Morgunblaðið - 30.09.1988, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 30.09.1988, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. SEPTEMBER 1988 Friðarverðlaun Nóbels: Friðargæslusveitirnar vel að verðlaununum komnar Ósló. Reuter. FMÐARGÆSLUSVEITUM Sam- einuðu þjóðanna var veitt friðar- verðlaun Nóbels í gær. í ávarpi Egils Arviks, talsmanns Nóbels- verðlaunanefhdarinnar, kom fram, að nefhdin vonast til að verðlaunin verði til þess að efla Friðargæslusveitimar í erfiðum verkefhum viðs vegar um heims- byggðina. Arvik sagði að hann liti svo á að friðarverðlaunin væru jafhframt viðurkenning til Perez de Cuellar og Sameinuðu þjóð- anna í heild. í greinargerð Nóbels- verðlaunanefiidarinnar segir að friðargæslusveitir Sameinuðu þjóðanna hafi við erfiðar aðstæð- ur stuðlað að jafnvægi milli and- Angóluviðræðumar: Sjöundu lot- unni slitið Brazzaville. Reuter. SUÐUR-Afríkumenn, Angólu- menn og Kúbveijar slitu friðar- viðræðunum i Brazzaville í gær án þess að hafa komist að sam- komulagi um frið í Angóiu og sjálfstæði Namibíu. Fulltrúar ríkjanna sögðu að efiit yrði til frekari viðræðna siðar. Heimildarmenn sem tengjast samninganefndum ríkjanna sögðu að friðarviðræðunum hefði miðað vel áfram og aðallega hefði verið rætt um tillögu bandarískra milli- göngumanna um að kúbverskir her- menn verði fluttir brott á tveimur árum. Vonast hafði verið til að sam- komulag næðist um að framfylgja ályktun Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um sjálfstæði Namibíu í þessari lotu viðræðnanna, en í gær voru tíu ár liðin síðan ályktunin var samþykkt. í sameiginlegri yfirlýsingu samn- inganefndanna, sem gefin var út í gær, segir að nefndimar komi sam- an aftur í Brazzaville en dagsetning hefur ekki verið ákveðin. Neil van Heerden, sem leiðir samninganefnd Suður-Afríku, sagði að samkomu- lag væri í sjónmáli og kúbverskur stjómarerindreki tók í sama streng. stæðra fylkinga á ófriðarsvæðum þar sem samið hafi verið vopnahlé en friður hafi enn ekki komist á. Ennfremur er það álit nefhdarinn- ar að friðargæslusveitirnar hafi komið einu af meginmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna í höfii. Perez de Cuellar, aðalritari Sam- einuðu þjóðanna, var að vonum ánægður og kvaðst koma til Óslóar til að taka við friðarverðlaunum við hefðbundna athöfn í desember. Þetta er í fyrsta sinn frá því árið 1981 sem stofnun innan Sameinuðu þjóðanna hlýtur Friðarverðlaun Nóbels, en þá hlaut Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna verðlaunin. Friðargæsla á vegum Sameinuðu þjóðanna hófst þegar á fyrstu árum samtakanna. Fyrsta sveitin var sett á laggimar árið 1948 og átti hún að sjá um að vopnahlé milli ísraela og Arabaríkja yrði virt. Það verkefni er enn í gangi og við það starfa 300 friðargæsluliðar í dag. Nýjasta verk- efni friðargæslusveitanna felst í eft- irliti með vopnahléi milli íraka og írana. Friðargæslusveitimar eru tvenns konar. Annars vegar eftirlitssveitir og hins vegar friðargæslusveitir. Eftirlitssveitimar skipá hermenn af flestum þjóðemum. Þeirra verkefni er að fylgjast með að friður eða vopnahlé sé virt. Friðargæslusveitir eru venjulegar hersveitir, oftast land- gönguliðasveitir. Liðsmenn koma frá ýmsum aðildarríkjuin Sameinuðu þjóðanna og hafa Norðurlandaþjóð- imar gengið vasklega fram í friðar- gæslunni. Finnskir hermenn eru t.am. í öllum friðargæslusveitum Sameinuðu þjóðanna. Friðargæslusveitir Sameinuðu þjóðanna hafa verið víðs vegar á ófriðarsvæðum í Miðausturlöndum í mörg ár. í síðasta mánuði var ný 300 manna eftirlitssveit ásamt nokk- ur hundruð herliðum send á ófriðar- svæði við Persaflóa til að fylgjast með að vopnahlé írana og Iraka verði virt. í greinargerð Nóbelsverðlauna- nefndarinnar segir að Friðargæslu- sveitimar skipi ungt fólk af mörgum þjóðemum, sem af hugsjónamennsku tekur sjálfviljugt að sér hættuleg og erfið verkefni til að koma á friði. Talsmaður Bráðabirgðaherliðs Sam- einuðu þjóðanna (UNIFIL) í Líbanon, Timor Goksel, sagði í viðtali við Reut- er: „Við emm í sjöunda himni með tíðindin og þetta er stór stund fyrir UNIFIL eftir alla erfiðleikatímana í Líbanon." Hann sagði jafnframt að Friðarverðlaunin væm „gott svar“ fyrir alla þá sem efast hefðu um áhrif Friðargæslusveita Sameinuðu þjóðanna. Friðargæslusveitimar sinna verk- efnum víðs vegar um heiminn. Á Kýpur hefur friðargæslusveit verið frá því 1964 til að hindra átök á milli Kýpur-Tyrkja og Kýpur- Grikkja. Á Gólanhæðum hefur friðar- gæslusveit verið frá því 1974 til koma í veg fyrir átök sýrlenskra og ísraeiskra herflokka og í Líbanon hefur Bráðabirgðaherlið Sameinuðu þjóðanna verið frá því 1978. Danskt stjórnarlrumvarp: ttp^gP * *" * •' «V ' Reuter Öslað með apann Mikil flóð hafa að undanfómu verið í Nýju Delhi, höfúðborg Indlands, og nálægum byggðum og er sums staðar allt að mann- hæðardjúpt vatn í úthverfum borgarinnar. Hafa þúsundir manna misst heimili sin og líklega er liann í þeirra hópi þessi Delhibúi, sem berst gegn straumnum með apann sinn á öxl. Fj árstuðningnr samtaka víð stj órnmálaflokka bannaður Kaupmannahöfti. Frá N. J. Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins. DANSKA stjómin ætlar nú í bannað að styðja stjómmála- upphafi þings að leggja fram flokka með fégjöfúm. Segir í frumvarp um að samtökum sé dagblaðinu Det Fri Aktuelt, að % Poul Schliiter forsætisráðherra muni greina frá þessu í setning- arræðu sinni á þriðjudag. ÁHÖFN DISCOVERY Fimm manna áhöfn Discovery hefur lagt upp I fyrstu geimferö Bandarikjamanna eftir aö geimferjan Challenger sprakk (loft upp f flugtaki áriö 1986. Geimfararnir veröa (fjóra daga og eina klukkustund I geimnum. Geimflauginni var skotiö á loft frá Canaveral-höföa og lendir á Edwards flugvellinum I Kalifornlu. Rlck Hauck lelöangursstjóri Er 47 ára og var 339 tíma í geimnum um borö f Challenger áriö 1983 og Discovery áriö 1984. Dlck Covey flugmaöur Er42 áraog var 170 tfma f geimnum um borö f Discovery áriö 1985. Discovery skotið á loft: Prófsteinninn á frekari geimferðir Bandaríkjamanna Plnky Nelson Er 38 ára og var 314 tfma 1 geimnum um borö I Atlantis áriö 1985. Davld Hilmers Er 38 og var 98 stundir f geimnum um borö I Atlantis áriö 1985. Mlke Lounge Er 38 og var 170 tfma f geimnum um borö í Discovery árið 1985. HblMllU: NASA PAUL SOUTAN / knighl-Hidder Graphics NetworV Canaveral-höfða. Reuter. GEIMFERJUNNI Discovery var skotið á loft í gær og er talið að geimferðin sé próf- steinninn á hvort Bandaríkja- menn halda áfram geimferða- kapphlaupinu við Sovétmenn. Undirbúningurinn fyrir geim- skotið í gær hefur staðið í tvö og hálft ár, eða síðan geimfetjan Challenger sprakk í loft upp skömmu eftir flugtak árið 1986. Miklar breytingar hafa verið gerðar á Discovery síðan þá og hafa þær kostað um 2,5 milljarða dala (115 milljarða ísl. kr.). For- stöðumenn Geimferðastofnunar Bandarílqanna hafa sagt að allt hafi verið gert til að auka öryggi geimfetjunnar en þeir hafa þó viðurkennt að ávallt sé hætta á öðru slysi. Helst verkefni áhafnarinnar fyrsta dag geimferðarinnar er að flytja fjarskiptahnött, sem kostaði 100 milljónir dala (4,6 milljarða ísl. kr.), úr farmklefa geimfeijunnar. Fyrirhugað er að geimferjan lendi á uppþomuðu vatni við Edwards-hérflugvöllinn í Suð- ur-Kalifomíu. Forstöðumenn NASA vonast til að lendingin takist vel og reglulegar geim- ferðir Bandaríkjamanna hefjist þar með að nýju. Fyrirhugað er að geimfeijunni Atlantis verði skotið á loft 17. nóvember og sjö geimferðir eru áformaðar á næsta ári. í frumvarpinu, sem Erik Ninn Hansen dómsmálaráðherra hefur samið, segir, að „stéttarfélögum, sjóðum og samtökum" sé bannað að leggja fram fé til stjómmála- flokka eða til stuðnings flokkspóli- tískum máleftium og einnig eru ákvæði um bókhaldsskyldu flokk- anna. Á síðasta ári fengu jafnaðar- menn rúmar 20 milljónir ísl. kr. í beinan styrk frá verkalýðshreyf- ingunni en auk þess kostar hún að mestu kosningabaráttu þeirra hveiju sinni. Det Fri Aktuelt tel- ur, að styrkur verkalýðshreyfing- arinnar við jafnaðarmannaflokk- inn hafí í fyrra verið í raun um 235 milljónir ísl. kr. Steen Christensen, ritari jafnað- armannaflokksins, segir, að laga- frumvarpið sé ekkert annað en heiftarleg árás á verkalýðshreyf- inguna en í lögunum er þó kveðið á um, að verkalýðsfélög og önnur samtök geti skorað á félaga sína að styðja einhvem flokk upp á eigin spýtur. Blaðið telur, að stjórnarfmm- varpið muni renna í gegnum þing- ið vegna þess, að Framfaraflokk- urinn og Kristilegi þjóðarflokkur- inn muni báðir styðja það. John Wagner, talsmaður íhaldsflokks- ins, segir, að bókhaldsskyldan og ákvæði um, að reikningar flokk- anna skuli gerðir opinberir, muni koma íhaldsmönnum sérstaklega illa því að margir stuðningsmenn flokksins hafi hingað til óskað nafnleyndar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.