Morgunblaðið - 30.09.1988, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 30.09.1988, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. SEPTEMBER 1988 Minning: Ingvar Þorsteinn Vilhjálmsson Fæddur 5. nóvember 1918 Dáinn 21. september 1988 Skoðaðu hug þinn vel, þegar þú ert glaður og þú munt sjá, að-aðeins það, sem valdið hefur hryggð þinni, gerir þig glaðan. Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín. (Kahlil Gibran) Hann var afi okkar og hann var líka góður vinur okkar. Hann var þannig að við gátum talað við hann um alla mögulega hluti og við fund- um að hann skildi okkur. Það var eins og þegar jafnaldrar tala saman. Þannig átti hann sérstaklega auðvelt með að setja sig í spor við- mælanda síns. Þó var langt frá því að við værum alltaf sammála um það sem við töluðum. Og þegar svo var komið að engin sættanleg niður- staða fékkst, eftir alllangt þras, stóð hann hlæjandi upp, hristi höf- uðið og labbaði afsíðis með bók í hönd og fór að lesa. Hann var sílesandi og átti mikið af alls konar bókum og blöðum. Þegar við vorum lítil sagði hann okkur ófáar sögumar og báru þar hæst þjóðsögur Jónasar Amasonar. Sumar hveijar vom all-dularfullar, og þegar hann sá á okkur ótta- blandinn svipinn, sagði hann að við skildum ekkert mark taka á þessu. Þetta varð náttúrulega til þess að þegar við komum í heimsókn til afa og ömmu sátum við og lásum þjóð- sögumar. Hann tók stundum að sér hrein- gemingar í Hafnarbíói á laugar- dags- og sunnudagsmorgnum og þótti okkur systkinunum fátt skemmtilegra en að vera með hon- um á meðan. Það var auðvitað und- ir því yfírskini að við væmm að hjálpa til. En staðreyndin var sú að okkur fannst bara svo skemmti- legt að vera návistum við hann. Það fór einstaklega vel á með okkur þremur og hann sagði okkur sögur og við spjölluðum og hlógum saman. Afi var í mörg ár rakari en á seinni ámm vann hann sem dyra- vörður í kvikmyndahúsi á Hverfis- götunni. Það átti vel við hann því hann hitti mikið af fólki og oftar en ekki þekkti hann annan hvem mann sem kom í bíó. Það er okkur dýrmæt reynsla að hafa þekkt hann og alist upp návist- um við hann. Við minnumst hans með söknuði en viljum umfram allt minnast hans eins og hann var; góðlátlega glettinn og skemmtileg- ur. Blessuð sé minning hans. Sigrún og Jón Óskar Miðvikudaginn 21. september hringdi eiginkona mín til mín í vinn- una og greindi mér frá láti föður síns. Mér brá óneitanlega, þó að mér væri ljóst að hann gekk ekki heill til skógar síðasta árið. Hjá honum hófst dagurinn eins og hver annar virkur dagur, hann fór að heiman í sínum venjulegu morgun- erindum og átti ekki afturkvæmt, því laust fyrir hádegi var hann all- ur. Mig langar til að minnast tengdaföður míns með fáeinum orð- um. Ingvar var sonur hjónanna Vil- hjálms Vigfússonar frá Hamrakoti í Húnavatnssýslu, f. 1878, d. 1942, kominn af Grundarætt í Skorradal og Fjallsætt á Skeiðum og Þórdísar Þorsteinsdóttur, f. 1878, d. 1963, frá Reykjum á Skeiðum, af hinni kunnu Reykjaætt. Þau hjón eignuð- ust níu böm, en aðeins sex komust til fullorðins ára, fímm dætur, þær Vilhelmína, gift Sigtryggi Eiríks- syni, sem er látinn, Ingiríður, gift Salbergi Guðmundssyni, sem er lát- inn, Valgerður, sem er látin, gift Eyþóri Gunnarssyni, sem einnig er látinn, Svanlaug, gift Sigurði F. Ólafssyni, sem er látinn, og Sigríð- ur, gift Einari G.E. Sæmundssen, sem er látinn, og Ingvar, sem var yngstur. Öblíður heimur heilsaði litla drengnum við fæðingu hans, því Spánska veikin geisaði þá sem hæst. Þórdís móðir hans var flutt skömmu síðar á Landakotsspítala, en yngstu bömin, Ingvar, koma- bam, og Sigríður um það bil 2 áram eldri, vora lögð inn á sjúkraskýli, sem komið hafði verið upp í Mið- bæjarbamaskólanum. Þegar Ingvar kom heim, eftir nokkra vikna dvöl á sjúkraskýlinu, var hann ekkert nema skinn og bein, vegna næring- arskorts og ijarvera frá móður sinni. Þá varð honum til bjargar elsku- leg nágrannakona, sem hafði ný- lega fætt barn og var með mjólk í bijóstum og miðlaði drengnum af hjálpsemi, sem einkenndi samskipti fólks á þessum hörmungartímum. Ingvar óist síðan upp fyrstu árin á Bergstaðarstræti 7. Hann var í skóla á vetuma og sveit á sumrin. Um tvítugsaldur liggur leið hans til Keflavíkur til náms í rakaraiðn hjá Guðjóni rakara. Þar vann Ingv- ar meðan stríðið geisaði. Eftir stríð kom hann aftur til Reykjavíkur og fór að vinna hjá Páli Einarssyni, rakarameistara, sem lengst af var með rakarastofíi á Njálsgötu 87. Sumarið 1947 brá hann undir sig betri fætinum og fór í heimsókn til systur sinnar, Sigríðar, og mágs, Einars G.E. Sæmundssen, skógar- varðar að Vöglum í Fnjóskadal. Þar var þá við skógræktar- og heimilis- störf Sigrún Sigurgeirsdóttir, ung og efnileg heimasæta, dóttir hjón- anna á Amarstapa í Ljósavatns- skarði, sem þar bjuggu hlýlegu búi, þau Anna Guðmundsdóttir, húsfreyja, og Sigurgeir Jóhannsson, bóndi. Þannig urðu fyrstu kynni Sigrún- ar og Ingvars. Veturinn eftir lágu leiðir þeirra aftur saman í Reykjavík og gengu þau í heilagt hjónaband 21. maí 1948. Árið eftir féll þeim sú gæfa í skaut að eignast dóttur sem skírð var Þórdís í höfuðið á föðurömmu sinni, sem hún mat mikils, enda hafði amma hennar mikið dálæti á sonardóttur sinni. Ingvar starfaði sem rakari, bæði sjálfstætt og hjá öðram, allt fram á miðjan áttunda áratuginn, en eins og flestum er kunnugt varð mikill samdráttur í hárskeraiðn og hættu margir hárskerar og snera sér að öðram störfum. Ingvar fór þá að starfa sem dyravörður í Hafnarbíói og síðar í Regnboganum og kunni hann mjög vel við það starf. í því starfi komst hann í snertingu við eitt af hans mörgu áhugamálum, kvikmyndir, auk þess hve mann- blendinn hann var veitti það honum mikla ánægju, allt fólkið, sem á vegi hans varð, bæði samstarfs- menn oggestir kvikmyndahússins. Annað mikið áhugamál Ingvars vora bækur og bóklestur. Má segja að hann væri alæta á lesefni, allt frá tímaritum upp í ævisögur og þjóðlegan fróðleik. Átti hann orðið dágott bókasafn. Einnig veittu aðr- ar listgreinar honum ómælda ánægju. Ekki get ég skilið svo við áhugamál tengdaföður míns að minnast ekki á áhuga hans á íþrótt- um og þá sérstaklega knattspymu. Þær vora ófáar vallarferðimar sem við fóram saman eftir að ég tengd- ist ijölskyldunni. Þá má ekki gleyma dálæti hans á heimsóknum þeirra hjóna til tengdafólksins á Norðurlandi, en þangað fóra þau á hveiju sumri alla þeirra sambúð og mér er ekki kunnugt um að ferð hafí fallið þar úr enda vora þau aufúsugestir hvar sem þau komu þar. Nú er höggvið stórt skarð í okk- ar litiu fjölskyldu með fráfalli Ingv- ars tengdaföður míns, því sam- skipti okkar heimila vora óvanalega náin sem skapaðist ekki síst af áhuga Ingvars fyrir bamabömun- um og þar af leiðandi er missirinn sárari fyrir þau. Þungbærastur er þó missirinn fyrir Sigrúnu, eigin- konu hans, sem var hans stoð og stytta alla þeirra sambúð, og Þórdísi, dóttur þeirra, sem hefur borið hag foreldra sinna mjög fyrir bijósti. A þessari kveðjustund er mér efst í huga þakklæti fyrir þær mörgu góðu minningar um sam- verastundir sem við áttum saman. Tengdaföður minn kveð ég með söknuði og óska honum góðrar heimkomu að handan og megi góð- ur Guð veita okkur styrk við þessi vegamót. Sverrir Guðmundsson Bróðir okkar, t GÍSLI JÓNSSON fré ÞjórsárhoKi, er látinn. Systkini hins látna. t Sonur okkar, bróðir og mágur, HALLFREÐ INGI HREINSSON, lóst 18. september sl. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey. Hafdfs Ellertsdóttir, Hreinn Nfelsen, Ellert Hreinsson, Harpa Hilmarsdóttir, Karl Hreinsson, Margrét Gfsladóttir, Ragnar Guðmundur Ragnarsson, Oagbjört Margrét Pálsdóttir. t Hjartkær eiginmaður minn, faðir, afi og langafi, JÓN ÁRMANN HELGASON, Stekkjarholti 13, Akranesi, andaðist í Sjúkrahúsi Akraness sunnudaginn 18. september. Jarð- arförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Svanborg Magnúsdóttir, Helga Jónsdóttlr, Hörður Jónsson, Sigurður M. Jónsson, Svanborg Eyþórsdóttir, Ólafur Erlendsson, Björgvin Ó. Eyþórsson, Ragnheiður Gunnarsdóttir, Marfa Ólafsdóttir, Beinteinn Bragason og barnabarnabörn. t Maðurinn minn og faðir okkar, tengdafaöir og afi, ÓSKAR SIGURÐSSON bóndi, Hébsa, Þykkvabæ, verður jarðsunginn frá Hábæjarkirkju laugardaginn 1. október kl. 14.00. Þeim sem vilja minnast hins látna er bent á minningarsjóð Ólafs Björnssonar, Hellu eöa Hábæjarkirkju. Ágústa Árnadóttlr, Tómas Guftmundsson, Sigurlfn Óskarsdóttir, Jóna Birta Óskarsdóttir, Gfsli Jónsson, Ragnhiidur Óskarsdóttir, Svavar Gu Abrandsson, Elsa Tómasdóttir, Valdima; Jónsson og barnabörn. t Móðir okkar, tengdamóöir og amma, ÞÓRDfS GISSURARDÓTTIR, Bólstaöarhlfö 58, éður húsfreyja f Arabæ, verður jarðsungin frá Gaulverjabæjarkirkju á morgun laugardaginn 1. október kl. 14.00. Ingunn Stefénsdóttir, Sigurjón Jónsson, Sigmundur Stefénsson, Hafdfs Sigurgeirsdóttir, Margrét Stefénsdóttir, Geir Ágústsson, Hannes Stefánsson, Helga Jóhannesdóttir og barnabörn. t Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúö og vin- áttu við andlát og útför sonar okkar og bróður, GUÐMUNDAR ÁRNASONAR, Miöengi 20, Selfossi. Árni Guftmundsson, Jóhann Árnason, Guftrún Guðmundsdóttir, Árný llse Árnadóttir. t Móðir okkar, tengdamóöir og amma, GUÐRÚN SIGURÐARDÓTTIR, Flókagötu 10, Reykjavfk, verður jarðsungin í Fossvogskirkju föstudaginn 30. september kl. 13.30. Sigurður Lýftsson, Sæunn Gunnarsdóttir, Guðmundur Lýftsson, Inga Ágústsdóttir og barnabörn. t Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vinar- hug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengda- móður og ömmu, KRISTJÖNU SVEINSDÓTTUR, Hjallabraut 23, Hafnarfirði. Jóhann Rúnar Guftbergsson, börn, tengdabörn og barnabörn. Lokað e.h. í dag, föstudaginn 30. september, vegna jarðarfarar. Björn Kristjánsson - heildverslun, Grensásvegi 8.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.