Morgunblaðið - 23.09.1988, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. SEPTEMBER 1988
33
blaði. Hvar sem Þorbjörg kom var
hún hrókur alls fagnaðar, enda sér-
staklega hress og glaðlynd kona,
sem hafði áhuga á hinum aðskiljan-
legustu málum.
En fyrst og síðast var Þorbjörg
mikil Ijölskyldumanneskja, sem alla
tíð reyndist eiginmanni sínum,
bömum, bamabömum og tengda-
bömum einstaklega hlý og um-
hyggjusöm og var alltaf boðin og
búin til hjálpar í blíðu og stríðu.
Móður sinni og tengdamóður, sem
báðar komust hátt á efri ár reynd-
ist hún einstök stoð og stytta, og
sá klettur sem bæði þær og aðrir
nákomnir gátu byggt á.
Þorbjörg og Guðmundur urðu
fyrir þeirri sorg árið 1945 að missa
frumburð sinn, Jens Guðmund, sem
þá var aðeins sex ára gamall, og
hefur það verið þeim þung raun.
Víst er að nú þegar jarðvist hennar
lýkur hefur hún átt góða heim-
komu, þar sem drengurinn hennar
og aðrir gengnir ástvinir hafa tekið
á móti henni.
Ég kveð tengdamóður mína með
virðingu og þökk fyrir viðkynningu
sem aldrei bar skugga á, og bið
henni blessunar Guðs.
Morítz W. Sigurðsson
í dag kveð ég hinstu kveðju
mágkonu mína Þorbjörgu Jens-
dóttur. Hún giftist Guðmundi bróð-
ur mínum fyrir tæpum fimmtíu
árum og frá fyrstu stundu hefur
hún verið mér sem besta systir og
vinkona.
Þó ellefu ára aldursmunur væri
töluverður, þá minnkaði hann fljót-
lega með árunum.
Með sinni léttu og glöðu lund
vann hún hugi og hjörtu þeirra er
kynntust henni, enda alltaf líf og
ij'ör þar sem hún var. Hjálpsemi
hennar var einstök og frumkvæði
hennar í öllu er varðaði fjölskyiduna
var ómetanlegt.
Á þeim þijátíu árum sem ég hef
verið búsett erlendis, á ég ótal
margar ógleymanlegar minningar
frá heimsóknum þeirra hjóna til
mín og minnar ijölskyldu og ekki
síður frá komum mínum til ætt-
landsins. Ekkert var of gott fyrir
„litlu systur". Móðir mín bjó í skjóli
Boggu og Guðmundar bróður míns
í næstum tuttugu ár og er mér efst
í huga þakklæti fyrir þá miklu
umhyggju og elsku sem þau ávallt
sýndu henni til hinstu stundar. Var
það mér ómetanlegur styrkur.
Það varð mér mikið reiðarslag
þegar ég frétti af alvarlegum veik-
indum mágkonu minnar. En lífsvilji
hennar og dugnaður gáfu mér von,
sem dugði því miður ekki.
Að leiðarlokum þegar ég fylgi
henni síðasta spölinn, þakka ég fyr-
ir að hafa átt hana að sönnum vini
og hvað hún hefur ætíð á einlægan
hátt tekið þátt í gleði minni og sorg-
um.
Blessuð sé minning hennar.
Ninna
Kveðja frá systkinum
Hún Bogga systir er dáin. Hún
var kölluð af þessum heimi þann
14. september 1988. Það þurfti
ekki að koma á óvart eftir nær 3
mánaða sjúkrahússlegu og baráttu
hennar og læknanna á Borgarspíta-
lanum við erfiðan sjúkdóm. En svo
er læknavísindunum fyrir að þakka
að hægt var að hlífa henni við
mestu kvölunum. Við sem eftir lif-
um vitum að það skarð sem hún
skilur eftir sig verður aldrei fyllt,
en við verðum að taka því sem að
höndum ber án þess að mögla og
þetta er jú leið okkar allra fyrr eða
síðar. En minning hennar mun lengi
lifa. Við getum ekki annað en
minnst hennar með fáeinum línum
til að þakka fyrir allt og allt.
Hún var okkar elst og leiðandi
aflið í systkinahópnum, alltaf reiðu-
búin til að hjálpa og gera gott úr
öllu eftir mætti. Hún var hrókur
alls fagnaðar og hvar sem hún kom
var eftir henni tekið. Þessi frjáls-
lega, hlýja framkoma ásamt glæsi-
leika og góðu útliti og fylltri og
fágaðri rödd öfluðu henni margra
vina. Við vitum það að hvenær sem
við systkinin komum saman, hvort
heldur verður í gleði eða sorg, þá
mun hún alltaf vera með í hugum
okkar, annað væri óhugsandi, slíkur
var persónuleiki hennar. Það er
skarð fyrir skildi. Við sitjum hnípin
eftir.
Stór hluti af sál okkar allra mun
fylgja henni áleiðis yfír móðuna
miklu og okkar hjartans dýpsta
þakklæti til hennar fyrir allt sem
hún var okkur, í sorg sem gleði
alltaf tilbúin til að gefa af sjálfri sér.
Eftirlifandi manni hennar, Guð-,
mundi, sem alltaf hefur verið okkur
sem bróðir, bömum, tengdabömum
og bamabömum biðjum við bless-
unar guðs og biðjum að þau megi
vera sterk í sínum mikla missi.
Þessar fáu línur endum við með
ljóðlínum eftir föður okkar, Jens
Hermannsson.
En meðan við sitjum í söknuði og þrá,
og soigin í hjartanu bálar.
Frá holdinu í moldinni horfum við þá
til heimkynna ástkærrar sálar.
(Ljóð 1954.)
Vörumerkið tryggír
gæöi og bestu sniö
Við erum einkasalar á íslandi og bjóðum lægsta
Evrópu-markaðsverð. Karlmannaföt kr. 3.995
til kr. 9.900,- jakkar kr. 4.995,- terelynebuxur kr.
1.195,- 1.595,- 1.695,- 1.795,- og 1.995,-
Andrés
Skólavörðustíg 22, sími 18250.
maconde
formen
MADE 1N FpRTUGAL
■
■
a
■
■
■
■
■
a
■
■
■
■
■
■
■
a
■
■
■
■
a
a
a
a
a
a
a
a
ÓKEYPIS BÆKLINGUR
Starfsframi, betri vinna, betri laun
Eftir nám í ICS-bréfaskólanum átt þú möguleika á auknum
starfsframa og betur launaöri vinnu. Þú stundar námiö heima
hjá þér á þeim hraöa sem þér hentar. Nú stunda rúmar 8 milljón-
ir manna nám í gegnum ICS-bréfaskólann! Líttu á listann og
sjáöu öll þau tækifæri sem þér gefast. ICS-bréfaskólinn hefur
örugglega námskeið sem hæfir áhuga þínum og getu. Prófskír-
teini í lok námskeiöa. Sendu miöann strax í dag og þú færö
ÓKEYPIS BÆKLING sendán í f lugpósti. (Setjiö kross í aðeins
einn reit). Námskeiöin eru öll áensku.
□ Tölvuforritun
□ Rafvirkjun
□ Ritstörf
□ Bókhald
□ Vélvirkjun
□ Almenntnám
□ Bifvólavirkjun
□ Nytjalist
□ Stjórnun
tyrirtœkja
□ Garóyrkja
□ Kjólasaumur
n Innanhús-
arkitektúr
q Stjórnun hótela
og veitingastaóa
□ Blaóamennska
□ Kælitækni og
■ lottraasting
Nafn:........................................................
Heimilisfang:............................................ ...
ICS International Correspondence schools Dept. YYS, 312/314 High
Street,Sutton,SurreySM11PR, England.
SPECIAL“
Ódýrt en best
Skötuselssúpa
Monkfish soup
kr. 225.-
Humarsúpa
Lobstersoup
kr. 395.-
Pasta með krækling
í hvítlaukssósu
Pasta with mussels
in garlic sauce
kr. 325.-
Rækjur með hrísgrjónum
barbecue
Shrimps with rice
barbecue
kr. 325.-
Ofnbakaður saltfiskur
lasagne
Ovenbaked saltfish
lasagne
kr. 795.-
Hámerisbauti í rauðvíni
Steak of porbeagle
in redwinesauce
kr. 695.-
Grísarifjar í
súr sætri sósu
Pork rib in
sweet and sour sauce
kr. 810.-
Reykt súla með
sveppasósu
Smoked gannet
with mushroomsauce
kr. 895.-
Pönnusteikt smálúða
að eigin vali
Panfried founder
at your choose
kr. 795.-
Að sjélfsögðu er einnig boðið uppá
okkar rómaða „a la carte“.
ARNARHÓLL
RESTAURANT
opinn á kvöldin frá kl. 18:00,
þriðjud. til laugard.
pantanasími 18833
Hverfisgötu 8—10