Morgunblaðið - 19.10.1988, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 19.10.1988, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. OKTÓBER 1988 Minning: Ólöf Grímea Þor- láksdóttir, (Gríma) Fœdd 25. september 1895 Dáin 9. október 1988 Ólöf Þorláksdóttir móðureystir mín er til moldar borin í dag. Þar hverfur af sjónareviðinu mikili hug- sjónamaður og litríkur pereónuleiki. Mér er nœr að halda að ólöf hafí verið með gáfaðri konum þessarar aldar. Og í hörpu hennar hljómuðu margir strengir. Þau ólöf og Sigursveinn áttu mikinn þátt í uppeldi mínu. Ég bjó hjá þeim tvo vetur á ólafsfírði á unglingsárum. Á heimili þeirra í Garðshomi safnaðist saman ungt fólk til tónlistariðkunar og náms. Og eftir að þau fluttu suður var ég áfram heimagangur. Heimili þeirra stóð öllum opið og þar var samastaður og samkomustaður ólíklegasta fólks og ekki sfst lista- manna og skáida. Og þó að þröngt vœri stundum í búi framanaf var alltaf veisla hjá Sigureveini og Ólöfu. Fyrir utan almennar gáfur og listreena hæfíleika, bjó Olöf yfír merkilegum og ótrúlegum hæfíleik- um til að sjá fram í tímann. Ég upplifði það oft að hún lýsfy fyrir mér því sem átti eftir að gerast. Þannig lýsti hún til dæmis þeim húsakynnum nákvæmlega sem ég vinn f, löngu áður en tii stóð að ég skipti um starf. Og ég vona að við getum staðið við það að í þessu húsi sé reynt að vinna í þeim anda sem Ólöf hafði sem grunntón alla tfð f samskiptum við annað fólk. Ólöf var mikill dýravinur. Mér er minnisstætt þegar við bjuggum á ólafsfírði og hinn norðlenski vet- ur geisaði í sínum vereta ham, að þá fengu þau dýr, sem ekki eru alltaf hátt skrifuð f mannheimum, sinn daglega skammt eins og aðrir og þeim var skammtað á gólfíð í þvottahúsinu. Ólöf Þorláksdóttir var mjög trúuð kona. Ekkert gat hnikað þeirri sannfæringu. Mikið væri ég sáttur að hitta hana aftur í góðu tómi. Hrafíi Sæmundsson Alla þá sem eymdir þjá, er yndi að hugga. Og lýsa þeim sem ljósið þrá og lifa f skugga. Boðskapur þessa erindis lýsir vel lífsviðhorfiim Ólafar móðureystur minnar. Hún bar ekki verk sín á torg. Nú hefur hún lokið sinni löngu og viðburðaríku ævi sem varð rúm- lega 93 ár. Þegar foreldrar mínir giftust 1910 kom Óla fljótlega til þeirra. Átti að vera stutt heimsókn en urðu fjögur ár eða þar til hún giftist fyrri manni sínum, Páli Jónssyni, bónda og sundkennara. Óla varð fyret þeirra mörgu ungmenna sem dvöldu um lengri eða skemmri tíma á heimiii foreldra minna. Allir sem ég hef haft spumir af minnast vem sinnar á Krakavöllum sem einhvere ánægjulegasta tfma æsku sinnar. Engir þó eins og Óla og Æsa Karls- dóttir, sem kom löngu seinna og var lengur. Hana litum við systkin- in á eins og systur okkar. Bæði Óla og Æsa þráðu alltaf Krakavelii og fannst veran þar hafa verið besti tími ævi sinnar. Á Krakavöllum var mjög Qöl- skrúðugur blómagróður, einkum var það í svokallaðri Steklqarekál. Hún var í fjallinu nokkuð framan við bæinn. Þar vom klettabelti efst að norðan og austan en hlíðunum frá þeim eins og skipt í geira niður á jafnsléttu. Þetta var næstum því eins og það væri skipulagt. í einum óx kannski tómt blágresi, í öðmm fjalldalafífíll, þeim þriðja hrúta- berjalyng. Éinnig fínn og grófur burkni auk flölda smærri blóma og jurta. Uppi í klettunum uxu bumi- rót, einir og sigurekúfur. Heima við var líka alls konar holta-, engja- og mýrargróður. Baldurebrá í bæj- arkampinum. Alls þessa blóma- skrúðs minntist óla til æviloka og þráði alltaf að koma í Stekkjarekál- ina. Þegar ég fæddist varð Óia fóstra mín. Hún kallaði mig Didduna hennar Diddu sinnar og kenndi mér að kalla sig Diddu. Þessi nöfn not- uðum við alltaf okkar á milli. óla kenndi mér margt. Oft sagði hún mér sögur frá þessum tímum. Ég leit alltaf á ólu eins og aðra mömmu mína og þannig var samband okkar alla tfð. Vel minnist ég þess þegar Óla kom í heimsókn þeysandi á Byl sínum. Hún sat f söðli f síðu reið- pilsi. Á pilsinu var vasi sem hafði alltaf eitthvað að geyma handa mér. Vei minnist ég að eitt sinn voru það falleg bollapör. Á fullorð- insárum mínum gaf Óla mér eitt sinn peninga og bað mig að kaupa mér eitthvað í búið. Ég keypti ásamt fieiru 8 postulínsbollapör sem minntu mig á þau sem hún gaf mér lítilli. Svona endist bemsku- minningin lengi. Óla var mjög listfeng eins og allar systumar þó aðstæður leyfðu ekki að láta þær gáfur þroskast sem skyldi. Eftir að Óla giftist seinni manni sfnum, Sigureveini D. Kristinssyni, tónlistarmanni, fór hún að mála myndir. Hún fór í Myndlistarekól- ann til þess að fá tilsögn við lita- blöndun og fleira. Hún málaði mik- ið og hélt málverkasýningar, bæði ein og með öðmm. Hún fékk góða dóma. í mörgum verka hennar gætir áhrifa frá minningunni um blómin í Stekkjarekálinni. Óla hafði líka mikla ánægju af söng og góðri tónlist. Einnig var hún mjög ljóð- elsk. Hún hreifst af þessu erindi og raulaði það oft: Vængjum vildi ég berast, í vinda léttum blæ, djarft um ^öll og dali og djúpan reginsæ. Vængjum lfða í lofti við Ijðsblátt sólarhvel, vængjum sælum svífá með sigri yfir líf og hel. (Þýtt úr sænsku af Steingr. Thorst.) Nú auðnast henni flugið til æðri heima. Ég þakka Diddu minni fyrir allt. Magna Sæmundsdóttir Látin er í hárri elli Ólöf Grímea Þorláksdóttir. Ólu frænku kynntist ég fyret þegar hún og eiginmaður hennar, Sigureveinn D. Kristinsson, bjuggu um tíma á Siglufirði. Ég var sendur til þessa frændfólks míns í fóstur, þá á nfunda ári, f þeim tilgangi að læra að spila á hljóðfæri. Sigureveinn var skólastjóri Tón- skóla Siglufjarðar og hafði umsjón með músfkuppeldi mfnu en Sæ- mundur Dúason kenndi mér í bamaskólanum. Sæmundur, sem var kvæntur Guðrúnu systur Ólaf- ar, hafði áður en hann fluttist til Siglufjarðar stundað kennslu, bú- skap og fræðistörf á Krakavöllum í Flókadal. Sem ungur maður hafði Sigureveinn dvalið hjá honum við nám. Það var á Krakavöllum sem óla frænka, þá ung kona, sá Sigur- svein í fyreta sinn. Því augnabiiki lýsti hún oft fyrir mér er hún sá „ungan mann sitja í hlaðvarpanum, bjartan yfírlitum með ljóst hár sem liðaðist um háls og herðar". Það er skemmst frá að segja að Óla frænka gekk mér f móðuretað. Ég undrast enn þann skilning sem hún sýndi uppátækjum mfnum og bamabrekum. Það sem öðrum hefði þótt óþarfí og fordiid, þótti henni eðlilegt og sjálfsagt. Þannig atvik- aðist það að þennan eina og hálfa vetur átti ég því láni að fagna að njóta leiðsagnar þessa frændfólks míns, sem löngu áður en ég fædd- ist hafði þegar tengst órjúfanlegum böndum. Óla frænka var falleg kona. Hún hafði séretaklega glatt viðmót og afskaplega rfka sjálfsvirðingu. Kærleikur, skilningur og virðing fyrir mannlegum tilfínningum voru mannkostir hennar. Hún tók virkan þátt í baráttu þeirra, sem til hennar leituðu í erfíðleikum og samstaða hennar var óijúfanleg. Eins og við vitum lyktar baráttu mannnsins fyrir lífí sínu og tilveru ekki alltaf eins og við kjósum. Það var ólu þungbært ef þurfti að taka málalok- um þar sem, að hennar dómi, rétt- læti og mannlegri sæmd var mis- boðið. Eftir að þau hjónin settust aftur að í Reykjavík, árið 1963, fór óla að teikna og mála fyrir alvöru. Vinnustofa hennar var m.a. í eld- húsinu á heimiii þeirra á Óðinsgötu 11. Hún hóf óstöðvandi leit að myndefni og blæbrigðum. Eldhús- borðið var vettvangur endalausra tilrauna. Það var fljótt greinilegt að myndheimur hennar var auðugur og heilsteyptur. Þó svo að hún lifði tiltölulega fábreyttu og hveredags- legu Iffí þá skóp hún f myndum sfnum veröld sem ekki hafði sjáan- leg mörk. í myndunum var fólk sem hafði hugsun og sál og háði harða lífsbaráttu. Þar tókust á öfl góðs og ills. óla frænka mín hafði til að bera kærleika, skilning, lffekraft og sköpunarþrá. ósjálfrátt óf hún þessa þætti f samfellda heild. List- sköpun hennar var fullkomlega ein- læg. Þoreteinn Valdimareson skáld lýsir myndum ólafar fallega f kvæði sfnu „Myndveður". Óla frænka hafði einnig næmt eyra fyrir tónlist. Listrænuni smekk hennar var þannig farið að hún kunni þvf aðeins að meta tónlist að leikið væri af innri gleði og anda- gift. Hún gerði í því efni sömu kröf- ur til annarra og til sjálfrar sfn. Ólöf fæddist á Lambanesreykjum í Fljótum 25. september 1985. Ung giftist hún Páli Jónssyni bónda og kennara, og eignaðist með honum þijá syni, þá Eggert, Kristin og Rögnvald. Hjónaband þeirra var fareælt. Páll lést árið 1938. 1944 hófst sambúð Ólu og Sigureveins. Hjá þeim hefur ríkt einlæg lífsgleði og kærleikur. Mörg eru þau mál sem rædd hafa verið f heimsóknum til þeirra. Þegar allir voru sestir í eldhúsið og búið að skera niður harðfísk og hákarl með réttri „formúlu", kaffíð góða drukkið með tilheyrandi „myndatökum", þá stöðvaðist tfminn og við tók upplif- unin ein. Þegar heimsókninni lauk var gestunum fylgt út á hlað og þeim veifað í kveðjuskyni uns þeir hurfu úr augsýn. Óla frænka mín er nú öll. Ég og fjölskylda mín vorum svo lánsöm að njóta návistar hennar svo lengi sem raun varð á. Fyrir það erum við þakklát. Hugur okkar dvelur nú hjá Sigureveini og Kristni sjmi hans, svo og öðrum aðstandendum Ólu. Þeim öllum biðjum við guðs blessunar. Sigursveinn Kristinn Magnússon Við leiðarlok langar mig til þess að minnast ömmu minnar með fá- einum orðum. Það vill líka svo heppilega til að ég hef héma hjá mér nokkrar blaðaúrklippur með viðtölum við hana sjálfa. Þar segir hún fi*á ýmsu sem henni var hug- leikið. Þess vegna ætla ég einnig að gefa henni sjálfri orðið og þann- ig getum við bæði átt sameiginlega stund til viðbótar samverustundum okkar síðastliðin fjörutíu og fjögur ár, sem allar voru góðar. Fyrstu bemskuminningar mínar em frá heimili hennar og Sigur- sveins frænda míns f Garðshomi í Ólafefirði, en f hinum enda götunn- ar sem húsið þeirra stóð við, átti ég heima fyretu uppvaxtarár mfn. Hjá ömmu var örvggi, miidi og ómældur kærleikur. fsuðuretofunni í Garðshomi minnist ég enn sólar- innar innan húss sem utan, margs kyns hljóðfæra og hljómlistar og garðsins sem var tilvalinn leikvöll- ur. Ólöf Grímea Þorláksdóttir lést 9. október á 94. aldureári en hún fæddist 25. september 1895 að Lambanesreykjum í Austur-Fljót- um, Skagafirði. ólöf var heitin eft- ir móðurforeldrum sfnum, Grími Magnússyni, sonareyni Gríms græðara, og ólöfu Ólafedóttur en Ölöf var af hinni kunnu Hvassafells- ætt. Foreldrar Ólafar Grímeu vom Þorlákur Þorláksson, bóndi og sjó- sóknari, og Margrét Halldóra Grfmsdóttir, ljósmóðir. Af bömum þeirra Þorláks og Margrétar komust §órar dætur til fullorðinsára, en þær vom Magnea Agústa, Guðrún Valný, Ólöf Grfmea og Lovísa Helga. Þær Guðrún og Magnea létust f hárri elli og nú lif- ir Lovísa ein þeirra systra, tæplega níræð. Ávallt var kært með þeim systmm öllum og síðustu misserin veitti Lovísa systur sinni liðsinni og hlýju og Rögnvaldur Guðmund- ur, sonur hennar, sýndi henni ein- staka umhyggju og fómfysi. Skulu þeim nú báðum færðar kærar þakk- ir. Þá fór ávallt vel á með þeim Kristni, syni Sigursveins, og ólöfu. ólöf ólst upp hjá foreldrum sfnum en þau bjuggu á ýmsum bæjum f Fljótum. Átján ára réðst hún að Illugastöðum til Páls Jónssonar, bónda og sundkennara, og stofnuðu þau til hjúskapar er ólöf var nítján ára. Páll var ekkjumaður, áður kvæntur Kristfnu Krisfjánsdóttur ■ Systir mín og mágkona, h GUÐRÚN BERNHÖFT - MARR, lóst í Edinborg 15. október. Lilja Bemhöft, Slguröur Baldursson. t Eiginkona mfn, ÁSGERÐUR GUÐJÓNSDÓTTIR, Grenimel 23, andaöist í Landspítalanum 17. október. Viggó Bergsvelnsson. t Dóttir okkar og systir, INGIBJÖRG LAUFEY PÁLMADÓTTIR, verður jarösungin frá Bústaöakirkju fimmtudaginn 20. otkóber kl. 15.00. Pálmi Slgurösson, Anna Skaftadóttlr, Hulda Helgadóttlr, Blrglr Slgurösson, Slgrföur Ósk Pálmadóttir, Blrgir örn Blrglsson, Anna Halla Blrglsdóttlr. t Móöir okkar og amma, ESTER GEORGSDÓTTIR, Barónsstfg 18, Reykjavfk, lést í Landspítalanum þann 17. október. Börn, tengdabörn og barnabörn. t Bróðir minn, ÍSLEIFUR EINARSSON, Strandarhjálelgu, Vestur-Landeyjum, veröur jarösunginn frá Akureyjarklrkju laugardaginn 22. október kl. 14.00. Einar Elnarsson. t Útför fööur mfns og tengdaföður, MAGNÚSARSTEPHENSEN, fer fram fimmtudaginn 20. október kl. 10.30 frá Fossvogskirkju. Elfn Staphensen Slgurjón Jónsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.