Morgunblaðið - 30.09.1988, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 30.09.1988, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. SEPTEMBER 1988 27 - Olga Guðrún gengur ur Alþýðubandalaginu: Óverjandi að flokkur- inn fór í þessa stjórn OLGA Guðrún Árnadóttir hefúr sagt sig úr Alþýðubandalaginu og í framhaldi af því hefúr hún sagt sig úr öllum þeim trúnaðar- stöðum sem hún gengdi fyrir flokkinn. Hún segir að það sé óveijandi að sínu mati að flokk- urinn hafi farið inn í núverandi ríkisstjórn. „Ég tel það óvetjandi af sósíalísk- um flokki að ganga til ríksstjómar- samstarfs þar sem virtur er að vett- ugi samningsréttur launafólks og launafrystingu viðhaldið um nokk- urra mánaða skeið," segir Olga Guðrún. „Slíkt brýtur í bága við Myndin tekin í Þorskafirði Á baksíðu Morgunblaðsins síðast- liðinn sunnudag var stór litmynd, sem sögð var úr Gilsfírði. Þetta mun ekki vera rétt, heldur er mynd- in úr Þorskafírði. Staðkunnungur maður segir að myndin sé tekin í hlíðinni fyrir ofan Kollabúðir og sjái út fjörðinn. sannfæringu mína og réttlætis- kennd." Olga Guðrún segir einnig að hún geti ekki sætt sig við þau vinnu- brögð sem flokksforystan viðhafði í þessu máli. Segja mætti að fulltrú- um á miðstjómarfundinum í fyrra- kvöld hafi verið stillt upp við vegg. „Við stóðum frammi fyrir orðnum hlut og stór hluti miðstjómar flokksins taldi að hann ætti þess ekki annan kost en samþykkja hann. Þar með hafði flokksforystan gengið á bak orða sinna og fyrri yfírlýsinga." Olga Guðrún segir að henni fínn- ist sem hún hafí verið blekkt og að hún telji það litla sijómvisku af hálfu flokksforystunnar að ganga inn í þetta ríkisstjómarsamstarf á þeim forsendum sem gefnar em. „Mér var þessi ákvörðun mín mjög þungbær. Hinsvegar hefur verið gengið mjög mikið á sjálfs- virðingu launafólks undanfarin ár og mér þótti ekki á bætandi að Alþýðubandalagið gerði slíkt hið sama,“ segir Olga Guðrún. Olga Guðrún var varamaður í stjóm menningarmálanefndar Reylq'avíkur og sat í stjóm Ásmund- arsafns. FiskverA á uppboðsmörkuöum 29. september. FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar- verð verð verð (lestir) verð (kr.) Þorskur 55,00 50,00 53,38 5,622 300.066 Ýsa 92,00 68,00 71,95 6,258 450.257 Steinbitur 47,00 47,00 47,00 0,059 2.797 Langa 38,00 38,00 38,00 0,090 3.401 Lúða 190,00 190,00 190,00 0,088 16.815 Keila 18,00 18,00 18,00 0,584 10.512 Samtals 61,72 12,701 783.848 Selt var úr Stakkavík ÁR og Hásteini ÁR. í dag verða meðal annars seld 14 tonn af þorski og 12 tonn af ýsu úr Sandafelli HF, KristínuÁR og Hafbjörgu HF. FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík Þorskur 50,00 46,00 49,05 1,663 81.572 Ýsa 72,00 45,00 54,86 1,290 70.774 Karfi 31,50 29,00 30,00 15,133 453.934 Ufsi 27,50 26,50 26,83 7,480 200.715 Hlýri 36,00 36,00 36,00 0,055 1.980 Langa 33,00 33,00 33,00 0,311 10.263 Lúða 145,00 145,00 145,00 0,126 18.270 Skarkoli 45,00 45,00 45,00 0,010 450 Samtals 32,15 26,068 837.957 Selt var úr Þrymi BA og Freyju RE. í dag verða meðal annars seld um 8 tonn af þorski úr Farsaeli SH og 3,5 tonn af hlýra og 0,5 tonn af-löngu úr Skipaskaga AK. FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf. Þorskur 52,00 37,50 46,98 22,115 1.038.923 Ýsa 71,50 35,00 63,99 2,653 169.775 Ufsi 27,50 25,50 26,29 1,156 30.390 Karfi 28,00 19,00 27,18 1,093 29.712 Steinbítur 16,00 16,00 16,00 0,035 535 Hlýri+steinb. 30,00 30,00 30,00 0,380 11.400 Langa 30,00 24,00 27,21 3,300 89.800 Blálanga 20,50 20,50 20,50 0,027 554 Skarkoli 40,00 35,00 39,93 0,608 24.280 Lúða 170,00 65,00 112,77 0,172 19.453 Keila 14,00 12,00 12,91 2,700 34.850 Skötuselur 85,00 85,00 85,00 0,015 1.275 Samtals 42,36 34,254 1.450.947 Selt var aðallega úr Sæmundi HF, Eldeyjar-Boða GK, Sigrúnu GK og Ólafi GK. í dag verða meðal annars seldir 100 kassar af blönduðum afla úr Bergvík KE. Verð á loönuafuröum FÉLAG ÍSLENSKRA FISKMJÖLSFRAMLEIÐENDA Cif-verð fyrir prótíneininguna af loönumjöli er nú um 9,40 Banda- ríkjadalir, eða 30.700 krónur fyrir tonnið, en meöalverð fyrir tonnið af loðnulýsi er um 400 Bandaríkjadalir (18.700 krónur). Hins vegar hefur lítið veriö selt af loðnuafurðum að undanförnu. Graenmetisverð á uppboðsmðrkuðum 29. september. SÖLUFÉLAG GARÐYRKJUMANNA Gúrkur 150,00 1,115 167.170 Sveppir 455,00 0,400 181.640 Tómatar 137,00 4,620 631.668 Paprika(græn) 271,00 0,660 179.145 Paprika(rauð) 333,00 0,525 174.625 Hvítkál 66,00 2,180 143.880 Rauðkál 86,00 0,150 12.900 Gulrætur(ópk-) 76,00 1,100 83.600 Gulrætur(pk.) 86,00 2,060 177.160 Salat 63,00 0,405 25.515 íssalat 143,00 0,015 2.145 Dill 43,00 0,200 8.500 Blaðlaukur 152,00 0,200 30.380 Blómkál 86,00 1,008 85.792 Kínakál 82,00 1,440 118.500 Sellerí 152,00 0,125 18.975 Samtals 2.123.300 Einnig voru seld 1.996 búnt af steinselju fyrir 64.752 krónur eða 32 króna meðalverð. Næsta uppboö verður á þriðjudaginn. Sinfóníuhljómsveit æskunnar með tónleika Sinfóníuhljómsveit æskunn- ar heldur tónleika á morgun, laugardaginn 1. október, kl. 14.00 og verða þeir í Há- skólabíói. Á efnisskránni eru tvö verk eftir J. Brahms. Fyrra verkið er tilbrigði um stef eftir Haydn op. 56 og seinna verkið er Píanókvart- ett í g-moll, op. 25 í hljómsveitar- búningi Schönbergs. Stjómandi er Paul Zukofsky. Þessir tónleikar eru afrakstur tveggja vikna rjámskeiðs sem haldið var á vegum Sinfóníuhljóm- sveitar æskunnar. Námskeiðið sóttu 70 tónlistamemendur hvað- anæva af landinu. 150 þús- und gosdós- um skilað Sigurður Bragason, Erla Gígja Garðarsdóttir og Guðjón Óskarsson. Operutónleikar í Njarðvík Óperutónleikar verða í Njarðvíkurkirkju á sunnudag, 2. október, kl. 17. Fram koma Erla Gígja Garðarsdóttir, sópran, Sig- urður Bragason, bariton og Guð- jón Óskarsson, bassi. Undirleikari á píanó er Úlrik Ólason. Erla Gígja lauk 8. stigi í söng frá Tónlistarskólanum á Akranesi sl. vor. Hún tók þátt í námskeiði hjá Pier Miranda Ferraro á Ítalíu í sum- ar. Sigurður hefur sungið á tónleik- um víða um land og erlendis. Hann lauk námi hjá Ferraro á ítalíu árið 1986. Guðjón er við nám í akade- míunni í Osimo á Ítalíu. Síðasta vet- ur söng hann eitt aðalhlutverkið í Rigoletto í Frakklandi. Hann mun syngja eitt af aðalhlutverkunum í uppfærslu Þjóðleikhússins og ís- lensku óperunnar á Ævintýrum Hoffmans nú í október. Úlrik er org- anisti í Kristskirkju í Reykjavík. Hann stundaði framhaldsnám í Vest- ur-Þýskalandi á ámnum 1976-1980. Frá 1980-1981 kenndi hann við Tónlistarskólann á Akranesi og var síðan skólastjóri Tónlistarskóla Húsavíkur í sex ár. EINN liður í hreinsunarátakinu sem byrjaði um miðjan septem- ber, var að krakkar hafa getað safiiað tómum gosdósum, og.-np. skilað gegn tveggja króna skila- gjaldi á hveija dós. Móttöku- staðir hafa verið allar félag- smiðstöðvar og nokkrir skólar í borginni. Söfnunin hefur gengið vel og hafa samtals 150.000 dósir safn- ast þá tvo laugardaga sem liðnir eru af átakinu. Laugardaginn 1. okt. milli kl. 14:00—17:00 er síðasti móttöku- dagur fyrir tómar dósir á vegum hreinsunarátaks Reykjavíkurborg- ar. Allar félagsmiðstöðvar borgar- innar, Breiðholtsskóli, Foldaskóli, Ölduselsskóli, Laugamesskóli og '*mt Fríkirkjuvegur 11 taka á móti tómum gosdósum. Baldvin E. Albertsson, Isleifúr Árnason og Olafúr Sigurgeirsson undirbúa perusöluna. Perusala Lions- manna í Hafimrfirði LIONS-klúbbur HafúarQarðar verður með sína árlegu perusölu 1. og 2. október. Allur ágóði af sölunni rennur til líknarmála í Hafnarfirði. Klúbburinn hefur m.a. styrkt heimili fyrir þroskahefta, svokall- aða kisudeild sem er deild innan bamaheimilis í Norðurbænum í Hafnarfirði. Einnig heimili fyrir vangefna á Klettahrauni 17. Svo og hefur klúbburinn styrkt St. Jós- efsspítala í Hafnarfírði með tækja- kaupum, svo eitthvað sé nefnt. Á síðastliðnum vetri vom t.d. keypt verkfæri við tæki, sem notað er til að skera upp við bijósklosi í baki, þannig að nú geta læknar í Hafnarfirði framkvæmt þær að- gerðir. Einnig styrkir Lionsklúbbur Hafnarfjarðar ýmis málefni innan Lionshreyfíngarinnar. (Úr fréttatilkynningu.) Döguná uppboði hjá Gallerí Borg GIFSSTYTTA af Dögun, eftir Einar Jónsson, verður meðal verka sem boðin verða upp á 16. listmunauppboði Gallerí Borgar á Hótel Borg næstkom- andi sunnudag. Þar verður einnig vatnslitamynd efltir Jó- liannes S. Kjarval frá 1918 og olíumynd efltir Jón Stefánsson af hrossastóði í haga, að því er fram kemur í frétt frá Borg. Alls verða boðin upp rúmlega 70 verk. Auk þeirra sem að fram- an greinir verða m.a. boðnar upp 5 Kjarvalsmyndir, túss og krít^-^, vatnslitamynd og olíumynd eftir Gunnlaug Scheving, stór olíumynd eftir Gunnlaug Blöndal og blóma- mynd eftir Kristínu Jónsdóttur. Uppboðið hefst klukkan 15.30 á sunnudag, 2. október. Myndimar eru til sýnis í Pósthússtræti 9 í dag, föstudag, frá 10 til 18 og á—" morgun frá 14 til 18.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.