Morgunblaðið - 09.09.1988, Side 43

Morgunblaðið - 09.09.1988, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. SEPTEMBER 1988 43 Minning: Gréta Pálsdóttir kenndi mér þegar ég var lítil eins og hann. Nú er ég klæddur og kominn á ról, Kristur Jesús veri mitt skjól, í guðsóttanum gefðu mér að ganga í dag, svo líki þér. Pjölskylda mín og ég biðjum Guð að styrkja Rabba og Karenu, Villa Rabba, systkini og aðra ættingja og vini í þéssari þungu sorg. Að lokum viljum við þakka Öldu fyrir alltof stutta samveru hér á jörð. Veri hún kært kvödd og Guði á hendur falin. Jónína Björnsdóttír Verið þið sæl þið sólarböm, þið sofið til vorsins rótt Þið hurfuð mér öll í einum svip á einni kaldri nótt (Bjami Jónsson) Elsku Öldu, móðursystur minni, þakka ég alla þá ást og umhyggju sem hún veitti mér á minni stuttu æfí. Megi lífsorka mín fylgja Öldu á hennar braut. Kári Páll Sveinsson Það skilur enginn augnablikið fyrr en það er farið, það skilur eng- inn nýja sköpun fyiT en henni er lokið og enginn þekkir stund ham- ingjunnar fyrr en hún er liðin. (Úr Kastið ekki steinunum, Gunnar Dal) Dáin, horfín, harmafregn. Hvað skeði? Af hveiju varð allt í einu myrkur um hábjartan dag? Af hveiju Alda frænka og af hveiju svona? Margar eru spumingamar en fá eru svörin. Héma sitjum við harmi þrungin og reynum að skilja hvað hefur gerst, en það er óskiljanlegt. Hún Alda okkar er horfín. Við sem nánast ólumst upp saman á Dílum ásamt Önnu Ósk, Hafna Má og Gylfa. Margt var brallað og margar eru minningamar sem eru okkur ógleymanlegar. Elsku Rabbi og Karen frænka, Villi Rabbi og systkinin tjögur, þið sem hafíð misst mest. Orðin hljóma svo fátæklega en við viljum með orðum Spámannsins, Kahlil Gibran, votta ykkur öllum okkar dýpstu samúð. „Þegar þú ert sorgmæddur skoðaðu þá aftur huga þinn og þú munt sjá að þú grætur vegna þess sem var gleði þín.“ Við héma í Ósló vorum búin að hlakka svo mikið til að taka á móti henni og Villa Rabba og sýna þeim Ósló. Við kveðjum að sinni Öldu frænku með söknuð í hjarta og biðj- um góðan Guð að geyma hana og styðja okkur öll í þessari miklu sorg. „Lífíð er ekki dagamir sem hafa liðið, heldur dagamir sem við minnumst." (Paulenko) Lilla, Ingi, Jónas, Anna Björg, Oskar og Fanney. Hvers vegna fæðumst við, til hvers deyjum við? Þessar spuming- ar hafa gerst áleitnar í huga mínum frá því að mér var sagt frá dauða frænku minnar, hennar Öldu. Hvílíkt reiðarslag, ung kona hrifin frá sjö ára bami og fjölskyldu sinni aðeins 25 ára gömul. Hún sem alltaf frá okkar fyrstu kynnum ætlaði sér allt svo stórt og mikið og svo margt var eftir. Elsku Villi Rabbi, Karen og Rabbi, við Jói vonum að góður Guð gefí ykkur kraft og styrk til að standast þessa hræðilegu raun sem á ykkur er lögð. Blessuð sé minning Öldu. Kom, huggari, mig hugga þú, kom, hönd, og bind um sárin, kom, dögg, og’svala sálu nú, kom, sól, og þerra tárin kom, hjaitans heilsulind, kom, heilög fyrirmynd, kom, ljós, og lýstu mér, kom, líf, er ævin þver, kom, eilífð, bak við árin. (V. Briem.) Maja Vala, Jóhannes ívar og böm. Síminn hringdi. Mér var tilkynnt sú sorgarfrétt að Alda frænka mín væri látin. Mig setti hljóðan. Hvem- ig getur það verið, að stúlka full af lífsorku sé hrifin brott frá 7 ára gömlum syni sínum og fjölskyldu? Alda var full af fjöri og aldrei var nein lognmolla kring um hana. Við kynntumst mjög vel á þeim fjöl- mörgu stundum sem við áttum í Lyngheiði 14. — Hennar er sárt saknað og er söknuður sonarins mikill. Við Inga, ívar og Óli Páll óskum Öldu alls hins besta í hennar nýju heimkynnum. Við vitúm að þar verður tekið vel á móti henni. Elsku Villi Rabbi, Karen, Rabbi og fjölskylda. Guð styrki ykkur í ykkar miklu sorg. Blessuð sé minn- ing Öldu Rafnsdóttur. Ómar, Inga og strákarnir í dag kveðjum við Öldu. Fregnin um dauða hennar kom eins og reið- arslag yfír okkur öll. Hún sem var í_ blóma lífsins og alltaf svo hress. Á föstudaginn kvaddi hún okkur hressilega að vanda. Hún var þá að fara að undirbúa afmæli Villa Rabba sonar síns. Hann varð 7 ára daginn sem hún lést. Við kynntumst Öldu fyrir tveim- ur og hálfu ári, þegar hún kom að vinna á 12-A. Hún samlagaðist hópnum vel og létti oft skap okkar með fyndnum sögum og hnyttnum tilsvörum. Hún sparaði okkur mörg sporin með því að sendast út um allan spítala, hvort sem það var í þágu sjúklinganna eða til þess að fara í „sjoppuna". Alda hafði mikinn áhuga á öllu sem viðkom stjörnu- speki. Hún hafði gaman af því að reyna að fínna út í hvaða stjörnu- merki vinnufélagamir voru og reyndi einnig að vekja áhuga okkar á spekinni með misjöfnum árangri. Það er höggvið stórt skarð í hópinn á 12-A, sem erfitt verður að fylla. Við kveðjum Öldu með söknuð í huga og biðjum Guð að styrkja Villa Rabba, foreldra hennar, systk- ini og vini í sorg þeirra. Hví var þessi beður búinn bamið kæra, þér svo skjótt? Svar af himni heyrir trúin hljóma gegnum dauðans nótt Það er kveðjam „Kom til mín!“ Kristur tók þig heim til sín. Þú ert blessuð hans í höndum, hólpin sál með ljóssins öndum. (B. Halld.) Starfsfólk deUd 12-A Fædd 9. janúar 1943 Dáin 1. september 1988 í dag fer fram útför Grétu Páls- dóttur, Lambastekk 9, Reykjavík, en hún lést í svefni að morgni 1. september sl. Leiðir okkar Grétu lágu saman er við unnum við ræst- ingu í Laugamesskólanum, en þar vann hún í mörg ár. Við konumar sem þama unnum áttum það allar sameiginlegt að vera húsmæður og mættum þangað seinni part dagsins til vinnu. Hún setti svo sannarlega svip sinn á þennan hóp, hún Gréta, þessi glæsi- lega og prúða kona, okkur fannst hún aldrei þurfa að flýta sér, svo mikil ró var yfir henni, en henni vannst vel. Það var gott að eiga hana að vini og félaga og minnumst við því margra góðra stunda er leið- ir skilja um sinn og söknum vinar í stað. Gréta var innfæddur Reykvíking- ur og alin upp í Efstasundinu, elst þriggja systkina. Hún var gift Þóri Bjamasyni, vélstjóra, og bjuggu þau í Lambastekk 9, Reykjavík. Böm þeirra eru Þóra, fædd 1969, og Páll, fæddur 1977. Þau vom samhent í að skapa sér fallegt heimili, þessi hjón, þar sem reglusemi og snyrtimennska var í hávegum höfð. Það undraði okkur oft hvað Gréta gat komið miklu í verk, t.d. öll handavinnan sem hún hafði unnið og prýddi heimili þeirra, því við vissum að hún hafði unnið mikið utan heimilis og lét sér einnig annt um fólkið sitt og var tilbúin að rétta því hjáiparhönd ef með þurfti. Það var fyrir tæpum tveim ámm að þessi litla fjölskylda varð fyrir þeirri miklu raun, að Páll, einkason- ur þeirra hjóna, lenti í bifreiðaslysi og slasaðist lífshættulega. Þau biðu og vonuðu í margar vikur, að hann mætti lífí halda. Ekki kom hann heill úr þessum raunum. Gréta hætti þá að vinna og þau reyndu að styðja hann sem mest þau máttu, allt var lagt í sölumar. Gréta var sterk og það sýndi sig best í þessu hvað í henni bjó. Það er því sárt að kveðja hana nú, mitt í önn dagsins. Við emm þakklátar fyrir þær góðu minningar sem við eigum um hana og ekki verða frá okkur teknar. Við sendum öllum þeim sem henni vom kærir innilegar samúðarkveðjur og biðjum Guð að vaka yfir þeim. Af eilífðar ljósi bjarma ber, sem brautina þungu greiðir. Vort líf, sem svo stutt og stopult er það stefnir á æðri leiðir. Og upphiminn fegri en augað sér mót öllum oss faðminn breiðir. (E.B.) Fyrir hönd vinnufélaga, Maja og Jóna. Gréta frænka, vinur og vemdari, er nú farin frá okkur inn í eilífðina, tekin burt í blóma lífsins. Það er með öllu óskiljanlegt að akkurat hún skuli hafa verið kölluð burt svona snögglega. Hún sýndi þess svo sannarlega ekki merki. Gréta var alltaf til taks, reiðubúin að rétta hjálparhönd. Hún gaf enda- laust af sjálfri sér, stóð sem klettur við hlið okkar í gegnum súrt og sætt. Mér reyndist hún sem besta móð- ir, var alltaf tilbúin að hlusta og gefa ráð og var ein af örfáum sem tók mér eins og ég er og reyndi ekki að breyta því. Ég gat alltaf leitað til hennar. Meðan þær mæðg- ur bjuggu hjá okkur ömmu og afa gerði hún aldrei upp á milli okkar stelpnanna. Alltaf hafði hún mig með í myndinni. Þegar Þóra hennar þurfti jólaskó eða nýjan kjól var iðu- lega að hún kom heim með tvöfaldan skammt. Henni þótti ekkert sjálf- sagðara en að gleðja litlu frænku sína og naut ég þess alltaf, kom geislandi glöð og ánægð heim eftir ferð með Grétu. Þegar hún lofaði mér einhveiju stóð það eins og staf- ur á bók. Mín fyrstu kynni af leikhúsi fékk ég t.d. í gegnum hana þegar hún fór með okkur frænkumar í „stóra leikhúsið". Hún passaði ávallt upp á að sælgætinu væri skipt á milli okk- ar og við nytum okkar sem best. Jafnvel þegar ég sótti í mig veðrið og ráðskaðist með ,þá stuttu þá hvessti _hún aldrei tóninn eða varð önug. Ég man bara ekki eftir því að hún skipti um skap. Dæmin um það eru svo mörg. Nú nýlega vorum við að rifja upp bemskubrek okkar frænknanna kom hún þá hlæjandi með mynd af okkur þar sem ég hafði útbúið drultuköku og sagt við Þóm: „Smakkaðu". Hún þorði ekki að segja nei við stóra frænku og smakkaði. í stað þess að hlaupa til og stoppa leikinn tók hún þátt í honum og festi á fílmu. Svona var Gréta. Eins varð ég þeirra forréttinda aðnjótandi að ferðast með henni og fóram við nokkram sinnum saman til útlanda. Þá virkilega fékk ég að kynnast henni betur og við náðum góðu sambandi. Þá komst ég endan- lega að því hvers konar gull að manni hún var. Við töluðum um framtíðaráform mín, hvað mig lang- aði til að gera og hafði hún mikinn áhuga á. Hún sagði alltaf: „Breyttu eins og þín samviska segir og láttu ekki aðra hafa áhrfí þar á.“ Hún var alltaf sú sem varði mig og mín áform. Og það besta var að í þessum ferðum okkar sagði hún mér oft frá»- sínum hugsunum og löngunum en venjulega var hún fremur lokuð á sjálfa sig. Hún bar aldrei tilfinningar sínar og vandamál undir aðra', held- ur fann alltaf leið útúr þeim sjálf. Dugnaður hennar og kraftur var með ólíkindum. Þegar litli strákurinn þeirra Þóris varð fyrir slysinu horfði maður upp á hana beijast af miklum mætti. Hún vék varla frá honum eina einustu mínútu. Spilaði fyrir hann og sagði honum sögur í þeirri von að það kæmist inn í vitund hans, því hún trúði ekki á annað en að honum færi fram. Það var aðdáunar- vert að sjá þau mæðginin þegar hann fór að braggast. Hún sat tímunum saman og kenndi honum orðin uppá nýtt. Hún lét hann alltaf hafa eitthvað til að hlakka til og fékk hann til að tala og sýna við- brögð. Og framfarimar létu ekki á sér standa. Þær vora svo miklar að læknar áttu varla til orð. Hann hleypur nú um og er iðinn við að segja manni frá sínum hugsunum og gjörðum. Gréta sáði í jarðveginn og vann ötullega að uppvextinum en ávaxt- anna naut hún því miður ekki. Henn- ar brottför er mikið áfall fyrir okkur öll og ekki síst fyrir Palla litla og megi okkur hlotnast í sameiningu að halda hennar verki áfram. Hennar verður sárt saknað af okkur sem eftir eram og guð gefi Þóri, Þóra og Palla styrk í sorginni því þeirra missir er mestur. Hvfl í friði. Ingibjörg Gréta t Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför fósturmóöur minnar, tengdamóður og ömmu, MARGRÉTAR MAGNÚSDÓTTUR, Hrafnlstu, Hafnarflrðl, áðurtil helmllla á Herjólfsgötu 12, Hafnarfirðl. Sérstakar þakkirtil starfsfólks sjúkradeildar 4B, Hrafnistu, Hafnar- firði. Guðmundur Guðmundsson, Matthlldur Þ. Matthíasdóttir, Guðlaugur Guðmundsson. t Eiginmaöur minn, SIGURÐUR ÞÓRÐARSON bóndl, Tannastöðum, verður jarösunginn frá Kotstrandarkirkju laugardaginn 10. sept- ember kl. 14.00. Blóm og kransar afbeönir en þeim sem vildu minnast hans er bent að láta Sjúkrahús Suðurlands njóta þess. Fyrir hönd aðstandenda, Halldóra Hinriksdóttir. t Eiginmaður minn og faðir okkar, SIGURÐUR SIGURSTEINSSON bifreiðastjóri frá Akureyri, tll heimllis á Vallarbraut 6, Seltjarnarnesi, er lóst 31. ágúst verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni föstudaginn 9. september kl. 15.00. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hans er bent á Flugbjörgunarsveitina. Anna G. Árnadóttir, Árni G. Sigurðsson, Krlstinn Slgurðsson, Anton Sigurðsson. t Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við fráfall og útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, BJÖRNS JÓNSSONAR, Þlngeyri. Jónfna Guðmundsdóttlr, Bima Björnsdóttir, Júlfus Bjarnason, Páll Björnsson, Jóhanna Ström. Kolbrún Bjömsdóttlr, Bjami Jónsson, og barnabörn. t Þökkum auðsýnda samúð, vináttu og hlýhug viö andlát og útför eiginmanns mfns, föður okkar, tengdaföður og afa, GUÐJÓNS Þ. GÍSLASONAR sklpstjóra, Suðurgötu 31, Sandgerði. Mikkalína Flnnbjörnsdóttlr, Ólaffa Kristfn Guðjónsdóttir, Jón Norðfjörð, Finnbjörn Helgi Guðjónsson, Sigurlaug Markúsdóttir, Einar Sigurður Guðjónsson, Sigurbjörg Ólafsdóttir, Oddný Bergþóra Guðjónsdóttir, Richard H. Eckard, Helga Herborg Guðjónsdóttlr, Bolli Thor Valdimarsson, Gfsli Guðjón Guðjónsson, Helga Leona Friðjónsdóttir, Benóný Guðjónsson, fna Dóra Hjálmarsdóttir," Kristján Jóhann Guðjónsson, Inglbjörg Hjördfs Einarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.