Morgunblaðið - 19.10.1988, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 19.10.1988, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MHJVIKUDAGUR 19. OKTÓBER 1988 47 Mm FOLK ■ SIGI Held, landsliðsþjálfari hefur verið iðinn við að minna sína menn á leikinn gegn A-Þjóðveijum á Laugardalsvellinum. Með þvi vonast hann til að koma leikmönnum í baráttuskap. Þá hafa stórar yfírlýs- ingar a-þýskra fjöl- miðla orðið til að hleypa illu blóði í íslensku landsliðsmennina. JónH. Garðarsson skrífarfrá A-Þýskalandi ■ ÍSLENSKU landaliðamenn- imir eru mjög óhressir með hótelið í A-Berlin og segja að það likist helst fangelsi. Öll ljós eru slökkt snemma og heldur lítið hægt að gera til að stytta sér stundir. Öll aðstaða til æfínga eru hinsvegar mjög góð og mun betri en í Tyrkl- andi. Þar var hótelið ágætt en æfingaaðstaða fyrir neðan allar hellur. ■ TVEIR atórir vellir eru í A- Berlin. Heimavöllur Dynamo Berl- in sem tekur 50.000 áhorfendur og Friedrich-Ludwig-Jahn-Sport- spark sem tekur 25.000 áhorfendur en þar fer leikurinn fram. íslensku leikmennimir voru mjög ánægðir með völlinn, en þeir æfðu á honum í gær. Þeir sögðu hann mjög líkan Laugardalsvellinum, bæði hvað varðar stærð og útlit. ■ ÍSLENDINGARNIR eru orðnir mjög þreyttir enda hafa þeir verið lengi á ferðalagi. Leikmenn Vals og Fram hafa verið á ferðinni síðan 2. október og einnig Skaga- maðurinn Ólafur Þórðarson. ífyrst voru það leikir t Evrópu- keppn- inni, svo landsleikurinn í Tyrklandi og loks leikurinn í dag í A-Þýska- landi. ■ ÍSLENSKU leikmennirnir og fararsijórar hafa lítið viljað spá um úrslit og telja ekki mikla mögu- leika á sigri í dag. Siguijón Sig- urðsson, læknir liðsins er þó á ann- arri skoðun og segir að fslendingar muni sigra ef þeir ná sínum besta leik. ■ DIETER Bogia, þjálfari Dyn- amo Berlin, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að A-Þjóðveij- ar gætu alls ekki bókað sigur. „Þetta verður erfíður leikur en ég vona að við vinnum," sagði Bogts. Þess má geta að hann er talinn . líkiegasti eftirmaður Bernd Stange landsliðsþjálfara. ■ LANDSLIÐ A-Þjóðverja er að mestu byggt upp á leikmönnum frá þremur liðum. Dynamo Berlin, Dynamo Dresden og Lokomotiv Leipzig. Fimm leikmenn eru frá rimó Berlín. FRÆGUSTU leikmenn a- þýska landsliðsins eru líklega þeir Thomas Doll og Andreas Thom, en þeir eru kallaðir „tvíburamir" í A-Berlín. Þeir eru miklir vinir og þylq'a tveir skemmtilegustu leik- menn Dynamó Berlin. ■ AÐEINS er búist við um 10.000 áhorfendum á leikinn í dag. Ástæðan fyrir því er að Dynamó Berlin hefíir gengið illa í síðustu leikjum og slæmt gengi liðsins hef- ur áhrif á áhuga Berlinarbúa á landsliðinu. ■ LANDSLEIKURINN verður sýndur beint í sjónvarpinu í dag og hefst útsending kl. 16.00. BJaml SlgurAsson verður i mark- inu í dag. KNATTSPYRNA Ólafur til Brann? Teiturvijl fá bróður sinn til Brann fyrir næsta keppnistímabil ÓLAFUR Þórðarson, lands- liðsmaður í knattspyrnu, mun fara tll Noregs og rœða við forráðamenn Brann eftir landsleikinn gegn Austur- Þjóðverjum. Teitur Þórðar- 80 n, þjálfari Brann sem er bróðir Ólafs, hefur sýnt mik- inn áhuga á að fá Ólaf til liðs við Brann fyrir nœsta keppn- istímabil. Teitur Þórðarson sagði í sam- tali við Morgunblaðið í gær- kvöldi að það vantaði tilfinnaniega góðan miðjuleikmann í liðið. „ólafur kemur hingað til Noregs á fímmtudag til viðræðna og skoða aðstæður. Það lá svo vel við að fá hann hingaö núna - koma við á leiðinni heim. Hann mundi styrkja Brann-liðið mikið," Morgunblaðið/Skapti Hallgrimsson Olafur Þórðarson fer til Noregs til viðræðna við forráðamenn Brann eftir landsleikinn við Austur-Þjóðveija. Teitur, bróðir Ólafs, er þjálfari Brann og vill ólmur fá hann til liðs við félagið fyrir næsta keppnistfmabil. Þessi mynd var tekin af þeim bræðrum í Sevilla fyrir landsleik Islands og Spánar f undankeppni HM 1985. Teitur var þá fyrirliði íslenska liðsins sem tapaði 2:1. Ólafur lék ekki með liðinu þá, en er nú orðinn fastamaður f landsliðinu. sagði,“ sagði Teitur. Þrír útlendingar mega leika með norskum 1. deildar liðum. Ef Ólafur fer til Brann er hann þriðji útlendingurinn í liðinu. Ffyr- ir eru Bjami Sigurðsson, mark- vörður og Alsírbúi sem á eftir eitt ár af samningi sínum. Teitur sagðist vonast til að Bjami yrði áfram hjá Brann. Brann leikur til úrslita í norsku bikarkeppninni á Ullevall-leik- vanginum í Oslo á sunnudaginn og mun Ólafur fylgjast með þeirri viðureign. Það er iöngu orðið upp- selt á leikinn. Það yrði mikil blóðtaka fyrir Skagamenn ef Ólafur færi til Brann. Hann hefur verið einn besti leikmaður þeirra undanfarin ár. KNATTSPYRNA / HM „Munum leika til sigurs“ - segir Siegfried Held landsliðsþjálfari „VIÐ œtlum að reyna að bœta gallana sem komu f Ijós f leikn- um við Tyrki og ég vona að það takist. Við höfum ekki gleymt tapinu heima ífyrra en munum leika til sigurs," sagði Siegfried Held, landsliðsþjálfari f knatt- spyrnu í samtali við Morgun- blaðið. íslendingar mœta Aust- ur-Þjóðverjum f dag í þriðja leik sfnum f 3. riðli heimsmeist- arakeppninnar f knattspyrnu. Leikurinn fer fram f A-Berlfn oghefstkl. 16. Við áttum möguleika á að vinna Tyrki en nýttum ekki skyndi- sóknimar. Það ætlum við hins veg- ar að gera á morgun [í dag]. Vöm- in var mjög góð gegn Tyrkjum og ég vona að við náum jafn góðum leik ,“ sagði Held. „í Tyrkjaleiknum tókst okkur ekki að halda boltanum nógu vel. Ég vona að með Ásgeiri Sigurvins- syni fáum við mann sem getur róað leik liðsins og skipulagt. Hann hef- ur mikla reynslu sem ætti að koma sér vel á miðjunni. Þessi leikur er eins og allir leikir og ég er ekkert hræddur. Ef hver leikmaður gerir sitt besta þá eigum við möguleika. Við verðum að leika af öryggi það er fyrir öllu. Við emm í þessarri keppni tii ná 2. sæti. Það væri til lítils að taka þátt ef við stefndum að 3. eða 4. sæti. Ég held að við eigum möguleika á 2. sæti í riðlinum og við verðum að ná góðum úrslitum í dag til að styrkja stöðu okkar. Við höfum skiljanlega lagt mikla áherslu á vamarleikinn í leikjum okkar en á morgum leikum við til sigurs og munum sækja," sagði Siegfried Held. JónH. Garðarsson skrífarfrá A-Þýskalandi Þvjár breytingar frá Tyrkjaleiknum Bjami, Ásgeir og Sigurður koma í liðið SIEGFRIED Held landsliðs- þjálfari mun Ifkloga gera þrjár breytingar á fslenska lands- liðinu frá leiknum viö Tyrki. Bjarni Sigurðsson mun Ifklega byrja í markinu og Ásgeir Sigurvinsson og Slg- urður Grótarsson koma að nýju inn fliAIA. Bjami Sigurðsson kemur f stað Friðriks Friðrikssonar, en Friðrik lék mjög vel í Istanbúl. Ásgeir Sigurvinsson kemur inná miðjuna í stað Pét- JónH. urs Amþórssonar Garðarson og Sigurður Grét- skrífar frá arsson tekur stöðu A-Þyskaland, Ragnara Mar. geirssonar. Byijunarlið íslendinga verður því líklega á þessa leið: Bjami Sigurðsson í markinu. Gunnar Gíslason og Sævar Jónsson ba- kverðir. Atli Eðvaldsson og Guðni Bergsson leika sem miðverðir, Guðni sem aftasti maður í vöm. Á miðjunni verða svo Ásgeir Sig- urvinsson, Amór Guðjohnsen, Ómar Torfason og ólafur Þórðar- son. Framheijar verða tveir, Sig- urður Grétarsson og Guðmundur Torfason. Varamenn íslenska liðsins verða Friðrik Friðriksson, Ragnar Margeirsson, Pétur Amþórsson, Ágúst Már Jónsson og Þorvaldur Örlygsson. Amljótur Davíðsson, Halldór Áskelsson og Guðmundur Hreið- arsson verða ekki f íslenska liðinu á morgun. Slegfrled Hald: „Ég vona að með Ásgeiri Sigurvinssyni fáum við mann sem getur róað leik liðsins og skipulagt. Hann hefur mikla reynslu sem ætti að koma sér vel á miðjunni." KNATTSPYRNA / HM Tékkar sigurðu. Luxemborgara Tékkar sigruðu Luxemborgara, 2:0, f 7. riðli undankeppni HM í Luxemborg í gærkvöldi. Bæði mörkin voru gerði í fyrri hálfleik. Tékkar yfírspiluðu heimamenn í fyrri hálfleik, en Luxemborgarar komu meira inn í leikinn í síðari hálfleik. Ivan Hasek skoraði fyrra mark Tékka á 25. mínútu eftir mistök í vöm heimamanna. Jozef Chovanec gerði síðara markið tfu mfnútum síðar. Markið var frekar slysalegt og má skrífast á markvörðinn, Jan van Rijswijck, sem missti knöttinn yfír sig efstir homspymu. Tékkar skoruðu aftur rétt fyrir hálfleik en það var dæmt af vegna rangstöðu. Tékkneska liðið lék ekki vel og lið Luxemborgara, sem að mestu er skipað áhugamönnum, átti f fullu tré við það í sfðarí hálfleik og fengu þá tvö ágætis marktækifæri. Mark- vörður Tékka, Jan Stejskal, varð að taka á honum stóra sfnum er Gay Hellers átti þrumuskot af 35 metra færi. Á 70. mínútu tókst Roby Langers að bijótast í gegnum vöm Tékka og Stejskal bjargaði meistaralega. Þetta var fyrsti leikur Tékka f undankeppninni, en Svisslendingar hafa forystu í riðlinum eftir stórsig- ur, 4:1, gegn Luxemborg í síðasta mánuði. Belgar og Portúgalir, sem einnig em í sama riðli hafa enn ekki leikið. Staðan í 7. riðli: Sviss Tékkóslóvakía Luxeraborg Belgfa Portúgal 1 1 0 0 4:1 1 1 0 0 2:0 2 0 0 2 1 6 0 0 0 0 0:0 0 0 0 0 0:0

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.