Morgunblaðið - 30.09.1988, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 30.09.1988, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. SEPTEMBER 1988 33 Minning: Eiríkur Guðlaugs- son frá Fellskoti Fæddur 14. apríl 1914 Dáinn 20. september 1988 Þegar ég var í skóla á Laugar- vatni fyrir um þremur áratugum, þá voru skólafélagar mínir einkum Sunnlendingar, svo og Reykvíkingar eins og ég með skrykkjótta fortíð úr skólakerfínu. Sunnlendingamir voru ýmist úr þéttbýliskjömum fjórðungsins eða hreinir og beinir sveitamenn sem þóttu merkilegustu pappíramir sök- um ættgöfgi og gáftiafars. Af sveitamönnunum þótti mér mest koma til Tungnamanna, og fannst mér afleitt að geta með engu móti rakið ættir mínar til þeirra. Við þessum vanda brást ég með besta leiknum í stöðunni, þ.e. að sækja mér kvonfang af traustum Tungnaættum og varð fyrir valinu dóttir Eiríks Guðlaugssonar 'bifreiða- stjóra frá Fellskoti sem nú er kvadd- ur hinstu kveðju. Allt frá fyrstu kynnum okkar Eiríks tengdaföður míns myndaðist með okkur traust vinátta sem óx og dafnaði alla tíð. Eiríkur stundaði ævistarf sitt, akstur og útgerð leigubifreiða, af þeirri alúð, vinnusemi, reglusemi og metnaði sem fáum er gefin. Hann var í senn maður einfaldra, traustra lífskoðana og fjölbreyttur að at- gervi. Nú er ekki endilega víst að allir séu með það á hreinu hvað átt er við með orðinu atgervismaður, en í mínum huga og þeirra sem til þekktu uppfyllti hann öll þau skilyrði sem þarf til að vera þar fremstur meðal jafningja. Lífsstíll og skoðanir Eiríks voru á þann veg, að ef aðrir hefðu fylgt fordæmi hans þá væri engin þörf á stjómmálamönnum. Það væru ein- faldlega engin vandamál að fást við. Heiðarleika hans og áreiðanleika var við brugðið. Allir reikningar voru greiddir á gjalddaga og sama gilti um skatta og aðrar skyldur. Aldrei vanskil, aldrei dráttarvextir. Lán voru aldrei tekin nema af brýnustu nauðsyn, og jafnan greidd upp eins hratt og fjárhagurinn frekast leyfði. Hagsýni og vandvirkni voru ein- kunnarórð Eiríks alla tíð. Hann hélt svo vel utan um eigur sínar að unurt var á að horfa. Bílamir hans vom svo vel þvegnir, bónaðir og við hald- ið, að hann var jafnan kallaður til. fyrstur manna ef aka þurfti stór- höfðingjum. Það var enda svo að þegar Eiríkur þurfti að selja bíl upp í nýjan þá fékk hann fyrir hærra verð en aðrir höfðu kynnst. Sumir gengu svo langt að halda því fram að bílar sem Eiríkur hafði átt og farið höndum um væm betri en nýir bílar. Þeir eiginleikar Eiríks, sem að framan em taldir, urðu honum giftu- dijúgir í einkalífínu. Hann efnaðist ágætlega án þess að verða óþarflega ríkur, sá vel fyrir sínum án þess að bmðla og tókst að feta hinn gullna meðalveg, fjölskyldu sinni til hag- sældar. Eiríkur var mikill gleðimaður án þes að verða nokkumtíma fótaskort- ur í þeim efnum frekar en öðmm. Fjölskyldusamkomumar hófust ævinlega á því að Eiríkur upphóf rödd sína með „Hvað er svo glatt sem góðra vina fundur", og svo var sung- ið meðan raddböndin leyfðu. Eiríkur hafði geysimikla og bjarta tenórrödd sem barst yfír í næstu byggðarlög og aftur til baka ef því var að skipta. Þá hópuðust allir söngelskir tvífætl- ingar kringum hann og létu vel að stjóm undir forsöng hans. í einkalífinu varð Eiríkur mikill hamingjumaður enda var ekki t kot vísað þar sem hann og eiginkonan Liv Jóhannsdóttir réðu húsum. f meir en hálfa öld vom þau í ham- ingjusömu hjónabandi og stóðu sam- an gegnum þykkt og þunnt. Bömin urðu fímm en elstu dóttur sína misstu þau á fyrsta ári. Hin fjögur em; Guðlaug Emilía verslunarmaður, gift Pétri Elíassyni húsasmið; Hanna , Matthildur bankamaður, gift Edgari Guðmundssyni verkfræðingi; Katrín bankamaður, gift Helga Karlssyni skrifstofustjóra og Jóhann Grétar verslunarstjóri kvæntur Þóreyju Jón- mundsdóttur flugfreyju. Bamaböm- in em níu og bamabamabömin tvö. Foreldrar Eiríks vom hjónin Guð- laugur Eiríksson bóndi í Fellskoti Biskupstungum f. 1867 — d. 1940, og Katrín Þorláksdóttir f. 1870 — d. 1945 frá Hafnarfirði. Systkini Eiríks em Þóra, Eiríkur eldri, Eyþór, Margrét, Þorlákur, Eimý, Guðrún, Þórarinn og Sigríður Lilja en Eiríkur yngri, sem nú er kvaddur, var yngst- ur af systkinum sínum. Af systkinun- um í Fellskoti em á lífí Þóra, Guð- rún, Þórarinn og Sigríður Lilja. Eiríkur var heilsuhraustur framan af ævi, en þegar tók að halla í sex- tugt fór heilsunni að hraka. Hjartað var lélegt, síðan tók við höfuðveiki, þá sykursýki og að lokum krabba- mein sem varð honum að aldurtila. Undir það síðasta hafði hann á orði í léttum dúr að nú kæmust bara ekki fleiri sjúkdómar fyrir í skrokkn- um, þar væm öll sæti upptekin. Þrátt fyrir þetta barðist hann hetjulegri baráttu við dauðann til hinsta dags. Hann hélt fullri meðvitund og and- legri reisn þar til yfir lauk. í júníbyijun dvöldumst við hjónin ásamt Eiríki og Lív eina viku í sumar- bústað í Fnjóskadal. Veðrið var for- kunnarfagurt allan tímann enda var víða farið um nágrennið. Þótt Eiríkur væri þá sárþjáður lét hann ekkert tækifæri ónotað til að slá á létta strengi tilvemnnar. Hvar sem farið var um hémð þekkti hann deili á Qöllum og fimindum, ám og vötnum, fólki og ferfætlingum. Allt varð að tilefni til umræðu í einhverri mynd. Þannig var Eiríkur bæði sérlega fróð- ur, ræðinn og skemmtilegur. Tæpum þremur mánuðum seinna var hann allur. Allir afkomendur og ástvinir sakna hans mikils en mega þó vita að hann mun búa í haginn fyrir okk- ur hina í efra með sömu vandvirkni og elskusemi og hann stundaði í jarðlífínu. Blessuð sé minning míns elskulega tengdaföður Eiríks Guðlaugssonar. Edgar Guðmundsson Tökum höndum saman Vetjum hagsmuni sparifjáreigenda! OPINN FUNDUR Á HÓTEL ÍSLANDI Laugardaginn 1. október 1988, kl. 14:00 1. Fundur settur Skýring á tilurð og tilgangi fundarins Sigurður Gunnarsson, framkv.stj. 2. Fundarstjóri tekur við stjórn fundar Helgi K. Hjálmsson, framkvæmdastjóri 3. Framsöguerindi a. Gunnar Helgi Hálfdanarson, framkvæmdastjóri b. Guðmundur Magnússon, prófessor c. Kristján J. Gunnarsson, fyrrverandi fræðslustjóri í Reykjavík 4. Almennar umræður Spariíjáreigendur eru allir þeir sem eiga eignir t.d. í bönkum, sparisjóðum, lífeyr- issjóðum eða verðbréfum. Sparifjáreigendur skipta tugum þúsunda. Þeir eru t.d. eldra fólk og lífeyrisþegar, unglingar og börn, og allir þeir, sem eru að reyna að koma sér upp sjóði, til örygg- is eða annarra nota síðar. Sparifjáreigendur eru ekki fámenn klíka sem hefur safnað sér óhóflegum gróða. Spariíjáreigendur úr öllum stjórnmála- flokkum, öllum starfsstéttum og á öllum aldri verða að taka höndum saman og vinna gegn ábyrgðarlausum aðgerðum stjórnvalda og stjórnmálamanna. Það á að verðlauna þá sem spara en ekki að refsa þeim! Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Samtök sparifjáreigenda Hægt er að skrá sig í samtökin í síma 680021. Símsvari allan sólarhringinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.