Morgunblaðið - 30.09.1988, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 30.09.1988, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. SEPTEMBER 1988 Guðrún Geirs- dóttir - Minning Fædd 18. desember 1908 Dáin 15. september 1988 Amma okkar, Guðrún Geirsdótt- ir, lést 15. þessa mánaðar. Hún var fædd 18. desember 1908. Eigin- maður hennar var Gunnlaugur Loftsson, kaupmaður, en hann lést árið 1975. Afí og amma áttu sér myndar- legt lítið heimili á Brávallagötu 14 hér vestur í bæ, þar áttum við systk- ini og frændsystkini margar góðar stundir. Amma var dugleg við að halda fjölskyldunni saman og helst vildi hún hafa eitthvert okkar hjá sérnaeturlangt. A Brávallagötu í hlýja stóra rúm- inu hennar ömmu lærði ég mína fyrstu bæn og urðu þær æ fleiri eins og nætumar sem ég gisti, að þessu bý ég enn þann dag í dag og kenni bömum mínum, hið sama má segja um systkini mín, því öll fómm við með bænir okkar með ömmu. Viljum við því færa elsku ömmu okkar bæn. Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlaustu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn og sólin bjðrt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. (Vald. Briem.) Fráfall ömmu Guðrúnar kom ekki á óvart. Eftir veikindi á efri ámm hefur hún nú hlotið hvíld. Fyrir hönd okkar systkina. Erla Waltersdóttir í dag kveðjum við í hinsta sinn elskulega ömmu okkar, Guðrúnu Geirsdóttur, sem lézt á Hrafnistu 15. september. Hún var þá tæplega áttræð og hafði átti við vanheilsu að stríða um árabil. Þótt biðin eftir kallinu hafi verið löng er samt undarlegt til þess að hugsa að amma sé ekki lengur á meðal okkar. Ýmsar minningar leita á hugann á þessum degi. Amma tók stóran þátt í uppeldi okkar systkin- anna, enda dvaldi hún langdvölum á heimili okkar. Þar sem báðar ömmur okkar hétu Guðrún að- greindum við þær með því að kenna þær við götumar þar sem þær bjuggu. Þannig var amma á Grenó foðuramma okkar og amma á Brávó móðuramma. Amma á Brávó bjó lengst af á Brávallagötu 14 í Reykjavík, en þangað fluttist hún árið 1943 ásamt afa okkar, Gunnlaugi Loftssyni, og bömum þeirra tveimur, Guðrúnu og Walter. Hún fæddist 18. desember 1908 að Kanastöðum í Landeyjum og var næstelst fimm bama þeirra Guð- rúnar Tómasdóttur og Geirs ísleifs- sonar. Daginn sem hún átti að ferm- ast, 20. maí 1923, dó faðir hennar úr lungnabólgu, aðeins 41 árs að aldri. Ari síðar brá langamma búi og fluttist til Vestmannaeyja. Þar byggði hún sér reisulegt hús, sem hún nefndi Kanastaði og kom böm- um sínum öllum til manns. Elst bamanna var Sigríður, húsfreyja í Reykjavík, gift Sigurði Gunnars- syni. Þau eru bæði látin. Hin þrjú systkinin, sem enn eru á lífi em: Tómas, verslunarmaður í Vest- mannaeyjum, kvæntur Dagnýju Ingimundardóttur, Marta, fyrrum gjaldkeri Siglingamálastofnunar, búsett í Reykjavík og yngstur er Geir, rafvirki í Reykjavík, kvæntur Bryndísi Jónsdóttur, fulltrúa hjá dómsmálaráðuneytinu. Amma gekk í skóla í Eyjum og sinnti þar einnig ýmsum störfum. Árið 1928 giftist hún Gunnlaugi Loftssyni, verslunarmanni, og festu þau hjónin kaup á Franska spítalan- um, er svo var nefndur, við Kirkju- veg og bjuggu þar til ársins 1943. Þá fluttu þau til Reykjavíkur, eins og fyrr segir, með bömin tvö, Guðrúnu og Walter, sem þá vom tíu og átta ára. Guðrún giftist síðar Ólafi Ó. Johnson, forstjóra í Reykjavík, og eiga þau fjögur böm og eitt bamabam. Walter gekk að eiga Jóhönnu Heiðdal og eiga þau §ögur böm og sex bamaböm. Þau skildu, en Walter kvæntist síðar Önnu Lísu Ásgeirsdóttur, og á hún eina dóttur og eitt barnabam. Á Brávallagötu bjuggu amma og afi í sæmd allt frá árinu 1943. Amma var iðin pijónakona og margur jólapakkinn frá henni reyndist geyma haglega gerðar flíkur sem hún hafði prjónað. Um vorið 1975 dó afi eftir skammvinn veikindi. Aðeins ári síðar veiktist amma sjálf. Alla tíð síðan var hún bundin við hjólastól og fór heilsu hennar þá smám sam- an hrakandi. Árið 1979 fluttist hún á dvalarheimili sjómanna að Hrafn- istu við Laugarás og bjó þar til æviloka. Þar hlaut hún einstaklega góða umönnun og naut hlýhugar og velvilja allra starfsmanna þar. Langar okkur fyrir hönd fjölskyld- unnar að þakka starfsfólki Hrafn- istu fyrir kærleiksríkt og óeigin- gjamt starf. Minningamar sækja að. Þær eig- um við hvert okkar fyrir sig; um góða tíma og erfiða, um drauma sem rættust og aðra sem aldrei urðu að veruleika. Við söknum þess að hún skyldi aldrei fá að kynnast langömmubömum sínum öllum, bæði fæddum sem ófæddum. En minningin um elskulega ömmu okk- ar lifír með okkur og þeim sem hana þekktu. Fari hún í friði. Fyrir hönd bamabama, Gunnlaugur og Helga Guðrún BÍLL FRÁ HEKLU BORGAR SIG HEKLAHF Laugavegi 170-172 Simi 695500 VERD FRÁ KR. 639.000 Ingólfur Helga- son - Minning Fæddur 7. maí 1970 Dáinn 24. september 1988 Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. V. Briem Það er svo margt sem kemur upp í hugann á þessari stundu. Margar góðar minningar um skemmtilegar samvemstundir, þar sem góð böm og síðar unglingar áttu ánægjuleg- ar stundir. En vegir Guðs em órannsakan- legir, og við spyijum okkur aftur og aftur, hver er tilgangurinn með að taka þennan ljúfa dreng frá okkur svona fljótt? Við trúum því að Guð ætli honum annað og meira hlutverk. Ingólfur var ekki nema 18 ára þegar hann var kallaður burt frá ástríkum foreldmm og fimm eldri systkinum, sem nú sitja hljóð og skilja ekki þessa ákvörðun almætt- isins. Elsku Anný og Helgi, þið eigið margar minningar um yndislegan dreng, sem við vonum að munu hjálpa ykkur á þessum erfiðu stund- um. Góður Guð gefi ykkur öllum styrk í ykkar miklu sorg. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. V. Briem LiIIa og Siggi Birting afmælis- og minningargreina Morgnnblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki eru tekin til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfílegt er að birta ljóð eftir þekkt skáld, 1—3 erindi og skal þá höfund- ar getið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Meginregla er sú, að minningargreinar birtist undir fullu nafni höfundar. Frændi minn Ingólfur, eða Ingó eins og við kölluðum hann, var son- ur hjónanna Ámýjar Jónsdóttur og Helga Gestssonar. Það er erfítt að skilja hvers vegna Ingó frændi hefur verið kallaður burt héðan. Hugurinn leitar til baka er við vorum lítil að leik, fyrst hér í Reykjavík og síðan eftir að fjöl- skyldan fluttist til Vestmannaeyja. Þar dvaldi ég hjá Anný og Helga hluta af sumri, fyrstu árin eftir að þau fluttu þangað. Þar átti ég skemmtilegar stundir með Ingó, sem var góður vinur og leikfélagi. Síðustu árin sáumst við ekki eins oft og áður. Ég mun sakna þess sárt að samverustundir okkar verða ekki fleirri. Ég veit að það eiga allir góðar minningar um Ingó frænda. Ég sendi Anný, Helga og fjöl- skyldunni innilegar samúðarkveðj- ur. Torfhildur KAUPÞING HF Húsi verslunarinnar, sími 686988 Jlíiningabréf Kaupþings - örugg og áhyggjulaus. Eigendur Einingabréfa hafa notið u.þ.b. Í3% vaxta umfram verðbólgu nú síðustu mánuði. Einingabréf eru fáanleg á verðgildi allt frá i.000 kr. Einingabréf Kaupþings — framtíðaröryggi ífjármálum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.