Morgunblaðið - 19.10.1988, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 19.10.1988, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. OKTÓBER 1988 AF ERLENDUM VETTVANGI eftir JOHN C. AUSLAND Næsti forseti Bandaríkjanna breytir ekki staðreyndum Skiptir máli hver sigrar? Línur þykja hafa skýrst undan- fama daga um það, hvor for- setaframbjóðendanna, Michael Dukakis eða George Bush, verður næsti forseti Bandarfkjanna. Úr- slitin ráðast þó ekki fyrr en 8. nóvember og við getum leitt hug- ann að annarri spumingu: Hvaða máli skiptir það okkur hvor sigr- ar? Eða öllu heldur, hvaða máli skiptir það fyrir ísland? Um þetta hef ég meira að segja síðar en vil nú aðeins minna á eina stað- reynd: Noregshaf gegnir áfram mikilvægu hlutverki í vamar- stefnu Bandaríkjamanna sama hver næsti forseti Bandaríkjanna verður. Kynslóðaskipti í þessari kosningabaráttu verða kynslóðaskipti. George Bush er síðasti forsetaframbjóðandinn í Bandaríkjunum sem hefur sjálfur kynnst vopnuðum átökum seinni heimsstyijaldarinnar. Michael Dukakis tilheyrir ekki aðeins eft- irstríðskynslóðinni heldur var hann einnig í hópi þeirra sem mótmæltu stríðsrekstri Banda- ríkjamanna í Víetnam. Enda þótt þessi mismunandi rejmsla hafí áhrif á viðhorf Bush og Dukakis og hljóti að móta ákvarðanir þeirra í framtíðinni, verður vissum þáttum alls ekki breytt. • Sá er fer með sigur af hólmi kemur til með að eiga samskipti við þjóðþing þar sem demókratar eru í meirihluta. Flokksbönd eru að vísu ekki alltaf öflug í Banda- rfkjunum, en á hinn bóginn verða demókratar formenn í mörgum valdamiklum þingnefndum. • Sá er fer með sigur af hólmi mun þurfa að heyja baráttu við geysimikinn fjárlagahalla. Bush og Dukakis eru ekki áijáðir í að ræða um fjárlagahallann, minn- ugir þess að Walter Mondale tap- aði flölda atkvæða 1980 þegar hann talaði af hreinskilni um þörf- ina á skattahækkunum. Næsti forseti verður engu að síður að glíma við flárlagahallann þegar hann flyst í Hvíta húsið. • Sá er fer með sigur af hólmi verður að takast á við heim í upplausn. Sjálfstæði nýlenda og tvær heimsstyijaldir hafa skilið eftir sig slóða vandamáia sem engin einföld lausn er við. • Sá er fer með sigur af hólmi verður að vera f fylkingarbijósti fyrir Bandaríkin í orrahríð þeirra við Sovétríkin. Míkhaíl Gorbatsjov hefur e.t.v. breytt leikreglunum en leikurinn heldur áfram. Það þarf kjarkmikinn mann til að spá fyrir um hvemig þeir Bush eða Dukakis muni bregðast við þessum vanda. Samt sem áður er munur á viðhorfum frambjóðend- anna og sá munur gefur vissar vísbendingar. Áherslumunur í innanríkismálnm Þegar ég hef verið spurður að því hvaða munur sé á flokkum demókrata og repúblikana hef ég svarað: „Tuttugu prósent." Þessi tala aðgreindi fíokkana tvo í hug- myndum þeirra um hæsta skatt- hlutfall. Demókratar aðhylltust sjötíu ' prósent, repúblikanar fímmtíu prósent. Reagan tókst að þrýsta tölunni enn lengra niður. Afstaða flokkanna til skatta- mála endurspeglar mismunandi viðhorf þejrra til hlutverks ríkis- valdsins. í megindráttum halda repúblikanar því fram að því minni sem afskipti ríkissfjómar séu því betra. Demókratar eru þeirrar skoðunar að ríkisvaldið hafí þeim skyldum að gegna að taka virkan þátt í mótun sam- félagsins, einkum og sér í lagi með tilliti til þeirra þjóðfélags- þegna sem minna mega sín. Verði Bush sigurvegari kosn- inganna mun hann halda stefnu Reagans í innanríkismálum til streitu, þó ekki með sama áherslu- þunga. Hann finnur leiðir til að auka ríkistekjur, þrátt fyrir loforð sitt um að hækka ekki tekjuskatt. Verði Dukakis sigurvegari kosninganna hann mun nýta sér reynslu sína sem ríkisstjóri Massachusetts. Til að nefna að- eins eitt atriði þá hefur stjómin í Massachusetts nýlega, fyrst allra í Bandaríkjunum, lögleitt áætlun um almannatryggingar. Almennt samkomulag um utanríkisstefinuna Víðtækt samkomulag er á með- al Bandaríkjamanna um utanrfk- is- og vamarmálastefnuna, þrátt fyrir að fjölmiðlar beini sjónum John C. Ausland að því sem á milli ber. Flestir Bandaríkjamenn era enn hlynntir því að þjóð þeirra sé f fararbroddi í heiminum þrátt fyrir að kostnað- urinn sem því fylgir gangi nærri mörgum. Þrátt fyrir óánægjuraddir í hægra armi Repúblikanaflokks- ins, rfkir samt almenn eining inn- an flokksins um gagnsemi við- ræðnanna við Sovétmenn. Það getum við þakkað öðra kjörtíma- bili Ronalds Reagans vegna þess að þá komst aftur á gagnkvæm virðing í viðræðum Kremlveija og Bandaríkjamanna. Af þeirri ástæðu verður áfram samið um takmörkun vígbúnaðar. Meginágreiningur frambjóð- endanna varðar samskipti Banda- ríkjanna við ríki þriðja heimsins, einkum hvemig beri að bregðast við áformum Sovétmanna um að ná alheimsyfírráðum. Gorbatsjov sýnir þess merki að hann vilji láta af þessum áformum, en honum gengur það ekki sem best. Banda- ríkin og Sovétríkin fara ekki ein með hlutverk, leiðtogar annarra landa þurfa einnig að láta að sér kveða. Þrátt fyrir að mikill vandi sé enn óleystur í Afganistan, Kambódíu og Angóla, er mesta váin fyrir dyram Mið-Ameríku. Vandinn felst í því að umræður og deilur hafa aðallega snúist um kontra-skæraliðana. Afstaða næsta forseta til stuðnings við kontrana breytir því ekki að þeir era aðeins einn hlekkur í keðjunni í Mið-Ameríku. Vandi hans verður fólginn í því að móta heildstæða stefnu sem spannar allt sviðið en tekur samt mið af hinum viðsjár- verðu Sandinistum. Lykilhlutverk Evrópu Ef það er eitthvað eitt sem Bush og Dukakis era ásáttir um þá er það lykilhlutverk Evrópu í stefnumótun Bandaríkjanna. Það leysir hins vegar ekki vandann sem við er að etja. Evrópubúar hafa fengið sig fullsadda af því að láta Bandaríkjamenn segja sér fyrir verkum en þeim líst hins vegar á hvoragan kostinn sem þeim stendur til boða: Að treysta Sovétmönnum eða að auka út- gjöld til vamarmála. Bandaríkja- menn era orðnir þreyttir á því að standa straum af útgjöldum vegna vama Vestur-Evrópu. Þeir óttast hins vegar að til styijaldar komi í Evrópu láti þeir af stuðn- ingi sínum. Tvær styijaldir á einni öld nægi. Bandaríkjamenn munu því áfram beina sjónum að Evrópu. Auk þess munu Noregur og ísland áfram gegna mikilvægu hlutverki í vamarstefnu Bandaríkjamanna ekki síst nú þegar vamarmála- ráðuneytið í Pentagon beinir sjón- um í ríkari mæli að Noregshafi. Því til sönnunar má benda á að Atlantshafsbandalagið hyggst halda áfram víðtækum heræfíng- um á þeim slóðum. Þær ná hám- arki árið 1990. Bandarískt stór- fylki landgönguliða mun ganga á land í Mið-Noregi, sækja birgðir sem þar era geymdar fyrir það og fara norður eftir landinu og taka þátt í æfíngum norska hers- ins og annarra NATOheija sem þar fara fram. Atlantshafsbandalagið hyggst á árinu 1990 í fyrsta sinn æfa með eins raunveralegum hætti og kostur er flutning bandarískra landgönguliða til Noregs. Gera verður ráð fyrir því að þessum landgönguæfíngum fylgi umtals- verðar flotaæfíngar í Norður- Atlantshafi, einnig umhverfís ís- land. Höfundur er fyrrverandi starfs- maður bandarísku utanrlkis- þjónustunnar. Hann ernú bú- settur í Ósló og heúir ritað (jölda greina og bóka einkum um öryggis- og vamarmál. ICELAND Nýr bækl; ingurumls- landsferðir Samvinnuferðir-Landsýn, inn- anlandsdeild, sem er þjónustu- deild fyrir Islandsferðir, hefur gefið út nýjan íslandsbækling með ferðamöguleikum á árinu 1989. í ritinu er að finna 80 mismun- andi ferðamöguleika á íslandi og Grænlandi, allt frá því að vera þægilegar hótelferðir, hestaferðir og gönguferðir, til allavega ævin- týraferða um landið. Ferðaskrifstofan ætlar að leggja höfuðáherslu á að kynna ísland sem land andstæðna og fjölbreytilegrar náttúrafegurðar, með áherslu á jarðfræði, sögu og menningu lands- ins. Bæklingurinn er gefinn út á ensku og dreift til erlendra ferða- heildsala um allan heim. Þrídrang- ur fluttur ÞRÍDRANGUR er fluttur í Garðastræti 17, fast við hliðina á Bókakaffi. Féíagið er fræðslu- og upplýsingaþjónusta um heild- ræn málefni, s.s. gamlar og nýjar leiðir til aukins vitundarþroska, lifsfyllingar og heilbrigðis til líkama og sálar. Komið hefur verið á fót forn- bókaverslun með bókum um andleg, dulfræðileg og sálfræðileg málefni og rit um nýja valkosti á ýmsum sviðum. Þar verður umboðssala á samskonar ritum fyrir einstaklinga og samtök. Einnig era til sölu stein- ar, kristallar og heilunarsnældur. Þeim sem vilja koma á framfæri efni í fréttablað Þrídrangs sem kemur út á næstunni er bent á að hafa samband. Félagsmenn fá sent blaðið minnst fjóram sinnum á ári. í því koma fram greinar og upplýs- ingar um sálræktamámskeið, fundi og fyrirlestra og aðra þjónustu eða vörar sem hinir og þessir aðilar bjóða upp á um heildræn málefni. Þrídrangur hefur opið frá 10—19. (Fréttatilkynning) ............ mmmmummimm mw .1)11 ....■niirni ...... ............................................... ................... iu.nmT.TWiiwmnftiiiWiwiiiwiiwwi raðauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar Bakka- og Stekkjahverfi Aðalfundur Félag Sjálfstæðis- manna í Bakka- og Stekkjahverfi heldur aðalfund miðvlku- daginn 26. október nk. íValhöil, Háaleit- isbraut 1, kl. 20.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðal- fundastörf. 2. Gestir fundarins eru Eyjólfur K. Jónsson, alþingismaður, og Magnús L. Sveinsson, forseti borgarstjórnar. 3. Önnur mál. Félagsmenn eru hvattir til að mæta á fundinn. Stjómin. Félag sjálfstæðismanna í Nes- og Melahverfi Aðalfundur félagsins verður haldinn á Hótel Sögu, fundarsal B, miðvikudaginn 26. október kl. 20.30. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Gestur fundarins, Sólveig Pótursdóttir, varaþingmaður, ræðir stjórnmálavið- horfið. 3. Önnur mál. Fundarstjóri: Björg Einarsdóttir, rithöfundur. Fundarritari: Gylfi Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri. Stjórnin. Trúnaðarráð Hvatar Fundur í Valhöll, kjallarasal fimmtudaginn 20. október kl. 18.00. Sveinn H. Skúlason formaður fulltrúaráðsins (Reykjavík kynnir stef nu- skrár ráöstefnuna. Guörún Zoega fyrrverandi aðstoöarmaður ráðherra segir frá störfum sínum í Iðnaðarráðuneytlnu. Léttar veitingar verða á boðstólum. Fjölmennið. Stjórnin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.