Morgunblaðið - 30.09.1988, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 30.09.1988, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. SEPTEMBER 1988 NAMSKEIÐ - Sækið námskeið hjá traustum aðila - Eftirfarandi námskeið verða haldin á næstunni: Tölvunotkun: - Grunnnámskeið í einkatölvum........15. - 16. og 22. - 23. okt. - Ritvinnsla - WordPerfect (Orðsnilld) 29. - 30. okt. - Ritvinnsla, framhald - WordPerfect.5. - 6. nóv. Skrifstofu- og verslunarstörf: - Bókfærsla I - fyrri hl........15., 16., 18., 20., 22. og 23. okt. _ Rn^faorclíi I - seinni hl.......25., 27., 29., 30. okt., 1.-3. nóv. - Vélritun (byrjendanámskeið)..10. - 13. okt. og 17. - 20. okt. Stjórnunarnámskeið: - Reksturfyrirtækja................3.-4. okt. - Samskipti og hvatning í starfi..5. - 6. okt. - Markaðsmál.....................10. -12.okt. - Fjármál fyrirtækja.............17.-20. okt. Ýmis stéttarfélög styrkja sína félaga til þátttöku. Frekari upplýsingar og skráning fer fram í síma 688400. VMtffi -M uiriiuin KOSTUR FYRIR ÞIG (VA2.3KG- babn® 3,0 KG- miltfybib BÍÓÍVA1L- pVOL 0.5 L- DÚNMWNGABEFN'20L SKSSSS* BABNIÐ KAUPFÉLÖGIN UM LAND ALLT! Verzlunarskóli íslands Alþjóðabankinn og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn: Frj álsari verslun og aukin náttúruvemd - meðal helstu vopnanna gegn fátækt í heiminum ofarlega á baugi á fundinum, og sagði, að fátæktin væri oft versti óvinur náttúrunnar. Náttúruslysin bitnuðu síðan aftur harðast á þeim fátækustu. Þeir, sem efnt hafa til mótmæla fundardagana og aðrir gagnrýn- endur, halda því fram, að stefna lánastofnananna neyði fátæk ríki til að ráðast í framkvæmdir, sem spilla umhverfinu, en Conable sagði, að vissuiega mætti finna að ýmsu en víst væri þó, að stofnunun- um væri ekki að kenna fátæktin í heiminum. Hún væri miklu meiri ef þeirra nyti ekki við. Almennt virðast menn nú vera bjartsýnni en áður á að unnt verði að hjálpa fátæku ríkjunum upp úr skuldafeninu og nefndi Conable það, sem gert hefði verið í málum ýmissa Afríkuríkja, en sagði, að ekki væri þó nóg að gert. Þá hefði ástandið í Suður-Ameríku lítið lag- ast. Ýmsar tillögur hafa verið lagðar fram um skuldamálin en sú, sem nú er mest rædd, er tillaga, sem Japanir lögðu fram á Toronto- fundinum og fylgdu betur eftir nú. Gerir hún ráð fyrir, að fátæk ríki geti breytt lánunum í skuldabréf, sem bankar kaupi af þeim, og af- hent Alþjóðagjaldeyrissjóðnum hluta af gjaldeyrisvarasjóði sínum þeim til tryggingar. Vestur-Berlín. Reuter. Frammámenn í Qármálalífi 151 ríkis luku I gær umræðum á ársfundi Alþjóðabankans og Al- þjóðagjaldeyrissjóðsins i Vestur- Berlín. Virtust flestir vera sam- mála um, að frjálsari versiun og meiri áhersla á umhverfisvernd væru þau vopn, sem best gætu bitið i baráttunni við fátæktina. Barber Conable, forseti Alþjóða- bankans, gerði í lokaræðu sinni grein fyrir helstu umræðuefnum fundarins og sagði, að meiri hag- vöxtur í þriðjaheiminum væri nauð- synlegur til að þau gætu komist upp úr skuldasúpunni og vegna þess yrðu þau að hafa greiðari að- gang að heimsmörkuðunum með vörur sínar. Hann veik að umhverf- isvemdarmálunum, sem hafa verið Reuter Til nokkurra mótmæla hefur komið i Vestur-Berlín vegna ársfundar alþjóðastofnananna og meðal annars verið brotnar rúður í bönkum og verslunum. í gær réðst hópur manna með bensínsprengjur að þessum bíl og kveikti i honum. Að baki lögreglumönnunum er ráð- stefnumiðstöðin þar sem fundurinn var haldinn. Kína: Yændi blómstrar á ný Fuzhou, Kína. New York Tiraes. UNGAR stúlkur í aðskomum flíkum og með vandlega snyrt hár Hilla fótunum og dreypa á kóladrykk, á meðan þær hanga klukku- stundum saman inni á drungalegum hótelbörum í strandbæjum Kína. Skammt frá era skartlega búnir strákar á vakki eftir við- skiptavinum, reiðubúnir að bjóða þeim þjónustu stúlknanna. Vænd- ið er komið til sögunnar i Kina á nýjan leik — og það blómstrar. í strandbænum Fuzhou, þar sem farið er að gæta áhrifa af bættum efnahag og þjóðfélagsbreytingum í Kína, hefur þessi atvinnugrein, sem kommúnistar upprættu, skotið upp kollinum að nýju og er orðin fastur Iiður í bæjarlífinu. Rúmlega tvítugur maður stikar inn á bar og fitlar við gullúrið sitt, um leið og augu hans hvarfla fag- mannlega um herbergið. Hann hallar sér aftur á háu hælana, tek- ur strikið að einu borðanna og hlammar sér niður í djúpan stól. „Stúlkur?" hvíslar hann hljóð- lega og horfir fast í áttina frá þeim, sem spumingunni er beint til. „Vantar ykkur stúlkur?" „Hvað kostar það?“ er spurt. Hann gefur kæruleysislega merki með tveimur fingrum og slær tvisvar létt á borðplötuna með hátt í 5 sm langri og frammjórri þumalfingursnöglinni. „Tvö hundr- uð.“ „Þið getið farið með stúlkumar upp á herbergið núna,“ segir hann í hálfum hljóðum. „Ef löggan kem- ur upp, skuluð þið alls ekki opna — annars á ég ekki von á, að hún komi.“ Fyrir 1949, eða áður en sið- ferðismat kommúnista varð að trú- aratriði, voru vændiskonur fjöl- mennar í hafnarborgum Kína, allt frá Tianjin til Kanton, og unnu á börum, hótelum og í vændishúsum. Eftir að lýst var yfír stofnun Kínverska alþýðulýðveldisins, var eitt af fyrstu verkefnum héraðs- stjóma á hverjum stað að uppræta þjóðfélagsspillingu. Þar á meðal vom vændi, ópíumneysla, veð- mang og fjárhættuspil. Tugþúsundir vændiskvenna voru sendar í endurhæfingarbúðir og birtur var fjöldi persónulegra frásagna þeirra sem dæmi um ávinning nýja skipulagsins. En frá 1980 hefur orðið stefnu- breyting í efnahagsmálum og stjómmálum í Kína, og útlendingar hafa streymt til ferðamannastaða landsins. Vændiskonur fóm að sjást á nýjan leik fyrir fimm ámm, þótt ekki væm þær margar í fyrstu. Nú er sægur þeirra að störfum. Barinn á Hot Springs Hotel í Fuzhou, um 600 kílómera suðvest- ur af Shanghai, er einn af subbu- legum og reykmettuðum afkimum þessa stórmarkaðar. Ferðalangar frá Hong Kong tylla sér á barstóla; þýskir sölu- menn beygja sig yfir San Miguel- bjórinn, og ungar konur á pinna- hæla-skóm aka sér í sífellu með hendur á mjöðmum. Ungi maðurinn með löngu þum- alfingursnöglina leiðir tvær stúlkur um tvítugt að einu borðanna. „Ég kem og sæki þær á eftir," segir hann. Stúlkurnar setjast. Þær panta appelsínusafa og tala um vinnuna. „Ég er fædd og upp alin í Fuz- hou,“ segir sú hávaxnari þeirra. „Við emm tíu í fjölskyldunni. For- eldrar mínir em bæði ellilífeyris- þegar. Faðir minn var grunnskóla- kennari, en móðir mín vinnur enn hlutastarf á spítala." „Ég vinn á strætisvagnastöð og sel farmiða," heldur hún áfram. „Það er erfið vinna og ég fæ að- eins 100 yuan (tæplega 1300 kr.) á mánuði, sem er of lítið. Mér var fengið þetta starf, eftir að ég út- skrifaðist úr miðskólanum. Ég bý hjá foreldram mínum." „Ástæða þess að ég fer út með fólki er sú, að mig vantar pen- inga,“ segir hún. „Ég geri það aðeins tvisvar eða þrisvar í viku, af því að mamma er alltaf með áhyggjur og vill vita, hvar ég er. Ég eyði mestu af peningunum í fót. Föt em orðin svo dýr.“ Svo bendir hún eins og veðlán- ari á gulleymalokkana („300 yuan“), blússuna („200"), bleiku plastskóna („9 — gjafverð"). „Mér dettur ekki í hug að kaupa leð- urskó, þeir endast svo illa,“ segir hún. Vinkona hennar, sem er höfðinu lægri, skríkir og réttir fram fæt- uma. Hún er í bleikum leðurskóm. „Við emm ekki alltaf að, eins og þessar máluðu stúlkur á bam- um,“ segir hún og hnyklar auga- brýnnar. „Við gemm þetta einung- is í frístundum okkar, vegna pen- inganna." Endurvakning vændisins hefur ekki farið fram hjá kínverskum stjómvöldum, jafnvel þó að lög- regluaðgerðir hafi aðeins borið takmarkaðan árangur. Heilbrigðisyfírvöld hafa nú í fyrsta sinn varað við, að kynsjúk- dómar, sem talið var, að tekist hefði að gera útlæga úr landinu, séu að breiðast út. Lögreglan í Kanton handtók yfir 7000 vændiskonur á síðasta ári. Almennt er þó talið, að flestar þeirra snúi aftur til starfa, þegar þær hafa greitt smávægilegar sektir eða tekið þátt í stuttum „endurmenntunar“-námskeiðum. Hvomg stúlknanna á bamum í Fuzhou hafði áhyggjur af, að þær eða viðskiptavinir þeirra yrðu fyrir óþægindum af hendi lögreglu. „Þeir geta sektað okkur eða stungið okkur inn,“ segir sú lág- vaxna. „En það hefur aldrei komið fyrir. Jafnvel þótt þeir hirði mann, þá em þeir alveg eins og aðrir karlmenn — upp á kvenhöndina."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.