Morgunblaðið - 30.09.1988, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 30.09.1988, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. SEPTEMBER 1988 25 Halldór Ásgrimsson, sjávarútvegsráðherra, Arni Kolbeinsson, ráðu- neytisstjóri og Helgi Laxdal, varaforseti FFSÍ, ræða málin. Guðjón Jónsson: Verður tekið eftir því sem frá okkur kemur „AUK kjarmála fjöllum við mikið um trygginga- og öryggismál sjó- manna svo og lífeyrismál. Það er á þessu stigi málsins lítið hægt að segja um efna- hagsaðgerðir stjórnvalda, en Guðjón Jónsson. það verða miklar umræður hér í kjölfar þess, sem gerzt hefur und- ' an famar vikur og niánuði," sagði Guðjón Jónsson, formaður Sjó- mannafélags Eyjaljarðar, „Ég er þess viss að eftir því verð- ur tekið, sem frá þessu þingi kem- ur, þar sem það er fyrsta þing laun- þega frá því bráðabirgðalög nýrrar ríkisstjómar tóku gildi. Mér sýnist vera í þeim ýmislegt, sem sjómenn eigi erfitt með að sætta sig við. Þeir hafa setið eftir í launahækkun- um, orðið að taka á sig meiri skerð- ingu en aðrir hópar launþega. f vor fengum við 5% hækkun á fiskverði, þegar flestir aðrir vom að fá. 10% launahækkun. Um millifærsluna get ég lítið tjáð mig þar sem ég hef ekki skoðað hana nógu vel, en í þessu virðist þó felast sú hætta, að vakinn verði upp sá draugur, sem gamla sjóðakerfið var orðið á sinum tíma,“ sagði Guðjón Jónsson. reyta skiptahlutfalli „Það ríkir nokk- ur óvissa meðal manna um við- brögð við bráða- birgðalögunum, hvar sem þeir standa í flokki vegna þess hve lítið menn hafa náð að kynna sér þau. En hvað sem því líður er krafan um Elías Bjömsson samningsréttinn ófrávíkjanleg. Um þessar mundir getur frjálst fískverð tæpast fært sjómönnum auknar tekjur í formi hækkaðs fískverðs. Vinnslan er á hausnum og hæpið er að hún fari að borga meira fyrir fiskinn, verði veiðið gefið fijálst, en hún gerir nú. Auk þess er útgerð og fisk- vinnsla að mestu leyti í eigu sömu aðila. Greiðslugeta vinnslunnar fer eftir afurðaverði erlendis og nú er það lágt. Fijálst fiskverð getur hins vegár gengið, þegar afurðaverðið er hátt, en nú tel ég ekki tilefni til fijáls fiskverðs, sagði Elías Bjöms- son. hnin er úti í mvri á þeim málum með öðrum hætti en með árás á samningana. Arásin á kjarasamningana var ekki óhjá- kvæmilegur þáttur í efnahagsað- gerðunum, vandinn er ekki launa- fólki að kenna. Þó minn flokkur sé nú í stjóm, er ég enn sömu skoðunar. Ég tel ekki að launin í landinu, laun land- verkafólks eða sjómanna, séu hinn stóri efnahagsvandi þessarar þjóðar. Ég tel að samninga beri að virða. Ég tel að launafólk eigi að njóta samningsréttar. Hvaða flokkar sem skipa ríkisstjóm, hlýtur afstaðan að vera sú sama. Við hljótum að krefj- ast réttar okkar. Fyrir sjómenn er staðan sérstök. Um samningsréttinn I hefur verið fjallað með sérstakri hlið- sjón af ykkar stöðu. Stjómarmynd- unaraðilar töldu ekki koma til greina að leyfa samninga strax. Sumir , þeirra vísa á flugmenn, sem allir j vita að geta alltaf bjargað sér, hvað 3 sem lög segja, með ólöglegum að- gerðum eða með því að fylgja lögum um öryggi og fleira. Flugmenn hafa raunar alltaf bjargað sér. Áhyggjuefni stjómmálamann- anna var því ekki flugmannahópur- | inn, heldur sjómenn og ótti stjóm- valda við það, að sjómenn myndu nýta fyrsta tækifæri til að knýja á um lagfæringar, ekki sízt með til- vísun til fiskverðsákvörðunar fyrr á árinu. Samningar sjómanna em sem kunnugt er lausir strax og þau lög falla úr gildi, sem nú banna samn- inga. Þess vegna mega samningar ekki vera lausir í október, þess vegna méga samningar ekki vera lausir í janúar. Ég játa það góðir félagar að ég þarf tíma til að hugsa mitt mál í þessari stöðu og meta áframhaldið. Ég treysti mér ekki til endanlegra ákvarðana um viðbrögð fyrr en ég hef heyrt í okkar fólki víðar og náð áttum. Ég geri mér ljóst að þegar allir pólitískir aðilar í þjóðfélaginu nema kvennalistinn líta á það sem einfalt hagkvæmnismál hvort samn- ingar séu virtir eða þeim ýtt til hlið- ar; Þegar svo er komið, hlýtur stað- an að vera þung. En það er jafnljóst að ekki verður búið við slíkt ástand nema stuttan tíma. Það eruð þið og aðrir forystumenn þessarar hreyf- ingar, sem verðið að meta tímann og stöðuna, því ekkert mun gerast fyrr en víðtæk samstaða er skýr og greinileg." eftir JÓHÖNNU KRISTJÓNSDÓTTUR Kambodía: AF ERLENDUM VETTVANGI Rauðu khmerarnir láta til sín taka á nýjan leik Skæruliði í hvíld. Reuter UPPÁ síðkastið, nánar tiltekið á allra síðustu vikum, hafa her- sveitir Rauðu khmeranna í Kambodíu, voldugastar þeirra þriggja andspymuhreyfinga sem beijast gegn stjórnvöldum, hafið sókn á nýjan leik í því skyni að ná aftur undir sig ýmsum fyrri stöðvum í grennd við landamæri Thailands. Rauðu khmerarnir sjá sér leik á borði að heQast handa nú eftir að Yíetnamar hafa byijað að ftytja lið sitt á brott. En þeim er einnig í mun að lappa upp á dvinandi álit sitt út á við. Itímaritinu Far Eastem Eco- nomic Review segir í grein blaðamanns þess í Bangkok, Pai- sal Sricharatchanya, að khmer- amir hafi hvað mest látið til sín taka í hæðum Phnom Milai í vest- urhluta Kambódíu. Héraðið er nú varið af sjöttu herdeild stjómar- innar í Phnom Penh, en var eitt síðasta vígi khmeranna sem féll í hendur víetnamskra hermanna í sókn þeirra 1984-1985. Frá því um miðjan júní og Mm til ágústloka komust um eitt þús- und skæruliðar khmeranna til 'fjallahéraðanna og réðust til at- lögu við stjómarhermenn. Bar- dagar sem vom háðir á þessum slóðum vom hinir hatrömmustu og Mttamenn segja að khmeram- ir hafi verið vel vopnum búnir og haft undir höndum mikið af öflug- um kínverskum sprengjuvörpum. Samtímis þessu reyndu khmer- amir svo ýmis önnur brögð og allmargir komust inn á óvina- svæði dulbúnir sem bændur og reyndu að koma sér í mjúkinn hjá íbúum og bára á þá mútur, annað hvort peninga eða matvæli, eink- um hrísgijón. Þær þijár herdeildir khme- ranna sem láta að sér kveða við landamæri Thailands og Kambódíu em sagðar hafa innan sinna vébanda um þrettán þúsund menn eða þriðjung þess mannafla sem talið er að khmeramir ráði yfir. Samt er augljóst að sókn khmeranna hefur miðað hægt, heimildir í Thailandi sögðu að hún hefði síðan farið að nokkm út um þúfur eftir mjög harðar loftárásir stjómarhermanna á bækistöðvar Khmeranna. Þó virðast aðgerðir þeirra hafa vakið ugg hjá stjóm- arhemum og víetnamskt lið var sent á vettvang til að styrkja stjómarherinn. Síðan virðast khmeramir hafa látið við það sitja að reyna að komast inn fyrir víglínumar og inn í bæi og þorp og einbeitt sér að því að fá íbúa til stuðnings við sig. Hvað árang- ur af þessari viðleitni hefur veríð mikill er ekki enn komið í ljós. Barátta Rauðu khmeranna til að ná fótfestu í Phnom Milai hef- ur ugglaust verið þáttur í metnað- arfullri hemaðaráætlun. En án efa hefur einnig verið ætlunin að sýna Mm á að stjómarherinn væri liðónýtur og þvi telst það í sumra huga nokkur sigur fyrir skæmliða khmeranna, að Víet- namar skyldu fínna sig knúna til að senda liðsauka á staðinn. En með því að ná fótfestu í þessum héraðum — það er að segja ef það tekst — er hægt að fullyrða að það myndi gera khmeranum auð- veldara um hugsanlega Mmsókn langt inn í Kambódíu. Fréttaskýrendur segja það varla tilviljun að aukin umsvif Rauðu khmeranna hófust um sama leyti og undirbúningur að fundinum í Jakarta, þar sem full- trúar hinna ýmsu kambódfsku afla hittust og bára saman bækur sínar. Thailenskir embættismenn segja að þetta hafi áreiðanlega verið ætlað til þess að bæta hugs- anlega stöðu þeirra við samninga- borðið. Ef svo hefur nú verið raunin er líka óhætt að staðhæfa að Rauðu khmeranum gekk heldur brösulega á fundinum. Ekki var nóg með það að Víetnamar krefð- ust þess að þeir hyrfu á burt úr landinu í eitt skipti fyrir öil og leiðtogi þeirra Pol Pot — heldur var þetta beinlínis gert að skilyrði fyrir því að Víetnamar huguðu að því í fullri alvöra að hverfa fyrir fullt og allt úr landinu. Á fiindinum kom Mm mikil og óvægin gagnrýni á Pol Pot og klíku hans, sem myrtu mörg hundrað þúsund Kambódíumanna meðan þeir vora við völd M 1975 til 1979. Þær miklu umræður í þessum heimshluta og víðar á Jakartafundinum um Pol Pot- stjómina vöktu upp minningar þessa harðneskjutíma og margir áhrifamenn tóku undir það sem meginkröfu og forsendu þess að Kambódía gæti orðið fullvalda ríki og búið við frið á ný, að áhrif Rauðu khmeranna yrðu upprætt fyrir fullt og allt. Stjómin í Bangkok hefur alitaf neitað að hún hafi veitt Rauðu khmeranum stuðning, þó svo að vitað sé að margir liðsmenn sam- takanna hafa átt sér hæli í Thai- landi og stuðningur verið veittur með ýmsu móti. Hun Sen, forsæt- isráðherra Kambódíu, réðst mjög hatrammlega að stjóminni í Bangkok nú nýlega og þó að ut- anríkisráðherra Thailands, Ka- semsamosom Kasemsri, neitaði f fyrstu að viðurkenna að thai- lenska stjómin hefði nokkuro tíma veitt Rauðu khmemnum stuðning, játaði hann að lokum að thai- lenska stjómin hefði „stutt ýmsa kambódíska andspymuhópa." Erlendir sendiráðsstarfsmenn í Bangkok segja að ekki leiki neinn vafí á því að í Thailandi séu marg- ir hlynntir þeirri skoðun að Rauðu khmeramir séu þeir sem Thai- lendingar eigi að veðja á, varð- andi samningaviðræðumar um endanlegan brottflutning Víet- nama M Kambódíu.„Svo fremi einhveijar áþreifanlegar Mm- farir verði f sambandi við friðar- gerðina er ósanngjamt að krefjast þess af thailenskum stjórnvöldum að þau gefi khmerana upp á bát- inn,“ sagði ónafngreindur sendi- ráðunautur f Bangkok við Far Eastern Economic Review. Víet- namar era sagðir hafa flutt 20 þúsund menn á brott á síðustu ellefu mánuðum, en hafa eftir sem áður um 120 þúsund hermenn í Kambódiu. Það er flestra mat að Víetnam- ar muni ekki standa við þau orð að fara með 50 þúsund hermenn fyrir árslok 1988 frá Kambódíu og að allir víetnamskir hermenn verði famir þaðan fyrir árslok 1990. Þó svo að stjómin í Hanoi hafi verið margorð um þessa fyrir- ætlun, efast margir. Meðan Thai- lendingar geta ekki séð Mm á að losna við víetnamska ógn við bæjardymar, er eins líklegt að þeir veiti enn um hríð skæmliðum Rauðu khmeranna stuðning í einni eða annarri mynd.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.