Morgunblaðið - 23.09.1988, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. SEPTEMBER 1988
35
Minning:
Guðrún de Fontenay
Fædd 6. júlí 1903
Dáin 16. september 1988
Af eilífðar Ijósi bjarma ber,
sem brautina þungu greiðir.
Vort líf sem svo stutt og stopult er,
það stefnir á æðri leiðir.
Og upphiminn fegri en auga sér
mót ölium oss faðminn breiðir.
Mér finnst að þetta vers úr sálmi
Einars Benediktssonar eigi einkar
vel við þegar ég ætla að minnast
tengdamóður minnar Guðrúnar
Eiríksdóttur de Fontenay sem lést
að kvöldi 16. september sl.
Guðrún var borinn og bamfædd-
ur Reykvíkingur, dóttir hjónanna
Eiríks Bjamasonar, jámsmiðs, og
Guðrúnar Helgadóttur. Afí Guðrún-
ar var Helgi Helgason, tónskáld og
snikkari, en Eiríkur átti ættir að
rekja til Odds Hjaltalín, lögréttu-
manns, sem lengi bjó að Rauðará.
Guðrún var komin á miðjan aldur
og orðin ekkja þegar ég kynntist
henni. Ekki leyndi sér þó að þar fór
glæsileg kona. A yngri ámm var
hún danskennari í Reykjavík, einn
sá fyrsti og sagði hún mér oft sög-
ur frá þeim tíma þegar hún ferðað-
ist um landið og sýndi dans. Það
vom sannkallaðar ævintýraferðir.
Guðrún hafði líka ferðast mikið
erlendis og um árabil dvöldu þau
hjón í framandi menningaramhverfi
sem ég býst við að hafí haft mikil
áhrif á lífsviðhorf hennar og smekk.
Smekkvísi og fágun í allri gerð
var aðalsmerki Guðrúnar. Hún var
afburða gestgjafi og naut þess að
bjóða gestum og gleðjast með þeim.
Þessir meðfæddu hæfileikar hennar
munu hafa notið sín vel er hún sem
sendiherrafrú, bæði hér heima og
erlendis, þurfti að standa fyrir
stóm, gestkvæmu heimili.
Guðrún las mikið hin síðari ár
og valdi bækur sínar af kostgæfni.
Hún naut þess að ræða efni bók-
anna og heyra álit annarra enda
var hún vel kunnug ýmsum þekkt-
um bókmenntamönnum.
En Guðrún hafði mikið þrek á
fleiri sviðum. Hún bjó yfir miklu
sálarþreki sem kom vel í Ijós er hún
varð fyrir þeirri miklu sorg að missa
tvo syni sína langt um aldur fram.
Eric Leon, sem lést 1979 og Jean
sem lest 1987. Þessum áföllum tók
hún með stillingu og æðmleysi sem
einkennir þroskað og hugsandi fólk.
Síðustu æviárin vom Guðrúnu
erfið er hún fann kraftana þverra.
Hún dvaldi síðast að Hrafnistu í
Hafnarfirði og á starfsfólk þar
mikla þökk fyrir elskulegt viðmót
og góða umönnun.
Allir sem heimsóttu Guðrúnu hin
síðari ár fundu hve þakklát hún var
og glöð að sjá kunnugleg andlit og
heyra gamalkunnar raddir og iét
hún það í ljós með brosi þegar rödd-
in brast.
Ég vil að endingu votta Guðrúnu
de Fontenay virðingu og þökk frá
mér og íjölskyldu minni. Ég tel alla
vera ríkari sem henni fengu að
kynnast.
Blessuð sé minning hennar.
Ólöf Kristófersdóttir
Guðrún de Fontenay, fyrram
sendiherrafrú Dana á íslandi, lést
á Hrafnistu í Hafnarfírði 16. þ.m.
Hún verður jarðsungin frá Dóm-
kirkjunni kl. 15 í dag.
Guðrún fæddist í Reykjavík 6.
júlí 1903, dóttir hjónanna Guðrúnar
Helgadóttur og Eiríks Bjamasonar,
jámsmíðameistara. Ólst hún upp í
miðbæ Reykjavíkur, en faðir hennar
hafði verkstæði í Tjamargötu 11,
þar sem fjölskyldan átti einnig
heimili. Alsystir Guðrúnar var
Lindís, sem gift var Ólafí Halldórs-
syni, cand.phil., skrifstofumanni
hér í borg. Er hún löngu látin og
Ólafur einnig. Albræður hennar
vora Bjöm, flugmaður, giftur Lauf-
eyju Gísladóttur, og Helgi, aðstoð-
arbankastjóri í Útvegsbankanum.
Þetta fólk er látið en eftir lifir Jó-
hanna Ámadóttir, ekkja Helga
Eiríkssonar. Seinni maður Guðrún-
ar Helgadóttur var Sigurður
Sveinsson, sem rak verslun B.H.
Bjamason í Aðalstræti. Dóttir
þeirra var Eva, sem gift var Vil-
hjálmi Ríkharðssyni, en býr nú
ekkja í Reykjavík. Guðrún Eiríks-
dóttir átti stóran frændgarð, sem
hún hélt sambandi við alla tíð.
Guðrún var komung er hún gift-
ist Tage Möller. Hann er látinn fyr-
ir fáum áram og var kunnur hljóm-
listarmaður í Reykjavík, ekki síst á
fyrri hluta aldarinnar. Lék hann á
píanó í hljómsveitum, en var einnig
kaupmaður. Sonur þeirra er Birgir
Möller, sendifulltrúi í Kaupmanna-
höfn. Kona Birgis er sænsk, Gunn-
hildur Möller, og eiga þau hjón tvo
syni. Þau Guðrún og Tage slitu
samvistir.
Síðari maður Guðrúnar var
Frank le Sage de Fontenay. Hann
hafði verið sendiherra Dana hér á
landi í þrjú ár þegar þau giftust
1927. Dvöldust þau hjón hér vegna
embættisstarfa húsbóndans allt til
1946, er þau fluttust til Tyrklands.
Þeim varð tveggja sona auðið. Jean
sem hét að íslenskum lögum Jóhann
Franksson, fæddist 1929 og lést
1987. Hann var búfræðikandidat
og starfaði lengst sem forstöðumað-
ur graskögglaverksmiðjunnar á
Stórólfsvöllum _ á Rangárvöllum.
Kona hans var Ólöf Kristófersdóttir
og bjuggu þau á Útgörðum í Hvol-
hreppi, þegar Jóhann Iést. Böm
þeirra vora fjögur. Yngri sonurinn,
Erik, fæddist 1941. Hann lést í
Kaupmannahöfn 1979, ókvæntur
og bamlaus.
Frank de Fontenay var sendi-
herra Danmerkur í Tyrklandi til
1951, en þá lét hann af embætti
vegna aldurs. Þau hjón settust að
í Kaupmannahöfn þar sem sendi-
herrann dó 1959 eftir nokkra van-
heilsu. Guðrún bjó áfram í íbúð
þeirra, uns hún fluttist til íslands
alkomin 1971. Lengst af átti hún
heima á Rauðalæk 3, en fékk vist
á Hrafnistu í Hafnarfírði síðustu
misserin vegna heilsubrests.
Sá sem þetta skrifar hefur þekkt
Guðrúnu de Fontenay jafnlengi og
hann man. Ástæðan var sú, að hún
var æskuvinkona móður minnar,
og entist vinátta þeirra í rúm 70
ár og allt fram á þessa haustdaga.
Kreppuáranna á fjórða áratugnum
er oft minnst. Við sem geymum
myndir frá þessum tíma í bams-
minni, vitum þó að til vora hús þar
sem aðstæður vora betri en al-
mennt gerðist. Svo sem vænta
mátti var sendiráð Dana við Hverf-
isgötuna eitt af þeim. Þar bjuggu
„sendiherrann" og „frú Fontenay",
svo sem ég vandi mig á að kalla
t
Sonur okkar og bróðir,
GUÐMUNDUR ÁRNASON,
Miðengi 20,
Selfossi,
er lést af slysförum 16. september verður jarðsunginn frá Selfoss-
kirkju laugardaginn 24. september kl. 14.00.
GuArún Guðmundsdóttir, Árni Guðmundsson
og systkini hins lótna.
t
Útför sonar okkar, bróöur, mágs og frænda,
RAGNARS HJÁLMTÝSSONAR,
sem lést af slysförum þann 16. september, fer fram frá Selfoss-
kirkju laugardaginn 24. september kl. 16.00.
Elfnborg Ásmundsdóttir, Hjálmtýr Ragnar Júlíusson,
Smári Rúnar Hjálmtýsson,
Brynja Hjálmtýsdóttir, Ingimundur Sigurmundsson,
Elvar Ingimundarson.
t
Eiginkona min,
SIGRÍÐUR EBENEZARDÓTTIR,
Hjarðarholti 13,
Akranesi,
lést í Sjúkrahúsi Akraness 21. september. Jarðarförin auglýst
síðar.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
Magnús Ástmundsson.
t
Ástkær sonur okkar og bróðir,
BENEDIKT REYNIR ÁSGEIRSSON,
sem lést af slysförum aö kvöldi 16. september, verður jarðsung-
inn frá Selfosskirkju laugardaginn 24. september kl. 10.30.
Þeim sem vildu minnast hans er bent á Ungmennafélag Selfoss.
Fyrir hönd frændsystkina og annarra vandamanna.
Ásta Laufey Hróbjartsdóttir, Ásgeir Hafliðason,
Berglind Björk Ásgeirsdóttir, Guðfinna Ásgeirsdóttir,
Hjördfs Ásgejrsdóttir, Hafsteinn Viðar Ásgeirsson,
Kristinn Þór Ásgeirsson.
húsráðendur, og bjuggu við rausn.
Húsbóndinn var ftillorðinn maður,
virðulegur og vinsamlegur við okk-
ur börnin. Hann var ekki norrænn
í útliti, enda kominn af frönskum
húgenottum í framættir. Stundum
setti hann upp einglymi og legg-
hlífar. Frú Guðrún var glæsileg
kona, björt yfirlitum, einörð og hik-
laus en laus við allan fyrirgang.
Það fór ekki fram hjá gestum á
bamsaldri, sem héldu sig mest uppi
hjá Jean, syni hjónanna, að á neðri
hæðunum var oft mikið að gera. Á
1. hæð var skrifstofa sendiráðsins,
eins og raunar er enn í dag, en á
næstu hæð og á 3. hæð vora stofur
og eldhús. Þar réð húsmóðirin
ríkjum. Þó að þau hjón hafí haft
mikla risnu, man ég ekki eftir því
að kvíða gætti hjá Guðrúnu, og tel
ég vafalaust að hún hafi séð um
þann hluta skyldna sendiráðsins
sem hún annaðist, með mestu piýði.
Tíminn leið og þau hjón vora hér
öll stríðsárin. Smám saman rann
það upp fyrir höfundi þessara minn-
ingarorða, að sendiherrann var
lærður maður, ekki síst í arabískum
fræðum, og stundaði hann þau
nokkuð í tómstundum. Húsmóðirin
var listfeng og sérstaklega elsk að
fögram húsbúnaði. Þá er einnig í
minni sérstök og erfíð staða þeiira
á síðasta skeiði konungsríkis á ís-
landi. Sambandið við Kristján kon-
ung í Kaupmannahöfn rofnaði, eins
og vart þarf að riija upp, þegar
Þjóðveijar tóku Danmörku herskildi
9. apríl 1940. Enginn veit, hvað
gerst hefði, ef ráðamenn ytra hefðu
sent hingað til ríkisstjórnar dansk-
an prins eða prinsessu. Það varð
ekki, en við störfum konungs tók
fyrst ríkisstjómin og síðar ríkis-
stjóri. Sú þróun, sem síðar leiddi
til þjóðarsamstöðu um lýðveldis-
stoftiun 1944, var Dönum skapraun
og sendiherrahjónunum í Reykjavík
einnig. Þykist eg muna nokkra
sviptivinda í samskiptum sendi-
herrans við íslenska einkavini sína,
en það jafnaðist næstum jafnskjótt.
Sagði hann, að tilefnið mætti ekki
spilla vináttunni. Hér á landi vora
þau hjónin allt til 1946, svo að ■
sendiherrann kom aftur út hingað
eftir Danmerkurferðir að styijöld-
inni lokinni. Ekki getur höfundur
þó verið heimildarmaður um það,
sem gaman væri að vita, hvemig
orð féllu milli hans og konungsins.
Var mér ekki sagt annað en það,
að hjá konungi hefði verið boðið
upp á jarðarber með ijóma! Font-
enay var opinber fulltrúi Dana hér
á landi í 22 ár. Var staða hans erf-
ið bæði formlega og að öðra leyti.
Ef honum hefði raunveralega verið
ætlað að stuðla að því, að mótaðir
væru á grandvelli sambandslag-
anna frá 1918 sambúðarhættir, sem
entust til frambúðar, varð eftirtekj-
an ekki sú sem til var efnt. En
hann var maður, sem persónulega
naut virðingar íslendinga. Kona
hans, sem í dag er borin til grafar,
var glæsileg Reykjavíkurstúlka,
sem allir dáðu. Minningarnar um
þessi hjón og störf þeirra í
Reykjavík á löngu liðnum áram era
kærar.
Árið 1946 var Fontenay skipaður
sendiherra í Ankara. Vora þau hjón
í Tyrklandi til 1951, eins og áður
sagði, en bjuggu síðan í ágætri og
vel búinni íbúð í Kaupmannahöfn.
Eftir lát manns síns fjölgaði Guðrún -
ferðum -sínum til íslands, uns hún
fluttist heim. Síðustu 17 árin hér á
landi vora henni erfið vegna hnign-
andi heilsu. Átti hún erfitt með
gang vegna bæklunar í mjöðm, en
fór þó lengi ferða sinna, m.a. í eig-
in bíl. Hún var södd lífdaga, þegar
kallið kom. Blessuð sé minning
hennar.
Þór Vilhjálmsson
t
RANNVEIG ÞORKELSDÓTTIR HANSEN,
Hólavegi 25,
Sauðárkróki,
lést miðvikudaginn 21. september á sjúkrahúsinu á Sauðárkróki.
Jarðarförin verður tilkynnt síðar.
Fyrir hönd vandamanna,
Málfreed Friðriksson, Sesselja Hannesdóttir.
t
Eiginmaður minn,
SKARPHÉÐINN ÁSGEIRSSON
forstjóri,
andaðist í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 22. september.
Fyrir hönd aðstandenda,
Laufey T ryggvadóttir.
t
Faðir minn,
RONALD VAN MCKINSTRY,
Central Paint Oregan U.S.A.,
varð bráðkvaddur á heimili sínu þann 21. september sl.
Þorsteinn Svavar McKinstry.
t
Vinkona okkar,
SIGRÍÐUR HELGA HALLDÓRSDÓTTIR,
verður jarðsungin frá Patreksfjarðarkirkju laugardaginn 24. sept-
ember kl. 14.00.
Fyrir hönd ættingja og vina,
Bjarney Gísladóttir,
Sigrfður Gfsladóttir.
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda vináttu og samúð við andlát og
jarðarför föður okkar, tengdaföður og afa,
HARALDAR SIGURMUNDARSONAR,
Fossá.
Börn, tengdabörn og barnabörn.