Morgunblaðið - 30.09.1988, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 30.09.1988, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. SEPTEMBER 1988 Djass í Sjallanum Djasstónleikar verða haldnir í Sjallanum sunnudagskvöld, og heQast þeir klukkan 21.00. Þá leiku kvartett sem skipaður er þeim Jóni Páli Bjarnasyni gítar- leikara, Finni Eydal baritón- og tenórsaxafón og klarinettuleik- ara, Tómasi R. Einarssyni bassaleikara og Guðmundi R. Einarssyni trommuleikara. Þessir fjórmenningar hafa ekki leikið opinberlega saman áður, en munu taka létta sveiflu fyrir tón- ieikana á morgun til að samæfa krafta sína, að sögn Finns, Finnur sagði að frumkvæðið að tónleikun- um væri komið frá Jóni Páli Bjamasyni, sem byggi og starfaði í Los Angeles í Bandaríkjunum, mestmegnis við hljóðversvinnu þar. Jón Páll væri nú í heimsókn á ís- landi og vildi nota tækifærið til að leika góðan djass með hinum þremur hljóðfæraleikurunum. Morgunblaðið/GSV Gnóttafijúpu Rjúpnaveiði má heQast þann 15. október nk. og búast má við góðri ijúpnavertíð miðað við þann fjölda, sem sést hefur á Norðurlandi að undanf- örnu. Að sögn Ævars Petersen fuglafiræðings hjá Náttúrúfræðistofnun íslands virðist meira af ijúpu á Norðurlandi í ár en í fyrra og tiltók Ævar svæðið allt firá Skagafirði austur í Suður- Þingeyjarsýslu. Vel bar í veiði þjá ijúpnaveiði- mönnum í fyrra og ef að líkum lætur verður veiðin ekki minni í ár, en að sögn Ævars eru veiddar þetta 150 til 200 þúsund ijúpur árlega. Mynd þessi var tekin í miðju íbúðahverfi á Akur- eyri fyrir skömmu, nánar tiltekið við íbúðablokk við Múlasíðu sem tilheyrir Glerárþorpi, þar sem hópur ijúpna var á vappi. Minjasafii Akureyrar: Guðrún Gerður Gunnarsdóttir ráðin minjavörður Guðrún Gerður Gunnarsdótt- ir fornleifa- og þjóðháttafræð- ingur frá Reykjavík hefiir verið ráðin forstöðumaður Minja- safnsins á Akureyri. Hún mun hafa hlotið atkvæði meirihluta stjórnar safnsins. Upphaflega sóttu þijár konur um stöðu minjavarðar Minjasafns Akureyrar. Auk Guðrúnar sóttu þær Aðalheiður Steingrímsdóttir sagnfræðingur og Elísabet Guð- mundsdóttur fomleifa- og þjóð- háttafræðingur um stöðuna, en Elísabet dró umsókn sína til baka af persónulegum ástæðum. Fyrr- um minjavörður Bjami Einarsson fomleifafræðingur hélt í fyrra í framhaldsnám til Svíþjóðar og var Út er komið sönglagahefti eftir Askel Jónsson fyrrverandi org- anista og kennara á Akureyri. Áskell Jónsson Kirkjukór Lögmannshlíðarsókn- ar á Akureyri stendur að útgáfu þessari í virðingar- og þakklætis- skyni við Askel, en hann var organ- isti við Lögmannshlíðarkirkju í 42 ár samfleytt og lét af því starfi haustið 1987. Áskell er þjóðkunnur fyrir áratuga störf að tónlistarmál- um og er góður fengur að þessari bók, segir í fréttatilkynningu frá kómum. I bókinni eru nítján lög ætluð til einsöngs, tvísöngs og kórsöngs. Textar eru eftir ýmsa höfunda og má þar nefna Sverri Pálsson skóla- stjóra, Daníel Kristinsson og marga fleiri. Ágóði af sölu bókarinnar rennur í orgelsjóð Glerárkirkju á Akureyri. Bókin fæst keypt í Skó- verslun M.H. Lyngdal, í verslunar- miðstöðinni Sunnuhlíð og einnig hjá kórfélögum Kirkjukórs Lögmanns- hlíðar og söngstjóra kórsins Jó- hanni Baldvinssyni. Húsmæðraskólinn að Laugum. Laugar: Húsmæðraskólinn afhent- ur Kvenfélagasambandinu Húsavík. FORMLEG afhending Hús- mæðraskólans að Laugum (gamla húshlutans) sem ríkis, sýsla og Húsavikurbær hafa gef- ið Kvenfélagasambandi Þingey- inga hefiir nú farið fram. Fræðslustjóri, Sigurður Hallm- arssson, afhenti stjóm sambandsins tiiicía A íAlíMrn at.höfn að Ti](,- um um miðjan þennan mánuð. Stjóm sambandsins undir forystu Jóhönnu A. Steingrímsdóttur hélt þar sinn fyrsta fund og ræddi um framtíðamotkun hússins en það mál er í athugun og ekki fullmótað. Nokkrar lagfæringar og breyt- ingar þarf að gera vegna þess að nú er gamla húsið skilið frá nýbygg- ingunni. Fréttaritari. í ársleyfi frá safninu. Á meðan sinnti Aðalheiður Steingrímsdóttir störfum hans og þegar fyrir lá að Bjami ætlaði sér lengri tíma í framhaldsnámið, ákvað stjóm safnsins að auglýsa starfíð laust til umsóknar. Guðrún Gerður hefur að undan- fömu starfað við Árbæjarsafnið í Reykjavík og tekur hún við starf- inu á Akureyri um miðjan október. Nýtt sönglagahefti eftir Askel Jónsson isúMítf HOTEL KEA Fjölskyldu- tilboð sunnudag Rósakálssúpa Reyktur grísakambur með ananas og rauðvíns- sósu Verð aðeins kr. 750,- Frftt fyrir börn 0—6 ára V2 gjald fyrir 6-12 ára. Wnabwg Norðlendingar! Stofnfundur SÁÁ - N Samtaka áhugamanna um áfengisvandamáliö - Norðurlandi verður haldinn í Borgarbíói kl. 14.00 laugardaginn 1. október. Allir áhugamenn velkomnir. Kaffisala á hótel Varðborg. Fyrirlestur Þórarinn Tyrfingsson formaður SÁÁ flytur erindi um forvarnarstarf og horfur í áfengismálum. Allirvelkomnir. Undirbúningsnefnd. Gítartónleikar í Tónlistarskólanum ERIK Júlíus Mogensen heldur gítartónleika í sal Tónlistarskól- ans á Akureyri laugardaginn 1. október kl. 16.00. Þar flytur Erik verk eftir Alonso Mudarrá (f. 1546), Femando Sor (1778—1839), Isaac Albeniz (1860-1909), H. Villa-Lobos (1887—1959), Alexandre Tanzman (1897—1986) og síðast en ekki síst Noctumal op. 70 eftir Benjamin Britten (1913—1976) sem skrifað var fyrir og frumflutt af Julian Bream á Aldeburgh-hátíðinni árið 1964). Erik hefur numið gítarleik víða, svo sem við Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar undir handleiðslu Gunnars H. Jónssonar og síðar einn vetur hjá Amaldi Amarsyni. Á Spáni lærði Erik við Conservatorio Superior de Música Oscar Esplá undir leiðsögn Jóse Tómas. Þá hef- ur Erik sótt tíma hjá meisturum eins og Jóse Luis Gonzales og Manuel Barrueco. Erik Júlíus Mogensen

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.