Morgunblaðið - 19.10.1988, Page 37

Morgunblaðið - 19.10.1988, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. OKTÓBER 1988 37 frá Lambanesi og áttu þau tvö böm, Guðfinnu sem giftist Magnúsi Gam- alíelssyni og Hartmann sem kvænt- ist Maulu Magnúsdóttur. Gekk Ólöf þeim í móðurstað. Þau ólöf og Páll eignuðust þrjá syni, Kristin, kvæntan Magneu Júlíusdóttur, Eggert Reynarð, kvæntan Björgu Maggý Guðmundsdóttur, og Rögn- vald Guðmund sem er ókvæntur. Heimili þeirra Ólafar og Páls var Qölmennt menningarheimili og þar var bókasafn sveitarinnar varðveitt. Um haustið 1918 brann húsið að Illugastöðum og allt innbú til kaldra kola. Úr bmnanum tókst þó að bjarga bókasafni sveitarinnar. Eftir bmnann var bærinn endurbyggður og bjuggu þau þar til ársins 1930 er þau fluttu til Ólafsfjarðar þar sem Páll andaðist árið 1938. Á Iliugastöðum gekk Ólöf að allri almennri sveitavinnu innan húss og utan og sló með orfi og ljá ef svo bar undir. í ólafsfirði vann hún við saltfiskverkun, vaskaði fisk, saltaði og breiddi á reiti. Og hvemig leit þessi kona út? Hún var liðlega meðalhá, spengilega vaxin, kvik í hreyfíngum, bláeyg og svipurinn glaðlegur. Haustið 1944 tóku þau ólöf og Sigursveinn D. Kristinsson, tón- skáld og skólastjóri, að búa saman en síðar stofnuðu þau til formlegs hjúskapar. Nú þegar hún kveður er samfylgd þeirra því orðin fjöru- tíu og fjögur ár. Sigursveinn starf- aði um áratuga skeið að ýmiss kon- ar verkalýðs-, félags- og tónlistar- málum. Lengst af fór hluti af þess- ari starfsemi meira og minna fram á heimili þeirra, bæði einkakennsla, hópkennsla og kóræfingar, þar til Tónskóli Sigursveins eignaðist eigið húsnæði. Heimili þeirra var því oft sannkallaður samkomustaður, en öll var þessi starfsemi sameiginlegt áhugamál þeirra beggja. Ólöf og Sigursveinn bjuggu fyrst í Ólafsfirði um árabil, síðan á Siglu- fírði, en höfðu nú siðasta aldarfjórð- ung átt heima í Reykjavfk. Aðstaða aldamótakynslóðarinnar til skólanáms var nokkuð frábmgð- in þeim tækifæmm sem nú bjóðast ungu fólki, og ekki gátu allir sinnt hugðarefnum sfnum. „Það var ekki fyrr en ég var orðin sjötug að ég gat leyft mér að gera það sem mig hafði lengi langað til, að læra að mála. Mig hafði raunar lfka langað til þess að læra að leika á eitthvert hljóðfæri, en það gat ég aldrei. Ég kann þó nokkrar nótur svo að ég get spilað fyrir sjálfa mig. En aðrir hejra það, aldrei og þú skalt ekki fara með það lengra." (Tfminn 3. nóv. 1974.) Og hvers konar myndlist var henni hugstæð sem bami. „Þegar ég var bam langaði mig til að teikna og mála. Mig langaði að teikna fjöll og landslag. Seinna þegar ég fór að nema, orðin roskin kona, var ég dálítið fanatfsk i þessu. Ég vildi alltaf sjá af hveiju myndin ætti að vera. Ég var í gamla tíman- um að því leyti." (Mbl. 3. nóv. 1974.) Um sjötugt hóf hún að iðka myndlistamám í Myndlistaskólan- um og þar nam hún í fímm ár. Hvemig skyldi ólöfu svo hafa lfkað við kennara sfna og hvers konar myndlistariðja var henni hug- leiknust? „En svo fór ég að læra. Ég var undir handleiðslu þeirra ágætu manna Hafsteins Austmanns, Hrings Jóhannessonar og Skarp- héðins Haraldssonar. Þeir veittu mér ómetanlega tilsögn. Og það var eiginlega Skarphéðinn og raunar þeir allir sem ýttu á það að ég færi út í „fantasfur". Og ég fann að það átti betur við mig og ég náði stundum þeim árangri sem hafði vakað fyrir mér.“ (Mbl. 3. nóv. 1974.) Nú var mnnin upp langþráð óskastund eftir sjö áratugi; fimm vetra leiðsögn í myndlist, léreft, lit- ir og penslar. Ólöf sinnti heimili sínu og gestum og öðmm, sem þangað áttu erindi en tómstundir næstu tvo áratugi og tæpum þremur ámm betur vora gjaman notaðar til þess að tjá end- urminningar og skýra frá ýmsum hugmyndum, með pensli og litum á léreft. Hér eiga vel við orð Cicero í bókinni „Um ellina": „Ávöxtur ellinnar er svo sem ég hef hvað eftir annað tekið fram, endurminn- ing um gnægð þeirra gagna sem fyrram var aflað." Það fá margir að njóta ávaxt- anna; ættingjar, böm, bamaböm og bamabamaböm, vinir og vensla- menn. Flestir verða að eignast mynd. Það er ekki einungis gaman að gleðjast sjálfur, heldur einnig ljúft að deila ánægjunni með öðmm. Og hvaða endurminningar skyldu nú vera í myndverki af fífu, fólki og blómum? „Hér er mynd sem heitir „Fífa“, segir hún. Mér datt allt í einu fffa í hug. Og þá fór ég að hugsa um að áður fyrri var tínd fífa til notkun- ar. Fólkið þurfti ljós í eldhúsi og við fjósaverkin. Og fífan var tfnd og stöngin af henni tekin og gerður kveikur úr fífuhausnum. Kannski vom fylltir margir ullarpbkar af fífu. Þú sérð á myndinni að innan um fífuna er fjölmargt fólk. Það er að vinna við að tína. Það þurfti forða til vetrarins til að nota í lýsis- lampana. Fólkið var margt fátækt þá og þurfti að birgja sig upp af þessu. Þetta datt mér nú í hug. Mig langaði að hafa fífuna sem tákn, lfka tákn þess að margir námu við fífukveikjarljós. Svo sérðu á efri hluta myndarinnar björt blóm. Það á að tákna skiptingu á tfma- mótum, og þú sérð það er bjart framundan. Eins konar tákn æsk- unnar því að ég er ekki að herma eftir blómunum sem slíkum. Þau em þama frekar sem tákn um að nú sé farið að birta yfír.“ (Mbl. 3. nóv. 1974.) Hvaða ítök átti þjóðtrúin í lítilli telpu norður í Fljótum í upphafi þessarar aldar? Stutt huldufólks- saga úr bemsku er skráð, en ekki með penna á blað, heldur litum á léreft. En hvemig hljómar sagan ef pensillinn er lagður til hliðar og sögumaður fær orðið og segir frá tildrögum myndar sem nefnist Dvergasteinn? „Jú, þegar ég var bam var stór steinn sem ég kom oft að. Ég fór þar hjá þegar ég var að reka kým- ar. Þá var ég sannfærð um tilvist huldufólksins og þóttist viss um að það byggi í þessum steini. Ég var ekki hrædd við huldufólk og mig langaði þessi lifandis ósköp til að færa því eitthvað. Ég sagði ein- hveiju sinni við mömmu mfnæ „Æ, gefðu mér nú stærsta ýsubandið þegar hann pabbi kemur af sjón- um.“ Næsta morgun rogaðist ég með bandið og lagði það við stein- inn. Ég var ekki hraedd en samt hljóp ég f burtu eins og fætur tog- uðu. Fiskurinn hvarf og ég trúði því að huldufólkið hefði þegið gjöf- ina mfna. Einu sinni fór ég með hagldabrauð og sykur út að steinin- um þegar pabbi kom úr kaupstaðn- um. En ég flýtti mér alltaf í burtu. Þessi mynd á að vera tákn þessa, þjóðsögulegs eðlis, en það var vem- leiki fyrir mig þegar ég var lítil stúlka. Þetta reyni ég að segja í myndinni." (Mbl. 3. nóv. 1974.) Og hvað vill Ólöf segja stjúp- dóttur sinni, sem ólst upp hjá henni? Nú er dóttirin gift útgerðarmanni og þau fá að sjálfsögðu mynd, reyndar hvort sína mynd. „Við skulum taka héma tvær aðrar myndir. Þessi fiskamynd hér á sér sögu. Þegar maðurinn, sem á þessa mynd, var ungur, var hann fátækur. En hann var framsýnn og hefur gengið vel og gert vel við sitt fólk og hugsað vel um sín skip. Þessi mynd er tákn velgengni hans og þess jákvæða hugar, sem hann hefur sýnt öðram.- Hin myndin heit- ir „Samferða“. Konan hans á þá mynd og hún er tákn til þeirra beggja hjónanna. Tákn þess að konan háns hefur staðið með honum og stutt hann og þau hafa verið samhent og einhuga f hveijum hlut.“ (Mbl. 3. nóv. 1974.) Hér gerist það reyndar sem al- kunna er, að lýsingar og ummæii um aðra geta einnig átt við þann sjálfan er mælir. Fullt jafnræði var með Ólöfu og eiginmönnum hennar. Einhugur og samheldni ríkti. Seinni mann sinn hvatti hún í námi, bæði hér heima og erlendis. Síðar hvatti hann Ólöfu er hún stundaði sitt nám. Þau höfðu og samráð um allar meiri háttar ákvarðanir. Ólöf naut sígildrar tónlistar. „Mér hefur alltaf fundist að allar listir væm skyldar og þó er það einkum tónlistin sem ég dái. Mest finnst mér koma til Mozarts. Tón- list hans snertir hjarta mitt dýpst, þó ég dáist lfka bæði að Beethoven og Bach.“ „Finnurðu beint samband milli tónlistar og lita?“ „Já, svo sannarlega. Mér fínnst að tónlistin kristallist stundum hjá mér í litunum, eftir því sem mín geta og hæfni til tjáningar leyfir." (Alþýðublaðið 5. nóv. 1974.) Ólöf var mikil stemmningskona. Á heimili þeirra Sigursveins var alla tíð mjög gestkvæmt. Þangað lá straumur ættingja, vina og venslamanna, auk annarra. Allir vora aufúsugestir. Bæri menn skyndilega að garði, vom oft bakað- ar pönnukökur og hellt upp á kaffí. Aldrei kom ánnað til greina en veit- ingar væra fram bomar og málin rædd. Á slíkum stundum kom mér stundum í hug þéssi hending úr ljóði Jónasar Hallgrímssonar: „Hvað er svo glatt sem góðra vina fundur" þótt guðaveigar ólafar væm að vísu kaffi. Sjálf var hún ávallt svo létt í lund að enginn gat komist hjá J>ví að hrífast með henni, jafnvel á erfiðum stundum. „En þeir sem hafa betri lund og meira ljós í sér, þeim ber náttúrlega skylda til að miðla hinum af því.“ (Tíminn 3. nóv. 1974.) Með þessum orðum lýsir hún sjálfin sér vel. Ólöf naut þess að lesa góðar bækur, jafnt sagnfræðirit sem ævi- sögur. Verk Hallgríms Péturssonar vom hluti af tmarlífi hennar og hún dáði kveðskap Jónasar Hallgríms- sonar. Einn af góðkunningjum úr hópi listamanna var Þorsteinn Valdi- marsson, ljóðskáld, fágætur ljúfl- ingur. Ólöf mat kveðskap hans mik- ils. Þegar hún hélt fyrstu málverka- sýningu sína, þurfti að finna nöfn á allar myndimar. Þorsteinn skáld og cand.theol. reyndist liðtækur við þá leit. Síðdegis laugardag nokkum skoðuðum við myndimar og nöfn vom valin. Ólöf bar fram pönnukök- ur og kaffi; Þorsteinn bauð tóbaks- kom í nefíð og andrúmsloftið neist- aði af gleði og hugmyndaflugi. Skömmu síðar kom Þorsteinn með ljóð, handskrifað á blaði. Hann nefndi það Myndveður. Það var um málverkin og sór sig í ætt við þau og var birt f fyrstu sýningarskrá Ólafar, sem merkti myndir sfnar Gríma. Myndveður Mjallkollar, gullkollar! mild er tíðin í málverkinu ykkar, - og hvorki frostið né Qármannahriðin. Þið eigið svo gott að þið gegnið eigi, þó sólir bjóði frá björhun vegi „góðan dag, guUkoUar, góða nótt, mjaUkoUar." í töfraðan garð á undarlegu engi kom andartakið sæla og nam þar staðar. — Já, hvenær var það nú, - og verður það lengi? Þorsteinn Valdimarsson Hringur Jóhannesson, listmálari, liðsinnti vel við val mynda á þessa sýningu og veitti góð ráð við upp- setningu þeirra í sýningarsal List- munahússins. Ólöf hélt tvær einkasýningar og tók þátt í nokkram samsýningum. Árið 1985, í lok kvennaáratugarins, var henni og Sigurlaugu Jónas- dóttur sýndur sérstakur heiður er Listahátfð kvenna bauð þeim tveim- ur að sýna verk sína í húsakynnum Listasafns ASÍ. Ólöf var aldursforseti þessarar listahátíðar en um þær mundir varð „ hún níræð; enn vel em. „Ég hefí alltaf haft sérstakar mætur á dýrð sólarlagsins og sólar- uppkomunnar. Þetta kallar fram í mér löngun til að mála.“ (Alþýðu- blaðið 5. nóv. 1974.) Kvöld nokkurt fyrir mörgum ámm vomm við Ólöf f eldhúsinu hjá henni. Það var bjart yfir og falleg kvöldsól. Allt í einu bendir hún út um vesturgluggann í átt til sólarlagsins og segir: „Það er ein- hvem veginn svona á þennan hátt sem mig langar til að svífa þegar að því kemur, og ég held að það sé einmitt dásamlegt." Og skömmu seinna málaði hún mynd af hafinu; sterkrauð sólin var að setjast við hafflötinn, en í for- gmnni var strönd, hálfrokkin, og á henni stóðu nokkrir menn sem horfðu út á hafið. En skammt frá landi mátti sjá mann róa lftilli kænu í átt til sólarlagsins. Þetta var víst Feijumaðurinn sjálfur. Og á sunnudegi, fyrir rúmri viku, þegar hún sjálf sveif, var fagurt veður. Og síðdegis þegar aftnaði, horfi ég í vesturátt jrfir borgina og fylgist með kvöldsólinni. Hún er gul; tregi sumarsólarinnar er horf- inn og guli liturinn er gæddur mildi og rósemi og breiðir úr sér á vestur- himninum. Léttur grámi er í kring og sums staðar myndar hann eins og fínleg „blýantsstrik". Smá ský- hnoðrar em rétt ofan við hafið, sundurlausir. Nú nálgast gul sólin hafflötinn, sem er nærri því sléttur, þótt öldur bifist mjúklega við sjón- deildarhring. Það rofar enn betur til og skjmdilega glampar gul og mild sólin á haffletinum. Þegar ég held áfram að horfa í átt til hafs, þá sé ég að sólin blikar á haffletin- um og hann endurvarpar ótrúlega skæmm geislum í átt til mín. Og á einhvem svipaðan hátt ljómar nú minningin um ömmuna — geislar — eins og minning um kvöldsól frá haffleti. Blessuð sé minning Ólafar Grfmeu Þorláksdóttur. Sverrir Kristinsson t Hjartans þakkir til ykkar allra sem auðsýnduð okkur samúö og vinarhug við andiót ot útför sonar okkar, bróður og mógs, HAUKS LEIFSSONAR. Guð blessi ykkur öll. Sólveig Hervarsdóttir, Leifur Ásgrímsson, Linda H. Lelfsdóttir, Óskar Slgvaldason, Rúnar J. Garðarsson, Rochelle Garðarsson. t Við þökkum innilega samúð og vinarhug viö andlót og útför, HELGA JÓNSSONAR, frabakka 6. Fyrir hönd systkina og annarra vandamanna, Guðný Gfsladóttir, Jón G. Jónsson. t Innilegustu þakkir sendum við öllum þeim, er sýndu okkur samúð og vinarhug við andlót og jaröarför eiginmanns mfns, föður okk- ar, tengdafööur og afa, 1ÓNS ÞORSTEINSSONAR, Mýrakoti. Ragnhelður Jónsdóttlr, Ingibjörg Jónsdóttlr, Bjarnl Á. Jóhannsson, Sigrfður Jónsdóttir, Óskar Hjaltason, Anna Kristfn Jónsdóttir, Reynir Svelnsson, Jón Jónsson, Elfsabet Sveinbjörnsdóttlr og barnabörn. t Þökkum auösýnda samúð og vinóttu við andlót og útför manns- ins míns, föður míns, stjúpföður og bróður, BJÖRNS HARALDSSONAR stýrimanna, Borgarholtsbraut 74. Aldfs P. Guðbjömsdóttlr, Haraldur Björnsson, Grótar Haraldsson, Hrafnhlldur Guðmundsdóttlr, Slgurjón Haraldsson. Birting afmælis- t Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur hlýhug og samúð við frófall og útför föður okkar, tengdaföður og afa, JÓNS FRIÐRIKSSONAR (JOHN BATES), Öldugötu 5, Hafnarflrðl. Ellen Hilda Bates, Fredrick Alan Jónsson, Margrét Petra Jónsdóttlr, Eggert Ól. Jónsson, Óskar John Bates, Oddný Stella Óskarsdóttir, Marfa Sallý Jónsdóttlr, Steingrffnur Matthfasson, Inglbjörg Sigrfður Jónsdóttlr, Siguröur P. Jónsson, Svelnn Auðunn Jónsson, Árdfs Markúsdóttir og barnabörn. og minningargreina Morgunblaðið tekur af- góðum fyrirvara. Þannig verður mælis-. og minningargreinar grein, sem birtast á í miðviku- til birtingar endurgjaldslaust. dagsblaði að berast síðdegis á Tekið er við greinum á rit- mánudegi og hliðstætt er með stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðal- greinar aðra daga. stræti 6, Reykjavík og á skrif- stofu blaðsins í Hafnarstræti í minningargreinum skal hinn 85,'AlturejTÍ. látni ekki ávarpaður. Ekki era Athygli skal á því vakin, að tekin til birtingar frumort ljóð greinar verða að berast með um hinn látna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.