Morgunblaðið - 19.10.1988, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, MTÐVTKUDAGIJR 19. OKTÓBER 1988
Framleiðnisjóður landbúnaðaríns:
Atvinnutrygging
refabænda eða
breyting yfir í mink
Framleiðnisjóður landbúnaðarins ætlar að verja 50—60 miiyónum á
ári til verkefha i loðdýrarækt næstu ð árin tíl að festa þessa atvinnu-
grein í sessi, að sögn Jóhannesar Torfasonar á Torfalæk II, formanns
sjóðsins. Til viðbótar þeim stuðningi sem fóðurstöðvar, skinnaverkunar-
stöðvar og bændur hafa fengið verður á næstunni byijað að bjóða
refabændum sérstakan stuðning. Geta refabændur fengið styrk í þijú
ár til að halda refaræktinni áfram eða styrk til að taka upp minkarækt
á búum sínum.
Ekki er endanlega ákveðið hvað
styrkur sjóðsins til refabænda verður
Póstburðar-
gjaldhækkar
ALMENNT póstburðargjald
hækkaði á mánudaginn úr 18
krónum f 19 krónur þrátt fyrir
að verðstöðvun sé f gildi.
Georg Ólafsson verðlagsstjóri
sagði að ákvörðun um 15% hækkun
á gjöldum Pósts og síma hefði verið
tekin um miðjan júlí og sú ákvörðun
hefði verið tilkynnt í Stjómarttð-
indum af þáverandi samgönguráð-
herra, Matthíasi Á. Mathiesen,
skömmu síðar. Verðstöðvunin tók
hins vegar ekki gildi fyrr en 27.
ágúst sl. og því gæti Verðlagsstofnun
ekkert gert í málinu. „Samgönguráð-
herra hafði tekið ákvörðun um hækk-
unina áður en til verðstöðvunar kom
og birt í Stjómartíðindum svo við
þurfum ekki að leggja neitt faglegt
mat á þessa ákvörðun. Þetta er ein-
göngu mál samgönguráðuneytisins,“
sagði verðlagsstjóri.
Póstuburðargjöld hækkuðu úr 16
krónum í 18 krónur þann 12. júlí sl.
Ákvörðun var þá tekin um þriggja
krónu hækkun, en þess farið á leit
við stofnunina að hún hækkaði þá
aðeins um tvær krónur og sfðan um
eina krónu þann 16. október. Sú
hækkun er að koma til framkvæmda
nú.
mikill en rætt er um að hann nemi
10 þúsund kr. á refalæðu í heild.
Upphæðin yrði greidd strax út við
búháttabreytingar en deilt á þijú ár
ef refabóndinn kýs að búa áfram
með ref. Stofnlánadeild landbúnaðar-
ins mun lána mönnum einhveijar
fjárhæðir til viðbótar ef þeir breyta
yfir í mink og taldi Jóhannes að
stuðningurinn dygði fyrir aðkeyptu
efni við breytinguna og lífdýrum, en
menn þyrftu að fjármagna vinnuna
á annan hátt.
Styrkur Framleiðnisjóðs til þeirra
refabænda sem vilja halda áfram
samsvarar 600—700 krónum á fram-
leitt refaskinn. Markaðsverð refa-
skinna er það lágt um þessar mund-
ir að söluverð skinnanna og styrkur
Framleiðnisjóðs dugar varla fyrir
helmingi framleiðslukostnaðar blá-
refabús. Jóhannes sagði að stjóm
Framleiðnisjóðs gerði sér þetta ljóst,
enda væri það forsenda fyrir báðum
þessum leiðum, áframhaldandi refa-
rækt og breytingu yfir í minkarækt,
að fóðurverðið næðist niður þannig
að rekstrargrundvöllur væri fyiir loð-
dýrarækt í landinu.
Samhliða þessum sérstaka stuðn-
ingi við refaræktina ætlar stjóm
Framleiðnisjóðs að leggja aukna
áherslu á aðgerðir sem auka fram-
leiðni og verkþekkingu í loðdýra-
ræktinni. Nefiidi Jóhannes námskeið
af öllu tagi fyrir bændur og ráðu-
nauta og rannsóknaverkefni sem
þjónað gætu þessum markmiðum.
í hrakningum með smábörn á Kaldadal:
Veginiim lokað með
varúðarskiltum
VARÚÐARSKILTI verða sett beggja vegna vegarins um Kaldadal á
næstunni, eins og venja er á þessum árstfma, að sögn vegaeftirlits.
Þijár konur milli tvitugs og þrftugs lentu þar f hrakningum með tvö
börn, tveggja og fjögurra ára, á sunnudag. Zfí11 þeirra sat fastur f
skafli frá um klukkan 18 til klukkan að ganga þijú aðfaranótt mánu-
dags. Vegurinn er f 727 metra hæð yfir sjávarmáli og að sögn vega-
eftirlits aðeins fcer veiyulegum bflum að sumarlagi.
Fólkið var á leið til Reylqavíkur og Reykjavík eftirgrennslan. Borg-
frá Reykholti, þangað sem það hafði
ekið nemanda að héraðsskólanum.
Konumar ákváðu að fara á Toyota-
bíl sfnum um Uxahryggi og Kalda-
dal, sem er eitthvað styttri en aðrar
leiðir. Þar festist bfll þeirra f skafli.
Þegar fólkið kom ekki fram hófu
lögreglumenn úr Selfossi, Borgamesi
nesingar fundu bílinn, konumar og
bömin þegar klukkan var langt
gengin í þrjú um nóttina. Þau vom
heil á húfi og höfðu haldið kyrrn
fyrir í bflnum. Þá hafði björgunar-
sveit í uppsveitum Borgarflarðar ver-
ið kölluð út en leit var ekki hafin.
Morgunblaðið/Sverrir
Hjónin Magnús ívar Þorvaldsson og Kolbrún Haralds-
dóttir, sem nú hafa eignast Qórar dætur á tveimur
árum. Á innfeUdu myndinni sést sú minnsta af þríbur-
unum en hún kippti sér lftið upp við myndatökur.
„Hún er sprækust sú minnsta og líkust pabba sfnum,“
sagði Kolbrún.
Þríburafæðing á Landspítalanum:
Vinnufélagamir segja að ég
verði að kaupa tískuverslun
- segir Magnús ívar Þorvaldsson, faðir stúlknanna þriggja
IIJÓNIN Kolbrún Haraldsdóttir og Magnús ívar Þorvaldsson eignuð-
ust þríbura f gærmorgun, allt stúlkur, og vógu þær 8V2 og 9*/2
mörk. Tvær eru 45 sm á lengd, en sú þriðja 49 sm. Stúlkurnar
voru teknar með keisaraskurði og heilsast þeim og móður þeirra
vel. Sfðast fceddust þríburar hér á landi árið 1985, en það ár eignuð-
ust þijár konur þríbura. Fyrir eiga þau Kolbrún og Magnús eina
dóttur, Marfu, sem verður tveggja ára á laugardaginn. Þá á Kol-
brún einnig tvo syni, 19 og 20 ára.
Stúlkumar þrjár fæddust kl.
8.53, 8.54 og 8.55. Að sögn móð-
ur þeirra og föður gekk fæðingin
að óskum og meðgangan var að
öllu leyti eðlileg. „Við vissum í
apríl að von væri á þríburum,"
sagði Magnús. „Það tók mig
nokkum tíma að átta mig á þessu,
en ég held að ég hafi tekið þessu
með jafnaðargeði, enda ekki um
annað að ræða. Það kom mörgum
kunningjum okkar á óvart að við
skyldum ekki vera í meira upp-
námi.“ Kolbrún sagðist hafa átt
erfítt með svefn fyrstu tvær næt-
urnar eftir að hún vissi að von
var á þríburum, en ekki haft af
því teljandi áhyggjur. „Ég reikna
hins vegar ekki með að vinna utan
heimilis næstu árin,“ sagði hún
brosandi.
Að sögn Magnúsar er ekki vitað
til að eldri kona hafi átt þríbura,
en Kolbrún er 39 ára. „Vegna
þessa var fylgst mjög vel með
henni á meðgöngutímanum, en
það kom í ljós að allt var eðli-
legt,“ sagði hann.
Það var snemma í gærmorgun
sem stúlkumar ákváðu að koma
í heiminn, tveimur vikum fyrir
tímann. Það telst þó ekki óeðlilegt
að þríburar fæðist fyrir tímann,
enda var Kolbrúnu sagt að þegar
32 vikur væru liðnar af meðgöngu
gæti hún farið að reikna með
fæðingu. Fyrir um 5 vikum var
hún lögð inn á Landspítalann, en
hún reiknar með að fá að fara
heim eftir hálfan mánuð. Dæturn-
ar þrjár verða þó eitthvað lengur,
svo unnt verði að fyigjast vel með
þeim. Þær eru nú hafðar í hita-
kössum.
Kolbrún og Magnús voru spurð
hvort það yrði ekki erfitt að hafa
flórar ungar telpur á heimilinu.
Þau kváðust ekki efast um að svo
yrði, en þau væru auðvitað mjög
ánægð með stelpuhópinn. „Við
héldum að vfsu að Kolbrún gengi
með tvo stráka og eina stelpu, en
það reyndist ekki rétt,“ sagði
Magnús.
Þau hjón bjuggu til skamms
tíma í lítilli tveggja herbergja
íbúð, en hafa nýlega fest kaup á
rúmgóðri þriggja herbergja íbúð
í Kópavogi. „Við fáum aðstoð frá
Kópavogsbæ, sem útvegar okkur
heimilishjálp og María litla fær
pláss á dagheimili strax eftir helg-
ina," sagði Magnús. „Það verður
auðvitað mjög dýrt að reka heimil-
ið og vinnufélagar mínir bentu
mér á að ég yrði að kaupa tíksu-
verslun þegar stelpuhópurinn
kemst á unglingsár. Eg reyni að
hugsa ekki til þess þegar þær
komast á bflprófsaldurinn," sagði
hann og hló við.
Svo skemmtilega vildi til að á
fæðingardegi þríburanna komu
út fyrstu bækumar í nýjum flokki
bamabóka um þríburasyst.ur,
Trillumar þrjár. Bókaútgáfan
Fjölvi sendi bækumar til Kolbrún-
ar.
Jón Baldvin ræðir við George Shultz í Washington í dag:
Yfirlýsingar um kúvendingu í hvalveiði-
málinu koma á afar óheppilegum tíma
„HVAÐ sem líður öllum ágreíningi um hvalamálið svokallaða, rétt-
mæti eða nauðsyn vfsindaveiðanna, verð ég að segja að yfirlýsingar
forsætisráðherra um að það sé að vænta kúvendingar af hálfu fslenzku
ríkisstjómarinnar svo fyrirvaralítið sem raun ber vitni, komi á afar
óheppflegum tfma. Ég hef enga trú á að hægt sé að taka svo örlaga-
ríka ákvörðun á einum rfkisstjómarfundi. Það þarf miklu nánari skoð-
uniir við. Á þessari stundu hef ég ekki náð sambandi við forsætisráð-
herra. Ég bíð eftir sfmtali við hann til þess að hevr-a fajá honum sjálf-
nm skýringar á blaðafrásögnum, sem ég hef undir höndum," sagði Jón
Baldvin Hannibalsson, utanrfltisráðherra, í samtali við Morgunblaðið í
gærkvöldi. Hann var þá staddur Washington i Bandarfkjunum, en í
dag ræðir hann við George Shultz, utanrfldsráðherra Bandaríkjanna,
meðal annars um hvalveiðimálin.
„Ég skil ákaflega vel ótta for- þrýsting á forstjóra einstakra fyrir-
svarsmanna í fiskiðnaði um slæmar tækja til þess að reyna að knýja
afleiðingar þeirrar ófrægingar her- íslenzku ríkisstjómina til að falla frá
ferðar, sem hefur verið höfð uppi eða mótaðri stefnu," sagði Jón Baldvin.
„Þetta er auðvitað skiljanlegt en ég
held að það sé fyrst og fremst af-
komuvandi fiskiðnaðarins á íslandi
og erfíð markaðsstaða núna, sem
skapi okkur þessi vandamál fremur
en einstök dæmi um það að ein-
hveijir forstjórar hafi látið undan
þrýstingi. Það eru óvissu horfur
framundan í fiskiðnaðinum og við
þurfum að meta þær vandlega. Það
væri mjög alvarlegur hlutur fyrir
íslendinga, ef þeir vegna utanaðkom-
andi þrýstings og með skyndiákvörð-
un féllu frá því að áskilja sér rátt
til framhaldandi rannsókna á lífríki
sjávar innan íslenzkrar eftiahagslög-
sögu. Það kynni að hafa ófyrirsjáan-
legar afleiðingar, sem gætu bitnað á
okkur löngu síðar. Ég vil fara með
varúð í þessu mál. Ef það er yfirveg-
uð niðurstaða íslendinga að unnt sé
að fresta þessum visindaveiðum eða
breyta framkvæmd þeirra, eigum við
að gera það að eigin frumkvæði, en
ekki sem skyndiákvörðun undir
þrýstingi frá aðilum, sem áður hafa
sýnt það að þeir taka lítið sem ekk-
ert tillit til lífshagsmuna íslendinga.
Það er óhjákvæmilegt að við
Shultz ræðum um hvalveiðimálin.
Af minni hálfu verður á fundinum
fyrst og fremst um það að ræða, að
nýr utanríkisráðherra er að ræða við
utanríkisráðherra Bandaríkjanna. í
fyrsta lagi fjöllum við almennt um
samskipti ríkjanna, í annan stað geri
ég grein fyrir utanríkisstefnu nýrrar
ríkissljómar, í þriðja lagi ræðum við
ýmis mál, sem verið hafa erfið í sam-
skiptum rílcjanna, svo sem hvalamál,
mengun í vatnsbóli Suðumesja-
manna og kröfugerð af okkar hálfu
að bættur verði skaðinn að fullu með
nýju vatnsbóli og vatnslögnum.
Vafalaust verða svo til umræðu ýmis
mál, sem varða Atlantshafsbanda-
lagið, Evrópubandalagið og hugsan-
lega fríverzlunarsamning ríkjanna í
framhaldi slfkra samningsdraga milli
Bandaríkjanna og Kanada," sagði
utanríkisráðherra.