Morgunblaðið - 19.10.1988, Page 5

Morgunblaðið - 19.10.1988, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. OKTÓBER 1988 5 Fríkirkjan í Reykjavík: Tillögn um tvo presta var haihað Málaferli blasa við segir stuðningsmaður séra Gunnars „NÚ BLASIR við að farið verði í skaðabótamál vegna ólögmætr- ar brottvikningar séra Gunnars Björnssonar, svo og ærumeið- ingamál sem gætu endað i Hæstarétti eftir 5 ár,“ sagði Jón ögmundur Þormóðsson, lög- fræðingur og einn af stuðnings- mönnum séra Gunnars Björns- sonar, i samtali við Morgunblað- ið. „Við lögðum til að farin yrði sú sáttaleið að séra Cecil Har- aldsson og Gunnar Björnsson yrðu báðir þjónandi prestar við Fríkirkjuna að minnsta kosti fram að næsta aðalfundi sem halda á i mars næstkomandi. Safhaðarstjórn kirkjunnar virð- ist'hins vegar hafá visað þvi frá sér. Þvi blasa áframhaldandi flokkadrættir við,“ sagði Jón ögmundur. „Það er ekki búið að taka ákvörð- un um hvort farið verði í mái,“ sagði Jón Ögmundur. „í þessu máli Stuttmyndir í BíókjaUaranum NOKKRAR stuttmyndir verða sýndar í kvöld eftir islenska kvik- myndagerðarmenn i Bíókjallar- anum. Stuttmyndir eru fremur sjald- gæft listform hér á landi og lítið verið sýnt af slíkum myndum. Vona aðstandendur sýningarinnar að sem flestir láti sjá sig og að áhugi fólks á stuttmyndum eigi eftir að glæðast. Einnig stendur til að Bfókjallar- inn taki til sýningar myndir eftir erlenda frumkvöðla í Avant-Garde- kvikmyndagerðarlist á næstunni. Þau sem sýna í kvöld eru allt ungt fólk sem numið hefur listir í Ameríku. Þau eru: Kári Schram, Halldór Gunnarsson, Valtýr Þórðar- son, Inga Sólveig og Þorfínnur Karlsson. o INNLENT hafa hins vegar verið viðhafðar ærumeiðingar og sumar af þeim á prenti þannig að það er ekki erfítt að sanria það. Sú sáttaleið að hafa tvo presta þjónandi við Fríkirkjuna hefur nú fengið hljómgrunn hjá stuðningsmönnum séra Gunnars Bjömssonar. Safnaðarsfjómin virð- ist ekki gera sér grein fyrir afleið- ingunum af því að samþykkja ekki að fara þessa leið. í lögum um þjóð- kirkjuna segir að tveir prestar megi þjóna við sömu kirkjuna ef fleiri en 4.000 em í viðkomandi söfnuði og í Fríkirkjusöfnuðinum em um 6.000 manns. Það er ekki ákveðið hvort stuðn- ingsmenn séra Gunnars segja sig úr Fríkirkjusöfnuðinum. Það getur verið að menn bfði og sjái til fram að næsta aðalfundi sem halda á í mars næstkomandi," sagði Jón Ögmundur Þormóðsson. Sjá fréttatílkynningu frá stjórn Fríkirkjusafhaðarins á bls. 27. Morgunblaðið/Ámi Sœberg Frá og með síðastliðnum laugardegi, 15. október, er ökumönnum heimilt að setja neglda þjólbarða undir bíla sína. Frekar rólegt var hjá hjólbarðaverkstæðum á höfuðborgarsvæðinu vegna þess hve hlýtt hefur verið í veðri, en undanfaraa viku var nokkuð um að ökumenn settu nagladekk undir bíla sfna, og þá sérstaklega þeir sem voru á leið út á land. Yísitölur mæla 3-4% verðbólgu VÍSITALA byggingarkostnaðar hækkaði um 0,24% frá miðjum september til októbermánaðar, samkvæmt útreikningi Hagstof- unnar og er nú 124,8 stig. Þessi mánaðarhækkun samsvarar 2,9% verðbólgu á ári, 4,3% ef litið er til hæklninar hennar síðustu þijá mánuði og undanfarna tólf mán- uði hefur hún hækkað um 17,2%. Lánskjaravisitalan, sem tekur mið af framfeerslu- og bygging- arvisitölu, hækkar nú um 0,35%. Lánskjaravfsitalan verður 2.272 stig í nóvember, samkvæmt upplýs- ingum Seðlabankans, en er nú 2.264 stig. Samsvarar þessi mánað- arhækkun 4,3% verðbólgu á ári, hækkun hennar undanfama þijá mánuði samsvarar 10,3% verðbólgu og undanfama tólf mánuði hefur hún hækkað um 23,4%. Samkvæmt upplýsingum Hag- stofu íslands komu nú nær ein- göngu hækkanir fram á innfluttu byggingarefni. Eru það fyrstu áhrif gengisfellingarinnar fyrir sfðustu mánaðamót. Aftur á móti hefur launafíysting og verðstöðvun þau áhrif að innlent efni og vinna hækk- ar nánast ekki neitt. Kostir Gutbemdar Sjóvá leynasérekki En með samanburði við eldri tryggingar koma þeirþó enn betur í Ijós Lítum fyrst á Fjölskyldutrygginguna sem er grunntryggingin í Gullvernd. Hún hefur sannarlega ýmislegt umfram gömlu heimilistrygginguna: Tjónshætur eru miðaðar við kaup á nýjum munum; tryggingarverðmæti innhúsins fylgir mánaðarlegum hækkunum framfærsluvísitölu; gildissviðið ersett upp í skilmálum með ótvíræðum hætti; bætur vegna skammhlaups, skemmdarverka, brots og hruns . eru nýir liðir; sömuleiðis útfararkostnaður, greiðslukorta- trygging ogfarangurstrygging; áhyrgðartrygging er endurbætt, bótasvið vegna kæli- ogfrysti- tækja er víkkað út og þannig má áfram telja. Fasteignatrygging í Gullvernd Sjóvá er aukin og endurbætt húseigendatrygging. Nýjungar eru til dœmis: Úrfellis- og asahlákutrygging, brot- og hrunstrygging, snjóþungatrygging, frost- sprungutrygging og hreinlætis- tækjatrygging. Síðan má bæta við ýmsum sérþáttum svo sem loftneti, garðskála eða mót- tökudiski fyrir gervihnatta- sendingar. Og nú er spurt: Til hvers öll þessi aukna vernd? Svar: Gleymum aldrei að tryggingar, — hversu einfaldar sem þær eru, snúast þegar á reynir fremur um bcetur fyrir tjón en iðgjöld og afslætti. Leitið nánari upplýsinga um aðra þœtti Gullverndar, iðgjöld og greiðslukjör í stma 692500. Sjóvátryggingarfélag íslands hf., Suðurlandsbraut 4, sími 91-692500.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.