Morgunblaðið - 19.10.1988, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 19.10.1988, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MmvnCUDAGUR 19. OKTÓBER 1988 HEIMSLEIKAR FATLAÐRA 1988 í SEOUL Jónas hlaut siKurverðlaun Lilja M. Snorradóttirfrá Sauðárkóki hlaut brons í 100 m bak- sundi. Haukur komst í úrslit í 200 metra hlaupi ÍSLENSKU keppendurnir á heimsleikum fatlaöra í Seoul stóðu sig vel í gœr. Jónas Óskarsson frá Húsavfk vann silfurverðlaun Í100 metra bak- sundi. Lilja M. Snorradóttir frá Sauðárkróki hlaut bronsverð- laun f sömu grein. Þau settu bœði íslandsmet. Haukur Gunnarsson keppti f undanrás- um og milliriðlum f 200 metra hlaupi og komst f úrslit. Jónas synti 100 metra baksund á 1:13.14 mín. og var undir gamla heimsmetinu sem var 1:13.66 mín. Sigurvegarinn, sem var frá Hollandi, fékk tímann 1:11,96 mín. Jonas náði besta tíma allra í undanrásum. Alls voru 17 keppendur í flokki Jónasar, en hann hefur misst hægri fótinn fyrir ofan hné. Jóna vann einnig silfurverð- laun í 100 m baksundi á heimsleik- um fatlaðra í New York 1984. Ulja vann brons Lilja M. Snorradóttir vann brons- verðlaun f 100 metra baksundi. Hún synti á 1:28.18 mín. og bætti ís- landsmet sitt verulega. Sjö kepp- endur voru í flokki hennar. Ólafur Eríksson úr Reykjavík varð flórði af 13 keppendum í 100 metra baksundi í sínum flokki. Hann synti á 1:18.06 mín. Sóley Axelsdóttir, Reykjavík, varð í 4. sæti af 5 keppendum í 100 m baksundi í sínum flokki. Hún synti á 2:39.75 mín. sem er íslands- met. Halldór Guðbergsson úr Reylq'avík, varð sjöundi af 12 kepp- endum í 200 m bringusundi. Hann synti á 3:07.34 mín. og var tölu- vert frá sínu besta. Rut Sverrisdóttir M Akureyri varð áttunda af tíu keppendum í 200 m bringusundi. Hún synti á 3:42.00 sem er nýtt íslandsmet. Gunnar V. Gunnarsson, ÍFS, keppti í 60 metra bringusundi og komst ekki í úrslit. Haukur f úrsllt Haukur Gunnarsson, sem sigraði í 100 metra hlaupi á sunnudaginn, er kominn í úrslit í 200 metra hlaup- inu sem fram fer á fimmtudag. Haukur vann sinn riðil í undanrás- um, hljóp á 26,90 sek. og í milliriðl- um hljóp hann á 26,44 sek og sigr- aði. Hann hljóp keppnislaust í báð- um riðlunum. Hann bætti íslands- met sitt um 56/100 hluta úr sek. Haukur náði þriðja besta tíma þeirra sem komust í úrslit. Sveinn Áki Lúðvíksson, aðalfar- arstjóri fslenska liðsins, taldi Hauk eiga góða möguleika í 200 metra hlaupinu. „Hann þurfti lftið að hafa fyrir því að sigra í riðlakeppninni. Tveir hlauparar M Albaníu og Suður-Kóreu náðu aðeins betri tíma en Haukur, en þeir hlupu f sama riðli. Þetta lofar góðu fyrir úrslitin á fimmtudag," sagði Sveinn Áki. íslensku keppendumir hafa nú hlotið fimm verðlaun á heimsleikun- um, ein gull, tvenn silfur og tvenn bronsverðlaun. Næturkrem Dagkrem BIO REPAIR er andlitskrem í sérflokki. BIO REPAIRfrá^/o///»^ hjálpar húðinni að öðlast fyrri mýkt, stinnleika og raka, svo er Bio Repair Complex fyrir að þakka. Komdu með auglýsinguna til okkar og fáðu 10% afslátt út á hana. Þetta tilboð okkar gildir tii 31.október 1988. Bankastræti 3. S. 13635. Póstsendum. Útsölustaðir: Brá, Laugav. 74, Ingólfsapótek, Kringlunni, Stella, Bankastræti 3, Lilja Högnadóttir, snyrtistofa Akranesi, Kaupfélag Skagfirðinga, Kaupf. Eyfirðinga, Húsavíkurapótek, Egilsstaða- apótek, Vestmannaeyjaapótek, Snyrtist., Rauðarárstíg 27. Jónas Óskarsson M Húsavfk vann silfurverðlaun f 100 m baksundi á heims- leikum fatlaðra f Seoul f gær. FOLK I HAUKUR Gunnarasoa fékk heillaskeyti M Steingrími Her- mannssyni, forsætisráðherra, vegna frammistöðu sinnar f 100 metra hlaupinu á mánudaginn. Einnig sendi Bjarni Friðriksson, júdómaður, honum skeyti þar sem hann óskaði honum til hamingju með gullverðlaunin. ■ ÞAÐ eru langir og strangir dagar hjá fslensku keppendunum í Seoul. Þeir eru vaktir kl. 05.00 á morgnana og eru á ferðinni fram til kl. 10 og 11 á kvöldin. Það tek- ur keppendur um tvo klukktíma að fara í mat og annað eins að kom- ast á keppnisstað. ■ ÍSLENSKA fararstjómin á heimsleikunum f Seoul bauð íslenska keppnisliðinu út að borða á Pitzza-veitingastað í gærkvöldi. ■ 40 manna hópur suður-kór- enskra bama fylgir íslenska liðinu á keppnisstað til að hvetja íslend- ingana til dáða með Iúðrablæstri og hrópum. Hver þjóð á leikunum hefur suður-kórenskan bamahóp sér til stuðnings og er þetta gert að tilstuðlan kristilegra samtaka f Seoul. ■ TVÆR suður-kórenskar stúlkur komu að máli við fslenska hópinn og sögðust dýrka íslend- inga. Þær sýndu myndir af íslensku handknattleiksmönnunum og eigin- handaráritanir þeirra. Þær sögðust hafa unnið f eldhúsinu á þeim stað þar sem handknattleiksmennimir borðuðu í ólympíuþorpinu. ■ FÆREYINGAR hafa unnið til tvennra silfurverðlauna á leikun- um það sem af er. Það er besta verðlaunahlutfall miðið við fólks- fíölda. Þegar liðin gegnu inn á Ólympíuleikvanginn við setning- una var sagt að íbúar Færeyja væm fímm milljónir, þeir trúðu því ekki að þeir væm „bara“ 50 þús- und. Fjórir færeyskir keppendur taka þátt í heimsleikunum. Tomer skritarfrá Italiu ITALIA Maradona óvenju dýr 78 mín. kostuðu Spánverja 6,5 milljónir Þátttaka Diego Maradona í vináttuleik Spánar og Arg- entfnu, sem fram fór f Sevilla á miðvikudaginn, reyndist Spán- veijum óvenju- Brynja lega dýr. Spánska knatt- spymusamband- ið varð að greiða 6,5 milljónir fslenskra króna fyr- ir Maradona. Einkaþota var tekin á leigu til að Maradona kæmist á tilsett- um tíma til Sevilla fyrir leikinn. Kostnaður: ein og hálf milljón. Á „Los Lebreros“-hótelinu vom tekin frá eitt tveggja manna herbergi, tvö þriggja manna og svfta fyrir Maradona og fylgdar- lið í tvo daga. Diego kom til Sevilla ásamt Claudiu, unnustu sinni, og dótt- urinni Dalmitu. Þau gistu í svítunniá „Los Lebreros". Ann- ars vom í fylgdarliðinu umboðs- maður Maradona, Coppoia, ásamt vinkonu sinni, og fíórir gersónulegir vinir Maradona. Áður en hann fór til Spánar þurfti spánska knattspymusam- bandið að kaupa tryggingu fyrir hina dýrmætu fætur kappans, sem tiýggðir vom fyrir hálfan milljarð fslenskra króna. Sem betur fer, allra vegna, kom ekk- ert fyrir Diego í leiknum, en hann var inná í 78 mínútur, þá skipti Bilardo þjálfari honum út af og lét Topia leika sfðustu mínútumar. ' Til gamans má geta þess að kostnaðurinn vegna komu Maradona til Spánar, 17 milljón- ir peseta (6,6 millj. ísl. kr.) sam- svara 15 árslaunum verka- manns á ítalfu. Leigan á einka- þotunni samsvarar launum verkamanna í þrjú og hálft ár.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.