Morgunblaðið - 19.10.1988, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 19.10.1988, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. OKTÓBER 1988 23 Reuter Blindir nuddarar i Suður-Kóreu mótmæltu í gær nýjum lögum sem heimila jurtalæknum og nálarstungu- læknum að beita nuddi. Mótmælendumir stöðvuðu umferð klukkustundum saman áður en lögregla dreifði hópnum. Suður-Kórea: Blindir nuddarar mótmæla Seoul. Reuter. UM 350 blindir suður-kóreskir nuddarar og ættingjar þeirra stöðvuðu umferð i miðborg Seo- ul í gær þegar þeir mótmæltu nýjum lögum sem þeir segja að ógni starfegrein þeirra. Boðað var til mótmælanna þegar heil- brigðisráðherra Suðiu*-K6reu kvaðst ætla að samþykkja lög sem heimila jurtalæknum og nálarstungulæknum að beita nuddi. í Suður-Kóreu hefur nudd verið starfsgrein blindingja í aldanna rás. Talsmaður suður-kóreskra nuddara sagði við fréttamann að ríkisstjóm landsins ætlaði að taka einu lífsbjörgina frá þeim blindu. „Þannig koma gestgjafar Ölympíuleika fatlaðra fram við öryrkja." Nú standa einmitt yfír Ólympíuleikar fatlaðra í Seoul þar sem 3.200 íþróttamenn keppa. „Ef lögin öðlast gildi jafngildir það að biðja blindan íþróttamann ' að etja kappi við sjáandi andstæð- ing. Hver heldur þú að vinni?“ spurði talsmaðurinn. Lögregla dreifði hópnum og kom í veg fyrir að mótmælendur < kæmust að heilbrigðisráðuneytinu. Talsmaður nuddaranna sagði að mótmælin yrðu endurtekin í dag. Forsetakosnmgarnar í Bandaríkjunum: George Bush með 17%-stiga forskot Boston, frá Óla Birni Kárasyni, fréttaritara Morgfunbiaðsina. GEORGE Bush, varaforseti og frambjóðandi repúblikana i for- setakosningunum, hefur 17%- stiga forskot á keppinaut sinn Michael Dukakis, frambjóðanda demókrata, samkvæmt skoðana- könnun The Wall Street Joumal og NBC-sjónvarpsstöðvarinnar. Fylgi Bush er 55% en 38% kjós- enda segjast ætla að kjósa Duk- akis. Skoðanakönnunin leiðir í ljós að 71% kjósenda telja að Bush sé full- trúi hefðbundins gildismats banda- rísku þjóðarinnar. Aðeins 48% að- spurðra sögðu að Dukakis stæði einnig fyrir hefðbundnu gildismati. En það sem veldur demókrötum mestum áhyggjum er hversu lítið álit bandarískir kjósendur hafa á Dukakis. Helmingur kjósenda hafa neikvæðar hugmyndir um Dukakis en aðeins 36% eru jákvæðir í hans garð. Um 55% eru hins vegar já- kvæðir gagnvart Bush en 33% nei- kvæðir. Þessar töiur gefa góða vísbendingu um það hversu erfítt það verður fyrir Dukakis að vinna upp forskot Bush. Dan Quayle, varaforsetaefni Bush, nýtur iítils álits meðal kjós- enda, samkvæmt könnuninni og 41% hafa neikvæðar hugmyndir um hann og helmingi fleiri telja að Lloyd Bentsen, varaforsetaefni Dukakis, yrði betri forseti en Quayle, ef forsetinn félli frá. Mikill meirihiuti Bandaríkja- manna vill að Bush verði við stjóm í Hvíta húsinu á hættutímum og hann nýtur meira fylgis en Dukak- is jafnt meðal karlmanna og kven- manna. Um helmingi fleiri karl- menn ætla að kjósa Bush en Dukak- is og í fysta skipti fylgja fleiri kon- ur Bush að málum. Thailand: Fegurðar- dísum hitnar \ hamsi Bangkolc. Reuter. Fegurðarsamkeppni í Thailandi vöktu upp hinar verstu hvatir hjá þátttakendum. Stúlkumar sem töpuðu i keppninni náðu ekki upp í nef sér fyrir reiði, ruddust inn i svitu sigurvegarans, sturtuðu veldissprota og herðaslá hennar niður um salernisskálina og rændu gullinni Búddastyttu, lausafé og persónuskilrikjum. Fegurðardrottning Thailands heit- ir Paphassara Chutanupong, 19 ára gömul. Keppinautum hennar þótti hún augsýniiega ekki nógu vel úr garði gérð til að keppa fyrir Thai- lands hönd í Miss World-keppninni í Lundúnum. Fyrir tveimur árum gerðist það að kóróna og sigursveigur voru rifin af sigurvegaranum í Ungfrú Thai- land keppninni og það í beinni út- sendingu. áritar nýútkomna skáldsögu sína, HÚSIÐ MED BLINDU GLERSVÖLUNUM, í íslenskrí þýðingu Hannesar Sigfússonar í bókabúð Máls og menningar, Laugavegi 18. Herbj0rg Wassmo hefur áunnið sér sess meðal allra fremstu rithöfunda Norðmanna. Hún hlaut bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs árið 1987. —nn— Bókalmð LMÁLS & MENNINGAR J LAUGAVEG118, SÍMI 24240 Sendum einnig árituð eintök í póstkröfu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.