Morgunblaðið - 30.09.1988, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 30.09.1988, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. SEPTEMBER 1988 Aukinn hagnaður af sjávarútvegi eftir Jóhann J. Ólafsson Framtíðin krefst hugmynda Fyrir stuttu var lokið við að rífa hin miklu hús, er Thor Jensen reisti við Skúlagötuna á fyrri hluta þess- arar aldar. Þarna hóf þessi mikli athafnamaður saltfiskverkun í stærri stfl en áður hafði þekkst hérlendis. Menn hreyfðu þeirri tillögu að þessi mannvirki hefði átt að friða og varðveita sem sögulegar minjar, Thor Jensen til heiðurs. Þetta var í sjálfu sér góð tillaga, en það má hins vegar ekki gleymast að verk Thors Jensens voru ekki stein- steypa, heldur hugmyndir, sem hann hratt í framkvæmd. Og það er framtíðin sem fyrst og fremst gefur minningum og menjum gildi. Fyrirtæki Thors Jensens var lif- andi og skipulagt starf. Eins. og margir aðrir breytti hann fískinum í vöru sem þoldi meiri geymslu en áður og náði þannig inn á nýjan og fjarlægan markað. Það velferð- arþjóðfélag sem reis á þeim grunni, sem Thor Jensen og hans líkar lögðu, er minnisvarðinn sem mestu skiptir. Af einhvetjum ástæðum er ís- lendingum allt of gjamt til að hugsa í húsum. Starf, stofnun eða fyrir- tæki er fyrst og fremst hús í þeirra augum. Nú er svo komið að menn áræða varla að he§a nýjan rekstur, nema búið sé að byggja yfir hann hús og helst að setja lög um starf- semina. En fyrirtæki og rekstur eru fyrst og fremst hugmyndir, sem djörfung þarf til að hrinda í fram- kvæmd. Hús og reglur geta og eiga að koma síðar. Símar 35408 og 83033 KOPAVOGUR Kársnesbraut 7-71 Hófgerði Þinghólsbraut ESTURBÆR Einarsnes AUSTURBÆR Njálsgata 24-112 Austurgerði o.fl. Sogavegur117-158 Lindargata 40-63 o.fl. Hverfisgata 4-62 o.fl. SELTJNES Fornaströnd Byltingin hinum megin við hornið Þróunin í sjávarútvegi og fisk- vinnslu hefur haldið stöðugt áfram og leitt af sér aukinn afla og nýjan markað. En það er ekki allt fengið með magnaukningu, heldur er einn- ig og ekki síður hægt að auka hagn- að með því að bæta nýtni og gæði, auka fjölbreytni og með því að koma betur til móts við óskir og þarfir neytenda. Notkun fiskikassa var stórt fram- faraskref, sem stórbætti meðferð og verðmæti aflans. Notkun fiysti- gáma er einnig nýjung sem aukið hefur verðmæti aflans vegna þess að hægt er að flytja fisk í ferskara ástandi til mun stærra svæðis en áður. Þótt sjávarútvegurinn virðist stöðugt þurfa á stuðningi ríkisins að halda og sé alltaf á hausnum vegna núllgrunnsútreikninga, er þrátt fyrir allt gífurlegt svigrúm til hagnaðar í þessari atvinnugrein. Og þar er þrátt fyrir allt ýmislegt að gerast. Sem dæmi má nefna að í Krossanesi við Eyjafjörð er verið að framleiða svokallað hágæðamjöl, sem eykur verðmæti loðnuafurða. Þegar er farið að framleiða fiska- fóður úr loðnumjöli til útflutnings- ins. Menn geta ímýndað sér verð- mætaaukningu þeirrar loðnu, sem notuð er í fískafóður fyrir eldislax, sem síðan er neytt á fyrsta flokks veitingahúsi. Gæði íslensks saltfisks hafa stóraukist og er hann nú seld- ur hæsta verði. Ötult starf Friðriks Pálssonar, Magnúsar Gunnarssonar o.fl. hefur skilað árangri. — Nýjar byltingar, nú eins og áður, bíða hinum megin við homið. Hugmyndirnar kreQast framkvæmda í fyrsta lagi virðist mega stór- auka hagnað með auknum spam- aði, fækkun fiskiskipa og frystihúsa og skynsamlegu fyrirkomulagi á kvóta. Sjónhverfingunni í kringum sjávarútveginn verður að linna. Sjávarútvegurinn, öðrum atvinnu- greinum fremur, heldur ríkinu uppi. Það er því blekking að halda því fram að ríkið styðji sjávarútveginn eða að hann þurfi á íjárstuðningi þess að halda. Fyrirtækjum í sjávarútvegi verð- ur að skapa eðlileg starfsskilyrði og það verður að losa þau við hina svokölluðu núllgmnnsútreikninga. Skilyrði og krafa til hagnaðar á að ná til fyrirtækja í sjávarútvegi eins og annarra fyrirtækja. Þeim þarf að skapa skilyrði til að eignast eig- in jöfnunarsjóði til að mæta verð- og hráefnissveiflum. í öðru lagi skapa hinir nýju fisk- markaðir stóraukna möguleika til hagkvæmari vinnslu, þar sem ekki þarf lengur að vinna allan afla sama skips í einu og sama frystihúsi. Nú er hægt að skipta aflanum upp eft- ir tégundum, ög vinna hverja þeirra sérstaklega í því frystihúsi, sem sérhæfir sig í þeim fiski hveiju sinni. Auk þess hafa opnast mögu- leikar fyrir ný fyrirtæki að hasla sér völl með nýjar vinnsluaðferðir og þar af leiðandi nýjar afurðir. Aukin verkaskipting útgerðar og fiskvinnslu gefur kost á markviss- ari vinnubrögðum og aukinni verð- mætasköpun. Þá flutningatækni sem frysti- gámamir eru væri þar að auki hægt að nota meira innanlands en gert hefur verið til að stækka það svæði þar sem aflinn er boðinn upp og unninn. Byggja þarf upp vega- kerfi landsins með það í huga að hægt sé að flytja fisk milli staða hratt og örugglega. í þriðja lagi má stórauka tekjur með betri nýtingu fiskistofna, hóf- legri veiði, svo fískur fái að yaxa í Jóhann J. Ólafsson „Hér á landi byggist allt á því að bjarga fiskvinnslunni fyrir horn flárhagslega frá degi til dags. Það er stunið yfir því að einn af stærstu ókostum íslensks at- hafnalífs sé hvað við erum háð fiskveiðum. En hvernig getur það verið ókostur að vera háð annarri eins auð- lind og íslensk fiskimið eru? Ég er þess fullviss að hægt er að auka framlegð íslensks sjávarútvegs stór- lega og jafiia verðsveiflur hans með breyttu og auknu markaðsstarfi.“ fulla stærð, svo og með því að nýta tegundir sem lítt eða ekkert er far- ið að veiða hér við land. Nú er verið að tala um að reisa nýja álverksmiðju ásamt orkuver- um. Margir bera ugg i bijósti um að svo mikil fjárfesting verði okkar viðkvæma efnahagskerfi ofviða að öðru óbreyttu. Spuming er hvort ekki mætti sæta lagi og draga eitt- hvað úr fiskveiðum á meðan og leyfa fiskistofnunum að ná sér vel á strik. í fjórða lagi má auka verðmæti aflans með betri markaðssetningu og er það þetta atriði, ssem ég vildi ræða sérstaklega. Möguleikar í markaðsstarfinu íslendingar veiða um eitt prósent af þeim sjávarafla sem veiddur er í heiminum. Þetta gefur þeim möguleika á að sérgreina stóran hluta aflans og gera hann „ex- clusive", því það er einungis hægt að kalla lítinn hluta heimsaflans „íslenskan fisk“. Ég hef víða í útlöndum borðað fisk á matsölu- stöðum, en hér um bil aldrei séð þess getið að fiskurinn væri íslensk- ur. Ég hefí séð írskan, skoskan og norskan reyktan lax, en aldrei íslenskan. Víða hefur verið boðið upp á grænlenskar rælqur, en á fáum stöðum íslenskar. Þótt við bjóðum heimsins besta fisk seljum við hann sem hráefni, ekki einu sinni sem íslenskt hráefni. Það þarf að gera besta íslenska fiskinn að dýrri merkjavöru, sem seld er dýrari en önnur. Þá yrði þess sérstaklega getið á matseðlin- um að um íslenskan fisk sé að ræða. Þá þurfum við að koma því inn hjá útlendingum, að í veislum sé það, að bjóða upp á íslenskan fisk, það fínasta og besta. Þetta hefur tekist með rússneskan kavíar. Því ekki íslenskan fisk? Það hefur verið full- yrt að ekki sé hægt að gera fisk að merkjavöru, a.m.k. sé það alltof dýrt. En allt er hægt ef vilji er fyr- ir hendi. I Bandaríkjunum gerði Frank Perdue kjúklinga að merkja- vöru. Nú seljast Perdue kjúklingar fyrir milljarða dollara. í Bretlandi gerði Bemard Mattheus kalkún að merkjavöru og Norðmenn stefna að því að gera sinn eldislax að merkjavöru og setja plastmerki á laxinn til að sérgreina hann. Með merkjavöru komumst við nær neytandanum, höfum meiri áhrif og fáum hærra og jafnara verð. Við verðum að komast nær markaðnum og fylgjast miklu betur með því sem þar er að gerast. Fólk á Húsavík, Höfn í Homafirði, Hafn- arfirði o.s.frv., sem vinnur við út- flutning sjávarafurða, sem t.d. selj- ast í London, Hamborg, Boston, New York, em í raun og veru að vinna í London, Hamborg, Boston, New York, o.s.frv. Það þarf að laga vinnu sína sérstaklega vel að kröf- um kaupenda sinna á erlendum mörkuðum. Ég efast ekkert um að þetta sé gert, en möguleikamir em miklu fleiri. Ég tek árlega á móti mörgum útlendingum, bæði körlum og kon- um. Oft er farið á hin ýmsu veit- ingahús í Reykjavík og nágrenni. Og það þarf ekki að því að spyija. Hið erlenda fólk er í stöðugri fiski- veislu allan tímann sem það dvelur hér, því annan eins fisk hefur það aldrei smakkað. Matreiðslumeistar- ar okkar hafa gert kraftaverk í matreiðslu fiskrétta og hafa fram- farir á síðustu ámm verið alveg stórkostlegar. Þegar maður borðar „meiriháttar fiskisúpu" hjá Bjama í Óðinsvéum spyr maður hvort ekki sé hægt að setja þetta sælgæti á dósir og flytja út í stóram stíl. Eða djúpsteiktar gellur hjá Rúnari Mar- vinssyni „Við Ijömina", sem em betri en ostmr. Þessir meistarar, ásamt mörgum fleiram, eins og til dæmis Skúla Hansen og Hilmari Jónssyni, hafa breytt fiski okkar í það gómsæti sem hann á skilið. Nú skilst mér að magn íslenskra sjávarafurða sé ekki meira en svo, að ef við beindum kröftum okkar að góðum veitingahúsum, þá gæt- um við átt þar góðan og ömggan markað. Auðvitað em fjöldi ljóna á vegin- um, t.d. erlend dreifinganet, sem ekki láta ganga fram hjá sér. En ekkert er óyfirstíganlegt og í Bandaríkjunum höfum við til dæm- is eignast sölufélög. En hvemig sem dreifingu er háttað, þurfum við að leggja höfuðáherslu á að fískur okkar sé kynntur og hann borðaður sem íslensk sjávarafurð. Mesta vandamálið er að koma fískinum í fersku ástandi á markað. Geymsluþol hans er mjög takmark- að og flutningar með flugvélum dýr. Ef til vill er vinnsla og frysting um borð í veiðiskipum lausn á þessu vandamáli hvað margar sjávaraf- urðir varðar. Við verðum að auka allvemlega fjárfestingu í sjávarút- vegi til þessa að bæta nýtni og gæði. Þeir sem ganga lengst í fjár- festingu í atvinnulífí sínu em Jap- anir. Hjá þeim er spamaður mikill og fjárfesting markviss. Með sama hætti þurfum við að halda og auka forskot okkar í sjávarútvegi. Það er og ljóst að við verðum að stór- auka markvissa uppbyggingu í markaðssetningu til þess að auka gæði og verðmæti sjávarafurða okkar. Hér á landi byggist allt á því að bjarga fiskvinnslunni fyrir hom fjárhagslega frá degi til dags. Það er stunið yfír því að einn af stærstu ókostum íslensks athafnalífs sé hvað við emm háð fískveiðum. En hvemig getur það verið ókostur að vera háð annarri eins auðlind og íslensk fískimið em? Ég er þess fullviss að hægt er að auka fram- legð íslensks sjávarútvegs stórlega og jafna verðsveiflur hans með breyttu og auknu markaðsstarfi. Fiskihagfræði er til sem fræði- grein og hefur Gylfí Þ. Gíslason meðal annarra skrifað og fjallað mikið um hana. Gott væri ef aukin áhersla yrði lögð á þessu fræði og þau tekin inn í skólakerfi okkar á öllum stigum. Stundum hefur maður það á til- fínningunni að margir líti niður á fisk og setji hann, og það sem hon- um tilheyrir, í samband við slor og ólykt. Fiskurinn okkar er hins veg- ar eðalefni. Það þarf mönnum að skiljast, jafnvel þó að til þess verði að stofna íslenska fiskakademíu. Þá þarf að móta fiskihagstefnu til 5 og 10 ára þar sem markvissst er stefnt að því að efla framlegð sjáv- araflans með hagræðingu og sókn á öllum sviðum þjóðfélagsins, hvort sem litið er til veiða, vinnslu, sölu- og markaðssetningar eða annarra þjónustugreina sjávarútvegsins. Höfundur er formaður Verzlunar- ráðs íslands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.