Morgunblaðið - 30.09.1988, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. SEPTEMBER 1988
15
draumurinn að komast til kennara
í Salzburg sem talinn er mjög góð-
ur.
Heima í Færeyjum starfar hljóm-
sveit áhugamanna sem heldur
nokkra tónleika á ári en það líða
eflaust nokkur ár áður en hægt
verður að gera hana að hljómsveit
atvinnumanna. Núna eru þó all-
margir tónlistarmenn frá Færeyjum
í námi erlendis."
— Hvemig finnst þér að taka
þátt í þessari hljómsveit?
„Þetta er mjög góð þjálfun og
við lærum mikið á þessu. Haustið
er kannski ekki besti tíminn, maður
er kannski hálf stirður eftir of mik-
ið sumarfrí og því væri betra að
vera með svona námskeið á vorin.
En leiðbeinandi okkar tréblásar-
anna, Bemhard Wilkinsson, hefur
komið okkur af stað og það má
kannski segja að það sé gott að
byija veturinn á svona ströngu
námskeiði til að komast í gott
form.“
Paul Zukofsky gengur í salinn
og þá þýðir ekki að tefja lengur —
hann vill fá vinnufrið og heldur
uppi aga. Frammi hittum við Huldu
Bimu Guðmundsdóttur sem er
framkvæmdastjóri Sinfóníuhljóm-
sveitarinnar þar sem hún er
áhyggjufull og mæðist í mörgu.
Hugsjónastarf
„Það em einkum fjármálin sem
valda áhyggjum því þrátt fyrir góð-
an styrk frá ríkisvaldinu dugar
hann ekki fyrir öllum kostnaði.
Samt sem áður em greidd þátttöku-
gjöld og kennarar fá í raun ekki
fulla greiðslu. Þetta er að nokkm
leyti hugsjónastarf. Tími minn hef-
ur mikið farið í að leita eftir fjár-
stuðningi hjá fyrirtækjum og ein-
staklingum og ég vona að endar
nái saman. Við höfum góða aðstöðu
hér í Hagaskóla og hefur Bjöm
Jónsson skólastjóri verið okkur
mjög hjálplegur."
— Hvemig em nemendur valdir
á svona námskeið?
„Við höldum skrá yfir alla sem
hafa sótt námskeið en þau em eink-
um ætluð þeim sem lokið hafa að
minnsta kosti 4. eða 5. stigs námi
í hljóðfæraleik og em allir prófaðir
fyrst. Langflestir sitja námskeiðin
í nokkur ár en samt er talsvert um
endurnýjun á hverju ári. Fyrst ann-
aðist Tónlistarskólinn í Reykjavík
námskeiðin ásamt Zukofsky og þau
vom við hann kennd og þau sóttu
bæði íslenskir og erlendir nemend-
ur. Arið 1984 samþykkti aðalfundur
skólastjóra tónlistarskóla að stofna
formlega Sinfóníuhljómsveit æsk-
unnar og standa sameiginlega að
rekstri hennar.
Tilgangurinn er að gefa ungu
tónlistarfólki kost á að spila í full-
skipaðri sinfóníuhljómsveit. Enginn
skóli getur haldið úti svona hljóm-
sveit upp á eigin spýtur og þess
vegna þarf þetta sameiginlega átak
og skólamir sem standa að hljóm-
sveitinni greiða einnig þátttöku-
gjöld auk þess sem nemendur
greiða sjálfir.“
— Hver er helsti ávinningurinn
við að spila í hljómsveit sem þessari?
„Sinfóníuhljómsveit æskunnar
hefur í raun margþætt gildi. Nem-
endur læra þau öguðu vinnubrögð
sem tíðkast í hljómsveit, þeir kynn-
ast mjög náið mörgum hljómsveit-
arverkum enda velur Zukofsky verk
sem gera miklar kröfur til nemenda
og þannig þroskast þeir og færast
nær því markmiði sem mörg þeirra
hafa, að gerast atvinnuhljóðfæra-
leikarar. Það má kannski helst lflcja
þessu við æfíngar í íþróttum, það
er heldur einmanalegt að æfa bara
markspymu en fá aldrei að vera í
liði. Þannig er það mikils virði að
fá að vera í hljómsveit og leggja
sitt af mörkum."
Að lokum er rétt að gera grein
fyrir öðru sem máli skiptir, stað,
stund og efnisskrá: Háskólabíó,
klukkan 14, laugardaginn 1. októ-
ber, píanókvartett í g-moll eftir
Brahms í hljómsveitarbúningi
Schönbergs og tilbrigði Brahms um
stef eftir Haydn opus 56.
jt
Gallerí Svart á hvítu:
Sýning á verkum Sól-
eyjar Eiríksdóttur
SÝNING á grafíkverkum og högg-
myndum Sóleyjar Eiríksdóttur
opnar í sal Gallerí Svart á hvítu,
Laufásvegi 17, laugardaginn 1.
október. Sóley er Hafíifirðingur,
fædd 1957. Hún nam við Mynd-
lista- og handíðaskóla íslands og
lauk þaðan námi árið 1981.
Sóley hefur tekið þátt í fjölda sam-
sýninga hér á landi og erlendis. Hún
hélt síðast einkasýningu á Kjarvals-
stöðum árið 1987.
Á sýningunni í Gallerí Svart á
hvítu verða höggmyndir unnar úr
steinsteypu og grafíkmyndir.
Sýning Sóleyjar Eiríksdóttur er
opin alla daga nema mánudaga frá
kl. 14.00—18.00. Síðasti sýningar-
dagur er 16. október.
I listaverkasölu gallerísins (efri
hæð) eru til sölu verk ýmissa mynd-
listarmanna og má m.a. nefna: Karl
Kvaran, Georg Guðna, Huldu Hákon,
Helga Þorgils Friðjónsson, Halldór
verka Sóleyjar Eiríksdóttur.
Bjöm Runólfsson, Guðmundar Thor-
oddsen, Jón Oskar, Jón Axel, Bryn-
hildi Þorgeirsdóttur, Pétur Magnús-
son, Sigurð Guðmundsson, Sigurð
Örlygsson, Pieter Holstein, Tuma
Magnússon, Halldór Ásgeirsson og
Erlu Þórarinsdóttur.
Listaverkasalan er opin á sama
tíma og sýningarsalur gallerísins, kl.
14—18 alla daga nema mánudaga.
HÝGULIDLD GŒEMHMRR
lí$) lí)) lí)l lí^) lí})
í) \í\) líi) líjl \l}) l
\l)) l($) líj) \l» tó)
é l)j) V» IíÍ) I
l/$) l/$) % li$) líj)
ij) líj) Ií) 1)5) l/j) l
\s\) líj) lí^) líj) líj)
f» tó) l
\í\) líS) \í\) iíj) Is\)
I)) líj) \s\) líj) \s\)
tó) \l\) \s\) K)
íS) líj) liS) IíS) IíS)
I!}) I& \s\) lij) lii)
($) líj) lí^) If^) Iíj) l)/« u/l U/l U/l
\t\) IrSi tó) ^ líi liS) liS>
Þeir fjölmörgu sem sakna gullaldar fjörsins á SOGU geta
nú tekið gleði sína á ný! Næsta laugardagskvöld verður
stemningin ógleymanlega frá árunum fyrir 70 endurvak-
in með pompi og prakt - og meira fútti en nokkru sinni
fyrr.
Kl. 19:00 heilsar Fornbílaklúbburinn með heiðursverði og
í anddyrinu bíður allra Ijúffengur FINLANDIA fordrykkur.
Síðan töfrar listakokkurinn /fí WESSMAN fram eftirlætis
kræsingarnar undir seiðandi tónum GRETTIS
BJÖRNSSONAR.
Fjörið eykst svo um allan helming þegar söngvararnir
vinsælu, fíAGNAfí BJAfíNA, ELLÝ VILHJÁLMS og
PUfíÍÐUR SIGUfíÐAR stíga á sviðið og w'ð syngjum,
duflum, tvistum og tjúttum fram á rauöa nótt!
Mætum öll. k
Kynnir kvöldsins:
Stjórnandi: JÓNAS R. JÓNi
i föngulegí
/ Hljómsveit hússins leikur.
Lagaútsetningar: ÁRNISCHEVING / Ljósameistari: KONRÁÐ SIGURÐSSON
Hljóömeistari: GUNNAR SMÁRIHELGASON / Aögangseyrir: 3500 kr meömat
Sértilboð á gistingu fyrir hópa gesta!
Pöntunarsimi: Virka daga fró 9-17, s. 29900.
Föstudaga og laugardaga, s. 20221.
(i lr(i lr() lf(i lr(l lr(l lr(l lr(l 14 lr(l lt(l lr(l