Morgunblaðið - 30.09.1988, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 30.09.1988, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. SEPTEMBER 1988 19 Gullvemd - ný trygg- ing Almennra trygg- inga hf. og Sjóvá ALMENNAR tryggingar hf. og Sjóvátryggingafélag Islands hf. hafa kynnt sameiginlega tryggingu fyrir fjölskyldur og einstaklinga. Eftir- farandi upplýsingar um trygginguna eru frá félögunum: „Gullvemd er nýr flokkur vátrygg- inga fyrir flölskyldur og einstakl- inga. Almennar tiyggingar hf. og Sjóvátryggingafélag Islands hf. hafa unnið í sameiningu að þessum nýj- ungum undanfama mánuði og vom skilmálar fyrstu tveggja tiygging- anna í Gullvemdinni samþykktir af Tryggingaeftiriitinu í júlí síðastliðn- um. Með samstarfi fyrirtæiganna hefur náðst ítarlegri greining á tiyggingarþörf einstaklinga og flöl- skyldna en ella hefði orðið, sem byggð er á upplýsingum og tjóna- reynslu félaganna. Hagræðing í kostnaði við alla undirbúningsvinnu hefur síðan skilað sér í hagstæðari iðgjöldum. Markmið Gullvemdar er að trygg- ingartaki njóti þeirra trygginga sem honum er nauðsyn. Grundvöllurinn em nýjar hugmyndir og aðferðir við að meta tryggingaþörf sérhverrar Qölskyldu, einstaklings og heimilis. Fjölskyldutryggingin er homsteinn Gullvemdar og miðast kerfíð við það að tryggingartaki bæti við hana þeim tryggingum sem hann eða fjölskylda hans hefur þörf fyrir s.s. fasteigna- tiyggingu, líf-, slysa-, ökutælga-, dýra-, lausaflár- eða smábátatrygg- ingu. Útkoman er persónulegt trygg- ingakerfi aðlagað að þörfum hvers og eins, án kvaða um kaup á fyrir- fram ákveðnum tryggingum. Tekist hefur að halda iðgjöldum trygginga í Gullvemd í lágmarki og er það árangur af samvinnu félag- anna tveggja. Hægt er að vinna sér rétt til afsláttar á iðgjaldi með því að kaupa stofn Gullvemdar — fjöl- skyldutryggingu og einhveijar tvær vátryggingagreinar að auki. Á þenn- an hátt vinnst 10% afsláttur á ið- gjaldi trygginganna. Hér em öku- tækjatryggingar þó undanskildar — afslátturinn nær ekki til þeirra en þær veita rétt til afsláttar annarra trygginga. En hagræðingin skilar sér víðar. Ellilífeyrisþegar njóta sérs- takra kjara, 20% afsláttar af iðgjaldi Qölskyldutryggjngar. Fari upphæð vátiyggingar í flölskyldutiyggingu yfír fímm milljónir króna lækkar ið- gjaldið um 10%. Loks em greiðslu- kjör sveigjanleg. Útvarp: Atli Rúnar Halldórsson ráðinn vara- fréttastjóri ATLI Rúnar Halldórsson firéttamaður hefur verið ráðinn til að gegna störfum varafréttastjóra á frétta- stofu Ríkisútvarpsins næstu tvö árin í stað Friðriks Páls Jónssonar. Friðrik Páll tekur við starfi fréttamanns Ríkisútvarpsins og -sjónvarpsins í Kaup- mannahöfti. Hann er fyrsti fréttamaðurinn sem frétta- stofumar ráða sameiginlega til starfa erlendis, að því er fram kemur í frétt frá stofnun- inni. Ögmundur Jónasson, fréttamaður Ríkissjónvarpsins í Kaupmannahöfn, kemur til starfa á fréttadeild þess og tekur við starfi varafrétta- stjóra erlendra frétta. Atli Rúnar Halldórsson hef- ur verið fréttamaður hjá Ríkisútvarpinu frá 1984, en var þar áður fréttaritari þess í Osló og blaðamaður á Dag- blaðinu og Alþýðublaðinu. Forveri Fjölskyldutryggingarinnar er Heimilistryggjngin en með gagn- gemm breytingum og endurbótum þeirrar síðamefndu þótti rétt að gefa henni nýtt nafn — Fjölskyldutrygg- ing. Hún er samsett úr fímm þáttum vátrygginga í einu skírteini. Megin- þáttur Fjölskyldutryggingarinnar er innbústrygging. Hún er breytt og aukin Heimilistrygging sem nær nú m.a. til tjóns á innbúi vegna óvænts brots eða hmns. Þá er aukin vemd gegn innbrotum og skemmdarverk- um auk þess sem matsfiárhæð fylgir hækkun vísitölu og miðast nú í flest- um tilfellum við nývirði. í annan stað ber að telja tvær nýjungar. Greiðslu- kortatrygging bætir vátryggða það tjón sem hann verður fyrir vegna misnotkunar óviðkomandi aðila á greiðslukorti hans. Tryggingin nær ftá þeim tíma sem kortið kemst í hendur annarra og þar til vátryggði tilkynnir hvarf þess. Þá er útfarar- kostnaður nýr liður. Ábyrgðartrygg- ing er einnig hluti Fjölskyldutrygg- ingarinnar. Hún er víðtækari en áður og nær nú til allra landa Evrópu. Loks er farangurstrygging sem gild- ir fyrir alla fjölskylduna á einkaf- erðalögum. Þessi trygging léttir fólki óþarfa fyrirhöfn og snúninga áður en lagt er af stað í ferðalag og er leið Sjóvá og Almennra trygginga til að auka þægindi og þjónustu við viðskiptavini sína. Fasteignatryggingin er aukin og endurbætt Húseigendatrygging og felur hún í sér tólf vátryggingar. Til nýjunga má nefna hreinlætistælga- tryggingu, og tryggingar vegna tjóns af völdum snjóþunga, frostspmngna, skýfalls eða asahláku. Við þessa tryggingu geta húseigendur bætt við ýmsum þáttum sem tilheyra fasteign en era ekki innifaldir í bmnabóta- mati, s.s. garðhúsum, girðingum, loftnetum eða fánastöngum. Ætlunin er að endurskoða eldri vátiyggingar sem Almennar trygg- ingar og Sjóvá hafa á boðstólum til þess að bjóða neytendum einfaldari en jafnframt fullkomnari vemd. Fjöl- skyldu- og Fasteignatryggingamar era einungis fyrsta skrefið í þeirri endurskoðun. Fljótlega verður næsta skrefið stigið þegar félögin kynna nýja tegund slysatiyggingar sem bætist við Gullvemdina." Leiðbeinendur á námskeiði SVFÍ á Núpi: Þór Magnússon, Sigurþór Gunnarsson og Einar Orn Jóns- son. Bj örgunars veitanámskeið SVFI haldið í Dýrafírðimim Núni. Dvrafirði. Núpi, Dýrafirði. FYRSTU helgina i september gekkst SVFI fyrir æfingum björgunarsveita af Vestfiörðum í notkun og meðferð svokallaðra slöngubáta. Fór æfingin fram á Dýrafirði með aðsetur í Héraðs- skólanum að Núpi. Námskeið var haldið samfara æfingunni nm ofkælingu, áhrif hennar, með- ferð og fyrirbyggjandi aðferðir. Björgunarsveitamenn vom mættir ftá öllum sveitum á norðan- og vestanverðum Vestfjörðum alls milli 50 og 60 manns. Námskeið þetta er annað sinnar tegundar á landinu. Áður hefur farið fram námskeið fyrir Austfirðina. Yfímmsjón með æfingunum hafði Þór Magnússon hjá SVFÍ. Með honum kenndu einnig Sigur- þór Gunnarsson og Einar Öm Jóns- son, sem em nýkomnir úr sérstök- um slysavamaskóla björgunar- manna í Skotlandi. Æfingin fólst í björgun manna úr sjó, leit á sjó, siglingu bátanna einn og fleiri sam- an og hvemig lagt er að skipum á ferð. Að sögn Þórs er markmið æfing- anna að efla þekkingu bjöigunar- manna á stjómun og meðferð slöngubáta, auk þess sem aldrei er of vel farið í öryggisatriði björg- unarmannanna sjálfra. Þór sagði árangur hafa verið framar vonum enffa um að ræða öndvegis menn sem legðu sig alla fram og væra með af fullum huga. Það væri I raun bara meiri æfing á bátana sem vantaði. í hópnum væm margir m Kristín Gísladóttir úr Blakki fiá Patreksfirði var eina konan sem sótti námskeið og æfingu SVFÍ á Núpi. reyndir sjómenn og aðrir sem byggju yfir ómetanlegri þekkingu og reynslu við björgun. Æfíngunni lauk síðan með leit að tveimur mönnum sem áttu að hafa týnst á sjó í Dýrafirði. BreiðfyUdng báta yfir fjörðinn í fylkingu björgunarsveitanna á Dýrafirði tóku þátt 12 bátar með hinn nýja björgunarbát frá ísafirði, Daníel Sigmundsson, f broddi fylk- ingar. Mynduðu bátamir breiðlínu þvert yfir flörð. Leitað var í flömm sem á sjó. Skipveijar á Daníel sögðu skipið hafa ótrúlega hæfi- leika og henta einstaklega vel á þessum slóðum enda hefði hann getu til að vera á rúmsjó í nánast hvemig veðri sem er. Bátinum gæti einfaldlega ekki hvolft. Ein kona meðal karlanna Aðeins ein kona var í hópi björg- unarmanna á Núpi. Hún heitir Kristín Gísladóttir og er f björgun- arsveitinni Blakki frá Patreksfirði. Hvemig líkaði þér námskeiðið, Kristín? „Alveg frábærlega í einu orði sagt. Þetta er eiginlega mín fyrsta raunveralega æfing á sjó. Eg er reyndar ekki skráð f sjódeildina í Blakki en fámennið gerir að allir þurfa að vera liðtækir í öllu." Nú em konur fáséðar i björgun- arsveitum. Hvað dregur þig út í þetta? „Ég er íþróttakennari með sport- dellu. Mér leiðast saumaklúbbar og aðgerðarleysi. Við emm reyndar þijár í sveitinni en erfitt er fyrir konur með böm að komast frá heimilinu. Ég lenti f svolitlu basli með að komast í sveitina á sfnum tíma, karlamir vora sennilega hræddír um að konumar þeirra yfirtækju sveitina og þeir sjálfir yrðu að sitja yfir bömum og búi. Þeir em nú búnir að jafna sig núna. Ég tel þetta ekki síður fyrir konur." - Kári Aðalfundur hafhasambands sveitarfélaga: Tillaga um að leyfa frjálsa löndun erlendra fiskiskipa Isafirði. AÐALFUNDUR Hafnasambands sveitarfélaga var settur i nýja stjórn- sýsluhúsinu á ísafirði í gær, fimmtudag. Helsta mál fundarins er hafnaáætlun fyrir árin 1989 tíl 1992. Þá eru á dagskrá mengunarvarair í sjó og áhrif bættra landssamgangna á rekstur hafiia. Komið hefur fram tillaga á fundinum um að fella úr gildi lög frá 1922 sem banna löndun úr erlendum fiskiskipum í íslenskum höfnum. Gunnar B. Guðmundsson for: maður sambandsins setti fundinn. í ræðu hans kom fram að skuld ríkis- sjóðs við hafnasjóði er komin yfir 200 millj. króna. Afkoma hafna var yfirleitt góð á síðasta ári. Greiðsluaf- gangur 15 viðmiðunarhaftia var 30% af heildartekjum. Gert hafði verið ráð fyrir að gjaldskrá hafna þyrfti að hækka um 5% 1. ágúst sl. en hækk- unin hafði ekki verið afgreidd í ráðu- neytinu þegar verðstöðvun komst á. Hermann Guðjónsson hafnamála- syóri gerði grein fyrir hafnaáætlun til næstu flögurra ára. Hafnaáætlun var fyrst lögð fram á Alþingi sem þingsályktunartillaga í febrúar 1987 en lög sem gera ráð fyrir íjögurra ára áætlunum um framkvæmdir í höfnum sem gera á annað hvert ár hafa verið í gildi um nokkurra ára bil. Þá tókst ekki að kynna áætlun- ina fyrir hafnarstjómum en það er gert í fyrsta sinn nú og er því áætlun- in til umræðu á fundinum. Þar kem- ur fram að lagt er til að skerða fram- lag ríkisins til þeirra hafna sem besta afkomu hafa. Síðustu ár hefur sú regla viðgeng- ist að Reykjavíkurhöfn hefur engan styrk fengið og Akureyrar- og Hafn- arfjarðarhafnir hafa búið við ein- hveija skerðingu. Lagt er til að al- mennar hafnarframkvæmdir á Akra- nesi, ísafírði, Siglufirði, Akureyri og Eskifirði hljóti skerðingu úr 75% framlagi ríkissjóðs í 50% og að Hafn- arfiörður fái engan styrk til nýfram- kvæmda á áætlunartímabilinu, und- anskilin eru þau verkefni sem nú er unnið að. í áætluninni er gert ráð fyrir framkvæmdum í höfnum lands- ins utan Reylgavíkur fyrir 3 milljarða króna á tímabilinu og að ríkissjóður greiði 2,2 milljarða af því fé. Allmiklar umræður urðu um skerðingarákvæðin, mótmæltu hafnastjórar skerðingarhafnanna breytingunni og bentu á að ef hegna ætti mönnum fyrir arðbæran rekstur hafna hlyti það að bjóða heim aðgerð- um til að komast undan skerðing- unni. Stjóm hafnasambandsins legg- ur til að gjaldskrá hafna hækki um 19% frá næstu áramótum. Hörður Ingimarsson frá Hafnar- firði lagði fram tillögu á fundinum um að lög frá 1922 um bann við löndun erlendra fiskiskipa í íslensk- um höfnum yrði felld úr gildi hvað varðar löndun á ferskum botnfiski og frosnum fiskafurðum svo höfnum landsins gæfist öllum kostur á að bjóða erlendum veiðiskipum í Norð- ur-Atlantshafi og Grænlandshafi þjónustu sína. Að kvöldi fyrri fundardagsins þágu aðalfundarfulltrúar heimboð Bolvíkinga og kvöldverð f boði Bol- ungarvíkurhafnar en í Bolungarvík er gert ráð fyrir næstmestu fram- kvæmdum af höfnum landsins á næstu fjóram ámm eða fyrir 188 milljónir króna. f dag, föstudag, flytur Magnús Jóhannesson siglingamálastjóri er- indi um mengunarvamir og fleira og Jóhann T. Bjamason framkvæmda- stjóri Fjórðungssambands Vestfirð- inga um áhrif bættra landsam- gangna á rekstur hafna. Gunnar B. Guðmundsson lætur nú af formennsku sambandsins og verður eftirmaður hans kosinn ásamt öðram stjómarmönnum. Samgönguráðherra, Steingrímur J. Sigfússon, er svo með síðdegisboð að loknum aðalfundinum en síðan býður ísafjarðarhöfn til kvöldverðar. - Úlfar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.