Morgunblaðið - 30.09.1988, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 30.09.1988, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. SEPTEMBER 1988 CERES ^’ALDEILIS /MAKALAUS MJÖÐUR’l Sauðflárslátrun hafin í Saurbænum Hvoli, Saurbæ. SauðQárslátrun hófet hjá Kaupfélagi Saurbæinga í sláturhúsi fé- lagsins að Eyrarlandi 19. september. Ráðgert er að þar verði slátr- að um 11 þúsund flár og er það nokkuð svipað og í fyrra. Áætlað er að slátrað verði um 600 Qár á dag. Þá er reiknað með að fé verði skorið niður vegna riðuveiki af einum bæ á félagssvæðinu, Ytri- Fagradal á Skarðsströnd. Fannst einkenni veikinnar þar í einni kind og er það nóg til þess að skera verður allt fé hjá Steinólfi bónda Lárussyni. Síðast var skorið niður hér í Dölum vegna riðuveiki á Hornsstöðum í Laxárdal fyrir nokkrum árum. Búið er að slátra hér í nokkra daga og virðist fallþunginn í sæmi- legu meðallagi og ekki lakari en verið hefur, en meðallfallþungi dilka í fyrrahaust varð 14,7 kg. Að sögn Guðjóns Kristjánssonar kaupfélags- stjóra er það að vísu með nokkrum ugg, sem gengið er til slátrunar að þessu sinni, því ríkisvaldið virðist ekki ætla að standa við sinn hlut samkvæmt búvörulögunum, og mætti því ætla að það gerði sitt til að koma sláturleyfishöfum í erfiða aðstöðu. Messur á lands- byggðinni ODDAKIRKJA. Guðsþjónusta sunnudaginn 2. október kl. 14. Aðalsafnaðarfundur Odda- sóknar eftir messu. Sr. Stefán Lárusson. AKRANESKIRKJA. Bama- samkoma laugardag kl. 13. Kirkjuskóli yngri bamanna í safnaðarheimilinu Vinaminni, laugardag kl. 13. Séra Bjöm Jónsson. Það hefur gengið vel að manna sláturhúsið að þessu sinni, en þar starfa að jafnaði yfir sláturtíðina um 40 manns og em nánast þar að störfum menn frá hveiju heimili í hreppnum og aðeins einn aðkomu- maður. Kjötið er flutt daglega til Búðar- dals í frystihús sláturhússins þar og einnig að hluta til Reykjavíkur og innmatur fer einnig í Búðardal auk þess sem fer í sölu beint hér á félagssvæðinu. Góð aðstaða er til slátrunar á Eyrarlandi, en þó er þetta hús eitt af þeim, sem rætt hefur verið um að leggja beri nið- ur, þó ekki sé það gamalt, enda byggt árið 1964 og á síðasta ári og þessu hafa verið gerðar þar vem- legar endurbætur, byggt nýtt gæm- söltunarhús og lokið hefur verið við innréttingu og frágang á frystihús- inu og er það tilbúið til að setja í það frystitæki. Að sögn kaupfélags- stjóra er verið að útbúa húsið til þess að það fullnægi kröfum um stórgripaslátmn, en ekki hefur ver- ið slátrað þar stórgripum síðan í vetur. Áætlað er að sauðfjárslátmn ljúki um miðjan október. - IJH Morgunblaðið/Ámi Sæberg Frá blaðamannafúndi sem Fóstrufélags íslands hélt í tilefiii af könn- un kjaranefndar félagsins á atvinnuþátttöku fóstra og viðhorfi þeirra til náms- og starfehátta. Fóstrufélag íslands: 7 0% útskriíkðra fóstra eru í fóstrustörfum SAMKVÆMT könnun kjara- nefiidar Fóstrufélags íslands eru 70% þeirra sem útskrifuðust frá Fósturskóla íslands á árunum 1947 til 1987 í fóstrustörfúm. 70% starfandi fóstra er í beinu uppeldis- og kennslustarfi en 30% eru í stjórnunarstörfum. Á höfuðborgarsvæðinu búa 79% fóstra en 65% allra dagvistar- rýma á landinu voru á höfúð- borgarsvæðinu í desember 1987. Á Stór-Reykjavíkursvæðinu eru 57% fóstra í fóstrustörfúm en 13% á landsbyggðinni. Valdir Ó.Johnson& jUglýsinga- síminn er 2 24 80 MITSUBISHI J COLT BÍLL FRÁ HEKLU BORGAR SIG 1 s HEKLAHF verdfrakr. L ^.hlbaugavegi 170-172 Simi 695500 5 ( f .QOO Nú getur þú ferðast á ódýran og þægilegan hátt með áætlunarflugi SAS milli íslands og annarra landa m voru 666 þátttakendur af handa- hófi, eða 60% þeirra sem útskrif- uðust frá skólanum á ofan- greindum árum. Alls náðist i 490 fóstrur sem er 73,4% af úrtakinu. Rúmlega helmingur starfandi fóstra er í fullu fóstmstarfi en 45,1% í hlutastarfi. 20,2% fóstra, sem vinna við fóstmstörf, em með 1 til 4 ára starfsaldur, 34,7% em með 5 til 9 ára starfsaldur, 28,4% em með 10 til 15 ára starfsaldur, 12,2% em með 16 til 20 ára starfs- aldur og 4,5% em með 21 til 40 ára starfsaldur. 19,5% starfandi fóstra vinna launaða aukavinnu með fóstmstörfunum og tæplega helmingur þeirra vinnur verka- mannastörf. Alls vom 30% aðspurðra fóstra ekki við fóstmstörf. 29,4% þeirra vinna við uppeldis- og kennslustörf, um 25% vinna við verslunar- og skrifstofustörf, um 30% við heimil- isstörf, um 10% em við nám og 6,3% vinna við eigin atvinnurekst- ur. 66,1% aðspurðra taldi að stúd- entspróf ætti skilyrðislaust að vera inntökuskilyrði í Fósturskólann en 32,4% töldu að ekki væri rétt að krefjast þess skiljrðislaust. 46% töldu að skólinn ætti að vera á háskólastigi og tæplega 31% taldi að skólinn ætti að vera sérskóli með stúdentspróf sem inntökuskilyrði. Laugavegi 3, símar 21199 / 22299 Listasafii Islands: Syningn fimmlista- manna aðljúka SÝNINGU fimm ungra myndfistarmanna í Lista- safiii íslands lýkur á sunnu- dag, 2. október, en hún var opnuð þann 3. september sl. Listamennimir fimm, sem sýna málverk og skúlptúra, em Georg Guðni Hauksson, Hulda Hákon, ívar Valgarðsson, Jón Óskar og Tumi Magnússon. í frétt frá Listasafni íslands seg- ir að myndlistarmennimir séu allir í hópi áhugaverðustu myndlistarmanna af þeirri kyn- slóð sem komið hefur fram á sjónarsviðið á síðustu ámm. Þeir hafi sýnt bæði sjálfstæði og fmmleika í sköpun sionni og gefi þau 25 verk sem sýnd em, góða hugmynd um þá fjöl- breytni og vídd sem ríki í ungri íslenskri myndlist í dag. Listasafn íslands er opið alla daga, nema mánudaga, kl. 11-17 og er veitingastofa safnsins opin á sama tíma.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.