Morgunblaðið - 30.09.1988, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 30.09.1988, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. SEPTEMBER 1988 ClW Unwwl Pnn Syntficaw „Eg 5agh) pér oÁ kalla. á- nxfv'irkjcK." Ast er... ... hluti af lífi þeirra. TM R#g. U.S. Pat Off.—alt rights reserved ° 1988 Los Angeles Times Syndicate Getur dómarínn ekki hjálpað mér? Eg stakk mig á nagla. Með morgunkaffiriu HÖGNI HREKKVÍSI TTA E(? BRÓP<AUPSÆFlNa." Svíar eru góðir Mats Olsson og Sten Sjögren, liðsmenn sænska landsliðsins í handbolta. Til Velvakanda. í Morgunblaðinu þann 27. sept- ember birtist grein eftir Sigmund O. Steinarsson sem nefnist Kóreu- bréf og fyrirsögnin er „Draumur um verðlaun úr sögunni?“ í grein- inni heldur hann því fram að það hafi verið skammarlegt af íslenska handboltaliðinu að tapa gegn Svíum á Ólympíuleikunum, því að Svíar séu með lélegt handboltalið. Hann heldur því einnig fram að tapið hafið aðéíns stafað af áhugaleysi og aumingjaskap okkar manna. Mér finnst mjög vafasamt að fá útrás fyrir gremju sína með því að segja að Svíar hafi verið lélegir. Staðreyndin er sú að Svíar léku þennan leik af mikilli skynsemi. Þeir sýndu frábæran vamarleik og lipran sóknarleik. Það er mitt álit að okkur væri nær að læra af Svíum í þessari íþrótt frekar en að reyna að gera lítið úr liði sem sigrar jafn afger- andi í mikilvægum leik sem þessum. Handboltaunnandi Kvennalistinn sýndi ábyrgðarleysi í stjórnarmyndunarviðræðunum Til Velvakanda. Það hefur vakið athygli margra í þeim stjómarmyndunarviðræðum sem staðið hafa yfir hversu litla ábyrgðartilfinningu sumir flokksleið- togar hafa. Hér á ég sérstaklega við Kvennalistann og hvemig forsvars- menn hans hafa tekið á þessu máli. Skoðanakannanir benda að vísu til þess að Kvennalistinn hafi aukið fylgi sitt eitthvað frá síðustu kosningum, en réttlætir. það þann hugsunarhátt forystu þess flokks að umfram allt verði að kjósa strax. Er þama kom- inn upp sá hugsunarháttur að hags- munir flokksins eigi að ganga fyrir hagsmunum þjóðarinnar? Kvenna- listinn telur sig hafa ýmis úrræði til að leysa efnahagsvanda þjóðarinnar — hvers vegna neitaði hann með öllu að fara í stjóm með öðrum flokkum og þar með tækifæri til að sýna getu sína? Er hægt að skilja þetta öðruv- ísi en sem svo að þama sé eingöngu miðað við að virkja þær skyndivin- sældir sem skoðanakannanir benda til en því fómað að vinna heilshugar að heill þjóðarinnar, eins og skyldan Yíkverji Olympiuleikamir í Seoul eru brátt á enda. Miklar vonir vom bundnar við þessa leika, því í fyrsta skipti síðan 1976 vom íþróttamenn lausir við afskipti stjómmálamanna og gátu óhindrað verið þátttakend- ur. Aldrei fyrr í sögu leikanna hafa fleiri þjóðir keppt á Ólympíuleikum og aldrei fyrr hafa jafn margir íþróttamenn verið saman komnir á þessari mestu íþróttahátíð heims. XXX Leikamir í Seoul hafa vissulega uppfyllt þær vonir sem íþróttaáhugamenn bundu við þá. Keppnin hefur verið mjög skemmti- leg og árangur í flestum greinum verið stórgóður. Enda varla við öðm að búast þegar allt bezta íþrótta- fólk heimsins mætir á einn stað á jarðkringlunni til að reyna með sér. Ekki verður annað séð en Kóreu- menn hafi verið fyllilega verðir þess trausts sem þeim var sýnt er þeim var falið að sjá um leikana. XXX að sorgiega við þessa leika er það, að í framtíðinni mun þeirra ekki minnst vegna glæstra íþróttaafreka heldur vegna lyfja- hneykslis. Alveg eins og leikanna í býður. Þjóðin býr vel að stjómmála- mönnum sínum og getur með rétti ætlast til að þeir standi sig í stykk- inu og vinni að heill þjóðarinnar. Margt hefur komið upp á yfirborð- ið í þessu stjómarmyndunarbasli. Það er fjárlagagatið meðal annars sem ætlunin er að stoppa í. Sú fárán- lega tillaga héfur komið frá Fram- sóknarflokknum að tilvalin tekjulind sé að skattleggja sparifé lands- manna. Þetta vantaði okkur einmitt. Þjóðin er skuldum vafin og flest íslensk heimili draga á eftir sér lang- an skuldahala. Einstaka sérvitringur hefur þó önglað saman dálitlu spari- fé þrátt fyrir skattpíningu, matar- skatta og óáran. Nú á að taka fyrir það með skattlagningu sparifjár að menn leggi fyrir og komi sér upp varasjóðum. Öllu skal eytt strax og enginn má eiga neitt fé handbært ef eitthvað kemur upp á. Þetta er fáránleg tillaga sem ég trúi ekki að nái fram að ganga. Varla eru íslend- ingar svo skyni skroppnir upp til hópa að þeir sjái ekki að sparsemi borgar sig. Það eru ekki síður hags- skrifar Munchen 1972 er minnst vegna hryðjuverkanna sem þar vom unn- in, verður leikanna í Seoul minnst vegna lyfjanotkunar Ben Johnsons. Á undanfömum Ólympíuleikum hefur einn og einn íþróttamaður fallið á lytjaprófi en aldrei fyrr hef- ur það gerst að mesta stjama leik- anna hafi orðið uppvís að lyfjanotk- un og þurft að hverfa heim með skömm. Hann var auðvitað sviptur gullverðlaununum og þau afhent Carl Lewis, sem eftir þessa leika hefur skipað sér í hóp mestu íþrótta- manna allra tíma. XXX A* rangur- íslenzku keppendanna hefur valdið miklum vonbrigð- um hér heima. Það er augljóst að sumír íslenzku þátttakendanna áttu ekkert erindi til Seoul. íslenzku handknattleiksmennimir hafa vald- ið mestum vonbrigðum enda höfðu menn kannski bundið við þá mestar vonir. Eitthvað hefur farið úrskeiðis í undirbúningi liðsins. Það var upp- lýst í Morgunblaðinu í gær að Svíar hefðu undirbúið sitt lið með öðram hætti en við. Þeir léku færri lands- Ieiki en lögðu því meiri áherslu á sálræna undirbúninginn. Sænska liðið dvaldi í 10 daga í æfingabúðum munir stjómmálamanna að heimilin eigi einhverja varasjóði að grípa til, einnig gæti spamaður almennings orðið máttarstólpi bankakerfisins. Skammsýni stjómmálamanna ríður stundum ekki við einteyming. Ég stóð ekki með Borgaraflokknum í síðustu kosningum en ég vil þakka honum fyrir hversu einarða afstöðu hann sýndi í þessu máli. Það var margt fundið síðustu stjóm til foráttu. Nú þegar hennar nýtur ekki lengur við hugsa ég að margir sjái eftir henni. Vinstri flokk- amir eru nú famir að makka saman og ekki annað fyrirsjáanlegt en Steingrími takist að mynda stjóm með Alþýðubandalagi og Alþýðu- flokki. Alþýðubandalagsmenn era til- búnir að selja samningsréttinn fyrir ráðherrastóla eins og vænta mátti, það eru kaldir karlar á þeim bæ. Ég óttast að slík stjóm verði þjóðinni til ógæfu. Við þurfum styrka stjóm þar sem tekið er á málum af festu og með þjóðarhag í huga. S.B. fyrir leikana og lifðu við svipaðar aðstæður og boðið er uppá í Ólympíuþorpinu í Seoul. Sálræni þátturinn virðist hafa gleymst í undirbúningi íslenzka liðsins. XXX * Ifyrsta skipti frá stofnun íslenzka sjónvarpsins fyrir meira en 20 áram sitja ísiendingar við sama borð og aðrar þjóðir og fá að fylgj- ast með Ólympíuleikum í beinni útsendingu. Islenzka sjónvarpið og þó einkanlega íþróttafréttamenn þess eiga skilið þakkið fyrir frammi- stöðuna. Auðvitað má finna að ýmsu, t.d. því hve Amar Bjömsson íþróttfréttamaður var neikvæður þegar hann lýsti leik íslands og Sovétmanna, en í heild hefur það verið stórkostleg upplifun að fylgj- ast með leikunum. Sjónvarpsgagn- rýnandi Morgunblaðsins var að finna að þessum útsendingum nú í vikunni og taldi þær dekur við íþróttaáhugafólk. Víkveiji er hon- um ósammála. Utsendingar frá Ólympíuleikunum era allt annað en dekur við fámennan hóp. Gagnrýn- andinn getur gert það sama og aðrir, þ.e. hann getur slökkt á tæk- inu sínu og farið að sofa. Þeir sem vilja geta horft á.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.