Morgunblaðið - 30.09.1988, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 30.09.1988, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. SEPTEMBER 1988 35 Stiörnu- Umsjón: Gunnlaugur Guðmundsson „Kæri Gunnlaugur. Fæðing- ardagur minn er 15. ágúst 1963. Staður og stund er Reykjavík kl. 3.45 að nóttu. Mig iangar til að vita hvaða störf þú myndir telja að hent- uðu mér samkvæmt þessu. Fyrirftam þakkir." Svar; Þú hefur Sól, Venus og Rísandi í Ljóni, Tungl í Tvíbura, Merkúr í Meyju, Mars í Vog og Fiskamerkið á Miðhimni. Hlý ogfalleg Sem margfalt Ljón má segja að þú sért hlý og einlæg, en jafnframt föst fyrir og ráðrík. Þú hneigist til þess sem er glæsiiegt og þarft að vera áberandi í umhverfí þínu. Þú þarft t.a.m. að njóta vissrar virðingar fyrir það sem þú gerir. Lifandi Þar sem þú ert Ljón þurfa störf þín að vera lifandi og flölbreytt. Þú þarft að geta gefíð af þér persónulega og haft persónuleg áhrif á það sem þú fæst við. Dauð vana- binding á því iila við þig. Hömlur Það sem getur háð þér er mótstaða frá Satúrnusi yfír á Sól og Venus. Það táknar að þú hefur sterka ábyrgðar- kennd og fullkomnunarþörf sem getur haldið þér og þar með Ljóninu niðri. Hættan er sú að þú gerir það miklar kröfur að þú verðir óánægð með sjálfa þig. Versti mögu- leikinn er sá að þú fyllist vanmáttarkennd, takir að ef- ast um eigin getu og þorir ekki að framkvæma það sem þú ert fullfær um að gera. Fjölbreytni Tungl í Tvíbura táknar að þú ert tilfínningalega jákvæð og glaðlynd. Það táknar einnig að þú ert félagslynd og þarft á því að haida að hafa tölu- vert af fólki í umhverfí þínu, geta tjáð þig og skipst á skoð- unum. Daglegt líf þitt þarf einnig að vera fjölbreytt, m.a. fela í sér að þú getir hreyft þig og skipt um umhverfí. Nákvœm hugsun Merkúr í Meyju táknar að þú hefur jarðbundna og raunsæja hugsun og getur verið nákvæm og gagnrýnin ef því er að skipta. Ég tel ekki ólíklegt að þú hafír ágæta tungumálahæfíleika. Félagslegt samstarf Mars í Vog táknar að þér ætti að henta einna best að vinna með öðrum í félagslegu samstarfi. Hann táknar einn- ig að þú ert frekar róleg og ljúf í orkubeitingu og tillits- söm í vinnu. Starf Ef kort þitt er skoðað í heild, með tilliti til starfs, dettur mér eftirfarandi í hug. Vinna þín þarf að vera lifandi og skemmtileg (Ljón) og hún þarf að gefa kost á hreyfan- leika, flölbreytni og félagslífi (Tvíburi/Vog). SkemmtanaiðnaÖur Störf sem eru á einhvem hátt listræns eðlis, eða tengj- ast skemmtanaiðnaðinum (t.d. leikhúsi) gætu átt ágæt- lega við þig. Störf sem hafa með félagslega stjómun og skipuiagsmál gætu átt vel við þig, eins og t.d. það að vinna hjá íþróttahreyfingu eða stóru féiagi sem stendur fyrir ýmiss konar uppákomum. Júpíter í 10. húsi gefur siðan til kynna áhuga og hæfileika til að vinna að ferðamálum. GARPUR GRETTIR !il.!!!l.!!!?!!?l.lS!IS!!?!!!!H!!!l!H!l!?!l!!!Sii!l!!H!!!Sl.l!!i!l!i!!i!lii!!!ii!!!!»»» SEE7 l*M MA1LIN6 ALL MV CHRI5TMA5 CARP5.. _ w/ * fiL Y /c. ^ íyi lc- Sjáðu! Ég er að póstleggja ðll jólakortin mín ... I5THE ONE VOU'RE^ 5ENPIN6T0ME IM / VTMER.E, TOOT^/ Er kortið til mín þarna lika? Komið beint í gamla póst- kassann... SMÁFÓLK Vá! BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Tim Seres, risinn í áströlskum brids, sýndi hvemig hægt var að hrifsa til sín frumkvæðið og þar með vinninginn í hjartageim- inu hér að neðan: Vestur gefur; NS á hættu. Norður ♦ ÁK93 V 865 - ♦ Á86 ♦ 1076 Vestur ♦ DG10764 ♦ 73 ♦ D52 ♦ D2 Austur ^ ♦ 102 ♦ K10943 ♦ ÁG9854 Suður ♦ 852 ♦ ÁKDG94 ♦ G7 ♦ K3 Vestur Norður Austur Suður 2 spaðar Pass Pass 3 hjörtu Pass 4 hjörtu Pass Pass Pass Útspil: spaðadrottning. Opnun vesturs lofaði sexlit og 6—10 punktum, svo Seres sá í hendi sér að austur lá með eyð- una fyrir aftan blindan. Samn- ingurinn virtist því dauðadæmd-v ur strax frá upphafí. Þó svo að laufásinn væri þægilega stað- settur leit út fyrir að vömin fengi fjóra slagi: eina spaðastungu, annan slag á spaða með tíman- um, einn á tígul og einn á lauf. Sú hefði líka orðið niðurstað- an ef Seres hefði stungið upp hámanni í fyrsta slag. En hann dúkkaði! Tilgangurinn var sá að vinna tíma til að fría spaðaníuna til að sjá um tígultaparann. Vestur varð að spila spaðanum áfram til að gefa makker sínurit stungu, en þá var orðið of seint að skipta yfir f tígul. Umsjón Margeir Pétursson Á alþjóðlegu móti í Esbjerg í Danmörku í júlí kom þessi staða upp í skák danska alþjóðameistar- ans Jens Kristiansens og sovéska stórmeistarans Rafacls Vagapj- ans, sem hafði svart og átti leik. Hvítur Iék síðast 17. g3—g4??, sem reyndist vera vel heppnað harakiri: 17. — Bxg4!, 18. hxg4 — Rxg4, 19. He2 - Bh2+, 20. Khl - Dh4, 21. Hdl - He6, 22. Rel - Bg3+, 23. Kgl - Bxf2+! og hvítur gafst upp. Sovéska óiympiuliðið I Novi Sad mun verða þannig skipað: Ka- sparov, Karpov, Jusupov, Salov, Beljavskíj og Ivantsjúk. Þeir Salov, sem reyndar hefur átt við veikindi að stríða upp á síðkastið, og hinn tvítugi Ivantsjúk, em nýliðar í liðinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.