Morgunblaðið - 30.09.1988, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 30.09.1988, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. SEPTEMBER 1988 N Á M S K E I Ð SAMSKIPTI FORELDRA OG BARNA Nú er að hefjast námskeið þar sem foreldrum gefst kostur á að kynnast og tileinka sér ákveðnar hugmyndir og aðferðir í samskiptum foreldra og barna. Þar verður m.a. fjallað um hvað foreldrar geta gert til að: • aðstoða börn sín við þeirra vandamál • leysa úr ágreiningi án þess að beita valdi • byggja upp jákvæð samskipti innan fjöl skyldunnar Námskeiðin byggja á hugmyndum Dr. Thomas Gordons sálfræðings, höfund bókarinnar „Samskipti foreldra og barna.“ Leiðbeinendur hafi hlotið þjálfun til að halda þessi námskeið á íslandi. Námskeiðin verða 3 klst. í einu, í 8 skipti. Upplýsingar og skráning S: 82804 • 621132 Hugo Þórisson, sálfræöingur. Wilhelm Norðfjörð, sálfræðingur saMskipti FRÆDSLA OG RÁDGJOF SF. Samskipti forddra og barna Samskipti unglinga. Samskipti á vinnustað Samskipti við viðskiptavini Samskipti kennara og nemenda Samskipti stjórncnda og starfsmanna Mannlcg samskipti/ákvcðniþjálfun Sigríður Sigurðar dóttir — Minning Fædd l.júlí 1921 Dáin 22. september 1988 Það er erfitt að skilja að amrna, Sigríður Sigurðardóttur, skuli vera dáin. En það er víst staðreynd. Við vissum reyndar að hún hafði verið mikið veik en einhvem veginn var tilfinningin alltaf sú að amma hlyti að verða frísk og tæki á móti okkur næst þegar við kæmum í heimsókn, með sömu hlýjunni og áður. Við krakkamir höfum alltáf hlakkað til að fara í heimsókn til afa og ömmu í Hafnarfirði. Við fundum að þeim fajinst gaman að fá okkur í heimsókn og við fundum líka að þeim þótti mjög vænt um okkur. Alla tíð fylgdist amma vel með því hvemig okkur leið, hvort við væmm nokkuð lasin eða með kvef eða hvort við hefðum nú ör- ugglega klætt okkur nógu vel og væri ekki kalt. Einnig var passað upp á að í hvert sinn sem við kom- um í heimsókn færum við ekki öðruvísi en vel södd. Síðustu mánuðina sem amma lifði var hún mjög veik og leið oft illa. Við treystum því hins vegar að erfiðleikar hennar séu nú á enda og henni líði vel. Við munum alltaf minnast henn- ar með þakklæti fyrir þá ástúð og hlýju sem hún sýndi okkur. Bamabörn Sálin er gullþing geymd í keri geymist þó kerið sé veilt. Bagar ekki brestur í keri bara ef gullið er heilt. Þessi orð góðskáldsins fóru um hugann þegar féttin barst að Sigríð- ur Sigurðardóttir, mágkona mín, hefði fengið lausn frá langvarandi þjáningastríði. Hún var fædd 1. júlí 1921 og andaðist hinn 22. september sl. Foreldrar hennar voru heiðurshjón- in Ástríður Jónsdóttir og Sigurður Kjartansson, kaupmaður við Laugaveg. Hún var því Reykjavík- urstúlka í húð og hár og er nú kvödd frá Dómkirkjunni í Reykjavík í'dag. Sigríður átti fjögur systkini: Guð- finnu, verslunarstjóra, sem ógift bjó heima hjá foreldrum sínum og var þeim stoð og styrkur alla tíð þar til hún lést um aldur fram og var hennar gerð þannig að hún var hörmuð af öllum sem kynntust henni. Önnur systkini eru: Haukur, verslunarmaður, kvæntur Brynhildi Olgeirsdóttur, kaupkonu, Atli, verslunarmaður, kvæntist Sigrúnu Guðmundsdóttur, þau skildu. Yngst er Guðrún, tækniteiknari. Öll eru þau búsett í Reykjavík. Sigríður fékk sína menntun í gagnfræðaskóla og var létt um nám. Hún giftist eftirlifandi manni sínum, Brynjólfi Þorbjamarsyni, vélsmíðam. frá Geitaskarði, 1943, og hafa þau búið mestan hluta þeirra 45 ára hjúskapartíma í Hafn- arfirði, Iengst af á Mánastíg 2. Þau hjón eignuðust sex mann- vænlega syni. Elstur er Sigurður Kjartan, stórkaupm., kvæntur Unni Einarsdóttur, skrifst.stj., Þorbjöm, véltæknir, ókvæntur, Stefán Heið- ar, líffræðingur, kvæntur Svövu Þorsteinsdóttur, kennara, Jón, læknir, kvæntur Grethe Have, lækni, Magnús Bjöm, Iögfræðingur, kvæntur Sigrúnu Karlsdóttur, lyfla- fræðingi, en yngstur er Guðmund- ur, vélvirki, ókvæntur. Synimir, sem allir em búsettir og starfandi í Reykjavík, áttu tíðar ferðir í „Fjörðinn" þar sem miðstöð fjöl- skyldunnar var í foreldrahúsi á Mánastígnum og þau hjón vom samtaka í öllu því, sem til heilla mátti horfa fyrir þá. Sigríður fylgd- ist vel með því sem gerðist í fjöl- skyldunni, þrátt fyrir að hún hin síðari ár ætti erfitt með að fara í Magnús Gunnlaugs- son — Minning Fæddur 28. maí 1953 Dáinn 23. september 1988 Hann í bemsku hlýðni lærði, heimilisins prýði var, gleði og yndi öðrum veitti, engan skugga líf hans bar. Með örfáum orðum langar mig að minnast míns elskulega frænda og vinar Magnúsar Gunnlaugsson- ar, sem lést í hörmulegu bílslysi í Noregi föstudaginn 23. september. Hann fæddist á Ákranesi 28. maí 1953, sonur hjónanna Selmu og Gunnlaugs Magnússonar, á Vesturgötu 25, Akranesi. Magnús var elstur ásamt tvíburabróður sínum Gunnlaugi. Þar sem bara ár var á milli okk- ar og við alin upp í sama húsi urð- um við miklir vinir og leikfélagar. Það væru svo margar stundimar sem hægt væri að minnast á frá æskuámm okkar. Hver hefði trúað að við ættum eftir að missa hann í svo hræðilegu slysi, hann sem var svo varkár og gætinn. Magnús flytur til Bergen í Nor- egi árið 1971, stuttu á eftir foreldr- um sínum og systkinum. Þar kynn- ist hann góðri íslenskri stúlku, Önnu S. Magnadóttur frá Akureyri. Þau heimsóknir til frænda og vina eins oft og fyrr á ámm. Við sem þekkt- um Sigríði vel, munum hana sem sérstæðan persónuleika. Hún hafði einnig sérstæðar skoðanir að ýmsu leyti, sem hún hélt mjög fast við allt til hins síðasta, sem e.t.v. hafa gert henni lífið erfiðara en til stóð, og öðmm ekki eins auðvelt að létta henni baráttuna við hrakandi heilsufar, sem markaði mjög útlit þessarar fríðu konu. Við sem munum hana viljum geyma mymd af ljóshærðri fagur- eygðri konu sem átti það gull í sínu hjarta að vilja gleðja aðra með því að gefa af því sem hún átti og sýna aðra hugulsemi sem yljar á vegferð- inni. Ef það er rétt sem sagt er, að hver sé sinnar gæfu smiður, þá má segja, að Sigríður mágkona hafi fundið gæfu sína í velgengni sona sinna, tengdadætra og stómm hópi vel gerðra bamabama. Nú er hún horfin sjónum hún Sigríður mágkona. Ég þakka henni samfylgdina og bið henni blessunar Guðs. Ástkæmm bróður, sonum og fjölskyldum þeirra færi ég hjartans samúðarkveðjur frá mínum manni og fjölskyldu okkar. Hildur Þorbjarnardóttir DÚNDUR ÚTSALA í Gardfnubúðinni, Skipholti 35 Gluggatjaldaefni, stórisefni og nú iíka fataefni í miklu úrvali. Opið Gardínubúðin .. Skipholti 35 Manudaga - fostudaga frákl. 9-18 (við hliðina á Borgarblóminu), Laugardaga frá kl. 10-16 sími 35677. reisa sér hús í Granvin nærri Voss, þar vann hann sem bifvélavirki og verkstjóri og síðan sölumaður hjá Ford-umboðinu í Voss, og var hann mikils metinn enda traustur og góður drengur. Þau eignuðust 3 böm; Róbert, 13 ára; Ingvar, 8 ára, og Elisabet, 5 ára. Mikill harmur er kveðinn að fjölskyldunni. Elsku Anna og böm, Selma, Laugi, Gunnlaugur, Rúnar, Björg og Qölsk., Guð styrki ykkur og styðji í ykkar miklu sorg. Blessuð sé minning Magnúsar Gunnlaugssonar. Magnús verður jarðsettur í Granvin föstudaginn 30. .september 1988. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Fríða Sigurðardóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.