Morgunblaðið - 30.09.1988, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.09.1988, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. SEPTEMBER 1988 Garðabær: Kjötmiðstöðíimí veitt greiðslustöðv- un í IV2 mánuð Viðræður við innlend og erlend heild- sölufyrirtæki um meirihlutaeign KJÖTMIÐSTÖÐIN hf. hefur fengið greiðslustöðvun í einn og hálfan mánuð. Skiptaráðandinn í Garðabæ kvað upp þennan úr- skurð í gær en forráðamenn fyrirtækisins lögðu beiðnina fram á mánudag. Að sögn Hrafiis Bachmann, stærsta hluthafa og stjórn- anda fyrirtækisins, standa nú yfir viðræður við innlend og erlend heildsölufyrirtæki um kaup á meirihluta hlutafiár I fyrirtækinu. Hrafn vildi ekki nafngreina verði verðmætari með tilkomu þessa aðila en sagði að ef af yrði mundu þau sambönd sem með fylgdu stórefla samkeppnisað- stöðu Kjötmiðstöðvarinnar gagn- vart stórmörkuðunum. „Ég tel að minn eignarhlutur, sem nú er 45%, Brúin yfir Múlakvísl aftur fær UMFERÐ var aftur hleypt á brúna yfir Múlakvísl austan Víkur í Mýrdal um klukkan 17 í gær, en brúin hafði þá verið lokuð umferð í tvo daga. Annar tveggja burðarbita brú- arinnar gaf sig skömmu eftir há- degi á þriðjudag þegar tveir stórir vöruflutningabílar fóru yfír hana. Þegar var hafist handa við að skipta um bitann sem brast, en upphaflega var talið að ekki væri hægt að ljúka viðgerðum fyrr en í dag, íöstudag. Erlend físki- skip fái að landa hér Á AÐALFUNDI Hafnasambands sveitarfélaga sem nú stendur yfir á ísafirði liggur fyrir tillaga um að fella úr gildi lagaákvæði um að erlend fiskiskip megi ekki landa í íslenskum höfiium. Eitt af aðalumræðuefnum fund- arins er hafnaáætlun fyrir næstu íjögur árin. í henni er gert ráð fyr- ir að skerða framlag ríkisins til þeirra hafna sem besta afkomu hafa. Síðustu ár hefur sú regla gilt að Reykjavíkurhöfn hefur ekkert framlag fengið og Akureyrar- og Hafnarfjarðarhöfn hafa búið við skert framlag. Sjá fi-étt á bls. 19. þessara aðila þótt hann verði þá aðeins 5-10%,“ sagði hann. Einnig staðfesti Hrafn Bach- mann að á lokastigi væru viðræð- ur við fímm starfsmenn fyrirtækis- ins um kaup á verslun Kjötmið- stöðvarinnar við Laugalæk. Hann sagði kaupverð skipta tugum millj- óna króna. „Alls erum við, og höfum verið, að losa eignir fyrir allt að 150 milljónir," sagði Hrafn og vísaði þar einnig til sölu á kjötvinnslu fyrirtækisins á dögunum. Hrafn vildi að fram kæmi að greiðslustöðvunin hefði engin áhrif gagnvart viðskiptavinum verslun- arinnar. Að sögn Hrafns er ein helsta undirrót erfiðleika fyrirtækisihs gjaldþrot átta stórra viðskiptaaðila en fleira kemur til. „Þegar við vorum að glíma við að nær fímmfalda veltuna í kjölfar kaupanna á versluninni í Garðabæ varð erfítt að halda utan um þetta með óbreyttu skrifstofuhaldi. Þess vegna höfum við ekki haft nógu nákvæma yfírsýn yfír stöðuna frá degi til dags,“ sagði Hrafn og bætti við að viðskipta- og hag- fræðingar ynnu nú að endurskipu- lagningu á skrifstofuhaldi og fjár- málastjóm fyrirtækisins. Hann sagðist fullviss um að endurskipulagningu, þar með talin hlutafjáraukning, lyki að fullu á greiðslustöðvunartímanum og taldi gjaldþrot Kjötmiðstöðvarinn- ar fjarlægan möguleika. Seðlabankinn: Ásdís Jenna og Eva við heimanámið. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Fatlaðir fá nú launaða aðstoðarmenn við námið Mig langar að komast í Háskólann, segir Ásdís Jenna Astráðsdóttir sem nemur við MH SAMKVÆMT nýju framhaldsskólalögunum hafa fatlaðir nú í fyrsta sinn lögskipaðan rétt til þess að stunda nám i framhalds- skólum. Ásdís Jenna Ástráðsdóttir er ein þeirra sem nýtur góðs af þessu lagaákvæði og hóf hún nám við Menntaskólann í Hamrahlíð í haust. Ásdís Jenna er það fötluð að námið er henni ókleift án sérstaks aðstoðarmanns og nú hefúr menntamálaráðu- neytið veitt Evu Gunnarsdóttur, aðstoðarmanni Ásdísar Jennu, stöðu uppeldisfulltrúa við MH á föstum launum. Hjá Ástu Þorsteinsdóttur, for- manni Þroskahjálpar og móður Ásdísar Jennu, fengust þær upp- lýsingar að ekki hefði tekist að koma ákvæði um að ríkið greiddi laun slíkra aðstoðarmanna inn í framhaldsskólalögin, en nú væri í smíðum reglugerð um fram- kvæmd laganna og stæðu vonir til þess að þetta ákvæði jrrði í henni. Ásta sagði fordæmi fyrir því að aðstoðarmenn fatlaðra í framhaldsskólum þægju laun frá ríkinu á sama hátt og uppeldis- fulltrúar við þá grunnskóla sem veita fötluðum aðgang. „Við von- umst til þess að með reglugerð- inni verði það skýlaus réttur fatl- aðra að ríkið greiði allan kostnað við skólagöngu þeirra eins og annarra," sagði Asta Þorsteins- dóttir. Á fyrstu hæð Menntaskólans við Hamrahlíð hafa þær Ásdís Jenna og Eva til afnota lítið her- bergi, þar sem þær stunda heima- námið. Blaðamaður leit inn hjá þeim og spurðist fyrir um hvemig námið gengi. „Það gengur vel. Bæði kennarar og nemendur eru allir af vilja gerðir að veita okkur aðstoð," segir Eva. Ásdís Jenna sækir tíma í íslensku, dönsku, ensku, málfræði og sálfræði og segir námið ganga ágætlega. Aðspurð um áform að stúdents- prófí loknu segir hún: „Mig langar að komast í Háskólann". Eva segist vona að reglugerðar- ákvæðið um launagreiðslur til aðstoðarmanna fatlaðra nái fram að ganga. „Það skiptir fatlaða miklu máli að komast í nám og Ásdís Jenna t.d. hefði ekki getað það án aðstoðar. Það eru ekki stórar fjárhæðir sem hér um ræð- ir og hlýtur að vera hægt að kljúfa það með einhveiju móti“. Miklar efesemdir um gildi breyt- ingar á lánskjaravísitölunni EFASEMDIR eru í Seðlabank- anum um að breyting sú á grundvelli lánskjaravísitölu, sem ríkissfjórnin hefúr falið Ríkisstjórnin: Osamið um embætti þing- forseta og formenn nefeda EKKI hefúr enn verið gengið frá því milli stjórnarflokkanna S hlut hvaða flokka embætti þingforseta og formanna fiárveitingarnefiidar og utanríkismálanefiidar koma. Formenn stjómarflokkanna fólu formönnum þingflokkanna að ganga frá þessu máli en að sögn Eiðs Guðnasonar formanns þingflokks Alþýðuflokksins hefúr þeim ekki unnist tími til þess enn. Hefð hefur verið fyrir því að stærsti stjórnarflokkurinn fái emb- ætti forseta Sameinaðs þings og formenn utanríkismála- og fjárveit- inganefnda séu úr sömu flokkum og utanríkis- og flármálaráðherra. En í síðstu ríkisstjóm var Eyjólfur Konráð Jónsson þingmaður Sjálf- stæðisflokksins formaður utanríkis- málanefndar, þótt Steingrímur Her- mannsson formaður Framsóknar- flokksins væri utanríkisráðherra. Framsóknarflokkurinn er stærst- ur stjómarflokkanna, með 13 þing- menn, og er talið að hann muni ráða embætti forseta Sameinaðs þings, sem verði þá Jón Helgason fymim landbúnaðarráðherra. Emb- ætti deildarforseta ættu þá að koma í hlut hinna flokkanna, en þess má geta að í neðri deild hafa stjóm og stjómarandstaða jafn marga þing- menn. Þá hefur verið rætt um að Alþýðuflokkurinn fái formenn beggja nefndanna en hann kemur næstur að þingstyrk, með 10 þing- menn á móti 8 þingmönnum Al- þýðubandalags. Utanríkisráðherra- embættið kom í hlut Alþýðuflokks en fjármálaráðuneytið í hlut Al- þýðubandalags. Eiður Guðnason sagði hins vegar við Morgunblaðið að ekkert væri frágengið varðandi skiptingu þess- ara embætta og allar vangaveltur væm því marklausar. Hann sagðist ekki búast við að þingflokksfor- mennimir gætu gengið frá þessum málum fyrr en í næstu viku vegna utanfarar eins þeirra. bankanum að sjá um, standist lög. Þá ríkir einnig óvissa um framkvæmd breytingarinnar, þar sem engin opinber launa- vísitala er reiknuð út, en vísi- tala launa á að hafa helmings- vægi á móti framfærsluvísitölu og vísitölu byggingarkostnaðar í nýjum lánskjaravísitölugrunni. í svokölluðum Ólafslögum er kveðið á um að verðtrygging sé til að veija sparifé rýmun af völd- um hækkaðs verðlags. í núverandi lánskjaravísitölu vega laun um 36% en fyrirhuguð breyting á láns- kjaravísitölunni er talin þýða að vægi launa í vísitölunni færi upp undir 70% vegna áhrifa launa í framfærslu- og byggingarvísi- tölum. Samkvæmt upplýsingum Morgunbláðsins er innan Seðla- bankans litið svo á, að eftir breyt- inguna verði lánskjaravísitalan fyrst og fremst launavísitala og óvíst hvort hún uppfylli skilyrði Ólafslaga um verðtryggingu spari- §ár, en verið er að kanna það nánar. Þá hefur einnig verið bent á að engin opinber launavísitala sé til og því óljóst við hvað eigi að miða. Hagstofan reikni að vísiTút launa- vísitölu sem er samsett úr vísitölu atvinnutekna og kauptaxtavisi- tölu. Hins vegar endurspegli mæl- ingar á töxtum ekki launabreyt- ingar þegar til lengri tíma er litið, m.a. vegna launaskriðs. Einu upp- lýsingamar um raunvemlegar launagreiðslur koma frá Kjara- rannsóknanefnd en þær eru um hálfs árs gamlar þegar þær era birtar. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins er það síðan skoðun Seðlabankans, að þótt aukið vægi launa í lánskjaravisitölu geti verið hagstætt í skamman tíma, m.a. þegar laun era fryst eins og nú er, þá sé slíkt óhagstæðara fyrir lántakendur þegar litið er til lengri tíma því laun, miðað við verðlag, fari hækkandi samfara aukinni þjóðarframleiðslu. Þetta sjónarmið kom meðal annars fram í skýrslu Verðtryggingamefndar í sumar. Hins vegar hefur forsætisráðherra lýst því yfir að lánskjaravísitala verði afnumin þegar jafnvægi sé komið á í efnahagslífínu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.