Morgunblaðið - 30.09.1988, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 30.09.1988, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐŒ) IÞROTTIR FÖSTUDAGUR 30. SEPTEMBER 1988 r KORFUKNATTLEIKUR Rrfum körfuna upp! Undirhandar-aftur-fyrir-bak-sending frá áhugamanni — eftir Öm Þórisson „Bjartir tímar framundan í körfuboltanum hér á landi," segir grinarhöfundur. Um þessar mundir eru körfu- knattleiksmenn að leggja síðustu hönd á undirbúning sinn fyrir keppnistímabilið. Reykjavíkur- og Reykjanes- mót eru nýbúin og Islandsmó- tið hefst á sunnudaginn. Á síðasta þingi KKÍ var umtal- aðasta málið hvort leyfa skyldi útlendinga aftur í íslenskum körfubolta. Töldu fylgjendur útlendinganna þá nauðsynlega til að rífa upp aðsókn að leikjum og jafnvel auka gæði boltans. Að sumu leyti minnti þessi umræða mig mest á lækni sem myndi aflima fót sjúklings þegar hann kvartaði yfir krankleika í hendi. Sem betur fer höf n- uðu margir greindir menn þessu útlendinga tali, ákváðu að reyna nýtt kepnnisfyrir- komulag í úrvalsdeild, skipa nýja stjórn og ráða erlendan landsliðsþjálfara. Ergó; góðir tímar framundan. Síðan þetta var ákveðið hefur lítið farið fyrir nýjungum í stjóm körfuknattleiksmála, að- eins hefur þó nýráðinn þjálfari landsliðsins, Laslo Nemeth, gefíð tóninn varðandi stjómun þess. Vonandi er þó boðun á fýrstu æfingar undir hans stjóm ekki fyrirboði fyrir vinnbrögðin sem stjóm KKI ætlar að ástunda í vetur. Mér er kunnugt um að ein- stakir leikmenn hafí í ágúst verið boðaðir með 3 daga fyrirvara í helgar æfíngabúðir að Laugar- vatni og beðnir að taka með sér 3000 kall og svefnpoka!! Bæði leikmenn og þjálfari hljóta að eiga betra skilið og verður að vona að hér hafi aðeins verið um slys að ræða. Gera verður kröfu til þess að boðun á landsliðsæfingar sé með ákveðnum fyrivara og þeim fylgi ekki einhveijar uppákomur sem minna helst á skátaútilegur. En hver em stærstu verkefnin fyrir stjómendur körfuknattleiks- mála? Fyrir áhugamann sem hef- ur fylgst lengi með þróun mála virðist blasa við að eftirfarandi verkefni verði leyst: Markaðssetning á körfuboita Vinsældir körfubolta hafa dvínað á undanfömum ámm. Færri stunda körfubolta, aðsókn hefur minnkað og jafnvel hefur félögum fækkað. a.m.k. á höfuð- borgarsvæðinu. Þrátt fyrir það fullyrði ég að gæði körftiboltans hafi aldrei verið meiri, því lið em jafnari en áður — ekki drifín áfram á fáum einstaklingum. Unglingaástundun hefur hins vegar minnkað, sérstaklega í Reykjavík, og fyrirsjáanleg lítil endumýjun er áhyggjuefni. Sumir segja réttilega að karfan hafi tap- að fyrir handboltanum, sem verð- ur sífellt vinsælli hjá yngra fólki, enda á skömmum tíma búið að gera að þjóðaríþrótt. Snúa verður blaðinu við, en hvemig? Auka verður aðdráttarafl körfuknattleiks fyrir fyrirtæki, sem framleiðslu sinnar vegna gætu haft hag af að kosta „leik- mann mánaðarins", „vamarmann mánaðarins" eða „ ... ársins“. Athyglisvert fordæmi fyrir KKÍ er einnig breytingin á 1. deildinni í knattspymu í SL deild. Kynna körfuna betur almenn- ingi, t.d. með því að ná betra sam- bandi við dagblöð. Stefna mark- visst að fræðslu og sérhæfíngu þeirra sem fjalla um körfu. Ná samningum við sjónvarps- og út- varpsstöðvar um lýsingar. Körfu- knattleikur er hraður leikur og sé hann rétt framborinn í fjölmiðl- um er hann afbragðs íþróttaefni. Taka upp almennilega tölfræði- vinnslu á körfunni. Körfuknatt- leikur nýtur þeirra yfírburða yfír aðrar boltaíþróttir að tölfræði- vinnsla fyrir helstu þætti hans er spennandi efni fyrir fylgjendur, blaðamenn og blátt áfram nauð- synieg fyrir þjálfara. Vel má hugsa sér samstarf við við tölvu- fyrirtæki við lausn á þessu máli. Öflugt unglingastarf Ég sagði fyrr að karfan væri búin að tapa vinsældum hjá ungl- ingum sem velja handbolta sem íþrótt. Þetta er hægt að vinna aftur. Stefna verður að samstarfi við skólayfírvöld og íþróttakennara um kynningu á körfubolta. Eitt- hvað hefur þetta verið gert, en gera má betur. Sumarþjálfun gegnir mikilvæg^u hlutverki og hér í Reykjavík eins og annars staðar verður að opna íþróttahúsin á sumrin og bæta útistöðu. Allir sem leikið hafa körfu þekkja hversu stórt hlutverk útikarfan leikur í þjálfun unglinga. Kosta má í samvinnu við sveitarstjómir og borgaryfírvöld uppsetningu á útikörfum á skólalóðum þar sem þær eru ekki fyrir og tryggja við- hald þeirra sem fyrir eru. Aðstoða félögin með unglinga- þjálfara og kosta kennslu þeirra. Það er alltof algeng sjón að sjá yngri flokka íþróttafélaganna (og framtíð þeirra) verða homreka vegna þjálfaraskorts eða hljóta slaka þjálfun af hendi einhvers meistaraflokksmanns sem var grátbeðinn að þjálfa „litlu strák- ana“. Takist að lokka unglinga til körfuboltaiðkunar má ekki eyðileggja það starf (svo ekki sé talað um efnileg ungmenni) með lélegri þjálfun. Körfuknattleikur er ein skemmtilegasta, þróaðasta og erfíðasta íþrótt sem hægt er að stunda. Gera verður því bæði kröfur til þátttakenda og þjálfara. Flestir vita að norskur körfu- knattleikur hefur tekið stórstígum framfömm. Aðeins em örfá ár síðan Islendingar gátu bókað sig- ur gegn Norðmönnum, en nú er svo komið að engin Norðurlanda- þjóð á sigurinn vísan gegn þeim. Hvemig náðu þeir svona langt? M.a. með öflugu unglingastarfí, þar sem bryddað var uppá á þeim nýjungum hjá norskum félagslið- um að fá foreldra til þátttöku í félagsstarfí með unglingunum. Getum við lært af þeim? Þetta em aðeins nokkur af mikilvægustu málum körfubolt- ans. Eftir síðasta keppnistímabil þar sem ég varð oft vitni að ótrú- lega slakrí dómgæslu sem bók- staflega var til að skemma leiki tel ég reyndar fá mál mikilvægari en þjálfun dómara eða, það sem best væri, innflutning á þeim. Leikmenn og félög hafa sjaldan undirbúið sig eins vel og fyrir þetta keppnistímabil, sem vænt- anlega býður uppá jafn hraða og góða leiki og sáust í síðustu úrsli- takeppni. Þess vegna er áríðandi að kröfur til dómara séu auknar. Asamt dómarastarfi á embætti tímatökumanna og skrifara leik- skýrslu að vera hafíð yfír gagn- rýni og njóta virðingar, sem nokk- uð skortir á núna. Ég hef hér bent á nokkur verk- efni sem að mínu mati bíða úr- lausnar. Stjóm KKÍ hefur leyst úr þjálfaramálum landsliðsins, að því er virðist með sóma. Þess vegna er óskandi að það sé aðeins upphafið og að hvergi verði slegið slöku við að rífa körfuknattleikinn upp úr þeirri ládeyðu sem ríkir, því leikurinn á vellinum endur- speglar ekki aðeins ástand leik- manna heldur einnig ástand stjómunar körfuknattleiksins. Höfundur er framkvæmda- stjóri Miðlunar h.f. NOREGUR Morgunblaðiö/Sigurjón Einarsson Teitur Þórðarson, þjálfari Brann, stjómar liði sínu á Ullevall leikvangin- um í næsta mánuði í úrslitaleik bikar- keppninnar gegn Rosenborg. Uppselt á bikarieik Brannog Rosenborg Verða Bjarni Sig- urðsson ogTeitur Þórðarson norskir bikarmeistarar? GÍFURLEGUR áhugi er hér í Noregi fyrir úrslitaleik bikar- keppninnar í knattspyrnu milli Brann og Rosenborg. Leikurinn fer fram 23. október og er nú þegar orðið uppselt á leikinn. Ulleval leikvangurinn í Oslo, þar sem leikurinn fer fram, tekur 23.000 norska Frá Sigurjóni Einarssyni iNoregi áhorfendur. Skiptiborð knattspymusambandsins heftir staðið rauð- glóandi alla daga, og hefur sambandið mátt neita pöntun- um upp á 15.000 miða. „Við gætum selt 100.000 miða á þenna leik ef við bara ættum þá.“ Þetta var haft eftir talsmanni knatt- spymusambandsins. Stemmningin á bikarúrslitaleikjum hér í Noregi er engu lík, og án efa mikil upplif- un fyrir Teit Þórðarson, þjálfar Brann, að sitja á bekknum og stýra liði sínu fyrir framan 23.000 þúsund áhorfendur. 4 Ford Bronco - 30 Fiat Uno Dregið 7. októker. Heíldarverómœti vinninga 16,5 milljón. /j/tt/r/mark

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.