Morgunblaðið - 23.09.1988, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. SEPTEMBER 1988
Minní ullariðnaðarfyr-
irtæki endurskipulögð
Ræddur samruni útflutningsfyrirtækja
UNNIÐ er að sameiningu minni
útflutningsfyrirtækjanna í ullar-
iðnaði og stelht að markaðsátaki
þess fyrirtækis í Þýskalandi.
Sjóðir iðnaðarins eru tUbúnir tíl
að styðja slíkt fyrirtæki enda er
það talin fbrsendan fyrir átaki
tíl enduruppbyggingar minni
framleiðslufyrirtækjanna í ullar-
iðnaði.
Kynnt hefur verið skýrsla um
stöðu og möguleika minni fyrir-
tækja í íslenskum ullariðnaði til
útflutningsátaks sem Iðnlánasjóður
og Iðnþróunarsjóður létu taka sam-
an að beiðni Friðriks Sophussonar
iðnaðarráðherra. í skýrslunni kem-
ur fram að framleiðslan hefur dreg-
ist mikið saman hjá minni fyrirtækj-
unum og þeim fækkað. Fjárhags-
ástand margra þeirra fyrirtækja
sem þátt tóku í könnuninni er bág-
borið og mörg þeirra dæmd til að
loka. Önnur eru aftur á móti talin
lífvænleg og er lagt til að reynt
verði að hjálpa þeim. Meðal annars
er lagt til að, fyrir utan það eigið
fé sem eigendur sjálfir útvegi, verði
athugaðir möguieikar á íjárfestingu
opinberra sjóða í þessum fyrirtækj-.
um og þeim gefinn kostur á skuld-
breytingu.
Þá er lagt til að unnið verði að
samruna og samstarfi fyrirtækja til
þess að ná betri nýtingu fram-
leiðslutækja og að skipulagt verði
tækniátak. Fyrirtækin eru tækni-
lega vel sett, hafa mikla fram-
Hótel Loftleiðir:
Norræna ráðsteftia
um vímulausa æsku
NORRÆNA foreldraráðstefiian-
„Fjölskyldan gegn vímuefhum“
verður haldin á Hótel Loftleiðum
í dag og á morgun. Ráðstefnan
var formlega sett í gærkvöldi f
Kristalssal hótelsins. Það er for-
eldrasamtökin „Vímulaus æska“
sem standa að þessari ráðstefiiu
en auk þeirra hefur Lionessu-
klúbburinn „Kaldá" i Hafiiarfirði
lagt sitt af mörkum við undirbún-
inginn.
Að sögn forsvarsmanna er til-
gangurinn með þingi þessu að
þjappa foreldrum þéttar saman í
vamarbaráttunni gegn áfengi og
öðrum vímuefnum. A þingi þessu
munu fjölmargir sérfræðingar á
sviði fíkniefna halda fræðsluerindi
og ávörp. Einnig munu fara fram
almennar umræður um vímuefna-
vandann.
Félagsmenn íslensku foreldra-
samtakanna eru nú 8.500 talsins,
en þess má geta að samtökin munu
þann 29. september næstkomandi
gangast fyrir félagasöfnun í beinni
útsendingu á Stöð 2 og Stjömunni.
Formaður samtakanna er Bogi Am-
ar Finnbogason.
Auk íslendinga taka þátt í ráð-
stefnunni, að þessu sinni, Danir,
Svíar, Norðmenn og Finnar.
Sænsku foreldrasamtökin eru elst
sinnar tegundar á Norðurlöndum,
voru stofnuð árið 1968. Norræna
ráðstefnan er öllum opin og stendur
frá klukkan 9:00 - 15:30 báða dag-
ana.
leiðslumöguleika ef hagstæðir
markaðir fínnast. Til dæmis er
hægt að framleiða tvisvar til þrisv-
ar sinnum meiri pijónavoð en nú
er framleidd og sauma hátt í tvö-
falt fleiri flíkur en nú er gert. Lagt
er til að í endurskipulagningu verði
stefnt að sérhæfíngu í framleiðslu,
til dæmis með því að. aðskilja
sauma- og pijónastofur.
í skýrslunni er því haldið fram
að íslenskar ullarvömr eigi að hafa
möguleika á erlendum mörkuðum
ef rétt er á málum haldið. í fram-
haldi af sameiningu minni útflytj-
enda er lagt til að markaðsátak
verði gert í Þýskalandi og ráðinn
sérstakur starfsmaður til þess.
Einnig er lagt til að fenginn verði
þýskur hönnuður til samstarfs við
íslenska hönnuði.
Vinna við framkvæmd á þessum
tillögum er hafín. Til dæmis hefur
verið fundað með framleiðendum.
Friðrik Sophusson iðnaðarráðherra,
framkvæmdastjórar sjóða iðnaðar-
ins og höfundar skýrslunnar sögðu
á blaðamannafundi þegar skýrslan
var kynnt að fullur áhugi væri fyr-
ir sammna eða samvinnu fyrirtækja
í ullariðnaði en lögðu á það áherslu
að fmmkvæðið yrði að koma fram
fyrirtækjunum sjálfum. Ef vilji
væri þar fyrir hendi gætu sjóðimir
og fleiri aðilar komið til skjalanna
og aðstoðað á ýmsum sviðum.
Iðnaðarráðherra lagði á það
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Skýrsla um möguleika litlu ullariðnaðarfyrirtækjanna kynnt, f.v.:
Baldur Pétursson deildarstjóri í iðnaðarráðuneytinu, Þorvarður Ad-
fonsson frainkvæmdastjóri Iðnþróunarsjóðs, Friðrik Sophusson iðn-
aðarráðherra, Bragi Hannesson framkvæmdastjóri Iðnlánasjóðs og
tveir af höfimdum skýrslunnar: Þráinn Þorvaldsson og Sigurður
Ingólfsson. Þriðji höfundurinn er Gísli Arason.
áherslu að mikilvægasta iðnaðar-
málið væri í raun sveiflujöfnun í
sjávarútvegi. Vegna mikilvægi sjáv-
arútvegsins væri gengið yfírleitt
skráð í samræmi við stöðu hans.
Það leiddi til þess að þegar góðæri
ríkti í sjávarútvegi væri gengið of
hátt skráð miðað við þarfir útflutn-
ingsiðnaðarins en svo kæmu hug-
myndir um millifærslu til sjávarút-
vegsins þegar hann ætti í vandræð-
um. Ef ekki væri komið á sveiflu-
jöfnun í sjávarútveginum myndi
ullariðnaður og annar útflutnings-
iðnaður ekki fá eðlileg rekstrarskil-
yrði.
FEF með fló á laugardag
FÉLAG einstæðra foreldra held-
ur seinni haustflóamarkaðinn í
Skeljanesi 6 á morgun, laugar-
daginn 24. september, og hefst
hann klukkan 1 eftir hádegi. Á
boðstólum verður hvers konar
gúrn og smáskrautmunir, ný og
notuð föt á alla aldurshópa, hús-
gögn og hvaðeina sem nöfiium
tjáir að nefiia. Að vepju verður
allt selt á hinu fræga flóamark-
aðsverði FEF. Bent er á að stræt-
isvagn númer 5 hefur endastöð
við húsið.
Fréttatilkynning.
Skotveiðifélag íslands 10 ára
Skotveiðifélag íslands
(Skotvís) var formlega stofiiað
24. september 1978 og er því 10
ára á morgun, laugardag. Þess-
ara tímamóta hyggst félagið
minnast með afinælishátíð, sem
stendur í tvo daga, laugardag og
sunnudag.
Á afmælishátíðinni verður brydd-
að upp á nýjungum fyrir almenn-
ing, svo og alla áhugamenn um
skotveiðar og skotfimi. í frétt frá
Skotveiðifélaginu er vakin sérstök
athygli á þremur dagskrárliðum. í
fyrsta lagi er það ráðstefna, sem
haldin verður á Hótel Sögu á morg-
un kl. 14-17 og fjallar um veiðar í
fortíð, nútíð og framtíð. Þá verður
haldin vörusýning báða dagana á
Hótel Sögu, þar sem til sýnis verða
vörur til skotveiða, búnaður og
áhöld frá skotveiðiverslunum. I
þriðja lagi er bent á útihátíð fyrir
almenning, sem haldin verður á
æfingasvæði Skotreynar að grafar-
holti kl. 14-20 á sunnudag. Þar
getur fólk til dæmis fengið að skjóta
úr byssum undir leiðsögn kunnáttu-
manna.
OPISILJM
MOFtGLJIM
HÆÐUM
HUOÐFÆRAHUS REYKJA VÍKUR
OlÆSimum AF FIASSIK, POPP/, HUOBFÆPUM 06 NOTUM'
OPIBÁ MOPGUNFPÁKL10-IS
VELK0MINI ST/Cmi HUOMPLOTUVEPSLUN LANDSINS
Opmartmi: Yúa ám á S-IS, tamriam il 10-16,-
Nú á
tveimur
Hljóöfærahús Reykjavíkur
LAUGAVEGI 96 - SIMI 13656
S-K-I’F-A-N
KRINGLUNNI * BORGARTÚNI * LAU6AVEGI