Morgunblaðið - 30.09.1988, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 30.09.1988, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. SEPTEMBER 1988 17 Svar til Ragnheiðar Guðmundsdóttur læknis eftir Jón Rúnar Sveinsson Ragnheiður Guðmundsdóttir læknir gerir dagskrárkynningu frá Útvarpi Rót að umtalsefni í grein í Morgunblaðinu þann 16. septem- ber sl. í þessari dagskrárkynningu sagði m.a. að augnsjúkdómur Nat- ans Friedmans, rússneska gyðinga- drengsins er Ólafur Friðriksson tók að sér árið 1921, hafi verið næsta meinlaus og brottvísun hans úr landi hafí í raun verið tilkomin af pólitískum ástæðum. Fyrrgreind dagskrárkynning vísaði til erinda, er Pétur Péturs- son, útvarpsþulur, hefur að undanf- ömu flutt á Útvarpi Rót undir yfír- skriftinni „Réttvísin gegn Olafi Friðrikssyni". Af þessum erindum Péturs og bók hans um sama efni, er gefín hefur verið út af Sagn- fræðistofnun Háskóla íslands, má ótvírætt draga þá ályktun að augn- sjúkdómur Natans Friedmans hafí alls ekki verið smitandi, enda töidu danskir læknar hann alheilbrigðan skömmu eftir að honum með einkar sögulegum hætti var vísað af landi brott frá íslandi. Það er á hinn bóginn ákaflega merkilegt, að nú, nær sjötíu ámm eftir að þeir gerðust, skuli umrædd- ir atburðir enn geta vakið upp jafn sterk viðbrögð og ritsmíð Ragn- heiðar Guðmundsdóttir ber vitni um. Útvarp Rót telur að Pétiír Pét- ursson hafi með athugunum sínum lagt fram mjög merkan skerf til rannsókna á þeim mikilvæga kafla íslenskrar stjómmálasögu, er fólst í þessari aðför yfírvalda að Ólafi Friðrikssyni, einum helsta alþýðu- foringja landsins á fyrstu áratugum aldarinnar. Útvarp Rót hefur talið mikinn feng fyrir stöðina að geta „Það er á hinn bóginn ákaflega merkilegt, að nú, nær sjötíu árum eflt- ir að þeir gerðust, skuli umræddir atburðir enn geta vakið upp jafii sterk viðbrögð og ritsmíð Ragnheiðar Guðmundsdóttir ber vitni um.“ boðið upp á efni af þessu tagi, og því fullkomlega eðlilegt að kynna meginatriði þess í dagskrárkynn- ingum sínum. Höfundur er stjórnarformaður í Róthf. Fólk hvatt til að taka ekki þátt í at- kvæðagreiðslunni TILKYNNING frá stuðnings- mönnum sr. Gunnars Björnsson- ar: Vegna auglýsingar „stjórnar“ Fríkirkjusafnaðarins í Reykjavík um atkvæðagreiðslu dagana 1. og 2. október næstkomandi, um upp- sögn sr. Gunnars Bjömssonar, vilja stuðningsmenn safnaðarprestsins taka fram eftirfarandi: Ákveðið hefur verið að krefjast lögbanns til þess að koma í veg fyrir atkvæðagreiðsluna. Ástæður eru þessar: Lögmætur safnaðarfundur Frí- kirkjusafnaðarins, haldinn 12. sept- ember síðastliðinn — trúlega fjöl- mennasti safnaðarftindur, sem haldinn hefur verið á íslandi — lýsti uppsögn stjómarinnar á prestinum ógilda og sr. Gunnar áfram starf- andi prest safnaðarins. Jafnframt lýsti fundurinn vantrausti á stjóm- ina og skoraði á hana að segja af sér umsvifalaust. Stjóm, sem hefur þverskallast við að sinna þeirri augljósu skyldu sinni í lýðræðisþjóðfélagi að segja af sér, hefur ekkert umboð til þess að láta framkvæma skoðanakönn- un, — „atkvæðagreiðslu" — um málefni, sem lögmætur safnaðar- fundur hefur afgreitt, þ.e. uppsögn safnaðarprestsins. Er enda ekki gert ráð fyrir slíku í lögum safnað- arins, fremur en í lögum félaga almennt. Þar fyrir utan er engin trygging fyrir hlutlausri fram- kvæmd atkvæðagreiðslunnar. Þá hefur safoaðarblaðið fræga ver- ið gróflega misnotað af þessu tilefni. Fyrr í sumar, áður en framan- greindur safnaðarfundur var hald- inn, kom biskup íslands, herra Pét- ur Sigurgeirsson, með málamiðlun- artillögu um skoðanakönnun, sem hefði getað höggvið á hnútinn í deilunni. Þessari tillögu hafnaði stjómin gersamlega. Eftir að safn- aðarfundur, æðsta vald í málefnum safnaðarins, tók afstöðu til upp- sagnarinnar og lýsti hana ógilda, snýr stjómin við blaðinu. Verður nú að líta á viðleitni stjómarinnar til að láta ijalla um sama mál á öðrum vettvangi en þeim, er sam- rýmist lögum safnaðarins, sem til- raun til þess að viðhalda skaðabóta- skyldri uppsögn og tefja fram- kvæmd fundarins, teQa að messu- hald geti hafist að nýju, þrátt fyrir vaxandi óþolinmæði safnaðarfólks vegna þessa og tefja kosningu nýrr- ar stjómar og varastjómar á safn- aðarfundi í kjölfar vantraustsyfir- lýsingar. Af augljósum ástæðum er ekki unnt að fallast á það fordæmi, að löglegum ákvörðunum safnaðar- funda sé vísað til skoðanakannana af þeim, sem orðið hafa í minni- hluta á fundinum og misst tiltrú safnaðarfólks. Slíkt er skrípaleikur. Stuðningsmenn sr. Gunnars Björnssonar vænta þess, að safii- aðarfólk taki ekki þátt í atkvæða- greiðslunni um næstu helgi, né heldur styðji viðleitni stjórnar- innar til þess að kljúfa söfiiuðinn með þessari ólögmætu aðför að Fríkirkjuprestinum og Fríkirkju- söfnuðinum. __ Þorsteinn Þorsteinsson, Jón Ögmundur Þormóðsson, Júlíus P. Guðjónsson, Gunnar Orn Gunnarsson. vwvwwww ^ V jSs 2v 3v S*' S*' Sv 5 Y Y Viðtalstími borgarfulltrúa Sjálfstæðisf lokksins í Reykjavík Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins verða til viðtals í Valhöll, Háaleitis- braut 1, á laugardögum f vetur frá kl. 10-12. Er þá tekið á móti hvers kyns fyrirspurnum og ábendingum. Allir borgarbúar eru velkomnir. _ . mrmrzi wmam&m Laugardaginn 1. október eru til viðtals Magnús L. Sveinsson, forseti borgarstjórnar og ' formaður Innkaupastofnunar Reykjavfkur og Anna K. Jónsdóttir, formaður stjórnar Dagvistar barna, og í stjórn heilbrigðisráðs og veitustofnana. Y Y Y Y Y Y YY Y Y Y Y Y Y Y Y ¥ Svipmyndir úr sögu rokksins á árunum 1955-1970 Tveggja tíma samfelld skemmtidagskrá á Hótel íslandi Næstu tvær helgar, í kvöld, laugardaginn 1. október, föstudag- inn 7. október og íaugardaginn 8. október, verða sýningar á rokkskemmtuninni Rokkskór og Bítlahár á Hótel íslandi. Rokkskór og Bítlahár er flutt af samvöldu liði stórsöngvara. Þeir eru: Einar Júlíus- son, Anna Vilhjálms, Sigríöur Beinteinsdóttir, Karl örvarsson, Ingvar Grótarsson, Júlíus Grótarsson, Sólveíg Birgisdóttir, Ólöf Sigríöur Valsdóttir og Þorsteinn Egg- ertsson. Hljómsveitin Pass ásamt nokkrum aukaiiðsmönnum sór um allan hljóö- færaleik. 8 manna dansflokkur undir stjóm Jóhannesar Bachmann rokkar svo um munar. Sögumaöur er Bjarni Dagur Jónsson, só kunni útvarps- og sjónvarpsmaö- ur. Höfundur og leikstjóri er Þorsteinn Eggertsson. Þessi rokkskemmtun var flutt ó liönum vetri á Akureyri og vegna fjölda óskorana er hún nú tekin upp aö nýju ó Hótel íslandi. Borðapantanir fara fram í síma 687111. Góða rokkskemmtun. Á NÆSTUNN! Sunnudag kl. 14.30 Danskennarasamband íslands HaukurMortheosog félagar leika dinnertónlist syning Stjórnin og Kaskó spila dansmúsík og verða í dúndrandi stuði til kl.3 í nótt Miðaverð á dansleik kr. 750.- Snyrtilegur klæðnaður._ suNN»DAeKSvöL'> G'£eo^'r'árrí'^n° mnT t n t JU JJ jgJANP

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.