Morgunblaðið - 19.10.1988, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 19.10.1988, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. OKTÓBER 1988 Útgefandi Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aðstoðarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst IngiJónsson. . Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, pími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 70 kr. eintakið. Hlutur ríkisins of stór Staðrejmdin er sú að á ís- landi eru úreltar fjármála- stofnanir sem veita ekki þjón- ustu á því sviði í takt við tímann. Alltof mörg fyrirtæki á íslandi eru ríkisrekin og sér- staklega á það við um banka. Ríkisbankamir á íslandi höfðu á sl. ári 72,8% af innlánum en einkabankamir aðeins 27,2%. Hvergi á byggðu bóli er slík hlutföll að fínna utan kommún- istaríkjanna." Þannig komst Edda Helgason, aðstoðarfram- kvæmdastjóri breska flármála- fyrirtækisins Sleipner, að orði á ráðstefnu Stjómunarfélags íslands í síðustu viku. Umræðumar um ríkisrekst- ur á bönkum hafa verið miklar á undanfömum misserum. Enn hefur ekki verið gengið til þess verks að selja Útvegsbanka íslands eða stokka upp banka- kerfíð eins og lengi hefur verið á döfinni. Ætti að vera óþarfí að minna á hve margir hafa vakið máls á því, að uppskurð- ur á hinu rflcisrekna banka- kerfí sé tímabær til að fjármál- alíf nái að þróast hér með sama hætti og í öðrum löndum, sem ekki búa við forsjárhyggju kommúnismans. í stjómmálumræðum verður mönnum gjaman tíðrætt um „ófreskjuna" á ijármagns- markaðnum og láta þá margir eins og þar megi einhveijir einkaaðilar sín svo mikils að þeir geti ráðið ferðinni. Eins og tölumar hér að ofan sýna höfðu ríkisbankamir 72,8% af innlánum á árinu 1987 en einkabankar aðeins 27,2%. Stjómmálamennimir sjálfír velja bæði í bankaráð og emb- ætti bankastjóra í ríkisbönkun- um, þannig að þeir hafa þar undirtökin. Hlutur ríkisins í flármálalíf- inu er meiri hér en annars stað- ar í svipuðum þjóðfélögum. Undan þeirri staðreynd verður ekki vikist. Menn hljóta að líta til hennar til dæmis núna, þeg- ar nýr fjármálaráðherra, Ólaf- ur Ragnar Grímsson, boðar að skuldareikningar síðustu ríkis- stjómar, eins og hann kýs að kalla stöðu ríkissjóðs þegar hann tekur við stjóm hans af Jóni Baldvin Hannibalssyni, kalli á skuldaskatt upp á 5 til 9 milljarða króna. ólafur Ragnar Grímsson hefur ekki farið dult með, að hann ætlar sér stærri hlut af aflafé manna en forverar hans í fjármála- ráðuneytinu og stefnir mark- visst að því að hækka skatta. Hin svarta mynd sem hann dregur upp af stöðunni í ijár- málaráðuneytinu þegar hann tekur við lyklunum þar úr hendi formanns Alþýðuflokks- ins, sem er burðarás í ríkis- stjóm Steingríms Hermanns- sonar núna, er meðal annars kynnt til að réttlæta hina auknu skatta sem nú em á döfínni. Nú er svonefndur Atvinnu- tryggingasjóður að hefja starf- semi sína. Ríkisstjóm Steingríms Hermannssonar kom honum á fót til að auka enn hlut ríkisins í lána- og peningastarfseminni. Sjóður- inn á í stuttu máli að taka við, þar sem þróttur hins ríkisrekna bankakerfís þrýtur. Hann er einskonar framlenging á því. Mál eru tekin undan þeirri fag- legu meðferð, sem þau eiga að jafnaði að fá innan bank- anna, og sett undir stjóm sem varð til við myndun ríkisstjóm- arinnar og þar sem formennsk- an var lögð að jöfíiu við ráð- herrastól af Stefáni Valgeirs- syni, þeim aðila stjómarsam- starfsins, sem telur að stjóm- mál snúist um fyrirgreiðslu í krafti opinberra Áármuna, þar sem allur almenningur borgar brúsann að lokum. í setningunni, að hvergi á byggðu bóli utan kommúnist- aríkjanna sé slík hlutföll að fínna í peninga- og fjármála- umsvifum ríkinu í hag sem hér kann að leynast mikil skýring á mörgu, sem úrskeiðis hefur farið í framvindu íslenskra efnahagsmála. í henni er einn- ig meiri broddur en ella fyrir þá sök, að í kommúnistaríkjun- um er allt á hraðri niðurleið eftir áralanga stöðnun í efna- hagslífínu. Meira að segja þar sjá menn sér þann kost vænst- an að reyna að létta tök ríkis- ins með einhveijum hætti og leyfa einstaklingum og fyrir- tækjum að ráða meiru um ráð- stöfíin á aflafé sínu en áður. Annað er uppi á teningnum hjá okkur. Ríkisstjómin sem nú situr ætlar að auka íhlutun og afskipti sín á fjármálasvið- inu eins og annars staðar um leið og seilst verður dýpra ofan í vasa skattborgaranna en við höfum áður kynnst. F lugleiðir munu á næstu þrem ur árum endurnýja al- gjörlega flugkost sinn í milli- landafluginu. DC-8 og B727 þotumar víkja fyrir B737-400 og B757-200 þotum sem þeg- ar hafa verið pantaðar hjá Boeing-verksmiðjunum. Vo- rið 1987 skrifuðu forráða- menn félagsins undir samn- ing við Boeing-verksmiðjum- ar um kaup á tveimur B737- 400 þotum og kauprétt á tveimur til viðbótar. Um þess- ar mundir er síðan verið að ganga frá samningum við sömu verksmiðjur um kaup á tveimur B757-200 þotum og kauprétt á þeirri þriðju. Sam- anlagt kosta þessar sjö þotur kringum 10 miiyarða króna. Til að átta sig betur á verðinu má nefna aðra viðmiðun: Meðalverð á sæti í nýrri far- þegaþotu er í dag milli 8 og 10 milljónir króna — svipað og meðalraðhús i Reykjavík kostar í dag. B737-400 þotan hóf almennt &rþegaflug í þessum mánuði. Lengd vira o ar. Þá þarf kringum 170 lítra af málningu til að mála merki og lit viðkomai FLUG LEIÐIR Millilandaflugflotin umýjaður á þremur Fjölmörg atriði þarf að skoða þegar endumýja skaí flugflota flug- félags. Ýmsum fínnst kannski ein- falt að endumýja fíölskyldubílinn miðað við þessi ósköp hjá flugfélagi en segja má að þetta tvennt sé um margt líkt: Til hvers á að nota tæk- ið — borgarbíll/ferðabíll — milli- landaflug/innanlandsflug? Hversu marga farþega og hve mikinn far- angur og frakt skal það flytja? Hversu stór er fíölskyldan — hveij- ar eru þarfir markaðarins? Hver er eyðslan á hundraðið — hvert er flugdrægið? Hver hefur reynslan verið? Hvað kostar gripurinn? Hvað lánið þið mikið — hvemig era kjör- in? Og enn eitt má nefha — ekki vantar sölumennskuna og áróður- inn frá flugvélaframleiðendum frekar en bflaverksmiðjum. Þijár meginástæður Þrennt kallar einkum á endumýj- un millilandaflugflota Flugleiða: Breyttar aðstæður á markaði, hert- ar reglur um hávaða og aldur núver- andi flugflota. Stöldram við þessi atriði. Meðalaldur DC-8 þota félagsins er nú kringum 19 ár. Flugtími þeirra er tæpir 60 þúsund tímar að meðaltali og þær hafa lent kringum 19 þúsund sinnum. B727 vélamar era heldur yngri, ein 8 ára, ein 20 ára og leiguvélin 13 ára, meðal- flugtími um 35 þúsund tímar og lendingar bráðum 17 þúsund. Langt er þó frá því að vélamar séu að niðurlotum komnar. Líftími þeirra er lengri en svo. Nokkrir tugir þús- unda flugtíma og lendinga mættu bætst við áður en þessar vélar verða dæmdar úr leik. Hins vegar fer ekki hjá því að bilanir komi oftar fram f vélum eftir því sem þær eld- ast og tafír, viðgerðir, varahlutir og röskun á reglubundnu flugi kost- ar stórfé hjá flugfélagi. Um leið og vélamar eldast þarf því að veija meiri vinnu og fjármunum í viðhald. Því má skjóta hér inn að vissu- lega era Fokker vélamar á innan- landsleiðum Flugleiða einnig orðnar aldraðar. Meðalaldur þeirra er yfír 23 ár og viðhaldskostnaður þeirra fer líka vaxandi. En vegna mark- aðsaðstæðna erlendis og gildistöku hávaðareglna verða stjómendur Flugleiða að endumýja þotumar fyrst. Þegar líður á veturinn verður síðan tekin ákvörðun um hvaða vélar leysi Fokker af hólmi. Þar staldra menn einkum við þrjár teg- undin Fokker 50 (sem Fokker verk- smiðjumar kynna sem arftaka F- 27), De Havilland DHC-8-300 frá Kanada og hina frönsk-ítölsku ATR-42. Allt eru þetta álíka stórar vélar, háþekjur og kosta svipað. Víða um heim era yfirvöld nú að herða reglur um hávaða frá flug- umferð. Þessar reglur útiloka ýms- ar gerðir þotuhreyfla sem notaðir hafa verið um árabil. Þannig varð að skipta um hreyfla eða setja hljóð- deyfa á hreyfla DC-8 þota Flugleiða og nú er svo komið að B727 þotum- ar þykja líka hávaðasamar með þessum eldri gerðum hreyfla. (Það hafa sem sé verið stofnuð félög gegn hávaðamengun víðar en á ís- landi!) Þegar rætt hefur verið um áætl- unarflug milli íslands og annarra landa hefur stundum verið minnst á „einokun" íslensku félaganna. Gleymist þá oft að flugfélög allra hinna landanna hafa sama rétt til flugs á þessum leiðum og fslensk félög. Þau hafa hins vegar fram að þessu sýnt takmarkaðan áhuga. SAS og Lufthansa hafa þó byijað flug til íslands og British Airways hyggst taka aftur upp áætlunarflug milli London og Keflavíkur árið 1990. Öll þessi flugfélög bjóða upp á nýjar flugvélar og ljóst er að Flug- leiðir geta ekki verið eftirbátar þessara keppinauta hvað farkosti varðar. Amerfkumarkaður Flugleiða hef- ur tekið miklum breytingum sfðustu misseri og telja forráðamenn fé- lagsins nauðsynlegt að taka mið af því við endumýjun flugflotans. Loftleiðir og síðan Flugleiðir höfðu áður sérstöðu sem félög lágra far- gjalda á Norður-Atlantshafsflug- leiðinni. Hin síðari ár hafa flugfélög beggja megin Atlantshafsins fært sig inn á þennan markað og þótt þau þjóði ekki mörg sæti í hverri vél þá er orðið erfítt eða ómögulegt að fljúga þessa leið með mjög hátt hlutfall farþega sem greiða lægstu fargjöld. Þessi lágu fargjöld era of lág til að þau ein dugi þótt sætanýt- ing Flugleiða sem með því hæsta sem þekkist. Árin 1975 til 1979 fluttu Flug- leiðir um 210-240 þúsund farþega milli Bandaríkjanna og Lúxemborg- ar en næstu árin dró úr flutningum. Árin 1984 til 1987 vora farþegar kringum 200 þúsund en á þessu ári hefur þeim aftur fækkað og gert er ráð fyrir fækkun á næstu áram niður í um 50 þúsund á þess- ari leið. Markaðsstarfsemi Flugleiða beinist því í auknum mæli að því nú að ná farþegum beggja vegna Atlantshafsins sem geta og vilja greiða hærri fargjöld fyrir meiri þjónustu þó að eftir sem áður standi ýmis tilboð um ódýru fargjöldin. Framleiðendur keppa Margt er á boðstólum þegar finna á nýja farþegaþotu og keppa fram- Ieiðendur grimmt um hylli flugfé- laganna. Boeing verksmiðjumar, Airbus og McDonnel Douglas era þekkt nöfn og leiddu athuganir Flugleiðamanna fljótlega í ljós að vélar frá þessum framleiðendum gátu hugsanlega leyst núverandi flugkost af. Ramminn var þessi: Vegna Evrópuflugs kringum 150 manna þotur, flugdrægi 1.500 til 2.000 sjómflur; til Ameríkuflugs um 200 manna þotur með allt að 3.300 sjómflna flugdrægi, og í báðum til- vikum þarf öfluga en spameytna hreyfla af nýrri gerð sem era undir hávaðamörkum. Flugdrægi vélanna er sérstak- lega þýðingarmikið þegar ísland á í hlut. Eftir langt flug yfír úthaf í misjöfnu veðri hvort sem er frá Evrópu eða Bandaríkjunum kemur kannski f ljós að ólendandi er f Keflavfk. Hvar er þá næsti vara- flugvöllur? Er hann á íslandi eða f Skotlandi? Ef varavöllur á íslandi lokast líka nær þá vélin næsta velli til dæmis í Skotlandi? Getur vélin flogið þetta við hvaða veðurskilyrði sem er, fullhlaðin og jafnvel með annan hrejrfíl bilaðan? Ef varavöllur er á íslandi er þá tryggt að um hann sé þannig hugsað að hann nýtist; er hægt að ryðja af honum snjó, mæla hemlunarskilyrði hve- nær sem er og þvflíkt, eins og gert er á vellinum f Keflavík? Allt þetta

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.