Morgunblaðið - 30.09.1988, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 30.09.1988, Blaðsíða 48
FÖSTUDAGUR 30. SEPTEMBER 1988 VEW) í LAUSASÖLU 70 KR. Millifærslulán V erðj öfiiunarsj óðs: Greiðsla fellur á ríkissjóð HALLDÓR Ásgrímsson, sjávarút- vegsráðherra, gerir fastlega ráð fyrir því að greiðsla þeirra 800 milljóna króna, sem verða notað- ar til verðbóta á freðfisk og hörpudisk, falli á ríkissjóð. Hann sagði þetta við setningu 16. þings Sjómannasambands íslands í gær og sagði þá, að árið 1989 væri gert ráð fyrir því að reka rikis- sjóð með 1% tekjuafgangi til að mæta greiðslu þessa láns. Halldór sagði að með þessari lán- töku yrði hægt að verðbæta freðfisk um 5%, sem væri það sama og hefði átt að vera, hefði sjóðurinn verið virkur. Með þessari ráðstöfun og öðrum yrði rekstur frystingar í jám- um, en ekki talsverðu tapi eins og undanfama mánuði. Meðal þingfulltrúa komu fram efasemdir um að rétt væri að nota verðjöfnunarsjóð með þessum hætti. I drögum að ályktun þingsins um þetta mál komu fram mótmæli við að greiddar yrðu bætur til fisk- framleiðenda úr Verðjöfnunarsjóði fiskiðnaðarins með láni, sem ætti að greiðast með væntanlegum tekj- um sjóðsins síðar. Þá væri það ótækt að einn aðili að sjóðnum fengi úr honum greiðslur án þess að aðrir eigendur sjóðsins nytu þeirra einnig. Sjá nánari frásögn af þingi Sjómannasambandsins á miðopnu. Skipasmíðastöðin Stálvík hf.: Beiðni um smíði tíu IEFTIRLEITUM Morgunblaðið/RAX Fellibylur- inn Helena til Islands FELLIBYLURINN Helena stefnir nú til íslands frá Karabíska hafinu. Um 2.000 km sunnan við landið samein- ast hann mjög djúpri lægð og dýpkar hana enn frekar og þetta veðurkerfi fer siðan yfir landið um helgina með hvassviðri og stormi og mik- illi úrkomu. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni sameinast Hel- ena lægðinni á hádegi í dag og glatar þá fellibylseinkennum sínum. Lægðin heldur síðan áfram til íslands og nær landinu á laugardagsmorguninn. Strax í kvöld hvessir mjög í veðri og eykst vindurinn allan laugar- daginn með austan- og norð- austanhvassviðri og stormi víða um land auk mikillar úrkomu. togara fyrir Marokkó Málið lagt fyrir ríkisstjómina - Fleirí verkefiii í farvatninu STÁLVÍK hf. hefiir borist beiðni frá Marokkó um smíði 10 togara fyrir aðila þar í landi. Mál þetta hefiir verið kynnt í ríkisstjórninni þar sem fyrir liggur að Stálvik þarfiiast stuðnings stjórnvalda til að takast á hendur þetta verkefiii. Vegna þessa máls munu fiilltrúar sjö stærstu skipasmíðastöðvanna hérlendis hittast á fundi í dag. Ef af þessu verkefni verður má búast við að íslensku skipasmíðastöðvarnar fái næg verkefiii frá arabalöndum næstu 15-20 árin. Málið var til umræðu á ríkisstjórnarfundi í gærmorgun og í framhaldi af því sneri Morgunblaðið sér til forráðamanna Stálvíkur. Jón Gauti Jónsson framkvæmda- I Stálvík víða um heiminn," segir Jón stjóri Stálvíkur segir að undanfarið | Gauti. „Áhugi í arabalöndunum á ár hafi verið unnið að því hörðum höndum að markaðssetja framleiðslu fyrirtækisins erlendis og sé þetta m.a. árangurinn af því markaðssetn- ingu. Hann nefnir sem dæmi um önnur hugsanleg verkefni að stöð- inni hafi borist útboðsgögn í smíði 14 skuttogara fyrir aðila í íran og 3 dráttarbáta fyrir aðila í Egypta- landi. „Við höfum verið í samvinnu við fyrirtæki í Danmörku, Svíþjóð og Bretlandi um markaðssetningu og þeir hafa sent gögn og skýrslur um að fá skip héðan er skiljanlegur í ljósi þess að þeir hafa ekki byggt upp neina útgerð að ráði þrátt fyrir auðug fiskimið undan ströndum landanna. Okkur hefur ennfremur borist til eyma að arabamir vilji helst ekki skipta við önnur lönd en ísland og Noreg í fískiskipakaupum. Þeir telji sig ekki fá gæðaskip nema frá þessum löndum." í máli Jóns Gauta kom fram að togarasmíðin fyrir Marokkó yrði þriggja ára verkefni og ljóst að það þyrfti að vinna með í samvinnu við aðrar íslenskar skipasmíðastöðvar. Þær skipasmíðastöðvar, auk Stálvík- ur, sem senda fulltrúa á fundinn á morgun em Þorgeir og Ellert á Akranesi, Skipavík í Stykkishólmi, Skipasmíðastöð Marsellíusar á ísafirði, Slippstöðin á Akureyri, Vél- smiðja Seyðisfjarðar, Skipalyftan í Vestmannaeyjum og Skipasmíða- stöð Njarðvíkur. Sjómaður slasast í Hull SKIPVERJI á Álftafelli frá Stöðvarfirði slasaðist alvarlega er verið var að Ianda úr togaran- um í HuII á mánudag. Gekkst hann undir skurðaðgerð á sjúkrahúsi í Hull en hefur ekki enn komist til meðvitundar. Slysið mun hafa orðið með þeim hætti að þegar verið var að landa úr togaranum féll skipveijinn af togþilfarinu og ofan í lestina, en það er um sex metra hátt fall. Missti hann þegar meðvitund en hann mun hafa höfuðkúpubrotnað, rifbeinsbrotnað og hlotið alvarleg innvortis meiðsl. Samdráttur í tekjum ríkissjóðs: Skuld við Seðlabanka nemur 11 milljörðum SKULD rikissjóðs við Seðlabankann nemur nú 11 milljörðum króna og hefur staðan versnað um 6 milþ'arða króna frá sama tima i fyrra. Ástæður fyrir þessari skuld eru m.a. minni tekjur rikissjóðs af söluskatti en gert var ráð fyrir, og einnig hefiir innlausn spari- skirteina verið umfram sölu nýrra. Að sögn Bolla Bollasonar skrif- stofustjóra fjármálaráðuneytisins hefur almennur samdráttur í efna- hagslífinu undanfarið komið niður á ríkissjóði þar sem lítið dregur úr útgjöldum en áætlaðar tekjur skila sér hins vegar ekki, og þá sérstaklega söluskattstekjur. Það hafi hins vegar þau áhrif að við- skiptahalli virðist vera að minnka en í þjóðhagsáætlun í júlí var reikn- að með að viðskiptahallinn yrði 11 milljarðar eða 4>/2% af landsfram- leiðslu. Ekki liggur fyrir yfirlit um greiðslustöðu ríkissjóðs en sam- kvæmt síðasta yfirliti í júlí var reiknað með að halli ríkissjóðs yrði um 700 milljónir en nú er gert ráð fyrir að hallinn verði mun meiri. Bolli sagði að þá þegar hefði verið bent á að breytingar gætu orðið til hins verra, vegna þess m.a. að ekki höfðu verið teknar ákvarðanir um auknar niðurgreiðslur vegna verðhækkana, og aukin útgjöld í heilbrigðismálum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.