Morgunblaðið - 19.10.1988, Side 1

Morgunblaðið - 19.10.1988, Side 1
56 SÍÐUR B STOFNAÐ 1913 239. tbl. 76. árgf. MIÐVIKUDAGUR 19. OKTÓBER 1988 Prentsmlðja Morgunblaðsins Ósló: Manndráp í Hæstarétti Ósló. Frá Rune Timberíid, fréttaritara Morgunblaðsins. ÞEGAR dómarar og lögmenn komu til starfa sinna í dómþing- húsinu í Ósló á mánudags- morgni urðu þeir vitni að heldur óvenjulegum atburði. Út úr hús- inu var verið að bera látna konu, sem hafði verið skotin þar innandyra. Konan, sem var 35 ára gömul, hafði verið skotin í húsvarðaríbúð- inni, en hún liggur að dómssal Hæstaréttar í húsinu. Húsvörður- inn, sem er 53 ára að aldri, hefur verið handtekinn, en hann ber, að um voðaskot hafí verið að ræða. Húsvörðurinn hefur hið besta orð á sér og er í miklu vinfengi við dómarana og aðra lögmenn. Eru þeir nú að velta því fyrir sér hverjir fái það verk að sækja hann til saka eða veija. Reuter Yitzhak Shamir, forsætisráðherra í ísrael, var i gær á kosningafundi í Jerúsalem og ók meðal annars um austurborgina, sem er byggð aröbum. Bar þó ekkert út af enda var hans vel gætt. „Svarti mánudagnrinnu ársgamall: Mikil hagvaxtar- tíð í EB-ríkjuniim Brussel, London. Reuter. BÚIST er við, að hagvöxtur i 12 aðildarrikjum Evrópubandalagsins verði tíl jafnaðar 3,5% á þessu ári, helmingi meiri en spáð hafði verið fyrst eftír verðbréfahrunið. í dag, 19. október, er ár liðið frá „svarta mánudeginum" svokallaða og virðist sem ótti manna við efnahagslega stððnun og samdrátt hafi verið ástæðulaus. í janúar sl. var búist við, að hag- vöxtur I EB-ríkjunum yrði aðeins 1,9% á árinu og var verðbréfahruninu kennt um en nú er ljóst, að hann verður 3,5% og aðeins örlitlu minni á næsta ári. Ótfðindin eru hins vegar þau, að verðbólga verður líklega nokkru meiri á næsta ári og enn sem komið er hefur þenslan ekki dregið úr atvinnuleysinu. í skýrslu um efna- hagsþróunina innan EB segir einnig, að Frakkland, Vestur-Þýskaland og Benelux-löndin muni á næsta ári taka við af Bretlandi, írlandi og Spáni sem burðarásar hagvaxtarins. Enn vantar mikið á jöfnuð í við- skiptum EB-rfkjanna innbyrðis og hafa Vestur-Þjóðveijar sérstöðu eins og oft áður. A þessu ári munu þeir hagnast verulega á viðskiptum sínum við önnur ríki, jafnt innan EB sem utan. Meiri jöfnuður hefur hins vegar náðst í viðskiptum EB alls og Banda- rílqanna og hafa Bretar og Spán- veijar axlað þyngstu byrðamar í því efhi. Goðsögnin um Stakhanov komin undir græna torfii Sovétríkin: Stakhanovitsar allra landa, heQið upp harmagrátinn. Hetjan ykk- ar hefur verið vegin og léttvæg ftmdin. Alexei Stakhanov, sem braut 102 tonn á einni vakt i úkrainskri kolanámu, var ekki einn að verki, hann hafði tvo aðstoðarmenn sér við hlið. Þar að auki sá kommúnistaflokkurinn á staðnum um að skipuleggja afrekið. Þannig hljóðaði helgarfréttin f blaði sovésku æskulýðssamtak- anna, Komsomolskaja Pravda, og með henni leið út f loftin blá ein- hver lífseigasta goðsögnin, sem áróðursvél kommúnismans hefur kornið á kreik. Hún var á þá leið, að Alexei Stakhanov, 29 ára gam- all, hefði einn og óstuddur brotið 102 kolatonn á sex tfma vakt að- faranótt þess 31. ágúst árið 1935. Eru það nærri 15-föld afköst hvers meðalmanns. Sovéski verkfræðingurinn B. Fedorov hefur nú dregið fram í dagsljósið gömul skjöl og upplýst, að Stakhanov hafi haft tvo menn með sér auk þess sem kommúnista- flokkurinn hafi skipulagt allt sam- an til að verða við kröfum Stalíns um fleiri „hetjur". Þeim sem vissu var sagt, að segðu þeir frá, yrði litið á þá sem „stórhættulega óvini". í blöðunum var Stakhanov haf- inn upp til skýjanna og afrek hans haft til marks um, að „engir múrar væri svo sterkir, að þeir stæðust sókn bolsevismans". Það fór líka svo, að innan hálfs mánaðar var búið að slá metið fimm sinnum og komst einn maður f 311 tonn á vaktinni. Stakhanov var hins vegar brautryðjandinn og hann skrifaði bók um reynslu sína, sem hét Að- ferðin mín. Það er alltaf sárt að sjá bak gamalli goðsögn og Komso- molskaja Pravda reynir að draga úr sárasta sviðanum: „Hér var þó vissulega um að ræða mikið afrek, hvað sem hver segir, og skiptir engu þótt hann hafi haft tvo til hjálpar." (Heimild: The Independent) ísrael: Segist munu berja niður uppreisnina Jerúsalem. Reuter. YITZHAK Shamir, forsætisráð- herra ísraels og leiðtogi Likud- flokksins, hét því i gær að bæla niður uppreisn Palestínumanna á hernumdu svæðtmum sigraði hann í kosningunum 1. nóvem- ber. „Likudflokkurinn mun beija upp- reisnina niður,“ sagði Shamir við mikinn fögnuð stuðningsmanna sinna á kosningafundi í Jerúsalem í gær. „Við munum sýna aröbum innan og utan landamæranna, að þeir fá engu framgengt með of- beldi." Málefni Palestínuaraba, 1,75 milljóna manna, á Vesturbakkanum og á Gazasvæðinu eru nú orðin helsta kosningamálið og hugmynd- in um sérstakt ríki Palestínuaraba á hemumdu svæðunum er einnig mikið rædd. Shamir sagði hins veg- ar í gær, að slfkt ríki gæti hrundið af stað ^þriðju heimsstyijöldinni. Reyndu ísraelar að uppræta það kæmu arabaríkin öll þvf til hjálpar, Austur-Evrópurfkin einnig og jafn- vel sum Vestur-Evrópuríki. í gær skutu fsraelskir hermenn til bana fimm ára gamlan dreng á Vesturbakkanum og er hann sá yngsti, sem fallið hefur í 10 mán- aða gamalli uppreisn Palestínu- araba. Nóbelsverðlaun: Ríkisrekstr- arkenningar Stokkhólmi. Frá Erik Liden, fróttaritara Morgunblaðsins. FRANSKI hagfræðingurinn Maurice Allais hlaut f gær Nóbels- verðlaunin f hagfræði fyrir rann- sóknir á því hvemig mestri hag- kvæmni verði náð f rekstri rfkis- rekinna einokunarfyrirtækja. Allais er fæddur árið 1911 f Parfs og fremstur þeirra, sem kenndir eru við nýja skólann f frönskum hag- fiæðirannsóknum. Er hann jafnt kunnur fyrir nýjar grundvallarkenn- ingar sem nánari útfærslu fyrri kenn- inga. Sem dæmi um athuganir Allais nefnir vísindaakademían umferðar- öngþveitið í stórborgum nú á dögum en Allais vill skattleggja þá sem eru á ferð á mesta álagstfmanum. Sjá bls. 21. Reuter Nunnur í uppreisnarhug Fimm nunnur í karmelítaklaustri skammt frá New York í Bandaríkjunum hafa lokað sig inni á sjúkradeild klaustursins til að mótmæla þeim breyt- ingum, sem príorinnan hefur beitt sér fyrir. Má af þeim nefna, að nú er komið sjónvarp í klaustrið, myndbandstæki, hljómflutningstæki og alls kyns sælgæti er ekki langt undan. Segjast nunnumar hafa gengið í klaust- ur til að snúa baki við skarkala heimsins en ekki til að glápa á bíómynd- ir. Príorinnan, sem er hér að ofan, vill ná sáttum við þær systur en legg- ur um leið áherslu á, að kirkjan og klaustrin verði að laga sig að nýjum tíma.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.