Morgunblaðið - 23.09.1988, Page 4

Morgunblaðið - 23.09.1988, Page 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. SEPTEMBER 1988 Kjarnakljúfiir í bráðri fallhættu: Fer yfir Island tvisvar á dag SOVESKI njósnahötturinn, sem sveimað hefur stjórnlaus yfir höfðum jarðarbúa síðan í vor með kjarnakljúf innanborðs, er nú í 218-220 kílómetra hæð og getur fallið til jarðar hvenær sem er fram til 15. október. Gervihnötturinn fer yfir ísland tvisvar á sólarhring, eina mínútu í senn, og líkurnar á að hann hrapi á landið eru því einn á móti 720. Almannavamir fylgjast náið með ferðum gervihnattarins, að sögn Guðjóns Petersens, framkvæmda- stjóra Almannavama, og fá daglega upplýsingar um umferðarferli hans. Guðrjón sagði að nú væri talið einna líklegast að hann félli til jarðar 30. september, eftir rétta viku, en ekki væri hægt að segja fyrir um það með vissu fyrr en þremur dögum áður en það gerðist. Sovétmenn segja að lítil ástæða sé að óttast niðurfall njósnahnattar- ins, þar sem sjálfvirkur búnaður um borð eigi að sprengja hann þegar hann komi inn í gufuhvolfið. Þann- ig verði kjamakljúfurinn aðskilinn frá gervihnettinum sjálfum og meiri líkur séu á því að hin smærri brot brenni upp í gufuhvolfinu. Guðjón Petersen sagði að hann hefði nú nýlega fengið skýrslu þar sem segði að ekki væri ömggt að þessi búnað- ur virkaði. Ef sprengjubúnaðurinn bilaði gætu brot úr gervihnettinum dreifst á belti sem væri 800 km langt og 50 km breitt. Hann tók fram að þó að brot úr kjamakljúfn- um lentu í sjónum stafaði sjávarlífi engin hætta af því. Gervihnötturinn fer yfir ísland í kvöld, föstudagskvöld, klukkan 21.39 og 23.11. Morgunblaðið/Ingvar Guðmundsson Harður árekstur á Sætúni Harður árekstur tveggja fólksbifreiða varð við gatnamót Sætúns og Höfðatúns um klukkan 15.30 í gær. Farþegi og ökumaður annarrar bifreiðarinnar voru fluttir á sjúkrahús. VEÐURHORFURíDAG, 23. SEPTEMBER 1988 YFIRUT f GÆR: Lægð fyrir austan land en hæð yfir Grænlandi. Á sunnudag fer lægð austur um fyrir Suöuriand. SPÁ: Norðan- og norðaustanátt, sums staðar allhvasst um landið vestanvert og kaldi eða stinningskaldi í öörum landshlutum. Rign- ing eða slydda norðan til en þurrt syðra. Hiti 2—5 stig noröan lands en 5—9 stig sunnan til. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA HORFUR Á LAUGARDAG: Norðanátt og svalt í veðri, einkum norö- an lands. Slydduél norðan lands en léttskýjað á Suðurlandi. HORFUR Á SUNNUDAG: Austan strekkingur með skúrum syöst á landinu en hægari norðaustlæg eða breytileg átt og að mestu þurrt í öðrum landshlutum. Áfram svalt og víða næturfrost inn til landsins. TÁKN: Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað Norðan, 4 vindstig: Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. r r r r r r / Rigning r r r * r * r * r * Slydda r * r * * * * * * * Snjókoma * * * ■j 0 Hitastig: 10 gráður á Celsius ý Skúrir * V El = Þoka = Þokumóða ’, ’ Súld OO Mistur —J- Skafrenningur Þrumuveður ■FT C 4 ■P m V ¥ VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hiti veður Akureyri 6 alskýjað Raykjavfk 5 rigning Bergen 12 þokumóða Helsinki 12 léttskýjað Kaupmannah. 16 þokumóða Narssarssuaq 0 léttskýjað Nuuk 1 slydda Osló 16 skýjað Stokkhólmur 13 súld Þórshöfn 12 skýjað Algarve 26 heiðskirt Amsterdam 19 þokumóða Barcelona 26 léttskýjað Chicago 17 skúr Feneyjar 22 þokumóða Frankfurt 16 heiðskírt Glasgow 13 rigning Hamborg 17 mistur Las Palmas 24 léttskýjað London 19 skýjað Los Angeles 15 heiðskírt Luxemborg 15 mistur Madríd 25 mistur Malaga 25 léttskýjað Mallorca 24 léttskýjað Montreal 10 skýjað New York 17 skýjað Paris 19 skýjað Róm 23 léttskýjað San Diego 14 heiðskírt Winnipeg 8 skýjað Menskum skipum hótað í landhelgi DÖNSK gæsluflugvél hótaði því í fyrradag að íslensku loðnuskipin yrðu tekin fyrir ólöglegar veiðar í grænlensku lögsögunni, að sögn Finnboga Jónssonar framkvæmdastjóra Sfldarvinnslunnar hf. á Neskaupstað. „Við höfðum samband við Landhelgisgæsluna og ut- anríkisráðuneytið vegna þessa og niðurstaðan varð sú að skipin þyrftu ekki að færa sig þar sem þau væru í íslensku lögsögunni. Ef Danir láta verða af þessum hótunum sínum verður bara stríð,“ sagði Finnbogi í samtali við Morgunblaðið. Danir viðurkenna ekki Kolbeins- ey sem grunnlínupunkt í íslensku lögsögunni og því voru íslensku loðnuskipin á svokölluðu gráu svæði þegar danska gæsluflugvélin hótaði því að þau yrðu tekin fyrir ólöglegar veiðar. Loðnuskipin fengu engan afla í fyrrinótt, að sögn Finnboga Jóns- sonar. Jón Kjartansson SU, skip Hraðfrystihúss Eskiíjarðar, fékk 60 tonn aðfaranótt miðvikudagsins en önnur loðnuskip fengu þá engan afla, samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins. V erðlagsstofhun: Bílaverkstæði látin lækka útselda vinnu VERÐLAGSSTOFNUN hefur beint þeim tilmælum til nokkurra bif- reiðaverkstæða að þau lækki gjaldskrár sinar fyrir útselda vinnu. í athugun stofnunarinnar fyrr í mánuðinum kom í Ijós að nokkur verkstæði höfðu hækkað útselda þjónustu umfram almenna launa- hækkun frá því síðasta könnun var gerð í vor er leið, að sögn Guð- mundar Sigurðsson yfirviðskiptafræðings Verðlagsstofnunar. Guðmundur sagði að sfjómendur tíu bifreiðaverkstæða hefðu verið kallaðir til viðtals og leitað skýringa þar sem fram hefði komið meira en 10% hækkun taxta. Hjá helm- ingi verkstæðanna hefðu verið eðli- legar skýringar en þeim tilmælum beint til 4-5 verkstæða að þau lækk- uðu útselda vinnu til samræmis við almenna launahækkun á þessu tímabili. Öll verkstæðin hefðu ætlað að verða við þessum tilmælum. Sagði Guðmundur að Verðlags- stofnun væri að vinna að athugun á fleiri þjónustugreinum og bæri sig eins að og hjá bílaverkstæðun- um. Brú yfir Dýrafjörð: Tilboð opnuð í undir- búningsfi’amkvæmdir OPNUÐ hafa verið tilboð í undirbúningsframkvæmdir við brú yfir Dýrafiörð. Tvö tilboð bárust og var lægra tilboðið frá Brautinni sf. á Þingeyri, 5,9 milfiónir kr., sem er 77% af kostnaðaráætlun Vega- gcrðarinnar. , Hitt tilboðið var frá Ingvari Ástmarssyni, Bolungarvík, 6,9 milljónir, en kostnaðaráætlun er 7,7 milljónir kr. U ndirbúningsframkvæmdimar felast í gerð vegar að brúarstæði og efnisnámum og gerð vinnusvæð- is. Verkinu á að vera lokið 1. desem- ber næstkomandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.