Morgunblaðið - 09.09.1988, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 09.09.1988, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR PÖSTUDAGUR 9. SEPTEMBER 1988 KNATTSPYRNA / 1. DEILD Guðjón áfram hjá KA STJÓRN knattspyrnudeildar KA hefur gengið frá munn- legu samkomulagi við Guðjón Þórðarson um að þjálfa liðið næsta keppnistímabil. Guð- jón hefur náð góðum árangri með KA, liðið er í 5. sæti, en KA hefur aldrei náð ofar en í 6. sæti í 1. deild. Við höfum gengið frá munn- legu samkomulagi og ég reikna með að gengið verði frá samningum strax að loknum aðal- Guðjón Þórðarson. fundi í október," sagði Stefán Gunnlaugsson, formaður knatt- spymudeildar KA. „Við erum mjög ánægðir með störf Guðjóns og teljum eðlilegt að hann haldi áfram þjálfun liðsins," sagði Stef- án. Guðjón er nú fluttur til Akur- eyrar og mun búa þar í vetur. Hann er nú byijaður að vinna sem lögregluþjónn og hefur tekið við af Jóni Kristjánssyni. Jón var í lögreglunni í sumar en er nú far- inn til náms í Reykjavík. SPJOTKAST Einar Vilhjálmsson leiðbeinir þeim ynqstu ' , , , Morgunblaðið/Björn Sveinsson Einar Vllhjálmaaon leiðbeinir ungum og upprennandi spjótkastara á Sumar- hátíð UÍA á Eiðum. FOLK ■ BONIPERTI forseti Juvent- us kallaðj Rui Barros, hinn nýja portúgalska leikmann, á fund sinn um daginn. Þótti forsetanum Bar- ros vera of tung- ulipur við blaða- menn um innan- hússmál Juve. Blaðamenn höfðu hvað eftir annað „platað" Barros til að segja álit sitt á kaupum og _sölum á leikmönnum, en yfirmenn ‘knattspymufélaga kunna ekki vel að meta að leikmenn opinberi per- sónulegar skoðanir á slíkum málum. Varla hefur verið hægt að draga orð upp úr Barros eftir fundinn með Boniperti. Enda hefur Port- úgalinn smávaxni (hann ertæplega 160 sm. hár) orð á sér fyrir að vera með eindæmum stilltur og Srúður drengur. I ROBERTO Cravero, fyrirliði Tórínó og ítalska ólympíulandsliðs- ins hefur endumýjað samninginn við Tórínó til þriggja ára. Samning- urinn hljóðar uppá 1,5 milljarða líra sem samsvarar um 50 milljónum íslenskra króna (og 1,5 milljón á rnánuði). Ofan á þessa upphæð bætast svo laun fyrir leiki með ólympíulandsliðinu, og bónus fyrir unna leiki, auk ýmiskonar hlunn- inda sem fylgja því að vera þekktur knattspymumaður (t.d. fríar veit- ingar á mörgum stöðum, verulegur afsláttur í búðum o.s.frv.) EINAR Vilhjálmsson spjótkast- ari hefur verið ráðinn til út- breiðslustarfa fyrir Frjálsí- þróttasambandið og hefur hann starf að loknum Ólympíu- leikunum í Seoul. Hugmyndin er sú að Einar fari meðal annars í skólana og fyalli þar um frjálsíþróttir til þess Rul Barros er full málglaður. að mati forseta Juventus. ■ VESALINGS ZAVAROV sem er nýkominn til Juventus fær hins vegar ekki nema um 60 þús- und íslenskar krónur í laun á mán- uði sem em meðaldaglaun annarra leikmanna 1. deildarinnar. Það voru Sovétmenn sem fóru fram á að Zavarov fengi ekki hærri laun, en Juve segist reiðubúið að greiða honum sömu laun og öðrum leik- mönnum félagsins. Juve mun út- vega sovéska leikmanninum bíl og íbúð, en mönnum finnst það óneit- anlega niðurlægjandi fyrir leik- mann á heimsmælikvarða að hann hafí ekki efni á að leigja sér sjálfur íbúð og kaupa bíl. En svona er nú litíkin stundum skrítin. ANNAR Sovétmaður Igo Belanov, sem var félagi Zavarovs í Dynamo Kiev, fær ekki leyfí til að leika með Atalanta. Lobanow- ski hefur endanlega sagt „njet“ við ítalska félagið sem í staðinn mun sennilega kaupa belgíska leik- manninn Ohana. að kveikja áhuga unglinga á íþrótt- inni. Það er liður í þeim áformum, sem við höfum um að stórauka þátttöku unglinga í fijálsum. Það er mikils virði að mestu afreks- mennimir eru tilbúnir að taka þátt í því starfí. Er stjóm FRÍ mjög ánægð með að Einar skuli fást til þessa starfs," sagði Ágúst Ásgeirs- son, formaður FRÍ. Á SUM ARHÁTIÐ ÚÍA var Einar Vilhjálmsson spjótkastari sér- stakur gestur á hátíðadagskrá og sýndi viðstöddum hvernig kunnáttumaður handfjatlar þetta íþróttatæki og tók nokkur létt köst, eins og hann orðaði það, fyrir áhorfendur. Einar brást ekki vonum manna og kastaði spjótinu 65,36 m án atrennu. Þar sem völlurinn á Eiðum er ekki eins og ólympíufarar eiga að venjast vildi Einar ekki taka neina áhættu með meiðsli og sýna alvöruköst með atrennu. Hann gat þó ekki stillt sig og með 5 skrefa atrennu kastaði Einar spjótinu 78 m. Er það lengsta kast sem sést hefur á íþróttavelli UÍA og yfír ólympíulágmarki. Hámarki náði þó hrifningin yfír heimsókn Einars þegar hann fór með unga spjótkastara út á völl að móti loknu og veitti þeim leiðsögn og góð ráð. Fengu allir að taka nokkur köst undir leiðsögn Einars sem var einkar jákvæður og örv- andi þegar hann var að leiðbeina þessum spjótkösturum framtíðar- innar. Öll sýndu þau mikinn áhuga og einbeitni við að tileinka sér tækni snillingsins, enda ákveðin í að feta í fótspor hans. Það má því búast við að félagar í UÍA láti kveða að sér í kastíþrótt- um í framtíðinni því fréttaritari Morgunblaðsins gat ekki annað heyrt en að Hreinn Halldórsson gæfí ungum kúluvörpurum góð ráð samhliða því sem hann stjómaði keppni í kúluvarpi á Sumarhátíð UIA. TENNIS GOLF / SVEITAKEPPNI GSI Frá Brynju Tomer á ftallu FRJÁLSAR FRÍ ræður Einar til útbreiðslustarfa Húsvíkingar M.deild UM SÍÐUSTU helgi fórfram keppni í 2. deild karla og kvenna í sveitakeppni GSÍ. Keppnin fór fram á Húsavík og sigruðu heimamenn íkarla- flokki en sveit Golfklúbbs Akur- eyringa í kvennaflokki. Hvassviðri og rigning settu svip sinn á keppnina en hún var mjög spennandi í karlaflokki. Leiknar voru 72 holur og þegar upp var staðið munaði aðeins fjórum höggum á sveit Golfklúbbs Húsavíkur, sem lék á 978 höggum og B-sveit Golfklúbbsins Keilis, sem lék á 982 höggum. B-sveit Golf- klúbbs Vestmannaeyja kom síðan í þriðja sæti á 988 höggum. Aðrar sveitir, sem tóku þátt í 2. deild karla, voru A- og B-sveit Golfklúbbs Akureyrar, og sveitir Leynis, Nesklúbbsins, Selfoss og Grindavíkur. GA vann kvennaflokkinn Sveit Golfklúbbs Akureyrar varð öruggur sigurvegari í 2. deild kvenna og lék á 378 höggum. Sveit Golfklúbbs Suðumesja varð önnur á 423 höggum og sveit Nesklúbbs- ins þriðja á 427 höggum. Aðrar sveitir, sem tóku þátt í 2. deild kvenna, voru sveitir Golfklúbbs Húsavíkur og Golfklúbbs Grindavíkur. Svelt Golfklúbbs Húsavlkur sigraði í 2. deild karla í sveitakeppni GSÍ. Frá vinstri: Kristján Hjálmarsson, Ólafur Ingimarsson, Axel Reynisson, Kristj- án Hjálmarsson og Kristinn Lúðvigsson, liðstjóri. HANDKNATTLEIKUR Handboltagetraunaseðlar Itilefni þátttöku handknattleiks- landsliðsins á Ólympíuleikunum, munu HSÍ og íslenskar getraunir standa saman að útgáfu sérstakra getraunaseðla. Þar er hægt að veðja um úrslit leikja á Ólympíuleikunum. Á miðunum eru aðeins leikir frá 26. september. Þá verða tvær um- ferðir búnar, þannig að allir spá- dómar ættu að verða auðveldari. Þessir miðar verða seldir á hefð- bundinn hátt í gegnum íþróttafélög- in, en einnig mun HSÍ standa beint að sölu þeirra. Ikvöld fslendingar og Danir leika vináttuiandsleik í handknatt- leik f kvöld í Seljaskóla. Leik- urinn hefst kl. 20.15. Þjóðim- ar mættust á -eama stað í gærkvöldi, en leikurinn í kvöld verður sá síðasti hjá íslenska liðinu áður en það heldur áleiðis til Seoul um helgina. Einar og Margrét eru stigahæst Einar Ásgeirsson er stigahæstur íslenzkra tennisleikara í karla- flokki og Margrét Svavarsdóttir í kvennaflokki samkvæmt nýlegum TRÓPÍ-lista sem miðaður er við árangur í tennismótum ársins. Þess má geta að íslandsmeistarinn í karlaflokki, Úlfur Þorbjömsson, hefur lítið keppt hérlendis og er ekki með á listanum. Samkvæmt listanum eru eftirtaldir efstir á blaði: Karlaflokkur: 1. Einar Ásgeirsson..................114 2. Kjartan Oskarsson..................91 3. Atli Þorbjömsson...................71 4. -5. Amar Arinbjamar................65 4.-5. Jón Páll Gestsson................65 6. Christian Staub....................64 7. Alexander Þórisson.................60 8. Kristján Baldvinsson...............43 9. Ingvar Guðjónsson..................39 10. -11. Stefán Bjömsson..............33 10.-11. Reynir Óskarsson...............33 12. Einar Thoroddsen...................12 Kvennaflokkur: 1. Margrét Svavarsdóttir.............102 2. Dröfn Guðmundsdóttir...............75 3. Oddný Guðmundsdóttir...............37 4. -6. Guðný Eiríksdóttir.............31 4.-5. Ingveldur Bragadóttir............31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.