Morgunblaðið - 19.10.1988, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 19.10.1988, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. OKTÓBER 1988 DEILT UM FRAMHALD HVALVEIÐA I VISINDASKYNI Gagnagrunnurínn verður mun rýrari - segir Kristján Loftsson um mögu- lega stöðvun hvalveiða á næsta ári „ÞAÐ verður hver að meta fyrir sigf hvort heppilegt sé að hverfa Crá fyrirhuguðum hvalveiðum á næsta ári. Geri menn það, verður gagnagrunnurinn fyrir rannsóknirnar mim rýrari ella. Það var búið að skera umsvifín niður áður. Gagnagrunnurinn var undir- staða visindaáætlunarinnar og vijji menn kasta honum fyrir róða, verða þeir um leið að taka því að takmarka möguleikana á nægi- legri upplýsingattflun," sagði Kristján Loftsson, framkvæmda- stjóri Hvals hf., i samtali við Morgunblaðið. Kristján sagði, að allar fréttir - um viðskiptatap í Þýzkalandi og Bandaríkjimum væru málum blandnar. Það yrði að skoða þessi mál í ró og næði, en láta ekki stig- magnandi sögusagnir knýja sig til hæpinnar ákvarðanatöku. í flest- um tilfellum vantaði áþreifanlega staðfestingu á því að mótmæli friðunarsinna hefðu hamlað við- skiptum. Ýmsar fullyrðingar þess efíiis væru í fjölmiðlum, en til dæmis hefði hann hvergi rekizt á það í öllu fréttaflóðinu að fyrir lægi skjalfest staðfesting frá Long John Silver’s því til sönnunar að þrýstingur friðarsinna hefði gert að engu samninga við Iceland Seafood á þessum ársfjórðungi. Flestar þessar fréttir um áhrifa- mátt Greenpeace væru komnar frá þeim sjálfum. „Það má svo nefna það, fyrst menn sjá svona ofg'ónum yfír nokkrum hvölum, að til stóð að veiða 80 hrefnur til rannsókna. Frá því var svo horfíð, en nú hafa þijár hrefnur Ient í veiðarfærum báta hér við land á 10 dögum. Fari svo sem horfír, verða það fleiri en 80 hrefnur á ári, sem við drepum og það án nokkurra rann- 8Ókna,“ sagði Kristján Loftsson. __ || - j »> > » fjfl > Morgunblaðið/Ól.K.M. Halldorræðir við Tengelmann Halldór Ásgrimsson, sjávarútvegsráðherra, mun t dag ræða við stjómendur fyrirtækjasamsteypunn- ar Tengelmann vegna ákvttrðunar þeirra um að falla frá kaupum á íslenzkum sjávarafurðum. Jóhann Sigurjónsson, sjávarlífifræðingur: Myndi skaða en ekki eyði- leg’gja vísindaáætlunina ÞAÐ MYNDI koma illa við vísindaáætlun íslendinga ef hval- veiðum yrði hætt á næsta ári, þó að þvf fari fíarri að þriggja ára rannsóknir í sambandi við hval- veiðar væru þá unnar fyrir gýg, að sttgn Jóhanns Siguijónssonar, sjávarliffræðings. Rannsóknir á Sölustofiiun lagmetis: Hvalveiðunum verði tafarlaust írestað MORGUNBLAÐINU heftir borizt efltirferandi ályktun frá stjóm Sölustofímnar lagmetis. Þar er eindregið hvatt til þess að endurmet- in verði stefíia stjómvalda i hvalveiðum og veiðarnar verði stttðvað- ar, þar sem gífurlegir hagsmunir séu i húfí. Ályktunin fer hér á eflir: „Stjóm Sölustofíiunar lagmetis vill eindregið lýsa yfír stuðningi við hugmyndir um, að tafarlaust verði tekin ákvörðun um að' fresta hval- veiðum íslendinga í vísindaskyni á næsta ári. Nauðsynlegum vísinda- rannsóknum á hvalastofnum verði lokið án frekari veiða. Það er mat þeirra aðila innan Sölustofnunar lagmetis, sem gerst þekkja til, að lífæð íslensks lagmet- isiðnaðar sé í stórhættu í framhaldi af ákvörðun Tengelmanns-sam- steypunnar um að stöðva kaup á íslensku lagmeti. Áætlaður heildar- útflutningur lagmetis á yfírstand- andi ári er að verðmæti einn og hálfur milljarður króna og þar af eru tæp 60% til V-Þýskalands. Stjóm SL vefengir ekki rétt okk- ar íslendinga til hvalveiða en Ijóst er, að Greenpeace og önnur samtök umhverfísvemdarmanna hafa meiri áhrif á þorra almennings, en gert hefur verið ráð fyrir. Þess vegna ályktar sjóm SL, að ekki verði hjá því komist, í ljósi síðustu atburða, að endurmeta stefnu stjómvalda f hvalamálinu og stöðva veiðamar, þar sem gífurlegir hagsmunir eru í hættu hjá íslenskum útflutnings- iðnaði. Það er von okkar, að stjómvöld bregðist fljótt við, svo að takast megi að koma á viðskiptum á ný við hið þýska fyrirtæki, og ekki komi til stöðvunar hjá lagmetisiðj- unum, eins og nú lítur út fyrir." stofiistærð hvala hér við land gætu haldið áfram með talningum úr flugvélum og skipum, en veiði- bann kæmi illa við rannsóknir á orkubúskap og viðkomu dýranna, sem eru nauðsynlegar til að ákvarða veiðþol þeirra. Aðeins eitt ár er nú eftir af fíög- urra ára vísindaáætlun íslendinga, en töluverðar breytingar hafa orðið á henni vegna þess að hætt var við hrefnuveiðar og samdráttur hefur orðið á veiðum á langreyði en þó einkum á sandreyði. Beinn útlagður kostnaður við áætlunina er nú orðinn um 60-70 milljónir króna og Jóhann sagði að kostnaður við hvalatalning- ar næsta ár myndi lfklega verða um 30-40 milljónir króna. Grænfriðungar hafa haldið því fram að hægt sé að stunda allar nauðsynlegar rannsóknir án þess að drepa hvali. Jóhann sagði að fræði- lega séð væri þetta hægt, en eftir væri að þróa aðferðir til þess. Þó að það tækist að yfírstíga þann þrö- skuld þyrfti að halda úti skipum til að ná vefjasýnum úr lifandi hvölum og það myndi kosta tugi milljóna króna. Finna þyrfti nýja leið til að fíármagna rannsóknimar ef hætt yrði við hvalveiðar, þar sem hagnað- ur af sölu hvalafurða hefði staðið að hluta undir þeim. Meðal þess sem verið er að rann- saka er hvað hvalir við ísland éta mikið og hvaða áhrif það hefur á lífkeðjuna. Helst þyrfti að rannsaka sýni úr hvölum hvert ár nokkur ár í röð til að fá sem bestar upplýsing- ar um þetta atriði og önnur sem snúa að orkubúskapi hvalanna. Þó er von til þess að frekari úrvinnsla á þeim gögnum sem þegar liggja fyrir skili nokkrum árangri. Án efe verður hægt að svara mörgum veig- amiklum spumingum um ástand hvalastofhanna með þeim upplýsing- um sem þegar liggja fyrir, að sögn Jóhanns Siguijónssonar. Best væri hins vegar að hvalveiðar í vísinda- skyni héldu áfram til Joka alþjóðlega hvalveiðibannsins, þegar niðurstöður eiga að liggja fyrir. Alaska: Þrír gráhvalir berj- ast fyrir lífi sínu Boflton, frá Óla Birnl Kárasyni, fréttaritara Morgunblaðsins. ÞRÍR gráhvalir beijast nú fyrir lffí sfnu undan strttndum Alaska, en þar eru þeir fastir f hafís. Hvalveiðimenn, jafnt sem náttúru- vemdarsinnar, hafe undanlhrna daga reynt að bjarga hvttlunum f samvinnu við olfufyrirtæki og strandgæsluna. Björgunin heftir vakið mikla athygli og hafe allar stærstu sjónvarpsstttðvar Banda- rfkjanna og mttrg dagblttð greint frá henni f aðalfréttatfmum. Hvalimir þrfr em svokallaðir Kali- fomíu-gráhvalir, og er talið að aðeins 20 þúsund skepnur af þessari tegund séu til. Eskimóar sem veiða aðrar hvalategundir unnu að því um síðustu helgi að útbúa loftgöt fyrir hvalina, en þeir hafa tekið höndum saman við náttúruvemdarsinna, olíu- fyrirtæki og opinbera aðila, þar á meðai strandgæsluna, að bjarga hvölunum. Bandarísku sjónvarpsstöðvamar hafa greint frá björguninni f aðal- fréttatímum og í gærmorgun var CNN með sérstakan fréttaauka þar sem talsmaður Greenpeace-samtak- anna greindi frá gangi mála. Hann benti sérstaklega á að vegna hval- veiða íslendinga, Norðmanna og Jap- ana væm hvalir í útrýmingarhættu. Hvalveiðimálið: Kærumál Greenpeace bráðlega tekið fyrir Bandarfkjastjóm og náttúruveradarsamtök í Bandaríkjunum undirbúa nú málflutning sinn f málinu sem Greenpeace og fleiri samtttk höfðuðu gegn William Verity viðskiptaráðherra Banda- ríkjanna vegna hvalveiða íslendinga. Dean Wilkinson talsmaður Greenpeace segir að f næstu viku verði væntanlega ákveðið hve- nær málið verður tekið fyrir, en það er rekið f Washingtonborg. Talið er að þetta mál muni bera á góma f viðræðum Jóns Bald- vins Hannibalssonar og George Schultz f Washington f dag. Málið var höfðað f júlf, eftir að viðskiptaráðherra Bandaríkjanna ákvað að ekki yrði gefín út svo- kölluð staðfestingarkæra vegna hvalveiða íslendinga f sumar, en það hefði opnað leið fyrir við- skiptaþvinganir af hálfu Banda- ríkjamanna. Viðskiptaráðherrann taldi að hvalveiðar íslendinga f vísindaskyni drægju ekki úr virkni hvalveiðibanns Alþjóðahvalveiðir- áðsins og brytu þvf ekki í bága við bandarísk lög. Dean Wilkinson, talsmaður Greenpeace f Bandaríkjunum, sagði að samtökin hefðu jafnvel búist við þvf að bandarísk stjóm- völd myndu óska eftir að málinu yrði vísað frá, en það hefði ekki orðið raunin. Málið yrði því tekið fyrir innan skamms og báðir aðil- ar væru að undirbúa málflutning sinn. Greenpeace teldi sig m.a. hafa vissu fyrir því að ákvörðun viðskiptaráðherra hefði ekki verið tekin á vísindalegum forsendum eingöngu. Samtökin hefðu því óskað eftir því að fá að yfirheyra embættismenn sem hlut áttu að máli til að fá þetta fram og réttur- inn yrði að ákveða hvort þetta leyfí yrði veitt. Guðmundur Eirlksson, þjóð- réttarfræðingur í utanríkisráðu- neytinu, er nýkominn frá Was- hington þar sem hann kynnti sér m.a. stöðu þessa málsins. Hann sagði við Morgunblaðið að bandarfsk stjómvöld teldu sig hafa fullnægjandi vamarástæður f öllum atriðum málsins. Skólar í Boston: Hefðu keypt fyrir 16 m.kr. Boston, frá Óia Birni Kárasyni, fréttarit- ara Morgrunblaðsins. SKÓLAR f Boston hefðu líklega keypt allt að 187.000 pund af fslenskum físki, ef borgarstjóra Boston heftti ekki samþykkt álykt- un þar sem þvf var beint til skóla- yfírvalda að hætta kaupum á íslenskum fiskafiirðum vegna hvalveiða íslendinga. Skólayfír- völd ákváðu að verða við tilmælum borgarstj órnari n nar. Ætla má að kaupin hefðu numið liðlega 320 þúsund dollurum, eða um 16 mifíj- ónum fslenskra króna. Samkvæmt upplýsingum skóla- yfírvalda í Boston hafa skólar keypt um 187 þúsund pund af íslenskum físki vegna skólamáltfða. Ef miðað er við að meðalverð til skólanna sé 1,75 dollarar á pund er um að ræða rúmlega 320 þúsund dollara, eða um 16 milljónir fslenskra króna. Talsmaður Greenpeace-samtak- anna sagði við fréttaritara Morgun- blaðsins að 37 skólaumdæmi i Massachusetts hefðu ákveðið að kaupa ekki fslenskar fískafurðir, vegna hvalveiða íslendinga. Green- peace undirbýr aðgerðir til að þrýsta á borgarstjómir f öðmm borgum í Bandaríkjunum að samþykkja svip- aða ályktun og Boston. Enn sem komið er er Boston eina borgin í Bandaríkjunum sem hefur samþykkt ályktun um að hætta kaupum á fslenskum físki.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.