Morgunblaðið - 30.09.1988, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 30.09.1988, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. SEPTEMBER 1988 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 691282 KL. 10-12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS ■W rc TIL HVERS ER SAUÐ- FJÁRRÆKT STUNDUÐ? Til Velvakanda Islenskur sauðfjárbúskapur er ósjaldan til umræðu í fjölmiðlunum og ekki að undra þar sem það er málvenja að kalla hann einn af undirstöðuatvinnuvegunum. Frétt- imar af þessari starfsemi eru hins vegar allar um einhvers konar vand- ræði, offramleiðslu, meðlags- greiðslur almennings, kostnaðars- ama sjúkdóma, ofbeit og uppblást- ur, en ekki um það, sem ég tel vera kjama málsins: Er ekki skyn- .samlegast að hætta sauðfjárrækt- inni að mestu leyti? Islendingar velkjast fæstir í vafa um hvers vegna við stundum sjó- inn. Það gerum við einfaldlega til að geta lifað af í þessu landi. Ef þessarar sömu spumingar er spurt um sauðfjárræktina hlýtur mönnum hins vegar að vefjast tunga um tönn. Vissulega sér hún þeim, sem hana stunda, fyrir lifibrauði, en því aðeins, að skattgreiðendur leggi til með henni offjár á ári hveiju. Nú kann einhver að halda því fram, að við þurfum á kjötinu að halda en það er einfaldlega ekki rétt. Við getum sem best fullnægt kjötþörfínni með nautgripa-, svína- og fuglarækt og á miklu hag- kvæmari hátt. íslenska ullin virðist líka endanlega vera dottin uppfyrir Þessir hringdu .. . Amadeus - góður skemmtistaður Einn ánægður hringdi: „Ég vil lýsa ánægju minni með skemmtistaðinn Amadeus. Honum var breytt fyrir skömmu og þær breytingar hafa tekist vel. Þama eru alltaf góðar hljómsveitir og tón- listin vel valin. Ég tel að þessi stað- ur skari fram út öðrum hér í borg“. Kettlingur týndist Grábröndóttur kettlingur, með hvítar lappir og gulleitur á kvið, tapaðist frá Ölduseli í Hafnarfírði fyrir nokkru. Hann er gæfur og var með ól þegar hann hvarf. Þeir sem orðið hafa varir við kisa era vinsam- legast beðnir að hringja í síma 651802. Mynd af stjórn Fríkirkjusafiiaðarins Þorsteinn Sigurðsson- hringdi: „Er ekki tímabært að birta mynd af stjóm Fríkirkjusafnaðarins eins mikið og búið er að fjalla um það ágæta fólk sem þar á sæti? Það er alltaf verið að birta myndir af alls kyns stjómum og ráðum, og ég vil mælast til þess að birt verði mynd af þessari ágætu stjóm hið fyrsta." Vantar vörumerkingar Viðskiptavinur hringdi: „Ég var að versla í Hagkaupi í Kjörgarði fyrir skömmu. Þar varð mér á að taka hámæringu í staðinn fyrir sjampó, en þetta er saman í hillu og engin auðkenni að finna á íslensku. Ég fór í búðina til að fá þessu skipt og gekk það greiðlega. Þegar ég hins vegar minntist á það við deildarstjóra í búðinni að þama þyrfti að hafa skýrar merkingar á íslensku fannst mér ekki vera áhugi fynr hendi. Verslunarstjórinn ætti að taka þetta til athugunar. á erlendum mörkuðum og sést það best á því, að verðið fyrir hana lækkar stöðugt þótt heimsmarkaðs- verð á ull sé almennt á uppleið. Þá era kostnaðarsamar tilraunir til að koma íslenska lambakjötinu á markað erlendis aðeins móðgun við heilbrigða skynsemi. Á einum áratug hefur ársneysla kindakjöts hér á landi minnkað um 10 kíló á hvert mannsbam og ég er hræddur um, að hún eigi aftur eftir að minnka um þann sama skammt á enn skemmri tíma. Það fólk, sem nú er komið yfír miðjan aldur, ólst yfírleitt upp við kinda- kjöt og fisk í flest mál en þegar því fækkar mun kindakjötsneyslan hrynja saman. Verðið fyrir þessa afurð er líka með þeim hætti, að það hvarflar varla að venjulegu launafólki að kaupa Iæri eða hrygg. Ég man þá tíð, að svið þóttu ódýr Canon Ljósritunarvélar FC-3 kr. 43.600 stgr. FC-5 kr. 46.300 stgr. Skrifvélin, sími 685277 matur en um daginn gekk ég að kjötborðinu í kaupfélaginu og sá þar einn kjamma, hálfan haus. Hann kostaði meira en 300 kr. Talsmenn sauðfjárræktarinnar tala oft um, að þessi búskapur standi undir byggð í landinu en það er að mestu misskilningur. Að sjálf- sögðu fækkaði fólki til sveita ef sauðfjárrækt legðist af en hinni eig- inlegu undirstöðu, sjávarplássun- um, er fæstum mikil hætta búin. Það er líka dýrt að fara með millj- arða á milljarða ofan í vonlausa vöm; allur sá fjáraustur væri betur kominn í raunveralega atvinnuupp- byggingu á landsbyggðinni. Hér eftir ættu umræður um sauðfjár- ræktina að snúast um það hvemig við getum unnið okkur út úr henni, hvort rétt sé að leggja hana niður að 60 eða 70 hundraðshlutum. Neytandi DÖMUR OG HERRAR Nú drífið þið ykkur í leikfimi! Tímar við allra hæfi Ný 5 vikna námskeið eru að hefjast. Leikfimi fyrir konurá öllum aldri. Hressandi, mýkjandi, styrkjandi ásamt megrandi æfingum. Karimenn Hinir vinsælu hcrratímar eru í hádcg- inu. Þarftu að missa 15 kíló? Sértímar fyrir konur sem vilja léttast um 15 kgeða meira. Frábær aðstaða Ljósalampar, nýinnréttuö gufuböð og sturtur. Kaffi og sjónvarp í heimilis- legri setustofu. ínnritun og frekari upplýsingar alla virka daga frá kl. 13-22 í síma 83295. Armúla 32 r X-JA Safnaðarstjórn Fríkirkjunnar skorar á safnaðarfólk að greiða atkvæði í allsherjaratkvæðagreiðslunni 1. og 2. október nk. í Álftamýrarskóla og krossa við JÁ. Bílasími 27270 X-JA FLJÓrANDI ARIEL HREINT STORKOSTLEG NÝJUNG! ARIEL þvottalögur er fyrir allan þvott. Einstakir eiginleikar hans njóta sín sér- staklega vel viö lágt hitastig 40°C eða minna, þar sem þvottaduft leysist illa upp við lágan hita. Þvottalögurinn samlagast vatninu strax og þvottatíminn nýtist að fullu. Tauið kemur tandurhreint úr vélinni. Þú sleppir forþvotti... Hellir ARIEL þvottaleginum í plastkúlu, sem fylgir 750 mi. brúsanum, og leggur kúluna ofan á þvottinn í vélinni. Ekkert fer til spillis, kúian skaðar hvorki vélina né þvottinn. í mjög föst óhreinindi er gott að hella ARIEL beint á. TANDURHREINN ÞVOTTUR MEÐ FLJÓTANDI ARIEL. Jafnvel við mjög lágt hitastig. Fáanlegur í þrem stærðum. 0,75 Itr, 2 og 3 Itr. Þvottaleginum er hellt i plastkúlu sem er stillt ofan á þvottinn. Fljótandi ARIEL samlagast vatninu fljótt og vel. mtm M/M * <? ú ú Mim* * * * íslensk lífll AmATÍ^Trfl

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.