Morgunblaðið - 19.10.1988, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 19.10.1988, Blaðsíða 35
MORGUNBLABIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. OKTÓBER 1988 35 Kletturinn í hafínu er hættulegt sker eftir Tómas Inga Olrich Það hefur heyrst í viðvörunar- bjöllunni öðru hvoru siðastliðin ár. Nú hringir hún svo til stöðugt. Og við erum enn önnum kafín við að sannfæra okkur sjálf um, að kvikni í þá brennum við inni saklaus og með góðan málstað. Hvorugt er þó rétt. Það er að vísu rétt að við eigum að nýta auðlindir okkar skjmsam- lega, umfram alit hafið, sem af- koma okkar byggist að mestu leyti á. Hins vegar gildir það ekki um hvali af þeirri einföldu ástæðu, að þá auðlind eigum við ekki. Sam- kvæmt skilgreiningu Hafréttarsátt- mála Sameinuðu þjóðanna eru hval- ir ekki auðlind neins einstaks ríkis. Nýting þeirra er háð samkomulagi þjóða í millum. „Ríki skulu starfa saman með vemdun sjávarspendýra í huga og skulu, hvað hvali snertir, einkum starfa á vettvangi viðeig- andi alþjóðastofnana að vemdun og stjómun þeirra og rannsóknum á þeirn." (65. gr.) Aiþjóðahvalveiðiráðið er sú stofn- un alþjóðleg, sem um hvalveiðar ijallar, og fellur hún undir skilgrein- ingu Hafréttarsáttmálans sem vett- vangur fyrir alþjóðlegt samstarf um nýtingu sjávarspendýra. Hvalveiði- ráðið hefur ekki failist á vísinda- veiðar íslendinga. Það hefur ítrekað gert athugasemdir við þessar vísindaveiðar og bent á að þær sam- ræmist ekki fyllilega skilgreiningu ráðsins á rannsóknarheimildum. Is- lendingar hafa ekki tekið þær at- hugasemdir til greina. Sjávarút- vegsráðherra íslands hefur jafnvel gengið svo langt að hóta úrsögn úr Hvalveiðiráðinu. Samþykktir Hvalveiðiráðsins em ekki bindandi fyrir þær þjóðir, sem þar sitja. Það er hins vegar Hafrétt- arsáttmálinn, fyrir þær þjóðir, sem hann hafa samþykkt. Islendingar em því bundnir að fara að tilmælum Alþjóðahvalveiðiráðsins af sátt- Tómas Ingi Olrich mála, sem þeir hafa samþykkt og átt vemlegan og verðugan þátt í að gera. Nú þegar nota Islendingar þennan sama sáttmála til að hafa áhrif á laxveiðar Færeyinga. Það er orðtak á íslandi að með lögum skuli land byggja. Það á ekki síður við um hafið og heiminn. Lög og alþjóðlegir sáttmálar em ekki síst stoð og stytta hins smáa í samfélagi þjóðanna. Við getum ekki vitnað í lög þegar þau koma okkur vel og horft fram hjá þeim þegar þau skerða rétt okkar. Það em margar þungvægar ástæður fyrir því að við eigum að breyta um steftiu í hvalveiðimálum. Hér skulu taldar þær þyngstu: 1. Okkur ber að hlíta fyrirmælum Alþjóðahvalveiðiráðsins, því Haf-' réttarsáttmáli Sameinuðu þjóðanna skuldbindur okkur til þess. Við eig- um því að fara í einu og öllu eftir ábendingum Alþjóðahvalveiðiráðs- ins, leggja áætlanir okkar um vísindaveiðar undir ráðið og breyta þeim í samræmi við samþykktir þess. 2. Eitt mesta hagsmunamál ís- lendinga er baráttan gegn mengun hafsins. Helsta vopn okkar í þeirri baráttu er hafréttarsáttmálinn. FRÉTTABRÉF um málefni aldr- aðra hjá Reykjavíkurborg sem sent er öllum Reykvíkingum 67 ára og eldri er nú komið út í 3. skipti & þessu ári. Félags- og þjónustumiðstöðvar hjá Reylqavíkurborg eru nú orðnar 9 talsins sem opnar eru fyrir alla Reykvíkinga 67 ára og eldri. Fjölbreytt vetrarstarf er nú hafið á öllum stöðunum og kennir þar margra grasa. Fyrir utan hár- greiðslu, fótsnyrtingu, baðþjónustu og matarþjónustu eru í gangi flöl- breytt námskeið í smíðum, handa- vinnu, teiknun og málun, sundi, bókbandi, íþróttum, leirmunagerð, ensku o.fl. maconde formen MADE M RpnTUQAL Glæsileg herraföt Vörumerkiðtryggir gæði og bestu snið Macondeverksmiðjurriar eru meðal stærstu karlmannafataverksmiðja í Evrópu og stærstar í Portúgal. Við bjóðum lægsta Evrópu-markaðsverð. Karlmannaföt kr. 3.995,- til kr. 9.900,- jakkar kr. 4.995,- Terylenefrakkar kuldafóðraðir kr. 4.760,- úlpur kr. 2.240,- og 3.400,- terlynebuxur kr. 1.195,- 1.595,- 1.695,- 1.795,- og 1.995,- Skólavörðustíg 22, sími 18250. Helstu stuðningsmenn okkar í því stríði eru náttúruvemdarmenn, einkum þeir sem láta sig málefni hafsvæða varða. Með hvalveiði- stefnu stjómvalda hefur hafréttar- sáttmálinn verið virtur að vettugi, náttúruvemdarsamtök hafa verið virlquð til átaka við íslendinga, þjóðin hefur verið einangruð á al- þjóðavettvangi og spyrt saman við rányrkjuþjóðir eins og Japani. 3. Líkindi til þess, að íslendingar geti í framtíðinni nýtt sjávarspen- dýr í fullu samkomulagi við aðrar þjóðir og innan þess ramma sem alþjóðlegir sáttmálar setja, minnka jafnt og þétt eftir því sem stjóm- völd ganga lengra í þvermóðsku sinni í hvalamálinu. Sjávarútvegsráðherra hefur get- ið sér orð fyrir að vera staðfastur. Það getur verið kostur, einkum ef menn hafa rétt fyrir sér, stefna í rétta átt. í hvalveiðimálinu er stefna hans ekki rétt. Hún ber ekki vott um staðfestu heldur þvermóðsku. Þar er ekki siglt í höfti, ekki einu sinni milli skers og báru. Kúrsinn er tekinn beint á skerið. Um þessa stefnu er ekki eining með íslendingum, sem betur fer. Höfundur er menntaskólakennarí i Akureyrí. Morgunblaðið/Snorri Böðvarsson Hrefiiu rak á land fyrir skömmu rétt innan við Ólafsvík. Dauða hreftiu rak á land við Ólafsvík Óla&vfk. MIKIÐ er rætt um hvali þessa dagana, Qölda þeirra i höfimum, hvalveiðar íslendinga og hvernig bregðast skal við auknum mót- mælum útlendinga gegn veiðum okkar. Sjómenn tala um að mikið beri á smáhvölum á miðunum. Háhym- ingar sáust nýlega á sundi rétt við hafnargarðinn hér $ Ólafsvík og nú einn morguninn fannst hrefna rekin á land við ósa Hvalsár hér rétt inn- an við bæinn. Ekki er ljóst hvemig hún hefur drepist en mikið brim var nóttina sem hana rak upp. Vetrardagskrá fé- lagsstarfs aldraðra hjá Reykjavfkurborg VIUUM VIÐ ÓBREYTT KOSNINGALÖG EÐA IIÍY Mi-VAHN /imNN? Á stefnuskrárráðstefnu Sjálfstœðisfélagnna í Reykjavík skiptir álit allra sjálfstœðismanna máli. Þarvinnumvið saman að mótun stefnunnar. Hvað t.d. um... ... kvótakerfi í landbúnaði og sjávarútvegi? ... jafnrétti og jafnan kosningarétt? ... ríkisútgjöld og skattheimtu? ... jafnrétti karla og kvenna til launa og starfsframa? ... frelsi einstaklingsins og félagslega samhjálp? ... íbúðir og hjúkrnn fyrir aldraða, Iffeyrisréttindi öryrkja o.fl.? ... almennan rétteinstaklingsins f þjóðfélaginu? SJÁLFSTÆÐISFÉLÖGIN f REYKJAVÍK TAKTU ÞÁTT f MÓTUN STEFNUNNAR Hlttumst f Valhöll laugardaginn 22. október kl. 9:30. Við tökum daglnn f að rœða um stjórnarskrána, jafnréttismál, umhverfismál, neytendamál, byggðamál, atvlnnumál, mennta- og mennlngarmál, utanríkismál og málefni Sjálfstœðlsflokkslns. Þetta verður góður dagur!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.