag til staðar milli flokkanna þriggja um hvað beri að gera í efna- hagsmálum. Hugmyndir Þorsteins Pálssonar að úrlausnum í efnahags- málum, sem eru kynntar sérstaklega hér í opnunni, eru þó til skoðunar og sérstakrar útfærslu. Ríkisstjómin hefur ekki sett sér nein tímamörk, þótt allir séu sammála um að tfminn sé naumur. Framsóknarflokkurinn hefur eins og áður segir ákveðið að efna til miðstjómarfundar flokksins þann 17. september. Telja margir framsóknarmanna að stjómarsam- starfinu verði slitið fyrir næstu mán- aðamót. Þingflokkur Alþýðuflokksins veitti ráðherrum sínum á þingflokksfundi í gær umboð til þess að vinna áfram að lausn efnahagsmála á grundvelli þeirra tillagna sem ráðherrar flokks- ins hafa nú þegar kynnt. Ekki var þó þvertekið fyrir af alþýðuflokks- mönnum að kanna leiðir þær sem Þorsteinn Pálsson, forsætísráð- herra segir það hreint ábyrgðar- leysi að hlaupast undan merkjum nu. Morgunblaðið/Einar Falur Jón Baldvin Hannibalsson, fjármála- ráðherra harðneitar að kalla grundvöU forsætisráðherra til- lögur. Steingrímur Hermannsson, ut- anríkisráðherra er sagður helsti talsmaður framsóknarmanna á útleið. forsætisráðherra leggur til að verði famar, eftir að nákvæmir útreikning- ar og útfærsla þeirra liggur fyrir. Forsvarsmenn Alþýðuflokksins telja að Þorsteinn Pálsson hafi ekki staðið að málum sem skyldi og því eru framsóknarmenn reyndar alveg sammála. Segjast þeir alveg gáttaðir á orðum Þorsteins í sjónvarpsviðtali í fyrrakvöld og að það hafí hleypt mjög illu blóði í menn. Varðandi grundvöll þann sem Þorsteinn kynnti í gær telja alþýðuflokksmenn að hér sé um útþynnta útfærslu að ræða á þeim hugmyndum sem Jón Sigurðs- son viðskiptaráðherra Alþýðuflokks- ins sé upphaflegur höfundur að, þó hafi hans tillögur aldrei gert ráð fýr- ir gengisfellingu. Benda alþýðuflokksmenn á að í plaggi því sem forsætisráðherra lagði fram á ríkisstjómarfundinum í gær sé ósvarað öllum þeim spumingum, sem þessi leið veki, svo sem því hvemig eigi að ná niður verðbólg- unni og viðhalda verðstöðvun, á sama tíma og gengið sé fellt. Auk þess sé engu um það svarað hvemig fram- fylgja eigi verðstöðvun. Það sé ágreiningsefni á milli Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks, hvort viðurlög eigi að vera við broti á lögum um verðstöðvum. Þá sé millifærslan óút- færð með öllu. Engar tölur séu til- greindar um þá fjármuni sem flytja eigi til fiskvinnslu. Hver drap niðurfærsluna? Bæði Steingrímur Hermannsson og Jón Baldvin Hannibalsson hafa gefið það í skyn að Þorsteinn Páls- son hafi með ótímabærum hætti hafnað niðurfærsluleiðinni með þeim yfirlýsingum sínum, að sú leið væri ófær eftir ályktun ASÍ þess efnis að sambandið væri ekki til viðræðu um launalækkun. Steingrímur sagði eftir ýfirlýsingar Þorsteins að niður- færsluleiðin hefði ekki verið að fullu útfærð. Jón Baldvin kvað sterkar áð orði og sagði að Sjálfstæðisflokk- urinn hefði ekki samþykkt lækkun vaxta og verðlags samhliða niður- færslu launa eins og nauðsynlegt hefði verið að gera til að leiðin gengi upp. Þorsteinn Pálsson aftur á móti sakar þá Jón Baldvin og Steingrím um óheilindi í starfi og þann ljóta leik að vilja plata Alþýðusamband Tillögur forsætisráðherra um ákvarðanir í efnahagsmálum Við ríkjandi aðstæður er brýnt að taka ákvarðanir sem leggja grundvöll að efnahags- legum stöðugleika. Þær ákvarðanir eru for- senda þess að takist að ná markmiðum ríkis- stjórnarinnar um hjöðnun verðbólgu, lækkun vaxta og bætta afkomu útflutnings- og sam- keppnisgreina atvinnulífsins. Forsenda þess að lagður verði traustur grunnur að stöðugleika í efnahagslífinu á næstu 12-18 mánuðum 'er að fjárlög ársins 1989 verði afgreidd án rekstrarhalla og að lánsfjárlög einkennist af ströngu aðhaldi að erlendum lántökum. Gerð fjárlaga og láns- fjárlaga sem hafa jafnvægi að markmiði hlýtur að vera höfuðverkefni á sviði efnahagsmála á næstunni. mennum reglum á þessu sviði. Þar á meðal eru ákvarðanir um ábyrgð ríkisins á lántökum lánastofnana, ríkisbanka og opinberra fjárfest- ingarlánasjóða. Samhliða ákvörðunum á sviði ríkisfjármála og peninga- og lánsfjármála þarf að taka ákvarðanir um stöðugleika í launa- og verð- lagsmálum. A sviði launamála er um að ræða frystingu launa sem fæli í sér afnám samnings- bundinna og lögákveðinna áfangahækkanna og að komið verði í veg fyrir hækkun launa vegna samningsákvæða um svonefnd rauð strik. Meginviðfangsefni við fjárlagagerðina verð- ur að beita auknu aðhaldi að gjaldahlið fjárlag- anna. Hins vegar kemur til greina að falla frá því tekjuafsali fyrir ríkissjóð sem upptaka virð- isaukaskatts á miðju ári 1989 fæli í sér. Til greina kæmi þvf að fresta framkvæmd þessar- ar skattkerfisbreytingar. Ákvarðanir á sviði lánsijármála þurfa ann- ars vegar að lúta að því að draga verulega saman erlendar lántökur á næsta ári og hins vegar að skapa heilbrigða umgjörð með al- Verðstöðvunin sem ákveðin var 26. ágúst sl. hefur lánast vel m.a. vegna þess að hún hefur mætt skilningi innan atvinnulífsins fyrir það að vera tímabundin aðgerð. Hins vegar Ieyfir verðstöðvunin ekki að tekið sé tillit til hækkana á innflutningsverði eða verðbreytinga vegna gengisbreytinga á alþjóðlegum gjaldeyr- ismarkaði svo að dæmi séu nefnd. Hætta er því á að framlenging verðstöðvunar yrði ómarkviss aðgerð vegna þess hve óraunhæf hún væri og græfi því undan tiltrú á aðhalds- stefnu ríkisstjómarinnar í verðlagsmálum. Taka þarf ákvörðun um strangt aðhald með verðlagsþróun í framhaldi verðstöðvunar sem ákveðin var til loka september. Hjöðnun verðbólgu, sem nú þegar er hafin og halda mun áfram verði fylgt þeirri stefnu sem hér hefur verið lýst, mun leiða af sér áframhaldandi lækkun nafnvaxta og bætta greiðsluafkomu fyrirtækja. Aðhaldsaðgerðir í ríkisfjármálum skapa grundvöll fyrir lækkun vaxta á skuldabréfum ríkissjóðs og skapa skil- yrði fyrir almennri raunvaxtalækkun í fram- haldi af því. Athugun fer nú fram, m.a. í Þjóðhagsstofn- un og Seðlabanka, á skilyrðum fyrir því að taka upp verðjöfnun á frystum fiskafurðum í framhaldi af verðfalli erlendis. Til greina kem- ur að Seðlabankinn leggi frystideild Verðjöfn- unarsjóðs til lána í þessum tilgangi, en slíkri lánveitingu yrði að fylgja samsvarandi að- haldsaðgerð til að koma í veg fyrir peninga- þenslu. I Þjóðhagsstofnun er unnið að endur- skoðun á uppsöfnuðum söluskatti í sjávarút- vegi. í framhaldi af þessum athugunum og með hliðsjón af horfum um fiskafla á næsta ári þarf að taka ákvarðanir um aðgerðir til að treysta rekstrarstöðu útflutnings- og sam- keppnisgreina. Þar á meðal þarf að taka ákvörðun um hvort og hvemig heimild Seðla- bankans til 3% breytingar á gengi krónunnar verði nýtt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.