Morgunblaðið - 19.10.1988, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 19.10.1988, Blaðsíða 21
MORGUNBLABIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. OKTÓBER 1988 21 Reuter Hvítur nashyrningskálfúr Hvitur nashyrningskálfur heldur sig nærri móður sinni í dýra- garðinum í San Diego í Bandaríkjunum. Kálfurinn er s& 75. sem fieeðist í dýragarðinum. Hvitir nashyrningar eru taldir i útrýming- arhættu. Maurice Allais feer Nóbelsverðlaun í hagfræði: Heftu’ rannsakað hag- kvæmni stórra ríkis- einokunarfyrirtækja Stokkhólmi, Paría. Reuter. MAURICE Allais, faðir nútíma- hagfræði f Frakklandi, hlýtur Nóbelsverðlaun i hagfræði f ár fyrir rannsóknir á hagkvæmni stórra ríkiseinokunarfyrirtækja. „Allais er eitt af stóru nöfounum i heimi hagfræðirannsókna," sagði Assar Lindbeck, forstöðu- maður Nóbelsnefodar konung- legu sænsku akademfunnar, þeg- ar hann tilkynnti hver fengi verðlaunin f ár. Allais sem er 77 ára gamall sagðist hafa vitað að hann hefði komið til greina und- anfiarin tvö ár en hann hefði verið búinn að gefia upp alla von þegar hann fékk upphringingu frá Stokkhólmi í gærmorgun. Framlag Allais til fræðanna eru einkum tvö verk sem komu út árin 1943 og 1954. Lengd þeirra og flók- in efnistök ollu því að rómur hans barst ekki út fyrir landamæri Frakklands í miklum mæli. Sænska Nóbelsnefndin vitnaði í ummæli Pauls Samueisons, bandarfsks hag- fræðings sem fékk Nóbelsverðlaun árið 1970,: „Allais er brunnur frum- legra og sjálfstæðra uppgötvana. Hefðu fyrstu verk hans verið skrif- uð á ensku þá hefði heil kynslóð hagfræðikenninga tekið aðra stefnu." Hugmyndir Allais um hag- kvæma nýtingu hráefna komu að miklum notum þegar stór ríkisein- okunarfyrirtæki spruttu upp í Vest- ur-Evrópu eftir stríð. Yngri kynslóð franskra hagfræð- inga hefur byggt á brautryðjenda- starfi Allais við rannsóknir á ríkis- fyrirtækjum eins og frönsku jám- brautunum, og frönsku rafmagns- veitunni. Samkvæmt kenningu Allais er sú staða sem kemur upp þegar framboð fullnægir eftirspum á ein- hveiju sviði þjóðhagslega hagkvæm ( þeim skilningi að enginn getur tekið meira til sín án þess að minna komi í hlut annarra. Allais hefur verið yfirmaður hag- fræðideildar Ecole Nationale Sup- erieure des Mines de Paris frá árinu 1944. V estur-Þýskaland: Þefvísir lög- regluhundar DOsseldorf. Reuter. BEN, sem er af nýju kyni lög- regluhunda í Vestur-Þýskalandi, getur fundið lykt af glæpa- manni, þó að hann sé kominn í margra kílómetra Qarlægð og eins þótt aUt að ár sé liðið frá þvi að hann framdi glæpinn. Ben er þeirrar náttúm að geta borið saman lykt og hefur hann þegar orðið þess valdandi, að nauðgari neyddist til að játa á sig sök. Þrír bræður Bens bíða eftir að fá að spreyta sig. Hundar þessir þurfa ekki að þefa af hinum gmnuðu. Þeir em látnir fá „sýnishom" af lykt viðkomandi í litlu málmhylki og síðan er lagður fyrir þá hlutur af vettvangi glæps- ins. Ef lyktin úr hylkinu og lyktin af hlutnum er hin sama, færir hund- urinn umsjónarmanni sínum hylkið. Canon Ljósritunarvélar FC-3 kr. 43.600 stgr. FC-5 kr. 46.300 stgr. SkrifveHn, simi 685277 GEÆiBl Kuldablússur Kuldaúlpur Margar nýjar gerðir, m.a. yfirstærðir. Verð frá kr. 3.950,- Póstsendum Jafet S. Ólafsson UPPBYGGING IÐNAÐAR í DREIFBÝLT lönlánasjóöur gengst nú fyrir fundum um uppbyggingu iðnaðar í dreifbýli. Þeir fyrstu veröa haldnir: ■ 20. október á AKUREYRI Hótel KEA kl. 15.30. - ■ 21. október á SAUÐÁRKRÓKI. Hótel Mælifelli kl. 15.30. ** Markmið fundanna er; að kynna starfsemi Iðnlánasjóðs fyrir stjórn- endum fyrirtækja og fulltrúum atvinnulífs í dreifbýli, að vekja áhuga stjórnenda fyrirtækja á nýsköpun, sameiningu fyrirtækja og samstarfi þeirra. Lögð verður áhersla á þessa málaflokka: Lánafyrirgreiðslu, vöruþróun, markaðsmál, tækni, afkastagetu, söluaðferðir, dreifileiðir og samstarf við önnur fyrirtæki. ■ Dagskrá: ' ........... •• 1. Kynning á starfsemi Iðnlánasjóðs og þeirri íyrirgreiðslu sem Iðnlánasjóður veitir fyrirtaekj- um. Bragi Hannesson, bankastjóri. 2. Fyrirlestur um markaðsathuganir og mat á markaðsþörf. Þráinn Þorvaldsson, framkvæmdastjóri. 3. Fyrirlestur um vöruþróun. Páll Kr. Pálsson, framkvæmdastjóri. 4. Fyrirlestur um samstarf og samruna fyrirtækja. Pétur Reimarsson, framkvæmdastjóri. 5. Fyrirlestur um arðsemismat á hugmyndum. Jafet S. Ólafsson, útibússtjóri Gert er ráð fyrir að hver fyrirlestur taki 20-30 mínútur. Fundarstjóri verður Jón Magnússon, formaður stjórnar Iðnlánasjóðs og á fyrsta fundinum á Akureyri flytur Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra ávarp. Síðar verða haldnir sams konar fundir á Akranesi, isafirði, Egilsstöðum, Vestmannaeyjum, Selfossi og Keflavík. VIÐ HVETJUM ALLA ÞÁ SEM MÁLIÐ VARÐAR TIL AÐ KOMA. ÁRMÚLA 7, 108 REYKJAVÍK, SÍMI 680400 ABGUS SiA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.