Morgunblaðið - 19.10.1988, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 19.10.1988, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. OKTÓBER 1988 Morgunblaflið/JI Landað úr Sigþóri ÞH frá Húsavík á laugardagsmorgnn við Krossanesbryggjuna. Á innfelldu myndinni er Ingvar Hólm- geirsson skipstjóri. Krossanesverksmíðjan: Bræðir síld í fískeldisfóður FYRSTA sfldin barst til Krossa- nesverksmiðjunnar um helgina þegar Sigþór ÞH 100 landaði þar tæpum 140 tonnum. Sfldin var brœdd þar og úr henni verður unnið fiskeldisfóður fyrir markaði erlendis. Að sögn Ingvars Hólmgeirsson- ar skipstjóra á Sigþóri virtist sfldin bæði feit og gúð, en hún veiddist í Viðfírði suður af Norð- fírði. Sigþór kemur til með að landa Mrum kvóta sínum I Krossanes og það munu einnig Heiðrún og Amþór frá Árskógs- strönd gera, en Krossanesverk- smiðjan samdi við þessi þijú skip um aflann. Verksmiðjan vinnur úr hráefninu fískeldisfóður og fengu þessir þrír bátar leyfi sjáv- arútvegsráðuneytisins fyrir þ\d að hefja sfldveiðar fyrr en almenn veiði hófst vegna sérvinnslu Krossanesverksmiðjunnar. Veður mun þó hafa hamlað veiðum fram- an af svo fyrsti sfldarfarmurinn barst ekki fyrr en um síðustu helgi. Enn er ósamið við bátana þrjá um verð fyrir sfldina, en ætlunin mun vera sú að taka mið af þvi verði sem nýlega samdist um í verðlagsráði. um félagsins. Þessar breytingar þóttu gefa góða raun og verður þetta fyrirkomulag óbreytt í vetur. Skráðir félagar eru nú um 120 tals- ins og núverandi stjóm skipa Krist- inn Öm Kristinsson formaður, Her- dís Elín Steingrímsdóttir ritari og Guðfínna Gunnarsdóttir gjaldkeri. Tónlistarfélag Akureyrar: Femir tónleíkar á vegum félagsins á starfsárinu FERNIR tónleikar í hefðbundnu formi verða haldnir á vegum Tónlistarfélags Akureyrar í vet- ur. Fyrstu tónleikamir fóru fram Akureyrarhópur Amnesty: Safnar und- irskriftum og selur muni Aiþjóðamannréttindasamtökin Amnesty Intemational hafa ver- ið með undirskriftasöfhun i gangi sem ber yfirskriftina „Mannréttindi strax“. Undir- skriftum hefur verið safnað i öllum aðildarlöndum Amnesty. Tilefíii þessa átaks er að 40 ár eru liðin frá því að mannrétt- indayfirlýaing Sameinuðu þjóð- anna var undirrituð. Amnesty- fólk á Akureyri hóf þessa söfium sl. vor. Amnestyfélagar verða með sölu- tjald (göngugötunni fímmtudaginn 20>og föstudaginn 21. október frá klukkan 15-18. Þar gefst fólki kost- ur á að afla sér upplýsinga um Amrte^ty Intemational sem og starfsemi Akureyrarhópsins. Einnig bjóða félagar til sölu ýmsa muni til styrktar samtökunum svo sem veggspjöld, merki og Amnestyboli. Sfðast en ekki s(st verða félagar með undirekriftalistana „Mannrétt- indi strax". Listamir verða afhentir ( aðalstöðvum Sameinuðu þjóðanna þann 10. desember nk. Fréttatilkynning í gærkvöldi er þau Brenda Moore Miller og Andrew Mark léku sam- an á píanó og selló á sal MA. Næst verða tónleikar á vegum félagsins þann 27. október þegar þær Sigrún Eðvaldsdóttir fíðluleik- ari og Selma Guðmundsdóttir píanó- leikari leika á sal MA. Seinni hluta maremánaðar kemur bandarfski pfanistinn Ruth Slenczynska og leik-, ur f Boigarbfói, en hún er af pólsku bergi brotin. Þann 20. apríl er Sinn- hoffer-strengjakvartettinn frá Miinchen væntanlegur til Akur- eyrar. Auk þessa verður boðið upp á aðrar dagskrár sérstaklega fyrir félagsmenn. Jón Hlöðver Áskelsson skólastjóri Tónlistarekólans heldur fyrirlestur í janúar um Kínaferð sl. sumar með tilheyrandi tóndæmum og myndum og f febrúar og mare em á döfínni dagskrár f Davfðshúsi þar sem flutt verða ljóð eftir Davíð Stefánsson og lög við þau. Umsjón verður í höndum Margrétar Bóas- dóttur söngkonu. Tónlistarfélag Akureyrar var stofnað árið 1943 til að efla tónlist- arstarfsemi á Akureyri og ná- grenni. Meðal verkefna fyratu árin var að endurlífga Lúðrasveit Akur- ejrrar, að gangast fyrir stofnun Tón- listarekólans og að fá innlent og erlent listafólk til tónleikahalds. Aðalfundur er haldinn árlega og þá geta félagsmenn haft áhrif á starf- semi félagsins. Þá er kosið tólf manna félagsráð, sem hefur ákvarð- anavald, og kýs það framkvæmda- stjóm úr sfnum hópi. Nokkrar breyt- ingar urðu á starfsemi félagsins f fyrravetur, f stað þess að selja árs- kort á tónleika var innheimt félags- gjald og félagar fengu helmings afslátt af miðaverði tónleika á veg- Aðgerðir ríkisstjórnar- innar aJlt of seinvirkar - segir Kristján Ólafsson fram- kvæmdastjóri útgerðarsviðs KEA „Fjármagnskoatnaðurinn er stærsti vandi sjávarútvegsfyrir- tækja í dag. Það eru ekki launin sem eru að fara með fyrirtæk- in, heldur fiármagnskostnaðurinn auk þess sem fastgengisstefha fyrri ríkisstjórnar hefiir haft sin slæmu áhrif. Það er of seint í rassinn gripið núna. Fyrri ríkisstjórn var vöruð við hvað eftir annað, en gerði ekkert til að færa þennan kostnað niður og mér sýnist núverandi ríkisstjórn ekki ætla að vera betri. Svo feer mað- ur ekkert nema skömm í hattinn fyrir að vera að gagnrýna þessa menn," sagði Kristján Ólafsson, framkvæmdastjóri útgerðarsviðs KEA, í samtali við Morgunblaðið. Kristján sagði að ef sjávarút- færa okkur 800 milljóna króna lán veginum væri ætlað að rétta sig af á ný, þyrfti að leggja meginá- herslu á að færa fjármagnskostn- aðinn niður. „Mér fínnst ekkert óraunhæft að ætla að raunvextir færu niður í 5%. Því miður sýnist mér að þær aðgerðir, sem þessi nýja ríkisstjóm er að boða, verði mjög seinvirkar og mikil vonbrigði era með að raunvextir skyldu ekki hafa verið lækkaðir meira. Raun- vextir vora aðeins lækkaðir um 0,25-0,60% sem er sáralítil bót fyrir okkur. Þá er rætt um að í gegnum Verðjöfnunarejóð, síðan að greiða 5% af útflutningsverð- mæti. Þetta virkar svo seint. Það er verið að tala um að hinn frægi Atvinnutryggingasjóður megi skuldbreyta og lána allt að fímm til sjö milljörðum króna. Hvemig ætlum við íslendingar að fara að því að lifa í þessu landi á tómum lánum. Þetta hefði bjargast fyrir hom hefðu stjómvöld viðurkennt vandann strax í upphafí og komið þá fjármagnskostnaðinum niður,“ sagði Kristján ólafsson. Morgunblaðið/Rúnar Þór Kaupfélag Eyfírðinga á Akureyri kemur til með að sýna hallarekstur í ár, að sögn Vals Arnþórssonar kaupfélagsstjóra. Reikna með halla- rekstri á KEA í ár - segir Valur Arnþórsson kaupfélagsstjóri KEA „ÞAÐ liggur i augum uppi að heildarrekstur Kaupfélags Ey- firðinga er erfiður viðfangs í þvf efnahagsumhverfi, sem við búum við. Ég reikna með að Kaupfélag Eyfirðinga verði með hallarekstur í ár. Rekstur fé- lagsins gengur þó tiltölulega vel miðað við mörg önnur fyrirtæki í landinu,“ sagði Valur Arnþórs- son kaupfélagsstj óri Kaupfélags Eyfirðinga í samtali við Morgun- blaðið. Valur sagði að vandi frystingar- innar f landinu væri mikill og þann- ig væri einnig farið með frystihús þau er KEA ætti aðild að. Hinsveg- ar taldi hann að frystihús KEA væra betur stödd en meðaltalið sýndi yfir landið allt. Augljóst væri þó að veralega minni fjár- munamyndun hefði átt sér stað nú en oft áður. „Það sem erfíðast hefur verið í heildarrekstri Kaup- félag8 Eyfírðinga í ár hefur verið tvennt. í fyrsta lagi hefur verelun- in verið mjög erfíð auk þess sem hallarekstur var á slátran verð- lagsárið 1987 til 1988. Við bindum vonir við að úr rætist nú með nýrri haustslátrun. Sláturlaunin era sennilega raunhæfari nú en í fyrra. Síðan er eitt allsheijarvandamál, sem bitnar á öllum rekstrinum, og það er sá gífurlegi vaxtakostnað- ur, sem nú heijar á nær öll fyrir- tæki í landinu. Hann umtumar öllum rekstri. Það er alveg aug- ljóst mál að það hefur aldrei verið gert ráð fyrir því að neinn rekstur gæti staðið undir svona vöxtum eins og verið hafa á íslandi í ár,“ sagði Valur Amþóreson. KEA rekur fískvinnslur í Grímsey, Dalvík og Hrísey. Þá á IŒA hluta í rækjuvinnslu á Ár- skógsströnd, fískverkun á Hjalt- eyri og fískmóttöku á Akureyri. Auk þess rekur KEA útgerð bæði á Dalvík og í Hrísey. Ferðir fyrir rjúpnaveiði- menn BÍLALEIGA Akureyrar mun bjóða upp á nýstárlegar ferðir frá 15. október til 15. desember f vetur. Er þar um að ræða „ijúpnaveiðipakka“ frá Reykjavík til Akureyrar. Innifalið er flugfar, bflaleigubíll, ijúpnaveiðileyfí og gisting með morgunverði. Gist verður að Grýtu- bakka í Höfðahverfi. Veiðileyfín gilda þar og einnig á öðrum bæjum í nágrenninu. Pakkamir verða seldir í af- greiðslu Bflaleigu Akureyrar í Skeifunni 9 í Reykjavík. Gildistími er frá fímmtudegi til mánudags að báðum dögum meðtöldum. Heildar- verð pakkans er 8.810 krónur á mann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.