Morgunblaðið - 30.09.1988, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 30.09.1988, Blaðsíða 18
'i8 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. SEPTEMBER 1988 FRANKFURT 2 x í viku Nú bjóða Flugleiðir helgarpakkaferðir til Frankfurt á hagstæðu verði, frá kr. 19.019.* Frankfurt hefur ótal margt að bjóða og nú í haust er hún vett- vangur fjölda glæsilegra vörusýninga: Automechanika (bíiaiðnaður) Frankfurter Gartenbaumesse (garðyrkja) BÁKO (fagsýning bakara) Frankfurter Buchmesse (bækur) IKA/HOGA (matargerðarlist, hóteirekstur) Interstoff (fataiðnaður) 13.09.- 18.09. 24.09.-25.09. 02.10.-04.10. 05.10.-10.10. 16.10.-20.10. 25.10.-27.10. Fáið allar nánari upplýsingar á söluskrifstofum Fiugleiða, Lækjargötu, Hótel Esju og Kringlunni, og hjá ferðaskrifstof- unum. Upplýsingasími 25100. * 3 nætur í 2ja manna herbergi á Hotel Europa, miðað við gengi 1.9.1988. FLUGLEIÐIR -fyrír þíg- * Ráðstefna um framleiðni Framleiðniátak Iðnaðarráðuneytisins og Iðn- tæknistofnunar íslands boða til ráðstefnu um leiðir til að auka framleiðni fyrirtækja. Dagskrá: 13.00-14.30 Fyrirlestur um framleiðniaukandi aðgerðir. 14.30-15.00 Fyrirspurnir og umræður. 15.00-15.20 Kaffihlé. 15.20-16.30 Lýsing á raunverulegum verkefn- um (Case studies) Fyrirkomulag - Framkvæmd - Árangur. Kynning á Framleiðniátaki Iðnað- arráðuneytisins og Iðntækni- stofnunar íslands. Fyrirlesari: Mark Flordes, sér- fræðingur hjá American Produc- tivity Center, sem náð hefur verulegum árangri í framleiðni- aukandi aðgerðum hjá fyrirtækj- um og stofnunum víða um heim. Mark Hordes 16.30-17.00 Staður: Tími: Skráning Upplýsingar: Verð: Hótel Saga, salur A 4. október kl. 13.00 til 17.00 Iðntæknistofnun íslands, sími (91)-687000 Ingvar Kristinsson og Þorsteinn Ingi Víglundsson Kr. 1.800,- Aukin framleiðni - Betri rekstrarafkoma V IÐNTÆKNISTOFNUN ÍSLANDS ✓ Morgunblaðið/Bjami Frá uppsetningu sýningar lyá íslenskum Heimilisiðnaði. Heimilisiðnaðarfélag íslands: Aftnælissýning opnuð á morgun Heimilisiðnaðarfélag íslands varð 75 ára á þessu ári og efii- ir af því tilefhi til sýningar í verslun sinni „íslenzkur heimili- siðnaður“ Hafiiarstræti 3. Sýn- ingin verður opnuð laugardag- inn 1. október og er þá opin frá kl. 14:00-18:00. Markmið félagsins er og hefur verið að efla handlistir og stuðla að því að ýmis gömul og góð vinnu- brögð falli ekki í gleymsku. Þess- um markmiðum sínum hefur fé- 'lagið reynt að ná m.a. með fræðslu- og útgáfustarfsemi og verslunarrekstri. Frá því fyrir 1920 hefur félagið staðið fyrir námskeiðahaldi, bæði úti á landi og í Reykjavík, en árið 1979 var settur á stofn skóli í húsi félagsins að Laufásvegi 2 og eru þar haldin margvísleg námskeið fyrir al- menning og einnig hafa verið hald- in námskeið fyrir leiðbeinendur á vistheimilum. Stúdentar predika ÞRÍR guðfiræðistúdentar flylja lokapredikanir í kapellu Há- skóla íslands í dag, föstudag. Stúdentamir eru þau Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir, Jóna Kristín Þorvaldsdóttir og Þorarinn Bjöms- son. Predikanir þeirra hefjast kl. 16 og er kapellan opin almenningi. Sett var á stofn verslun 1951 og heitir hún „íslenzkur Heimili- siðnaður". Um árabil vom verslan- imar 2, en nú er aðeins verslun að Haftiarstræti 3. Þama getur fólk selt sín viðfangsefni og feng- ið efni og áhöld til þeirra. Ætíð- hefur verið gerð krafa um vandaða gripi. Arið 1966 hóf félagið útgáfu á ritinu „Hugur og hönd“ og kemur það út einu sinni á ári og fá félags- menn það sent Einnig er hægt að gerast áskrifandi eða kaupa það í versluninni. Tilgangurinn með ritinu er að miðla fróðleik og fyrir- myndum til framleiðslu. 'Á undanfömum ámm hefur al- mennt félagsstarf aukist, þ.e. haldnir em fræðslu- og skemmti- fundir og farið í vorferðalag. Efnt verður til hátíðafundar á næstunni í tilefni af 75 ára afmælinu. Eitt af markmiðum félagsins hefur verið að safna sýnishomum góðra gripa og hafa ýmsir velunnarar lagt því máli lið. Eitt af framtí- ðaráformum félagsins er að búa safni þessu veglegan sess í von um að það muni aukast og eflast. Á sýningunni em munir úr safni þessu ásamt munum úr „Halld- óm-safni“, fengnir að láni hjá Búnaðarfélagi Islands. Þá em einnig sýndir gripir sem fjallað hefur verið um í ritinu og munir únnir í skólanum. Er þess vænst að sýning þessi veki áhuga fólks á íslenskum heimilisiðnaði og að einhverjir fái e.t.v. hugmyndir að nýjum verk- efnum, sem okkar kynslóð varð- veitir, segir að lokum í frétt frá Heimilisiðnaðarfélagi íslands. Dómkirkjan: Bamastarf- ið að heflast BARNASTARF Dómkirkjunnar hefst með samkomu á morgun, laugardag, kl. 10.30 f.h. í kirkj- nnni Egill Hallgrímsson guð- Eræðinemi og Ólafia Siguijóns- dóttir hjúkrunarfræðingur munu leiða starfíð. Stefiit er að því að bamasamkomurnar verði á hveij- um laugardagsmorgni í vetur. Bömin munu fá afhenta möppu sem þau koma síðan með á hveija samkomu og fá nýtt efni í hana í hvert skipti sem þau mæta. Þannig verður mappan smám saman að bók. Efnið sem bömin fá í möppuna samanstendur af texta, myndum og verkefnum. Það tengist biblíutextan- um og því umræðuefni sem tekið er fyrir á hverri samkomu. Jafnframt verður efnið útskýrt með loðmyndum og öðru skýringarefni. Á samkomun- um verða sagðar sögur, beðnar bæn- ir og mikið sungið. Auk þess verður ýmislegt fleira gert til uppbyggingar og skemmtunar. Konur úr kvenfélagi safnaðarins munu verða þeim Agli og Ólafiu til aðstoðar. Sóknarprestamir hvetja foreldra og forráðamenn bama til að stuðla að því að bömin sæki þess- ar samkomur. Með því að koma reglulega í hús Guðs, eiga þar helga stund og taka á móti fagnaðarboð- skápnum, munu þau eignast fjársjóð sem verða mun þeim til blessunar í lífinu. (Frá Dómkirkjunni.) Þýskur háðfug'l í heimsókn ÞÝSKI háðfugl- inn Martin Ros- / V enstiel, sem [ þekktur er fyrir það sem Þjóð- veijar kalla pólitíksan kaba- rett, verður með skemmtun í Gerðubergi á morgun, laugar- Hartin Rosenstíel. dag, kl. 17. Hann er staddur hér á landi í boði Goethe-Institute og þýsk-íslenska félagsins Germ- aníu og er skemmtunin opin öll- um. í frétt frá Germaníu segir, að söngvar Rosenstiel einskorðist ekki við dægurflugur stjómmálanna, heldur lýsi hann þýsku hugarfari og almennum einkennum þjóðar sinnar á gamansaman hátt. Þá seg- ir að í hópi aðdáenda hans sé fyrr- um kanslari Vestur-Þýskalands, Helmut Schmith og í stjómartíð hans hafí Rosenstiel skemmt á tveimur árlegum kanslarahátíðum. Kjalarnesprófastsdæmi: „ Saftiaðaruppbygging4 4 verður rædd á héraðsfiindi Héraðsfundur Kjalamespró- fastsdæmis varður haldinn á morgun, laugardag 1. október, og hefst klukkan níu árdegis i Álftanesskóla. Þar mun séra Bragi Friðriksson, prófastur, leggja firam skýrslu sína. Einnig verða lagðar fram skýrslur safhaðanna og reikningar kirknanna og héraðssjóðs. Aðalumræðuefni fundarins verður „Safnaðaruppbygging". Framsögumenn verða Ragnheiður Sverrisdóttir, djákni, og dr. Gunn- ar Kristjánsson. Fundarmönnum verður skipt í hópa til að fjalla um þetta efni. Sóknamefnd Bessastaðasóknar býður fundarmönnum til hádegis- verðar í Garðaholti. Formaður nefndarinnar, Birgir Thomsen, flytur ávarp. John Speight, óperu- söngvari, syngur einsöngslög. Síðdegis sitja fundarmenn boð forseta Islands, frú Vígdísar Finn- bogadóttur, að Bessastöðum. Guðsþjónusta verður í Bessa- staðakirkju klukkan hálf sex síðdegis. Þar predikar séra Birgir Snæbjömsson, prófastur, en hann og kona hans verða gestir héraðs- fundarins. Þar fara og fram slit héraðsfundarins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.