Morgunblaðið - 30.09.1988, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 30.09.1988, Blaðsíða 47
4f- MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR PÖSTUDAGUR 30. SEPTEMBER 1988 Snilklar knattspyma ftölsku meistaranna HANDBOLTI Stefán ogÓlafur dæmaí vetur NÚ ÞEGAR knattspyrnuvertíð- in er hafin víðast hvar í Evrópu er vart talað um annað er ítölsku meistarana AC Mflanó með Ruud Gullit í fararbroddi. Liðið leikur snilldar knatt- spyrnu eins og ítalirnir vilja hafa hana og fá iið í Evrópu jafnast á við þetta lið sem hef- ur heillað áhorfendur í fyrstu leikjum vetrarins. Sama var uppi á teningnum í fyrsta leik liðsins í Evrópu- keppni meistaraliða þegar liðið sigr- aði Vitosha Sofía á útivelli. Fyrir- hafnarlaus 2:0 sigur. Framheijinn Marco van Basten leikur af sí- vaxandi öryggi. Og Sacchi, þjálfari Mflanó, hefur falið Frank Rijkaard, sem var miðvörður Hollendinga þegar þeir urðu Evrópumeistarar, það hlutverk að byggja upp leikinn. Frumkvæðið er alltaf hjá honum, og það er þessvegna sem allt geng- ur upp hjá Mflanó, þessvegna sem þeir eru svo sókndjarfir — og svo frábrugðnir öðrum ítölskum liðum sem leika frekar varfærinn varnar- leik. í mínum augum hlýtur Mílanó að vera eitt þeirra liða sem hvað líklegust eru til að vinna Evrópubik- arinn á yfírstandandi keppnistíma- bili. Ekki einungis vegna hollenzku leikmannanna í liðinu. Ancelotti, Maldini og Donadoni eru kjaminn í ítalska landsliðinu. Og að mínu áliti er Franco Baresi ekki aðeins sókndjarfasti heldur einnig bezti framherji heims í dag. Eina spum- ingin er hvort ítöisku meistaramir hafí nóg úthald þegar fram í sækir þegar þeir leggja svo hart að sér í hveijum leik. Stórleikur Skemmtilegasti leikurinn í fyrstu umferð keppninnar um Evrópubik- arinn var háður í Austur Berlín þar sem austur-þýzku meistaramir Dynamo léku gegn meistumm okk- ar Vestur tjóðveija, Werder Brem- en. Það var stórkostlegur leikur - hraður og spennandi. Og þótt Werd- er Bremen hafi tapað 3-0 voru bæði liðin álíka sterk. Austur þýzku sóknarmennimir Doll, Thom og Pastor voru bara áræðnari við að nýta sér tækifærin. Þeir þrír eru leikmenn á alþjóða mælikvarða. Werder hafði ekki heppnina með sér í sóknunum, en hefði hæglega átt að geta knúið fram 1-1 jafn- tefli snemma í leiknum. Annað mark Dynamo í leiknum var dæmigert fyrir gagnsóknir sem fínna má í öllum kennslumyndum. Það var frábært hvemig Doll tókst að sækja inn í vítateiginn og gefa boltann yfír til Thoms sem skallaði í netið. Eg er strax farinn að hlakka til síðari leiks liðanna eftir lok Ólympíuleikanna því Bremen er þekkt fyrir að ná sér á strik eftir stórtöp í fyrri umferðum. Það kom bikarhöfum Bayer Le- verkusen illilega á óvart þegar þeir töpuðu 0-1 á heimavelli gegn portú- galska liðinu Belenenses Lissabon í UEFA keppni bikarhafa. Markið var stórglæsilegt. Adao sótti fram á vinstri kanti, gaf fyrir til búlg- arska samheijans Mladenov sem svo skallaði inn undir þverslá. Twelr lelkmenn sem leika stórt hlutverk í liði AC Mílanó: Marco van Basten og Frank Rikjaard. AC Mflanó með Ruud Gullit í fararbroddi er líklega skemmtilegasta lið Evrópu. Það sem kom okkur íjóðveijum skemmtilegast á óvart í UEFA bik- arkeppninni var óvæntur 2-1 sigur nýliðanna í bikamum, FC Numberg á útivelli gegn AS Róma, sem tap- aði þótt í liðinu væru stjömur á borð við Brasilíumennina Renato og Andrade, Rudi Völler frá Vestur Þýzkalandi og Rizitelli, dýrasta ítalska leikmanninn til þessa. En Niimberg liðið sýndi að það hefur gert rétt í að kaupa Sane frá Seneg- al, sem er léttur og snöggur leik- maður og skoraði fyrra mark Niim- berg með skalla. Heimsbikarinn Ég læt hér staðar numið um Evrópumótin. En nokkur orð um undanriðla heimsmeistarakeppn- innar. í síðustu grein minni raeddi ég um að ég hefði mikið álit á fínnska landsliðinu. Við vorum því meira en lítið ánægðir með fyrsta leik landsliðs okkar í Helsinki sem við unnum 4-0 með mörkum frá Völler (2), Mattháus og Riedle. Ég hef gert nokkrar mikilvægar breytingar á landsliði okkar. Fimm leikmenn koma frá FC Köln, svo raunhæft er að tala um „Kölnar- blokkina" í liðinu. Og þar sem hún hefur reynzt svo vel kemur mér ekki til hugar að leysa þessa blokk upp fyrir leikinn gegn Hollandi í Munchen 19. október ef leikmenn- imir verða lausir við meiðsli. Ég gerði tilraun með að setja Illgner frá Köln í markið í stað Immels vegna þess að hann kom betur út úr æfingum og vegna þess að Immel hafði verið frá æfíngum í þijár vikur vegna meiðsla. Miðvörðurinn Kohler frá Köln hefur átt fast sæti í landsliðinu undanfarin tvö ár. Það virtist skyn- samlegt að fá Görtz frá Köln inn á miðjuna með honum vinstra megin þar sem þeir eru vanir að leika saman. Rökrétt afleiðing af þvi var svo að fá Littbarski frá Köln á miðjuna hægra megin. Ekki sízt af því mig langaði einnig til að reyna nýliðann Hássler frá Köln á miðj- unni. Hássler hafði sannað getu sína með Ólýmpíuliðinu, og í sameigin- legum æfingaleikjum sýndist mér hann eiga skilið að komast í lands- liðið. Hássler er fæddur í Berlín, lágvaxinn, frakkur, öruggur með sig, drífandi og leikinn með knött- inn. Það er unun að horfa á hann leika. Ég gaf einnig öðrum nýliða, Fach frá Bayer Uerdingen, tækifæri til að leika í stöðu framheija. Sóknar- maðurinn Rudi Völler hefur á ný náð sér á strik, og þeir Mattháus og Brehme hafa öðlazt aukið sjálfs- traust eftir skiptin frá Bayem Munchen yfír til Inter Mílanó. Allt þetta leiddi til þess að Olaf Thon, nýi fyrirliðinn hjá Bayem Miinchen (áður hjá Schalke 04), verður að láta sér nægja sæti á varamanna- bekk. En Thon hefur að undanfömu sýnt meiri sóknarhörku í leik sínum þar sem hann þráir að komast á ný í landsliðið. Allt þetta gerir mig bjartSýnan á að þrátt fyrir kvíðvæn- legan styrk hollenzka landsliðsins muni okkur engu að síður takast að komast í úrslitakeppnina um heimsbikarinn á Ítalíu. Franz Becken- bauer skrífar fyrir Morgun- blaðið STEFÁN Arnaldsson og Ólafur Haraldsson, bestu handknattleiksdómararnir tvö undanfarin ár að mati leikmanna, munu dæma í vetur. Þeir höfðu áður ákveðið að hætta en breyt- ing á skipulagi dómaramála hefur hefur fengið þá til að hætta við að hætta. Það hafa verið gerðar breyt- ingar á þessum málum og framkvæmdin er okkur að skapi. Því höfum við ákveðið að draga fram flautumar fyrir veturinn," sagði Stefán Amaldsson, í sam- tali við Morgunblaðið. „Gunnar Gunnarsson mun hafa sljóm með dómaramálum og hann hefur í hyggju að færa þau til betri vegar. Það á til dæmis að jafna hlutfallið á landsbyggðinni og skipta leikj- unumjafnar á milli dómara. Auk þess verða haldin þrekpróf og fundir. Veturinn leggst því vel í okkur og við munum mæta aftur til leiks," sagði Stefán. ÍHénR FOLK ■ IVAN Lendl og Pat Caab eru hættir við þátttöku í ástralska inn- anhúss meistaramótinu í tennis. Lendl sem vann mótið í fyrra eftir úrslitaleik við Cash, hætti við vegna meiðsla í öxl. Þau hlaut hann í opna bandaríska tennismótinu fyrr í þessum mánuði. Cash á einnig við meiðsli að stríða. Mótið hefst í Sydney 9. október og ætla móts- haldarar að reyna að fá þá Mats Wilander, Henry Laconte og„ Jimmy Connors til þess að taka sæti tvímenninganna. ■ NORWICH, enska fyrstu deildar liðið, sem svo óvænt leiðir deildina, leikur á heimavelli gegn Charlton á laugardag. Gengi Charlton í deildinni hefur verið slæmt til þessa og á því Norwich góða möguleika á að halda toppsæt- inu. Liverpool er þó aðeins tveimur stigum neðar, og á einnig heimaleik í næstu umferð; gegn Newcastle, en liðið vermir botnsæti deildarinn- ar ásamt Wimbledon. ■ HOWARD Kendall, fram- kvæmdastjóri Athletic Bilbao sem er nú í efsta sæti 1. deildarinnar á Spáni, hefur fengið tilboð frá Le- eds. Honum var boðið að taka við liðinu en eftir að hafa hugsað sig vel um ákvað hann að vera áfram á Spáni. Hann sagðist þó vera upp með sér vegna tilboðsins en vildi ekki hætta með spánska liðið. UPAUL Davis, miðvallarleikmað- ur hjá Arsenal, hlaut þungan dóm fyrir að kjálkabijóta Southampton- leikmanninn Glenn Cockerill, þegar liðin mættust fyrr í þessum mánuði. Davis var dæmdur í níu leikja bann og þarf auk þess að greiða um 240.000 krónur í sekt. ™ 1 rsuv ^apeui, Zi> ara oku) í Formula I, fékk glæsilegt úr gjöf frá japönskum milljónamærii eftir að hafa náð öðru sæti í kaf akstrinum f Estoril. Japanski aðc andinn heitir Akagi og hefur allt haft mikla trú á hinum unga Ca elli. Úrið sem hann færði honi að gjöf er metið á eina og há! milljón krónur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.