Morgunblaðið - 19.10.1988, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 19.10.1988, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. OKTÓBER 1988 17 Indisk Risi Námstefha um fískeldi á Islandi NÁMSTEFNAN „Fiskeldi á ís- landi — foglegar forsendur, að- stæður og reynsla okkar til þessa“, sem haldin er í samvinnu endur- menntunarnefiidar Háskóla ís- lands og Landsambands fiskeldis- og hafbeitarstöðva, verður i Borg- artúni 6 dagana 27. og 28. október næstkomandi. Markmið ráðstefnunnar er að gefa alhliða yfírlit yfír helstu líffræði- og tæknilega þætti fískeldis. Menn úr atvinnugreininni og þeir sem veita fræðilega- og tæknilega þjónustu flytja erindi, segja frá reynslu sinni og skiptast á skoðunum við þátttak- endur. í frétt um námstefnuna segir að áhersla verði lögð á að efla tengsl manna með mismunandi þekkingu og auðvelda fagleg samskipti þeirra. Einnig verður fjallað um markaðsmál og hugmyndir um stöðlun í fískeldi. Leitast verður við að fá fram hagnýt atriði, sem geta nýst fiskeldismönn- um í starfí. Stefnt er að því að náms- stefnan verði undanfari námskeiða þar sem ítarlegar verður farið í ein- staka líffræðilega, tæknilega og hag- fræðilega þætti. Námsstefnan er ætluð öllum fræðimönnum og rekstraraðilum sem fást við eða tengjast fískeldi. Nám- skeiðsgjald er 5.000 krónur. Umsjón- armenn eru Oddur B. Bjömsson verkfræðingur og Valdimar K. Jóns- son prófessor. Rynkeby HREINN APPELSÍNUSAFI ÁN ALLRA AUKAEFNA Norrænu tækniverð- launin til Finnlands Norðurlandaráð hefiir ákveðið að veita Pertti TörmáTa, prófess- or við Tækniháskólann í Tamm- erfors, Norrænu tækniverðlaun- in 1988, fyrir þróun sína á líflræðilega leysanlegum lífræn- um efiium, til notkunar við hand- lækningar. Norðurlandaráð ákvað í mars síðastliðnum, í tilefni af Norrænu tækniári 1988, að veita sérstök tækniverðlaun að upphæð 125.000 danskar krónur, auk heiðursskjals. Verðlaunin verða afhent í lokahófí Norræna tækniársins í Kaup- mannahöfn, 15. desember næst- komandi. Tilgangur verðlaunanna er meðal annars að undirstrika þýðingu tækninnar fyrir samfélagsþróunina á Norðurlöndum, og skulu þau jafn- framt vera viðurkenning fyrir mikil- væga tæknivinnu, sem einkennist af sköpun og frumleika. Hvert Norðurlandanna mátti tilnefna tvö verkefni í þessa samkeppni, og vom öll verkefnin kynnt hér í blaðinu síðastliðinn laugardag. Líffræðilega leysanlegu lífrænu efnin, sem Pertti Törmálá hefur þróað ásamt samstarfsmönnum sínum, em álíka hörð og stál, en þau mýkjast og leysast smám sam- an upp, við þær aðstæður sem ríkja í líkamsvefjum. Hægt er að ráða því með efnasamsetningu hve lengi efnin halda hörku sinni, en venju- lega er það um 6 mánuðir til þrjú ár. Því næst taka þau að leysast upp og breytast í næringu fyrir frumur líkamans, uns þau em al- gjörlega horfín. Þessi efni em því mjög heppileg til notkunar við læknisaðgerðir vegna beinbrota, því þá þarf ekki að framkvæma nýja aðgerð til að fjarlægja viðgerðar- efnin. Fyrstu læknisaðgerðimar þar sem þessi efni vom notuð, vom framkvæmdar árið 1984. Nú em þessi efni notuð á sjúkrahúsum víða um heim, og skipta aðgerðir þær, sem framkvæmdar hafa verið með þeirra hjálp, nú þegar þúsundum. GIRNILEGIR HRÍSGRJÓNARÉTTIR FRÁ KNORR nrr.. KNORR’S EKSOTISKE Orientalsk Rii KNORR’S EKSOTISKE i ly Mexicansk Risret KNORR'S EKSOHSKE K0KKEN Knorr hrísgrjónarétt- irnir eru framleiddir úr völdum hrísgrjónum, kryddjurtum og grænmeti. Þeir eru blandaðir eftir æva- gömlum, framandi uppskriftum sem lagaðar eru að smekk okkar. Með hverjum pakka þarf aðeins 250 g af kjöthakki til að elda girnilega máltíð fyrir 3-4 - á aðeins 30-40 mínútum. FRÁ INDLANDI; Indversk matargerðarlist er einstök. Útlitið er girnilegt og bragðið svíkur engan. Indverski hrísgrjónarétturinn frá Knorr færir þig nærþessari listgrein. FRÁ MEXÍKÓ: Þegar þú hefur smakkað mexíkanska hrísgrjónaréttinn frá Knorr veistu hvers vegna mexí- kanskur matur er rómaður um allan heim. Framandi kryddjurtir og grænmeti gefa nákvæmlega rétta bragðið. FRÁ AUSTURLVNDUM: Yfir Austurlöndum hvílir heillandi dulúð sem endurspeglast í austurlenskum mat. Þú kynnist henni þegar þú bragðar austurlenska hrísgrjónaréttinn frá Knorr. ' KNORR HRÍSGRJÓNARÉTTIR HEILLA ALLA FJÖLSKYLDUNA 'XéhcWl NORDSJÖ málning oglökk í þúsundum lita, úti og inni. Höfn, Hornafirði Kaupfélag Austur-Skaftfellinga S: 97-81206 Blaóió sem þú vakrnr vió!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.