Morgunblaðið - 19.10.1988, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. OKTÓBER 1988
MERKIÐ SEGIR ALLT UM GÆÐIN
Austur-Þýskaland:
campos
SKÆÐI LAUGAVEGI -^KÆÐI KRINGLAN - SKÓVERSLUN KÓPAVOGS
SKÓBÚÐ SELFOSS - KAUPSTAÐUR MJÓDD - SKÓBÚÐIN KEFLAVÍK
VERSLUNIN NÍNA AKRANESI - SKÓBÚÐ SAUÐÁRKRÓKS
FÍNAR LÍNUR AKUREYRI - SKÓHÖLLIN HAFNARFIRÐI
Söluaðilar:
Hagkaup - Ingvar og synir - Amaro-Akureyri
Þú eyðir u.þ.b. 1/3 hluta œvi þinnar í svefn og hvíld.
Því skiptir það máli að þú veljir góðan kodda, - kodda
sem veitir háfði og hálsi nákvœmlega réttan stuðning.
Latex koddlnn er hannaður til þess að mœta ftrustu
kröfum vandlátra notenda og er prýddur fjölmörgum
kostum:
• Hann er gerður úr hreinu náttúrugúmmfi, - sórstaklega
hreinlegu efni sem hrindirfrá sér ryki og óhreinindum og
þolir þvott. Hann er því einnig mjög heppilegur fyrir þá
sem þjást af ofnœmi, asma og heymœði.
• 3000 rörlaga loftgöt sjá um að loftið leikur um koddann
að innanverðu, - einstakt loftrœstikerfi sem tryggir
jafnframt að koddinn heldur ávallt lögun sinni, er mjúkur
og fjaðurmagnaður,
Haltu þér fast! - Verðlð kemur á óvart!
Við erum með tvær gerðir af Latex koddum:
Þynnri gerð á kr. 1.095,-. Þykkari gerð á kr. 1.410,-
LYSmDÚN ■
SMtEUUVEGI 4 KÓPAVO& SÍMI 79786
>ó?
Dlxnlopillo
Léttur, Ijúfur og þéttur
Skaðabótagreiðslur
til stríðsfórnarlamba
Austur-Berlin. Reuter.
EDGAR BRONFMAN, forseti
Heimssamtaka gyðinga, sagði í
gær að austur-þýsk stjómvöld
hafi fallist á að greiða gyðing-
um ótilgreinda peningaupphæð.
Upphæðin á að vera táknræn
skaðabótagreiðsla til gyðinga
sem lifðu af helför nasista i
siðari heimsstyrjöld.
Bronfman sagði í lok þriggja
daga heimsóknar til Austur-
Þýskalands að stjómvöld þar í
landi og nefnd gyðinga sem sér
um ijárheimtur á hendur þeirra
landa sem stóðu fyrir helförinni í
síðari heimsstyrjöld, hefðu komist
að samkomulagi og að gengið yrði
frá samningnum innan tíðar.
Bretland:
Sveftiálma Piper
Alpha afhafcbotni
St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frímannssyni, fréttaritara Morgimblaðsins.
SVEFNÁLMU oliborpallsins Piper Alpha var lyft af hafsbotni síðast-
Uðinn laugardag. Talið er, að lík flestra þeirra 112 manna, sem enn
er saknað eftir slysið á pallinum 6. júli síðastliðinn, er 167 manna
fórust, SÓ að finna i álmnnni.
Svefnálman vegur um 1100 tonn.
Erfiðlega hafði gengið að ná henni
af um 150 metra dýpi vegna veð-
urs. Það tók um tfu tíma að lyfta
henni af hafsbotni og mátti ekki
miklu skeika að hætta yrði við að-
gerðina þvf að vindur tók að blása
þegar álman var komin upp á flutn-
ingapramma sem flytur hana til
Orkneyja.
Reiknað er með að svefnálman
verði flutt til Orkneyja á miðviku-
dag. Þá verður hafist handa við að
leita að líkum þeirra sem saknað
er. 40 manna lögreglulið hefur hlot-
ið sérstaka þjálfun til að annast
þetta verkefiii. Búist er við að það
taki um hálfan mánuð að leita í
allri álmunni.
Occidental, fyrirtækið sem á pall-
inn, hefur boðið aðstandendum
þeirra er létust um 600.000 pund
(um 48 milljónir ísl. króna) í bætur
með þeim skilmálum að þeir falli
algerlega frá málsókn. Lögfræðing-
ar aðstandendanna hafa hótað fyr-
irtækinu málsókn í Bandaríkjunum,
en dómstólar þar dæma yfirleitt
hærri bætur en breskir dómstólar.
Stj órnarerindreki flýr
frá Austur-Þýskalandi
Bonn. Reuter.
VESTUR-ÞÝSK sfjómvöld
greindu frá því í gær að austur-
þýskur stjómarerindreki hefði
Leiðrétting
í myndatexta á forsíðu blaðsins í
gær, þriðjudaginn 18. október, var
rangt farið með skyldleika Elísabet-
ar Englandsdrottningar og Jóhanns
Karls Spánarkonungs. Rétt er að
Elísabet og Jóhann Karl eru flór-
menningar en Viktoría Englands-
drottning er langalangamma
beggja en ekki langamma eins og
stendur í myndatextanum. Er beð-
ist velvirðingar á þessum mistökum.
flúið tíl Vestur-Þýskalands.
Stjómarerindrekinn var á heim-
leið eftir sendiför til Nígeríu. Heim-
ildarmaður, sem vildi ekki láta
nafns síns getið, sagði að maðurinn
hefði ferðast sem sendiboði til La-
gos í Nígeríu og að til Vestur-
Þýskalands hefði hann komið í
gegnum nærliggjandi land í Vest-
ur-Evrópu.
Flóttamaðurinn, sem er meðal
háttsettur embættismaður í aust-
ur-þýska utanríkisráðuneytinu, fór
þess á leit að tösku sem hann hafði
meðferðis með opinberum plöggum
yrði komið í hendur fulltrúa austur-
þýskra sijómvalda í Bonn til að
koma í veg fyrir að fjölskylda hans
yrði fyrir áreitni.
Reuter
Bílasýning í Birmingham
Ghla Saquaro, ein af nýju Ford-bifreiðunum er til sýnis á al-
þjóðlegri bílasýningu í Birmingham í Englandi sem hófet á sunnu-
dag.
Bronfman vildi ekki tilgreina
upphæðina sem um er að ræða en
í júní sl. var það haft eftir for-
manni vestur-þýsku gyðingasam-
takanna eftir fund hans og Erichs
Honeckers, leiðtoga Austur-
Þýskalands, að austur-þýsk stjóm-
völd hyggðust greiða samtökunum
100 milljón dali, um 4.6 milljarða
ísl. króna.
Skömmu síðar lýstu austur-
þýsk sijómvöld yfír vilja sínum að
„veita mannúðlega aðstoð til gyð-
inglegra fómarlamba sem á henni
þyrftu að halda", en ekki bæri að
líta á það sem skaðabætur því
Austur-Þýskaland hefði þegar innt
af hendi stríðsskaðabætur. Sam-
bærilegar bætur sem Vestur-
Þjóðvezjar hafa greitt ísraelum og
gyðingum nema um 65 billjónum
dala eða um 2.990 milljörðum ísl.
króna.
Þetta var fyrsta heimsókn for-
seta Heimssamtaka gyðinga til
Austur-Berlínar og lýsti Edgar
Bronftnan þeirri skoðun sinni að
ekki liði langur tími áður en ísrael
og Austur-Þýskaland kæmu á ein-
hvers konar samskiptum í fyrsta
sinn f sögu ríkjanna.
„Sovésk
Hong Kong“ í
undirbúningi
Moskvu. Reuter.
SOVÉSKIR hagfræðingar leita
nú að stöðum í austurhluta
landsins sem hentað gætu sem
nokkurs konar „Hong Kong
Sovétríkjanna“, að sögn sov-
ésku fréttastofunnar Tass. Er
þetta gert í samræmi við nýjar
tillögur Mikhaíls Gorbatsjovs
Sovétleiðtoga um eftiahagsum-
bætur í Asíuhluta Sovétríkj-
anna.
Pavel Menakir, aðstoðarfor-
stöðumaður rannsóknarstofnunar
í borginni Khabarovsk nærri
landamærum Sovétríkjanna og
Kína, segir að slíkt „svæði fijálsr-
ar samkeppni" myndi njóta
skattaívilnana, ódýrra hráefna og
orkugjafa og lágra aðflutnings-
gjalda. Verið er að athuga 100
ferkílómetra stórt svæði nærri
Hasan-vatni vð landamæri Kína,
Sovétríkjanna og Norður-Kóreu.
Menakir segir að þar yrði „frjálst
streymi vinnuafls milli landa".
Hann segir að nauðsynlegt sé
að byggja upp flugvelli, vegi, jám-
brautir og tengja svæðið alþjóðleg-
um fj arskiptakerfum til að draga
erlent Qármagn þangað.
Önnur svæði eru einnig í athug-
un eins og landsspilda meðfram
ánum Amur og Ussuri, suðurhluti
Sakhalin-eyju, Muravjov-Am-
úrskfj-skagi og jafnvel borgin
Khabarovsk.