Morgunblaðið - 19.10.1988, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 19.10.1988, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. OKTÓBER 1988 ’ 43 Grettistök Til Velvakanda. Þessa mynd fékk ég af Gretti Ásmundarsyni I kaffíbolla. Sýnir hún Grettistök, myndir sem Grettir gerði í útlegðinni af sjálfum sér. Hött bar hann sem Hrói höttur. Útilegumenn báru hatta utan dyra svo sem margir gera í dag. Hafí Grettistökin farið undir vikurgos munu þau koma í ljós í heilu lagi. Þá má sjá hvaða myndir í kaffibollanum eru réttar. Önnur Grettistök eru til þó þau séu hrun- in, þau mætti grafa upp og stilla upp aftur eins og Grettir upphaf- lega hafði þau. Valdimar Bjarnfreðsson Upphefðin að utan Til Velvakanda. Alþýðubandalagsmenn gátu ekki unnt Guðrúnu Helgadóttur þess að verða ráðherra, þrátt fyrir fjálglegt tal þar á bæ um jafnrétti kynjanna og „kvenfrelsisbaráttu". Þeir brutu meira að segja eigin flokksreglur til þess að sniðganga Guðrúnu (40% regluna). — En þá gerist það, að Alþýðuflokksmenn vildu gjaman koma að sínum manni sem for- manni fjárveitinganefndar, og gerðu því allaböllum tilboð, sem þeir gátu ekki hafnað: Að fá for- seta sameinaðs þings í skiptum. Guðrún Helgadóttir getur því sagt eins og hin sögufræga persóna Laxness forðum: Mín upphefð kem- ur að utan. Sigríður Jónsdóttir Aðsókn að Skugga-Sveini A laugardaginn birtist í Morgun- blaðinú grein eftir Iðunni Steins- dóttur, „Hveijir urðu eftir í Noregi?" Þar stendur þetta: „Ég minnist þess ekki að áhorfendur sprengdu Þjóð- leikhúsið utan af sér þegar Skugga- Sveinn var sýndur síðast." Ég er ekki hissa á því þótt Skugga-Sveinn væri illa sóttur í það sinn. Ég hafði ætlað mér að fara með einhver af bamabömum mínum en ég hætti við það þegar ég komst að því að það var búið að breyta um lög og gott ef ekki sitthvað ann- að frá því þetta vinsæla leikrit var sýnt síðast. í hugum okkar hinna eldri voru „gömlu lögin“, enda þótt þau væru dönsk, óaðskiljanleg frá leikritinu. Okkur var það kært eins og það var og hefði það verið áfram í því horfi sem við vorum vön því, hefðum við farið að sjá það. En þeg- ar við fréttum að búið væri að fleygja „góðu gömlu lögunum" úr því og setja saman ný, misstum við áhug- ann. Lái okkur hver sem vill en þessi nýbreytni var áreiðanlega orsök þess hversu aðsóknin var lítil. Sýnið aftur Skugga-Svein eins og við þekktum hann og þá skulum við koma. Þessir hringdu... Góð aðhlynning Sigurður Gíslason hringdi: „Þetta er í þriðja sinn sem ég hef verið á Borgarspítalanum, nú síðast á skurðlækningadeild A5. Langar mig til að þakka læknum og hjúkrunarfólki fyrir góða að- hlynningu og færa öllu starfsfólki deildarinnar hjartansþakkir mínar." Gullarmband Hringlaga gullarmband tapað- ist sl. föstudagskvöld í Súlnasal Hótel Sögu. Fynnandi er vinsam- legast beðinn að hringja í síma 27813 e.h. Kápa Konan sem tók nýja ljósa poplínkápu í misgripum fyrir gamla er skilin var eftir í kaffit- eríu Millunnar í Kringlunni 13. október milli kl. 17 og 18 er vin- samlegast beðin um að skila henni í Milluna sem fyrst. Bíllykill merktur Mitsubishi á lyklakippu frá Heklu var í vasa kápunar en í kápunni sem skilin var eftir er bíllykill af sömu gerð. Gleraugu Vönduð dömugleraugu fundust við Skeljanes á laugardag. Upp- lýsingar í síma 11425 Hvolpur Hvolp af Labradorkyni vantar gott heimili. Upplýsingar í síma 39941. Pera dagsins í dag DULUX EL 80% orkusparnaður dæmi: s 'jT JÓHANN ÓLAFSSON & CO. HF. * 43Sundaborgl3-104Reykjavík-Sími688 588 HOTEL & TOURISM SCHOOL IN hostr m SWITZERLAND M Mr. Alan Semon'rte, framkvæmdastjóri HOSTA, býður ykkur hjartanlega velkomin á ^ Upplýsinga- og kynningarnámskeið M M M M M um NÁM í HÓTELREKSTRIOG FERÐAMANNAIÐNAÐI á morgun, fimmtudag 20. október, kl. 18.30 á hótel Holiday Inn í Reykjavík Allir sem áhuga kunna að hafa eru velkomnir. Ef þú hefur áhuga en ekki tök á því að mæta á námskeiðiö skrifaðu og fáið nánarí upplýsingar, hjá: HOSTA, HOTEL + TOURISM SCHOOL, CH-1854 LEYSIN Sími: 9041 (251) 341814 - Telex: 456 347 hos ch - Telefax: 9041 (251) 341821 Allir fyrrverandi nemendur hjartanlega velkomnir á samkomu í kvöld, miðvikudag 19. október, kl. 18.30 á hótel Holiday Inn. mmmmmmmmmhhhHHHHh Húsgögn - teppi Við höfum flutt á Suðurlandsbraut 16, 2. hæð (hús Gunnars Ásgeirssonar). Sófasetí og hornsófar í úrvali. Halldór Svavarsson, umboðs- og heildverslun. Gerið verðsamanburð Meiriháttar vetrartíska. Yfir 1000 síður. Listinn er ókeypis. Það verðurenginn örmagna afbúðarápi semá KA YS-listann. Stórar stærðir. Jólalistar afhentir í: Bókabúð Vesturbæjar, bókabúð Eddu Akureyri, bókabúð Brynjars, Sauðárkróki, bókabúðinni Vestmannaeyjum. B. MAGNÚSSON HF. Fastir viðskiptavinir vinsamlegast sækið aukalistana HÓLSHRAUIMI 2, SÍMI 52866. m Áskriftarsíminn er 83033

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.