Morgunblaðið - 30.09.1988, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 30.09.1988, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. SEPTEMBER 1988 Sinfóníuhljómsveit æskunnar: Tveggjíi vikna erfiðu nám- skeiði lýkur með tónleikum Lifið snýst víst um sitthvað fleira en stjómmál og íþróttir þótt svo megi helst skilja af frétt- um siðustu daga og vikur. Og til era aðrir leikar en Ólympíuleik- ar — til dæmis tónleikar. Hér á eftir er ætlunin að fjalla eilitið um Sinfóníuhljómsveit æskunnar og tónleika hennar sem haldnir verða laugardaginn 1. október. í tvær vikur hafa hljómsveitar- meðlimir setið stífar æfingar undir stjóra Paul Zukofskys, hins bandariska hljómsveitarstjóra, sem kennt hefur á námskeiðun- um frá upphafi. Og hvað fær svo ungt fólk til að sækja æfingar daglega í tvær vikur frá kl. 19 til 22 og 10 til 17 um helgar - fyrir utan að æfa sig heima og fyrir utan önnur verkefni, skóla eða vinnu? Við fáum nokkra meðlimi hljómsveitarinnar til að svara þvi. — Á þessum námskeiðum fær maður mjög góða þjálfun í hljóm- sveitarleik því hér eru tekin til flutn- ings erfið tónverk og það er metn- aður þeirra sem að námskeiðunum standa að hér séu gæðin í hávegum höfð, segir Þórir Jóhannsson. Hann leikur á kontrabassa og er frá Akur- eyri. En af hveiju tók hann að leika á þetta mikla hljóðfæri? nÉgá nú ekki gott með að svara því en ég lærði svolítið á gítar sem strákur og spilaði á rafmagnsbassa í nokkur ár og kynntist siðan kontrabassanum sem ég tók strax miklu ástfóstri við. Ég lærði í Tón- listarskólanum á Akureyri en hef síðan stundað nám í Tónlistarskól- anum í Reykjavík og hef nú eigin- lega alveg lagt rafmagnsbassann á hilluna." Tvennt ólíkt Þórir hefiir áður verið á nám- skeiði með Sinfóníuhljómsveit æsk- unnar og hann segir örlítið meira frá því: „Við æfum fyrst í litlum hópum, hve hljómsveitargrúppa fyr- ir sig, undir stjóm leiðbeinendanna og Zukofskys, og eftir nokkra daga em síðan sjálfar hljómsveitaræfin- gamar. í skólanum em ekki mörg tækifæri til að leika í hljómsveit svo það er ómetanlegt að geta verið með í hópi sem þessum. Það er tvennt ólíkt að spila einn og sér eða í hijómsveit. Hljómsveit- in byggir á samleik, við þurfum að hlusta vel hvert á annað og fara vandlega eftir því sem stjómandinn óskar eftir. Hver hljóðfæragrúppa verður að falla vel saman og það má enginn skera sig úr, segir Þórir að iokum og við ieyfum honum að halda áfram að hita sig upp áður en æfing hefst." — En var ekki annars miklu þægiiegra að velja heldur flautu eða annað álíka lipurt hljóðfæri? „Ég fæ nú oft þessa glósu en það er erfitt að henda kontrabass- anum frá sér þegar maður hefur heillast svona af honum.“ Edda Kristjánsdóttir leikur á flautu en hún hóf nám þegar hún var 8 ára — byijaði í tónlistamámi af því að hana vantaði eitthvað meira að gera með skólanum: „Það er bara svo gaman að fá að vera með, hér er maður hluti af þessari stóru heild sem þessi nærri 70 manna hljómsveit er og við stefnum öll að sama markinu, að spila þessi tónverk eins vel og við getum undir handleiðslu stjóm- andans." — Þarf sérstakan undirbúning fyrir námskeið sem þetta? „Við fáum að vita með nokkrum fyrirvara hvað á að spiia og getum Morgunblaðið/Sverrir Sinfóníuhljómsveit æskunnar á æfingu í Hagaskóla. Edda Kristjánsdóttir. Paul Zukofsky gerir miklar kröfur og velur tonverkm þannig að nemendur þurfi að leggja fram sitt ítrasta. allir þurfa að vanda framlag sitt. Það er sama hvert hljóðfjærið er því verið búin að kynna okkur verk- in fyrst og læra þau jafnvel en síðan er aðalatriðið að æfa eins og hver og einn mögulega getur. Æfingam- ar em strangar og það er nýlega búið að lengja þær núna síðustu dagana fyrir tónleika! Þar fýrir utan verðum við að æfa heima, annars næst ekki sá árangur sem ætiast er til og við viljum ná. Það er því mikið atriði að koma vel undirbúinn í fyrsta tímann. Tónverkin sem hér em tekin til flutnings em erflð — kannski þó ekki endilega frábmgðin því sem við emm að gera í skólanum en það er allt önnur hlið að spila í hljóm- sveit þegar við þurfum að taka Þórir Jóhannsson. Jogvan Zachariasson. Hulda Biraa Guðmundsdóttir. þannig tillit til annarra og falla sen best inn í þessa heildarmynd." Góð þjálfun Og þau koma víða að, flest fr Reykjavíkursvæðinu en nokkrir ut an af landi og einn er frá Færeyj um, Jogvan Zachariasson sem leik ur á fagott. Og hvað er hann a gera hér? „Ég er nemandi í Tónlistarskói anum í Reykjavík og á eitt ár efl ir,“ segir Jogvan, en hann hóf nárr ið heima í Færeyjum. „Bjöm Áms son fagottleikari starfaði um tím við þjálfun knattspymuliðs í Fæi eyjum og ég komst að raun um a það var líka hægt að læra á fagol á íslandi! Ég ráðgeri að fara t Finnlands næsta vetur og síðan e

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.