Morgunblaðið - 30.09.1988, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 30.09.1988, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. SEPTEMBER 1988 23 * Israel: Mótmæli við útför Palestínuleiðtoga Jerúsalem. Reuter. PALESTÍNSKIR andófsmenn söngluðu slagorð og veifuðu risastórum, palestínskum fána við útför palestínska leiðtogans Rashad a-Shawa á Gaza-svæðinu í gær. Hermenn særðu tvo andófsmenn með plastkúlum og palestínskur unglingur var stunginn til bana af andófsmönnum, grunaður um að starfa fyrir ísraelsstjórn. Yfirleitt virtust hermennirn- ir reyna að hafa hemil á sér þótt unglingar reyndu að egna þá, m.a. með grjótkasti. Sjónarvottar töldu að 5.000 manns hefðu verið við útför a-Shawa sem lést af hjartaslagi á þriðjudag, 79 ára gamall. Hann var áður borgarstjóri á Gaza-svæðinu en var árið 1982 rekinn úr þvi starfi af ísraelskum yfirvöldum, sakaður um mótþróa við stjórn- völd. Syrgjendur við útförina fögnuðu er nokkrir grímuklæddir unglingar drógu fána Palestínumanna að hún á moskunni þar sem beðið var fyrir a-Shawa. Fáninn er bannaður af ísraelskum yfirvöldum. Herinn lokaði aðgönguleiðum til Gaza-svæðisins og fyrirskipaði útgöngubann í fjórum flóttamannbúðum þar sem oft hafa verið átök milli hermanna og andófs- manna. Dan Shomron, yfirmaður ísraelska hersins, viðurkenndi í gær að nokkr- ir Palestínumenn hefðu fallið fyrir gúmmíkúlum, sem herinn hóf að nota gegn palestínskum_ andófs- mönnum fyrir mánuði. Þa var því haldið fram að kúlumar gætu ekki valdið dauða. Fulltrúar Sameinuðu þjóðanna og Palestínumanna hafa áður gagnrýnt notkun hersins á gúmmíkúlum og táragasi síðustu mánuði. „Ég vil leggja áherslu á að reynt er að skipuleggja aðgerðir með það í huga að lífí fólks sé ekki stefnt í voða,“ sagði Shomrom í samtali við fréttamann ísraelska útvarpsins. Hann sagði fáeina andófsmenn hafa fallið fyrir plastkúlunum en gúmmík- úlur og táragas hefðu sömuleiðis valdið mannskaða. Hann sagði ljóst að þessi vopnabúnaður, sem tekinn var upp eftir að herinn var átalinn fyrir að skjóta á óvopnaða Palestínu- menn, hefði minnkað manntjón veru- lega. Talsmenn sjúkrahúss á Gaza- svæðinu segja að átta Palestínumenn hafi látist af völdum plastkúlnanna síðan þær voru teknar í notkun. Herinn segir að kúlunum sé aldrei skotið af styttra færi en 70 metrum en læknar við sjúkrahúsið segja skotsárin sanna að færið sé oft mun styttra. Fulltrúar SÞ og Bandaríkja- stjómar hafa gagnrýnt ísraela fyrir að nota skotfæri af þessari gerð. A.m.k. 287 Palestínumenn og sex ísraelar hafa fallið síðan uppreisn Palestínumanna, intifada, á hem- umdu svæðunum hófst fyrir níu mánuðum en alls býr hálf önnur miHjón Palestínumanna á svæðunum. Reuter Palestínumaður með grjót í báðum höndum frammi fyrir herflokk ísraelsmanna í gær þegar útför paletínska leiðtogans Rashid a- Shawa fór fram. Israelskir hermenn héldu að sér höndum og skiptu sér ekki af hópi unglinga sem köstuðu að þeim grjóti. * Irak: Státa sig af nýju ofurvopni Bagdað. Reuter. IRAKAR eru með í smíðum nýtt ofurvopn, sem aðeins tvær þjóðir aðrar ráða nú yfir. Lét Saddam Hussein íraks- forseti svo um mælt í gær þegar hann var að útdeila orðuin til hermanna fyrir vasklega frammistöðu i stríðinu við írani. Forseti sagði ekki nánar frá þessu nýja vopni en lagði áherslu á, að hann væri ekki að fara með neitt fleipur. í Persaf- lóastríðinu beittu írakar eld- flaugum, sem unnt er að skjóta 650 km vegalengd, og sögðu, að þær væru heimatilbúnar en vestrænir hemaðarsérfræðingar segja, að um hafí verið að ræða endurbættar, sovéskar eldflaug- ar af gerðinni Scud-B. A1IKLIG4RDUR MARKAÐUR VIÐ SUND Nú taka allir slátur Slátursala SS er í Glæsibæ Islátursölu SS fá allir ókeypis leið- beiningarbækling um sláturgerð og uppskriftir. Með bæklinginn í höndum geta allir búið til slátur - þú líka. Auk þess er slátur svo ódýrt og Slátursala hollt að bæði magann, skynsemina og peningavitið blóðlangar í slátur. Slátursalan er opin kl. 9—18 mánu- daga til fimmtudaga, 9-19 föstudaga og kl. 9-12 á laugardögum. Allt til sláturgerðar á einum stað. Slátursala SS Glæsibæ sími 68 51 66

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.